Þjóðviljinn - 02.10.1987, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 02.10.1987, Blaðsíða 11
MYNDLISTIN UM HELGINA Nú eru aftur hafnar sýningar á „Eru tígrisdýr í Kongó?“, sem fjallar um vágestinn viðar Eggertsson og Harald G. Haralds í hlutverkum sínum. Verkið er eftir Johan eyðni, sem komið hefur róti á ýmsar hliðar mannlífsins, og alls ekki ýtt læknavís- Bargum, sem sótti okkur heim á saðsamri bókmenntahátíð. indum útí kuldann. Það er Alþýðuleikhúsið sem sýnir í Kvosinni. Á myndinni eru Kjarvalsstaðir. Katrín Ög- mundsdóttir er með sýningu á Kjarvalsstöðum og sýnir vatns- litamyndir. Opið 14-22 og lýkur 11. október. Kjarvalsstaðir. Jón Axel, Björg og Valgarður hafa opnað sýn- ingu í vestursal Kjarvalsstaða og sýna málverk. Þar er opið frá 14-22 alla daga en sýningunni lýkur 11. október. Kjarvalsstaðir. Rúrí er með sýningu sem heitir Tími, í austursal Kjarvalsstaða, sem er opin frá 14-22 og lýkur 11. október. Ásmundarsalur við Freyju- götu. Jakob Jónsson, listmálari er með sýningu í Ásmundarsal sem lýkur nú um helgina. Sýn- ingin er opin virka daga frá 16- 22 og um helgar frá 14-22 Gallerí Gangskör. Pétur Be- hrens opnar sýningu á morgun á vatnslitamyndum og teikning- umíGalleríGangskör, Amtmannsstíg 1. Opin virka daga f rá 12-18 og um helgar f rá 14-18. Lýkur18.október. Nýlistasafn. Helgi Sigurðsson opnarsýningu ídag kl. 20. Þar sýnir hann málverk og teikning- ar. Sýningin verður opin til 18. október. Opið virka daga frá 16- 20 og um helgar frá 14-20. Gallerí ísiensk list. Vestur- gata 17. Hafsteinn Austmann opnar sýningu á morgun, kl. 3 e.h.. Nýlega var opnuð sýning á handblásnum listmunum úr gleri í húsakynnum Gallerí Listar að Skipholti 50b. Þar eru til sýnis og sölu verk eftir ýmsa kunna gler- listamennfráNoregi, Finnlandi og Bretlandi. Einn þeirraer Norð- maðurinn Severin Brörby. Hann hefur sýnt verk sín víða um heim og hlotiðýmsar viðurkenningar, m.a. verðlaun norska hönnunar- ráðsins 1980 fyrir glermuni sína. Frá Bretlandi eru m.a. sýnd verk eftir Michael Harris. Hann mótar mörg verka sinna með sérkenni- legri gull- og silfuráferð og hlaut hann bresku hönnunarverð- launin á sviði glerlistar árin 1980 og 1982. Sýningin er opin frá kl. 10-18, laugardagakl. 10-12. Hún stendurtil3. október. Nú stenduryfirsýning Ragnars Kjartansson myndhöggvara, á keramikmálverkum og högg- myndum í Heilsuhælinu í Hverag- erði. Sýningin er sett upp í tilefni af 50 ára afmæli Náttúrulækni- ngafélags íslands og gaf lista- maðurinn félaginu verk eftir sig, keramikmálverið „Parið". Sýn- ingin hófst sunnudaginn 20. sept- ember og stendur til 31. október. Gallerí Grjót við Skólavörðu- stíg hefur samsýningu á verk- um meðlima gallerísins. Opið virkadagakl.12-18. Listasafn Háskóla íslands sýnir úrval verka sinna f Odda, húsi HugvísindadeildarHá- skólans. Opið daglega kl. 13.30-17. íslenskskinnhandrit, þará meðal handrit að Eddu- kvæðum, Flateyjarbók og Njálu eru til sýnis í Árnagarði þriðju- daga, fimmtudagaog laugar- dagakl. 