Þjóðviljinn - 02.10.1987, Side 3

Þjóðviljinn - 02.10.1987, Side 3
Síldin Söltum ef við fáum fólk Björn Grétar Sveins- son, Höfn íHorna- firði: Gengið sœmi- lega að manna söltun- arstöðvarnar undan- farin ár Við reynum að salta ef við fáum fólk, sagði Ingimar Bjarnason hjá Sfldarvinnslunni á Neskaupstað er hann var inntur eftir stöðu mála í upphafi sfldarvertíðar en veiðar hefjast eftir viku. „Við höfum það mikið að gera í saltfiskinum og frystingunni að alls óljóst er hvort af síldarsöltun verður,“ sagði Guðmundur. „Við auglýstum eftir fólki í gær í Austurlandi, og söltunin ræðst af því hvernig útlitið verður með mannskap.“ Áformað er að frysta talsvert af sfld hjá Sfldarvinnslunni og þá á Japansmarkað. „Það hefur verið slæðingur af útlendingum í fiskvinnslunni um allt Austurland, en ég held að það sé enginn obbi,“ sagði Björn Grétar Sveinsson formaður Jökuls á Höfn í Hornafirði, er við forvitnuðumst um erlent vinnuafl í greininni. „Ég held að menn á Austur- landi séu alla vega ekki famir að hugsa um að byggja sérstakar verbúðir fyrir útlendinga eins og mér skilst að standi til fyrir sunn- an. Við eigum nóg með að byggja yfir íslendinga hér fyrir austan, og við úti á landi skiljum hrein- lega ekki svona kjaftæði, á sama tíma og húsnæðiskerfið fyrir landsmenn er eins og það er,“ sagði Björn Grétar. Að sögn Bjöms Grétars hefur gengið sæmilega undanfarin ár að manna sfldarsöltunarstöðvarnar á Höfn, enda þótt þær útheimti mikinn mannskap. „Vertíðin er geysileg töm, og fólk hefur verið tilbúið að vinna langan vinnudag meðan á henni stendur," sagði hann. „Hér hefur ekki verið mikið af útlendingum í söltuninni, en hins vegar mikið af aðkomufólki,“ sagði Hrafnkell A. Jónsson á Eskifirði. „Þá daga sem saltað er á öllum plönum skiptir fjöldi verkafólks hundruðum,“ sagði Hrafnkell. HS FRETTIR Nýsköpun Kiyddræktun i vetur Oddur Bjarnason garðyrkjumaður á Akranesi, œtlar að gera tilraunir með rœktun áfersku kryddi að vetri til Mynta, timian, basilikum, sal- via, oregano, savory, major- am og sítrónumelissa; kunnugleg upptalning úr reynsluheimi eld- hússins en allar þessar kryddteg- undir hefur Oddur Bjamason garðyrkjumaður á Akranesi ræktað í sumar. Ekki nóg með það: nú hefur Oddur ákveðið að gera tilraunir með ræktun á fersku kryddi í vetur. Vetrarræktunin fer fram í gróðurhúsi Odds, sem er um 150 fermetrar að stærð. „Þetta verður fyrst og fremst tilraun,“ sagði Oddur, en hann hefur selt krydd- tegundir þessar í veitingahús og þá ferskar í búntum, svipað og tíðkast með steinseljuna. Ef vel tekst til með kryddrækt- unina í vetur hefur Oddur hug á að einskorða söluna ekki við veitingahús, heldur selja jafn- framt í verslanir. Ekki er þó ákveðið hvernig að þeirri sölu verður staðið. „Kryddræktunin hefur verið í gangi í allt sumar, og mér finnst tilvalið að prófa veturinn,“ sagði Oddur. HS Verður að tæma rúm á sjúkrahúsum vegna þess að ófaglært starfsfólk fæst ekki til starfa? Byrjunarlaunin eru núna 29.000 á mánuði - þurfa að hækka minnst uppf 40.000 segja Sóknarkonur. Mynd E.ÓI. ófaglœrðir Flýja í hrönnum Gífurlegur skortur á ófaglœrðu starfsfólki á sjúkrahúsunum. Stjórn ríkisspítalanna athugar innflutning á erlendu vinnuafli. Margrét Björnsdóttir, Landspítala: Þýðir ekki að bjóðafólki 29.000 á mánuði. Leggjum ómœlda vinnu á okkur, sem enginn virðistmeta Eg hef ekki mikið orðið vör við að stjórnvöld og stjórn rflds- spítalanna kosti kapps að bæta úr málum ófaglærðs starfsfólks. Við í Sókn bentum stjórn ríkisspítal- anna á það í síðasta mánuði að það væri borin von að fá fólk til þessara starfa nema fyrir 40.000 króna lágmarkslaun á mánuði. Það hafa engin viðbrögð borist við þessum ábendingum okkar, sagði Margrét Björnsdóttir, trún- aðarmaður á Landspitala og rit- ari Sóknar. Mikill hörgull er á ófaglærðu starfsfólki á sjúkrahúsum. Hjá ríkisspítölunum fengust þær upp- lýsingar að ómannaðar væru milli 50 og 60 stöður ófaglærðra. Á Borgarspítalanum er ástandið verra ef eitthvað er, en þar vantar um 40 manns. Einna skást er á- standið á Landakoti, en ástæður þess að Landakotsspítala hefur haldist betur á sínu fólki, er sú að námskeið ófaglærðra hafa verið metin til launahækkunar. Davíð Á. Gunnarsson, for- stjóri ríkisspítalanna sagði að stjóm spítalanna ynni nú að því að leita leiða til að bæta