Þjóðviljinn - 02.10.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 02.10.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þJÓÐVILIINN Útvegsbankinn Nýr mánuður - tíðindalaust Það er engar fréttir af þessu að segja, sagði Þórhallur Ásgeirsson ráðuneytisstjóri viðskiptaráðu- neytisins í gær um gang Útvegs- bankaviðræðna. Jón Sigurðsson ráðherra er er- lendis, kemur heim á sunnudag, og vænti Þórhallur þess að við- ræðunefndir SÍS og Kristjáns- manna gæfu skýrslu um gang mála eftir það. „Gert er ráð fyrir, að við- ræðum þessum ljúki fyrir lok september,“ segir í fréttatilkynn- ingu frá viðskiptaráðherra 2. september um upphaf viðræðna SIS og KR-inganna. - m Föstudagur 2. október 1987 218. tölublað 52. örgangur Þjónusta íþínaþágu 0 SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. _____________ Póturinn Póstmenn homrekur Reynir Ármannsson, póstfulltrúi: Höfum setið eftir í launatöflu opinberra starfsmanna. Yfirvöld verða að láta sér skiljast alvöru málsins áður en þau taka á. Björn Björnsson, póstmeistari: Engin sanngirni í þessu Það dylst engum sem vitl vita að póstmenn hafa dregist mjög aftur úr í launum miðað við aðra ríkisstarfsmenn. Lögreglumenn og tollverðir svo einhverjir séu nefndir, hafa skotið okkur ref fyrir rass í launatöflunni á undan- förnum áratug, sagði Reynir Ár- mannsson, fulltrúi á Póststofunni í Ármúla. Ljóst er að ófremdarástand skapast í póstburði ef uppsagnir 60 faglærðra póstmanna víðs veg- ar af Iandinu, sem sagt hafa upp störfum frá og með 3. desember, koma til framkvæmda. Til að mynda hafa allir faglærðir póstaf- greiðslumenn á Akureyri sagt störfum sínum lausum. - Menn mega ekki gleyma því að þó að faglærðir póstmenn fái einhverja leiðréttingu sinna mála, þá ríkir sama vandræðaá- standið og áður, meðan laun óf- aglærðra póstmanna eru ekki einnig hækkuð. Það þýðir ekkert að fá menn til starfa uppá 29.000 krónur á mánuði, sagði Reynir. - Þetta ástand er ekki nýtt af nálinni. Við höfum verið að tapa Karsten Bo Jörgensen, Pauline Römer, Mette Paulsen, Sören Hensenog Tommy Jepsen: Áhugasamt, ósérhlífið og elskulegt fólk, segja vinnufélagarnir. Mynd: E. Ól. . Vinnumarkaðurinn Æ fleiri Danir til starfa Fleiri eðafœrri Danir starfa nú íflestöllum SS-búðunum. Sex mánaða ráðningartími Eg hef aðeins prófað að af- greiða, en annars er ég í kjö- tvinnslunni. Tommy líka. Og þau hin? Ja, hvað gerið þið eigin- lega?! sagði Sören Hansen með þeim léttleika sem Dönum er laginn þegar tíðindamenn Þjóð- viljans litu inn í SS-búðina í Austurveri í gær, en fimm Danir 9000 tonn Þokkaleg loðnuveiði Ástráður Ingvarsson hjá Loðnunefnd: Aðeins fimm skip á veiðum. 160-170 sjómílum frá landi Samkvæmt því sem ég hef frétt er nóg af loðnu á miðunum, að vfsu ekki eins feit og í fyrra en þokkalega stór engu að síður. Það sem af er vertíðinni eru komin á land rúm níu þúsund tonn segir Ástráöur Ingvarsson, hjá Loðnu- nefnd. Aðeins fimm skip er nú á loðn- umiðunum og hafa þau veitt al- veg þokkalega hingað til, en bræla hamlaði veiðum í byrjun vikunnar. Veiðisvæðið er upp undir miðlínu á milli íslands og Grænlands, 160-170 sjómflum frá Iandi. í gær var vitað um tvö skip sem höfðu tilkynnt um afla. Öm KE fékk 750 í fyrradag og Skarðsvík- in 650 tonn í fyrrinótt sem hún ætlaði að sigla með