13.30-17. Listasaf n íslands er lokað vegna flutninga í nýja húsnæð- ið, sem væntanlega verður opnað7. nóv. n.k. Listasafn Einars Jónssonar sýnirgipsmyndirog málverk Einars. Opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16.00. Höggmyndagarðurinn opinn alladagakl. 11-17. Ásmundarsafn við Sigtún synir abstraktskúlptúra eftir Ás- mund Sveinsson. Opið daqleaa kl. 10-16. Árbæjarsafn er opið alla daga nemamánudagakl. 10-18. Gallerí Borg. Austurvöllur. Bragi Hannesson opnaði sýn- ingu á verkum sínum sl. fimmtudag. Á sýningunni eru olíumálverk og vatnslitamyndir. Opið er virka daga frá 10-18 og um helgar frá 14-18. Lýkur 13. október. Ásgrimssafn. Ný sýning stendur yfir í safninu. Olíumál- verk, vatnslitamyndir og ■teikningar. Þetta er úrval af (verkum Ásgríms, mest lands- lagsmyndir. Safnið er að Berg- staðastræti 74, opið mánud. þriðjud. og fimmtud. frá kl. 13.30-16. Gallerí Svart á hvftu. Sigurður Örlygsson er með sýningu á olí- umálverkum í galleríinu. Opið frá14-20alladaganema mán- udaga. Gallerí List, Skipholti 50c, sýnir verk effiryngri og eldri listamenn. Opið á verslunar- tíma. Mokka. Gunnar Kristinsson opnaði sýningu á verkum, unn- in með blandaðri tækni, 11. sept. sl. Sýningin stendurtil 9. okt. Ásmundarsalur við Freyju- götu. Jakob Jónsson opnar sýningu á olíumálverkum á morgun sem stendur til 4. okt. n.k. Jakob hóf myndlistarnám í Kaupmannahöfn 1965við Glyptotekið og að því loknu stundaði hann nám við Listahá- skólannundirstjórnS. HjortNi- elsen. Jakob hefur áður haldið 3 einkasýningar. Á þessari sýn- ingu eru 27 verk. Sýningin er opin virka daga frá kl. 16-22 og umhelgarfrá 14-22. Blómaskálinn Vín Eyjafirði. Þær Iðunn Ágústsdóttir og Helga Sigurðardóttir sýna 20 myndverk unnin í pastel og 20 tússteikningar. Sýningin verður opin f ram til 4. okt. Iðunn hef ur haldið margar einkasýningar og tekið þátt (samsýningum og Helga hefur haldið einkasýn- ingu og tekið þátt í samsýningu áEgilsstöðum. Þjóðminjasaf nið. Hvað er á seyði. Sýning um eldhús fyrr og nú. Sýningunni lýkur 11. októ- ber. LEIKLISTIN Kaj Munk, Hallgrímskirkja. Nk. mánudag hefjast að nýju sýn- ingaráleikritinu Kaj Munk, þar- sem Arnar Jónsson fer með titil- hlutverkið. Guðrún Ásmunds- dóttir er höf. og leikstjóri og fer með hlutverk móðurinnar. Sýn- ingar urðu 40 í vetur og farið var í leikferð í sumartil Danmerkur og Sviþjóðar. Leikritinu var mjög vel tekið og fékk lofsam- lega dóma. Á sunnudag 4. okt. verðursjónvarpsþáttursem tekinn var í ferðinni og Óg- mundur Jónasson hafði veg og vandaaf. Þátturinnhefstkl.21 í Rikissjónvarpinu. Sýningar verða í vetur í Hallgrímskirkju á sunnudögum kl. 16 og mánu- dagskvöld kl. 20.30. Miðasala er í bókaverslun Eymundsson í Austurstræti og i