launa- kjör ófaglærðs starfsfólks og aug- lýsa eftir fólki í lausar stöður. - Sá möguleiki er fyrir hendi ef ekki rætist fljótlega úr að við verðum að leita eftir erlendu starfsfólki. Því er ekki að neita að við höfum skoðað þann mögu- leika. Ella er ljóst að fyrr eða síð- ar kemur starfsmannaskorturinn niður á starfsemi spítalanna, sagði Davíð. - Ástandið er þannig að við þessar fáu sem enn emm við störf, gefumst upp fyrr en síðar. Við getum ekki bætt endalaust á okkur vinnu til þess að reyna að bjarga því sem bjargað verður. Það er verst til þess að hugsa að þetta er ekkert metið við okkur, sagði Margrét Björnsdóttir. Ester Snæbjömsdóttir, Sókn- arkona á Borgarspítalanum, sagði ófremdarástand ríkja á stofnuninni vegna skorts á ófag- lærðu starfsfólki. - Þetta em eng- in laun hjá okkur Sóknarkonum. Byrjunarlaunin em núna um 29.000 krónur. Það liggur í augum uppi að það fæst enginn í stað þeirra sem hætta og slíta sér út fyrir þessi smánarlaun, sagði Ester. -rk Dounreay Bunyan til Islands Forystumaður andófsins gegn Dounreay kjarnorkuverinu talar á ráðstefnu Alþýðubandalagsins um þarnœstu helgi Ínæstu viku kemur hingað til lands Chris Bunyan, formaður CADE á Shetlandseyjum. En CADE eru samtök sem berjast gegn stækkun kjarnorkuversins í Dounreay, Campaign Against Dounreay Expansion. Bunyan hefur staðið í fararbroddi andófs- ins, og hefur í hyggju að mynda alþjóðleg samtök ríkjanna á Norðaustur-Atlantshafi til að efla andófið gegn verinu. Chris Bunyan kemur til lands- ins í boði Álþýðubandalagsins, og mun tala á opinni ráðstefnu í Gerðubergi þamæsta sunnudag, þar sem fjallað verður um um- hverfismál, undir forskriftinni: „ísland er ekki eyland“. Erindi Bunyans mun fjalla um þá hættu sem felst í losun geisla- virkra úrgangsefna í hafið, en frá Dounreay verinu rennur talsvert Arnarhóll Nýtt skipulag Útisvið og göngustígar „Amarhóll verður grafinn þvers og kurs fyrir væntanlega göngustíga samkvæmt sam- þykktri teikningu frá borgar- stjórn, því þarna á að koma upp útivistarsvæði fyrir Reykvíkinga í framtíðinni,“ segir TheódórHall- dórsson hjá Garðyrkjudeild borgarinnar. Þeir sem leið hafa átt um Am- arhólinn síðustu daga hafa tekið eftir þvi að miklar framkvæmdir eiga sér nú stað á hólnum. Þar er verið að grafa hann sundur og saman og menn hafa jafnvel hald- ið að nú ætti að gera gangskör að því að fjarlægja hann kannski fyrir fullt og allt. En sú er nú ekki reyndin. Heldur á þar að risa var- anlegt útivistarsvæði með til- heyrandi útisviði sem hægt verð- ur að halda ýmsar uppákomur og hefðbundnar hatíðadagskrár þegar svo ber undir. „Ég vona bara að þetta verði til þess að við getum þó slegið hól- inn sómasamlega eftir þetta allt saman, ef það verður þá eitthvað eftir til að slá þegar þessu lýkur. Hóllinn er allur fullur af þúfum og grjótið í honum er allt að ganga upp úr honum,“ sagði The- ódór Halldórsson. h magn geislavirkra efna til sjávar. Áuk þess að tala á ráðstefnu Alþýðubandalagsins mun Chris Bunyan hitta að máli ýmsa for- ystumenn í íslenskum stjómmál- um til að kynna þeim sjónarmið þeirra sem berjast gegn Dounreay-verinu. _qs 'þjÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Bókmenntakynning Bo Carpelan les eigin Ijóð Bo Carpelan ljóðskáld, er nú staddur hér á landi. Bók- menntakynning helguð skáldinu vcrður í Norræna húsinu á laug- ardag 3. okt. kl. 16.00. Bo Carp- elan er hér á landi vegna þess að bókaútgáfan Urta hefur sent frá sér úrval fióða hans í íslenskri þýðingu Njarðar P. Njarðvík, alls 52 jjóð undir heitinu Ferð yfir þögul vötn. Tilhögun kynriingarinnar verð- ur með þeim hætti að fyrst flytur Hjörtur Pálsson rithöfundur er- indi um Bo og skáldskap hans. Þá spjallar skáldið sjálft um skáld- skap sinn á persónulegan hátt, og loks lesa hann og Njörður ljóð eftir hann, á sænsku og íslensku. Bo Carpelan er eitt kunnasta ljóðskáld Norðurlanda og hlaut Bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs árið 1977. Auk Nor- ræna hússins standa að bók- menntakynningunni Bókaútgáf- an Urta og Finnlandsvinafélagið Suomi. Á sunnudag mun norski málar- inn Tore Hamsun tala um föðui sinn Knut Hamsun, en hann hef- ur sent frá sér nokkrar bækur sem fjalla að mestu leyti um föður hans. Sá fyrirlestur hefst kl. 16.00.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.