til Þorláks- hafnar á Langanesi, en það er um 20 tíma sigling af miðunum. „Aðalskýringin á því afhverju ekki fleiri skip eru komin á miðin er sú að það er kvótatitringur meðal loðnuútgerðarmanna sem eru á rækjuveiðum. Þeir vilja veiða sem mest af rækju nú til þess að rækjukvótinn, ef hann sér dagsins ljós, verði skaplegur fyrir þá, þegar og ef hann verður á- kveðinn,“ sagði Ástráður Ing- varsson. - grh mannskap jafnt og þétt undanfar- in ár, vegna þess að póstmenn hafa dregist stöðugt aftur úr. Póstmaður sem gerist tollvörður og starfar við hlið fyrrum félaga, er mörgum launaflokkum hærri en þeir. Gjaldkerar í banka fá 15.000 krónum hærri laun á mán- uði en gjaldkeramir hjá okkur. Það er engin sanngirni í þessu, sagði Björn Björnsson, póst- meistari. Reynir Ármannsson sagði að ef ekki yrðu gengið að kröfum póstmanna um launahækkun, sæi hann ekki fram á annað en að yfirmenn póstsins yrðu að bera sjálfir út jólapóstinn. - Það getur verið að þeir átti sig ekki á að póstmönnum er alvara, fyrr en þeir taka á. í Degi á Akureyri var haft eftir Ársæli Magnússyni, umdæmis- stjóra Pósts og síma í gær að fyrir- sjáanlegt væri að stórkostleg vandræði sköpuðust ef uppsagnir póstmanna gengju eftir. Ársæll sagði að Póstur og sími væri ekki samkeppnisfær á vinnumarkað- inum þegar atvinnurekendur vfl- uðu ekki fyrir sér að svíkja gerða samninga áður en blekið á þeim væri þornað og greiða sumum starfshópum langt umfram um- samda taxta. - rk starfa nú í versluninni. „Danska starfsfólkið hefur fallið mjög vel í kramið og við- skiptavinimir taka þeim vel. Þau eru lítið í afgreiðslunni enn sem komið er, þar sem þau vilja læra málið betur áður en til þess kem- ur, en hafa verið í uppröðuninni og eins í kjötvinnslunni," sagði Þórður Þórisson, verslunarstjóri. Kynjaskiptingin getur ekki jafnari verið í útlendingadeild- inni; þrír karlar og tvær konur. Þau fyrstu byrjuðu fyrir þremur vikum, en þau sem nýkomnust eru hafa starfsreynslu á íslandi upp á fáeina daga. „Ráðningartíminn er sex mán- uðir,“ sagði Þórður. „Þá kemur í ljós hvert framhaldið verður, en byrjunin lofar mjög góðu.“ Fyrirtækið auglýsti eftir starfs- fólki í Danmörku, og starfa nú fleiri eða færri Danir í flestöllum SS-búðunum að sögn Þórðar, og eins í vinnslunni. HS Loðnumælingar Stofn- stærðin könnuð Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur: Vertíðarkvótinn ákveðinn afniðurstöðum þessara mœlinga „Við erum að leggja í hann til mælinga á stærð loðnustofnsins sem nú er verið að veiða úr. Síðan verða niðurstöðurnar lagðar fyrir fiskveiðinefnd Alþjóða haf- rannsóknaráðsins og ioðnukvót- inn á vertíðinni síðan ákveðinn í framhaldi af því,“ segir Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur. í gærkvöld lögðu af stað rann- sóknarskipin Ámi Friðriksson og Bjami Sæmundsson í árvissar loðnumælingar. Hjálmar Vil- hjálmsson er leiðangursstjóri um borð í Árna og Páll Reynisson, fiskifræðingur leiðangursstjóri um borð í Bjama Sæmunddyni. Að sögn Hjálmars verður byrj- að að mæla stærð loðnustofnsins út af Vestfjörðum og síðan haldið austur með Norðurlandi. Áætl- aður tími leiðangursins er um þrjár vikur, en það fer að sjálf- sögðu mikið eftir veðri hvað þess- ar mælingar vara lengi. — grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.