Þjóðviljinn - 30.10.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.10.1987, Blaðsíða 1
Þorskur Föstudagur 30. október 1987 242. tölublað 52. örgangur Matarskatturinn Matarskatti frestað tiláramóta til að greiðafyrir„viðunandi“kjaraniðurstöðu. Guðmundur J. og Guðmundur Þ.: Engin skiptimynt í samningum. Guðrún Agnarsdóttir: Áfangasigur stjórnarandstöðunnar. Svavar Gestsson: Stjórnin komin á flótta Arskvúti fram úr Hafró Undanfarinfjögur ár er þorskveiði umfram tillögurfiskifræðinga 360þúsund tonn. Skúli Alexanderson: Stjórnun fiskveiða hefur mistekist Þorskveiðin umfram tillögu Hafrannsóknastofnunar undan- farin þrjú ár slagar upp í ákvörð- un stjórnvalda um heildarveiði á ári. Þetta kom fram í máli Skúla Alexanderssonar í umræðu utan dagskrár um sölu fiskiskipa frá Suðurnesjum í gær. Á árabilinu 1984—1986 var veiðin um 271 þúsund tonn fram yfir tillögur fiskifræðinga og um 200 þúsund tonn fram yfir ákvörðun stjórnvalda. Á þessum árum var ákvörðun stjórnvalda um heildarveiði á bilinu 220-300 þúsund tonn. I ár er áætlað að veiðist um 90 þúsund tonn fram yfir tillögur fiskifræðinga og um 60 þúsund tonn fram yfir ákvörðun stjórnvalda. Skúli sagði að þetta sýndi best að stjórnun fiskveiða hefur al- gjörlega mistekist. í sama streng tóku ýmsir aðrir sem tóku þátt í þessari utandagskrárumræðu sem Hreggviður Jónsson hóf. Töldu allir að undanskildum sjávarútvegsráðherra að fisk- veiðistefnan þyrfti rækilega endurskoðun, og stjórnarþing- mennirnir Sighvatur Björgvins- son og Ólafur G. Einarsson tóku svo djúpt í árinni að segja að fisk- veiðistefnunni verði ekki fylgt óbreyttri áfram. -Sáf I Nýtt álver Milljónir í fmmattiugun Kostnaður vegna fyrirhugaðs álvers við Straumsvík þegar kominn í3,3 milljónir Kostnaður vegna könnunar á byggingu nýs álvers við Straumsvík cr kominn í 3,3 milljónir króna frá því í febrúar sl. Þrátt fyrir það er enn mjög óvíst um hvort farið verður út í það að reisa álverið. Þetta kemur fram í skriflegu svari iðnaðarráðherra við fyrir- spurn Kristínar Einarsdóttur um álverið. Kostnaðurinn skiptist þannig að 2,6 milljónir fara í laun og sér- fræðiþjónustu. Tæp hálf milljón í ferðakostnað og rúmar 273 þús- und krónur í fundakostnað o.fl. í svarinu kemur fram að unnið hefur verið í málinu frá því í fe- brúar og að áformað er að álverið verði í eigu nýs sjálfstæðs fyrir- tækis og verði rekið óháð Ísaí, en aðstaðan hjá ísal verði hinsvegar nýtt. Hefur verið rætt við álfyrir- tæki í Evrópu um þetta mál. -Sáf Ríkisstjórnin ákvað í gær að fresta því að leggja söluskatt á nauðsynjamat framtil áramóta. Ákvörðunin er tekin „án skilyrða eða skuldbindinga,“ en á að greiða fyrir „viðunandi niður- stöðu“ í komandi kjarasamning- að var sáttahljóð í fulltrúum á Verkamannasambandsþing- inu sem hófst í gær á Akureyri, og leggur forysta sambandsins kapp á að ná sambandinu heilu úr und- anförnum ólgusjó. í drögum að kjaramálaályktun er lögð áhersla á að bæta kjör Bygginganefnd samþykkti í gær flutning á húsinu við Tjarnargötu 11 upp í Grjótaþorp á lóðina Túngata 12. Hús þelta stendur á horninu við Tjörnina þar sem fyrirhugað er að reisa ráðhús. Byggingarnefnd hafði borist bréf frá tveimur íbúum í Grjóta- ákvörðuninni en segja að þessi söluskattur geti ekki orðið skipti- mynt í samningum. - Þetta er frestun, skatturinn kemur um áramót ef okkur tekst ekki að snúa þá onaf þessu, sagði Guð- mundur Þ. Jónsson oddviti iðn- verkafólks í gær, og Guðmundur J. Guðmundsson setti VMSÍ- fiskvinnslufólks og ljóst er að til- lögur að skipulagsbreytingum eru miðaðar við að rétta hlut fisk- verkafólks sem er kjarninn í upp- reisninni á Austfjörðum. Guðmundur J. Guðmundsson formaður VMSÍ lagði áherslu á samstöðu í setningarræðu sinni, þorpi þar sem flutningnum er mótmælt en þeim mótmælum var ekki sinnt. Astæðan fyrir því að íbúar í Grjótaþorpi eru ekki sáttir við þennan flutning er m.a. sú að húsið er mun hærra en hús í ná- grenninu. Minnihlutinn lét bóka að hann teldi óviðunandi að málið yrði þingið á Akureyri með yfirlýs- ingu um að ekkert samkomulag hefði verið gert við stjórnina gegn því að skattinum yrði frest- að. Stjórnarandstaðan á þingi fagnar atburðum; Guðrún Agn- arsdóttir Kvennalista talar um á- fangasigur stjórnarandstöð- en Hrafnkell A. Jónsson á Eski- firði, einn af oddvitum Austfirð- inga, sagði að sú samstaða mætti ekki verða of dýru verði keypt. Karvel Pálmason krataþing- maður þykir á fyrsta degi þingsins líklegastur eftirmaður flokksb- róður síns Karls Steinars Guðna- keyrt í gegn án þess að grenndar- kynning fari áður fram að ósk íbúa í Grjótaþorpi. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans er nú verið að stofna þver- pólitísk fjöldasamtök í borginni gegn ráðhúsbyggingu Davíðs og er það talin ástæðan fyrir því að íhaldinu liggur svona mikið á.-Sáf unnar, og Svavar Gestsson for- maður Alþýðubandalagsins sagði í gær að með þessari ákvörðun væri stjórnin komin á flótta, -,,nú er bara að reka þennan flótta“. -m Sjá síðu 3 sonar í varaformannssæti, en þau mál ráðast væntanlega af því hversu fulltrúum gengur að af- greiða önnur mál sín. -m/rk Sjá síðu 2 Leiðtogarnir Aftur í Reykjavík? í bandarísku sjónvarpsstöðinni NBC var í gær bollalagt um að Reykjavík kæmi aftur til greina sem fundarstaður þeirra Reagans og Gorbatsjofs. Ekki er vitað hvað stöðin hefur fyrir sér, en í reuter-skeyti í gær er haft eftir Ingva Ingvasyni send- iherra í New York að sovéskur diplómat hafi minnst á þennan möguleika við hann nýverið, að vísu á afar óformlegan hátt. -m um. Forystumenn launafólks fagna Frá Verkamannasambandsþinginu í nýja Alþýðuhúsinu á Akureyri í gær. (Mynd: YK) VMSÍ-þingið Allt kapp lagft á sættir Bœtt kjörfiskvinnslufólksþungamiðjaníályktunardrögum. Karvel líklegastur varaformaður Bygginganefnd Rýmt fyrir ráðhúsi Samþykkt að flytja Tjarnargötu 11. Ótti við samtök gegn ráðhúsinu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.