Hallgríms- kirkju. Alþýöuleikhúsiö sýnir Eru tfgrisdýr í Kongó?, laugardag og sunnudag kl. 13. Mánudag er sýning kl. 20. Innifalið í verði er maturog kaffi. Sýningar- staður: Veitingahúsið í Kvos- inni. Þjóðleikhús. Ég dansa við þig... Til allrar hamingju verða teknar upp aftur sýningar en geta ekki orðið fleiri en 6, vegna annagestadansaranna. Upp- selt var á allar sýningar i fyrra og því vissara að tryggja sér miðaitíma. Rómúlus mikli sýndur laugar- dagskvöld. Leikfélag Reykjavíkur. Dagur Vonar. Laugard. kl. 20.00 í Iðnó. Djöflaeyjan, föstudag og laugardag kl. 20.00 í Skemm- unni. Faðirinn í kvöld og sunnu- dag kl. 20.30 ílðnó. Er það einleikið? eftir Böðvar Guðmundsson. Þráinn Karls- son í samkomuhúsinu á Akur- eyri á laugardag og sunnudag kl.20.30. HITT OG ÞETTA Sjóminjasafniö Vesturgötu 8, Hafnarfirði hefur breytt sýning- artíma sínum og nú er opið frá 14-18 á laugardögum og sunn- udögum. Þá geta skólafólk og hópar pantað tima fyrir utan í síma 52502. Sýnd er árabáta- öldin á fslandi og jafnframt sýnd heimildamyndin „Silfurhafs- ins“... Náttúruverndarfélag Suð- vesturlands fer aðra náttúru- skoðunarferð um Suðurnes á laugardag. Farið verðurfrá Norræna húsinu kl. 9 frá Náttúr- ugripasafninu, Hverfisgötu 116 kl. 9.10 og frá Grunnskólanum f Vogum kl. 10. Skoðaðirnokkrir áhugaverðir staðir á Suður- nesjum og fræðst um þá undir leiðsögn náttúrufræðinga. Á- ætluð koma til Reykjavíkur kl. 19. Ferðafélag íslands. Kl. 10 Stóri-Hrútur-Vigdísarvellir. Ekið um Móhálsdal að Vigdís- arvöllum, gengiðyfirvesturháls og á Stóra-Hrút og þaðan niður áþjóðveg. Verð600. Kl. 13 Húshólmi, - gamla Krisu- vík. Ekin Krísuvíkurleiöog gengið frá Borgarhól að Hús- hólma í ögmundarhrauni. Verð kr. 600. Brottförfrá BSÍ, austan megin. Farmiðarviðbíl. Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðn- um. Húnvetningafélaglð. Félag- svist. Á laugardaginn kl. 14 hefst félagsvist hjá Húnvetning- afélaginu í Reykjavík. Það er spilað í Félagsheimilinu, Skeif- unni 17ogeru allirvelkomnir. Kvenfélag Kópavogs. Byrjum okkarvinsælufélagsvist, mán- udag 5. okt. kl. 21 í Félags- heimilinu. Athugið breyttan tíma. Allirvelkomnir. Vetrarstarf kvennadeildar Breiðfirðingafélagsins hefst 5. okt. kl. 20.30 í safnaðarheimili Bústaðakirkju. Stjórnin. MÍR.Ásunnudag4. okt. kl. 16 verða sýndar tvær stuttar kvik- myndiríbíósal MÍR, Vatnsstíg 10. Önnur myndin nefnist „Bylt- ingaretýða", hin fjallar um vís- indi í Sovétríkjunum. Skýringar með báðum myndunum á ís- lensku. Aðgangur öllum heimill. Hana-nú. Vikuleg laugar- dagsganga Frístundahópsins Hananú i Kópavogi verður 3. okt. Lagt verður af stað frá Digranesvegi 12, kl. 10. Við göngum hvernig sem viðrar. Hlýr búningur. Góðurfélags- skapur. Nýlagað molakaffi. Allir velkomnir. Upplýslngastofnun ferða- mála á íslandi I ngólfsstræti 5 Rvík. sími 623045. Veitir allar almennar upplýsingar um ferðalög á Islandi auk upplýs- inga um það sem er á döfinni í borginni. Opið virka daga frá kl. 10-16ogumhelgarfrákl. 