Þjóðviljinn - 02.10.1987, Page 1

Þjóðviljinn - 02.10.1987, Page 1
Föstudagur 2. október 1987 218. tölublað 52. örgangur Orkustofnun Fasteignamarkaðurinn vilja sqómina burt Hörð viðbrögð starfsmanna Orkustofnunar við fjöldauppsögnum stjórnvalda. 18 búnir aðfá uppsagnarbréf Þriðjungssamdráttur á tveimur árum. Jónas Elíasson stjórnarformaður: Ekki betri tími til að segja mönnum upp Arúmum tveimur árum hefur starfsmönnum Orkustofnun- ar fækkað úr 150 í 100 manns. Síðast í fyrradag fengu 18 starfs- menn uppsagnarbréf og vitað er að fleiri munu láta af störfum á næstunni. Starfsmenn stofnunar- innar hafa harðlega mótmælt þessum uppsögnum og niður- skurði á starfsemi stofnunnarinn- ar og á fjölmennum fundi starfs- . manna í fyrradag voru samþykkt j samMjóða þau tilmæli til stjórnar Orkustofnunar að hún segði af sér. Henni hefði gersamlega mis- tekist að sjá hagsmunum stofnun- arinnar borgið og verja starfs- menn þeim áföllum sem fjöl- dauppsagnir eru. - Þetta er ráðherraskipuð stjórn sem sinnir meira stundar- hagsmunum pólitískra flokka en langtímahag orkuiðnaðarins, segir m.a. í ítarlegri og harðorð- aðri samþykkt starfsmanna. - Mér fínnst þessar ásakanir ekki réttmætar. Það er ekki hlut- verk stjórnarinnar að- halda í starfsfólk þegar verkefnin eru ekki fyrir hendi, sagði Jónas Elíasson stjórnarformaður stofn- unarinnar í samtali við Þjóðvilj- ann. - Það er breytt staða hjá stofnuninni og það hefur dregið stórlega úr framkvæmdum en það liggur mikið fyrir í rannsóknamiðurstöðum. Við töldum einnig að það væri ekki betri tími til að segja upp starfs- mönnum en nú þegar skortur er á vinnuafli, sagði Jónas. í samþykkt starfsmanna segir að ljóst sé að ýmsum verkefnum Orkustofnunar sem unnið hefur verið að, verði aldrei lokið, öðr- um sé stefnt í voða og enn önnur þurfi að vinna úti í bæ. Þá benda starfsmenn á að það óeðlilega ástand ríki innan stjórnar stofn- unarinnar að tveir af þremur stjórnarmönnum hafi beinna hagsmuna að gæta innan stofn- ana og fyrirtækja sem eru sam- keppnisaðilar Orkustofnunar. Jónas Elíasson neitaði þessum ás- ökunum alfarið í gær. - Ig. Hæsta verð í þrjú ár Söluverð á fjölbýlishúsaíbúð- um í Reykjavík hækkaði í sumar um 5% umfram lánskjaravísi- tölu. Samfelld hækkun hefur ver- ið á þessum íbúðum síðustu 12 mánuði og hafa blokkaríbúðir ekki verið dýrari miðað við fast verðlag frá því í árslok 1984. í nýútkomnu fréttabréfi Fast- eignamats ríkisins kemur jafn- framt fram að fermetraverð þriggja og fjögurra herbergja íbúða í fjölbýlishúsum hefur hækkað mest á þessum tíma, eða um 39-42% en um 32-33% á minni íbúðum. Meðalsöluverð 3ja herb. íbúð- ar í fjölbýlishúsi í Reykjavík sl. sumar var 2.761 miljón kr. en 2ja herb. íbúðir fóru á 2.148 miljónir að meðaltali. - lg. T Alþingishúsið Teppunum hent út Aðalsteinn P. Maack, hjá Húsameistara ríkisins: Kostnaður hleypur á nokkrum milljónum. Erum á síðasta snúning Þetta viðhald og endurbætur sem er verið að fram- kvæma í Alþingishúsinu við Austurvöll eru hluti af langtímaverkefni og kostnaðurinn við þær hleypur á nokkrum milljónum króna, segir Aðalsteinn P. Maack forstöðumaður byggingaeftirlits hjá embætti Húsa- meistara ríkisins. Heldur óvanaleg sjón blasir við þeim sem kemur inn í