10- 14. Útivist. Helgarferð2.-4. okt. Jökulheimar-Veiðivötn- Hraunvötn. Óvenju fjölbreytt óbyggðaferð. Eldstöðvar, gíg- vötn, auðn og gróðurvinjar. Haustlitir. Gist (upphituðu húsi í Jökulheimum. Þórsmörk. Dagsferðásunnu- dag kl. 8. Uppl. ogfarmiðasala á skrifst. Grófinni 1, ss: 14606 og 23732. Dagsferðir, sunnudag 4. okt. Sandakravegur-Fagradalsfjall kl. 10.30. Fjölbreyttsvæðiá Reykjanesskaga. Vestastafjall í Reykjanesfjallgarðinum. Verð 700. Selatangar-lsólfsskáli. Fróðleg og skemmtileg dags- ferð. Léttganga. Margtað skoða m.a. minjar um forna ver- stöð, fiska, byrgi, verbúðarústir, refagildrur, sérstæðar kletta- myndanir í Karlahrauni. Brottför frá BSl, bensínsölu Kópavogs- hálsi og Sjóminjasafni Hafnar- fjarðar. Griniðjan. Laddi, Edda Björg- vins og Júlíus Brjánsson frum- sýna nýja skemmtidagskrá á Hótel Selfossi, á morgun, þar- sem skondnir persónuleikar munu fara á kostum. Nýir rekstraraðilar hafa tekið við Hótel Selfoss og munu þeir kappkosta að bjóða fólki upp á vandaða dagskrá öll laugar- dagskvöld. Málfreyjudeildin Korpa. Mál- freyjudeildin Korpa í Mosfells- bæ mun kynna deildarstarfið og starfsemi málfreyjusamtak- anna, á almennum kynningar- fundi ífélagsheimilinu Hlégarði, laugardag 3. okt. kl. 15.00. Það eru allir hjartanlega velkomnir. Norræna húsið. Bók- menntadagskrá helguð Ijóð- skáldinu Bo Carpelan á laugar- dag kl. 16. Norræna húsið. Á sunnudag talar norski málarinn T ore Hamsun um föður sinn, Knut Hamsun. Talan hefst kl. 16.00. Allirvelkomnir. Viðeyjarferðir Hafsteins Sveinssonar hefjast um helgar kl. 13. Kirkjan (Viðey er opin og veitingar fást í Viðeyjarnausti. Bátsferðin kostar200 kr. Grasagarðurinn í Laugardal er opinn almenningi virka daga frá kl. 8-22 og 10-22 um helgar. Þar er að finna allar jurtir sem vaxa villtar á íslandi og fjölda annarrategunda. Torfhleðslunámskeið verður haldið í Vatnsmýrinni fyrir neð- an Norræna húsið á laugardag og sunnudag kl. 10-18 með matarhléikl. 13-14. Kenntverð- ur að rista klömbru og streng og hlaða vegg með sama hætti og tíðkast hefur á islandi frá land- námstíð. Leiðbeinandier Tryggvi GunnarHansen. Þátt- takendum er bent á að hafa með sér stígvél, regnföt og stunguspaða. Nánari upplýs- ingarísíma 75428. Sjálfstyrking og ákveðni- þjálfun. Námskeið þar sem þátttakendurfá m.a. þjálfun í samskiptum við börn sín, eða í ákveðni og sjálfsstyrkingu. Leiðbeinendur eru Hugo Þóris- son og Wilhelm Norðfjörð, og hafa þeirhlotið þjálfun hjá „Eff- ectivenessTraining lnc.“ í Bandaríkjunum til að standa fyrir þeim. Enn eru laus pláss á fyrstu námskeið haustsins. Hægt er að fá allar upplýsingar og skrá sig í símum 621132 og 82804 e.h. alla virkadaga. Föstudagur 2. október 1987 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.