Alþingishúsið þessa dagana. Þar er allt á rúi og stúi. Búið að rífa upp gólfteppi úr anddyrinu og af stigum. Þá þurfti að rífa bakklæðningu af einum stað og við það myndaðist gat inná kvennaklósettið, sem gárungamir hafa haft í flimtingum sín í milli. Allar þessar framkvæmdir miðast við það að koma hlutun- um í sitt upprunalega horf. Mörgum finnst þessar framkvæmdir með öllu ón- auðsynlegar og dýrar, því fyrir utan þetta hafa verið endurnýjuð öll húsgögn í báðum deildum þingsins sem hafa kostað sitt. Ennfremur er verið að setja upp viðvörunar- og eftirlitskerfi í húsinu og hefur það verið mjög við- kvæmt og vandasamt verk að koma fyrir línum fyrir kerfið vegna þess að gifsið í veggjunum á það til að molna við minnstu snertingu. „Við köllum alltaf til okkar færustu sérfræðinga í hvert sinn sem eitthvað kemur upp, og höfum ávallt fullt samráð við húsfriðunarnefnd," sagði Aðalsteinn P. Maack. grh Berstrípaðir stigarnir blasa við sórhverjum sem inn í Alþingishúsið koma þessa dagana því búið er að henda teppunum út. Mynd: E. Ól. Síldarsöltun Samningar næstu daga ,ySamningurinn í fyrra var bara beínn framreikningur á milli ára, en það er tæpast nóg fyrir okkur núna,“ sagði Björrt Grétar Sveinsson formaður Jökuls á Höfn Alþýðusamband Austurlands og atvinnurekendur funda á Reyðarfirði í dag um samning- ana. Bjöm Grétar bjóst við stutt- um fundi, þar sem menn mundu láta við sitja að kynna sín sjón- armið, enda væm ýmsir endar enn lausir. „Rússasamningurinn er ekki frágenginn enn, og menn vita ekki hvort samið verð- ur,“ sagði Bjöm Grétar. HS Borgarstjórn Samþykkti byggingu ráðhúss Tillögufulltrúa Alþýðubandalagsins um almenna atkvæðagreiðslu meðal borgarbúa vísaðfrá Ihaldsmeirihlutinn í borgar- stjórn samþykkti í gærkvöldi með stuðningi fulltrúa Framsóknar- flokksins, með lOatkvæðum gegn 5 atkvæðum minnihlutans, að ráðast í byggingu ráðhúss við Tjörnina, á horni Tjarnargötu og Vonarstrætis, á næstu tveimur árum. í umræðum um málið lögðu fulltrúar Alþýðubandalagsins fram tillögu þess efnis að málinu yrði skotið til almennrar at- kvæðagreiðslu meðal borgarbúa, þar sem greidd yrðu atkvæði um það hvort borgarbúar vildu að ráðist yrði í byggingu ráðhúss og hvort þeir væm samþykkir því að staðsetning þess yrði við Tjöm- ina. Tillögu Alþýðubandalags- fulltrúanna í borgarstjórn var vís- að frá. Við lokaafgreiðslu málsins lögðu Alþýðubandalagsfulltrú- amir fram bókun þar sem segir að, ekki sé tímabært að ráðast í fram- kvæmdir við byggjngu ráðhúss fyrir 750 milljónir á meðan fjöl- mörg félagsleg vandamál bíði úr- lausnar í borginni. Ennfremur að staðsetning ráðhússins á homi Tjamargötu og Vonarstrætis sé röng með tilliti til umferðarþung- ans sem óhjákvæmilega yrði við ráðhúsið og í þriðja lagi að bygg- ing ráðhússins í þessu homi Tjamarinnar raskaði heildarsvip hennar, sem væri ímynd Reykja- víkur í hugum landsmanna. grh Norður-Atlantshaf Gorbatsjof vill friðlýsingu í gær lýsti Mikael Gorbatsjof Sovétleiðtogi því yfir í ræðu að hann vildi að stórlega yrði dregið úr umferð herskipa og herflugvéla í norðri og nefndi hafssvæðin umhverfis ísland, Grænlandshaf og Noregshaf sér- staklega f því sambandi. Sjá nánar bls.7.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.