Þjóðviljinn - 30.10.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 30.10.1987, Blaðsíða 8
fra kjamorkuverinu og enduwinnsluslöðin í Dounreay Fyrir hönd Baráttusamtaka Hjaitiandseyja gegn stækkun Dounreay-versins og íbúa Hjalt- iandseyja langar mig fyrst til að þakka Alþýðubandalaginu fyrir að bjóða mér hingað til íslands. Eg veit að nú þegar eru margir Islendingar áhyggjufullir vegna áætlana bresku stjórnarinnar varðandi Dounreay, en ég held að Island geti jafnframt gegnt miklu virkara hlutverki í baráttunni sem þegar hefur tengt saman Hjaltlandseyjar, Orkneyjar, Færeyjar og Noreg. Hraðkjarnaofninn (FBR) Fyrir utan miklar áhyggjur okkar sökum þeirrar alvarlegu ógnunar sem steðjar að heilbrigði fólks frá kjarnorkuiðnaðinum, setur hann fjárhag þessara þjóða sömuleiðis í hættu. Við erum öll háð fiskveiðum og landbúnaði, en undirstaða beggja er hreint og ómengað umhverfi ef við eigum að geta selt afurðir okkar. í Dounreay er um nýja tegund kjarnorkutækni að ræða. „Fast Breeder Reactor“ (FBR) eða hraðkjarnaofn, sem notar blöndu úr úraníumi og plútóníumi. Enska nafnið dregur hann af þeirri staðreynd, að eldsneytið sem brennt er í verinu, myndar (,,breeds“) meira plútóníum en hann notar. Sjálfur er ég ekki vísindamað- ur og ætla ekki að fara djúpt í kjarnorkueðlisfræðina, en mér nægir að segja að hraðkjarnaofn- arnir skapa algerlega ný vanda- mál sem þarf að leysa. Ólíkt öðrum kjarnorkuverum notar þessi nýja tegund natríum í vökvaformi til að flytja geysiháan hita frá hinum geislavirka kjarna versins yfir í vatn sem við það breytist í gufu sem síðan er notuð til að knýja túrbínu. Þannig er orkan framleidd í verinu. Þetta ofurheita natríum er leitt gegnum vatnið í hundruðum lítilla leiðslna, sem allar verða að vera mjög vandaðar og sterkar, þar sem natríum hefur þann leiða vana að valda sprengingu komist það í snertingu við vatn. Bresk stjórnvöld hafa Iátið vinna að þessari nýju tækni hinna svokölluðu hraðkjarnaofna í nærri 40 ár og obbi rannsóknanna hefur farið fram við Kjarnorku- stofnunina í Dounreay. Það er vitaskuld engin tilviljun að til- raununum var fundinn staður á norðurodda Skotlands - iangt frá þéttbýlissvæðum Stóra- Bretlands. Það var nefnilega alls- endis óvíst um hversu öruggar þessar tilraunir voru gagnvart heilbrigði íbúa nærliggjandi svæða. Meira að segja menn í kjarnorkuiðnaðinum sjálfum voru í óvissu um það. En hvers vegna hafa þá stjórnvöld í Bretlandi eytt svo miklum fjármunum (3000 milljónum punda9 og tíma með jafnlitlum árangri og raun ber vitni? Óvæntir erfiðleikar Svarið er einfalt: Á sínum tíma töldu yfirmenn í kjarnorkuiðnað- inum að um síðir myndu þeir verða uppiskroppa með úraníum fyrir hin hefðbundnu kjarnorku- ver. Hin nýju FBR-ver (hrað- kjarnaofnar) voru því lausnin á þeim vanda þar sem þau bjuggu til meira eldsneyti en þau notuðu. En önnur orsök lá jafnframt til grundvallar hinum furðumikla stuðningi, sem ríkisstjórnin veitti til uppbyggingar hinna nýju vera: I þeim fellur nefnilega til mikið magn af plútóníum sem er nægi- lega hreint til að hægt sé að nota það sem kjarnorkusprengjur. Þróunin hefur hins vegar orðið allt önnur en kjarnorkuiðnaður- inn upphaflega spáði. í fyrsta lagi er til yfrið nóg af úraníumi fyrir hin hefðbundnu kjarnorkuver. í öðru lagi hefur hin nýja tækni reynst óheyrilega dýr. í þriðja lagi hefur hún reynst mjög illa í útfærslu. Þannig hafa alvarleg óhöpp átt sér stað bæði í Frakklandi og Vestur-Þýskalandi þar sem til- raunir til að þróa hina nýju tækni að baki FBR hafa verið fram- kvæmdar. Miklar tafir hafa því orðið á því að nýju verin kæmust í gagnið og enn er ófyrirséð um lyktir þess. í ljósi allra þeirra vandamála, sem upp komu í tengslum við þessa nýju tækni FBR ákváðu Bretar, Frakkar og Þjóðverjar, ásamt tveimur smærri kjarnorku- þjóðum - ítölum og Beígum - að mynda eins konar evrópskt bandalag, sem hefði með hönd- um að þróa upp tæknina fyrir nýju verin. Vandamálin voru ein- faldlega svo mikil og kostnaður sömuleiðis að þessi lönd komust að þeirri niðurstöðu að ekkert eitt land gæti staðið fyrir nauðsynlegum tilraunum. í öllum Iöndunum fimm hefur svo ákvörðunin um samstarf að þróun FBR mætt mikilli and- stöðu. Samsteypan ákvað að stefna að því að byggja þrjú ver til að byrja með til að sanna að þau gætu starfað og skilað hagnaði. Einu þessara vera var valinn staður í Dounreay. Stórfelld stækkun á döfínni En áður hafði raunar verið til staðar lítið kjarnorkuver í Do- unreay sem viö höfðum ekkí fett fingur út í. Helsta ástæðan fyrir því var sú að það var eingöngu Kjarnorkustöðin og endurvinnsluverið í Dounreay í Skotlandi. rannsóknaver, og því fylgdi að- eins mjög lítil endurvinnslustöð sem frá 1979 hafði einungis endurunnið um 8 tonn af notuðu eldsneyti. Nýja stöðin, sem nú á að byggja í Dounreay, er hins veg- ar hönnuð með það fyrir augum að endurvinna allt að 100 tonnum af notuðu eldsneyti á ári. En jafnvel enn meira áhyggjuefni er sú staðreynd að Dounreay verður ekki lengur rannsóknaver eftir stækkunina. Það verður rekið með hagnaðarvon í huga. Aðaltilgangurinn með verinu verður að sanna að hin nýja tækni geti skilað hagnaði, og við höfum bitra reynslu frá Sellafield af því hvað gerist þegar hagnaðarkröf- unni er beitt á kjarnorkuiðnað- inn. Það er líka nauðsynlegt að hafa í huga að við erum ekki að tala um nýtt kjarnorkuver í hefð- bundnum skilningi í Dounreay, heldur endurvinnslustöð sem endurvinnur notað eldsneyti úr öðrum stöðvum. Ólíkt hefð- bundnum kjarnorkuverum verð- ur til geysilegt magn af geislavirk- um úrgangi í endurvinnsluverum. Þannig er það staðreynd að fyrir hvert endurunnið tonn af notuðu eldsneyti verða til a.m.k. 200 tonn af geislavirkum úrgangi. Mengunarhættan Áhyggjur okkar vegna áætlan- anna um endurvinnsluverið eru því þrenns konar: í fyrsta lagi vegna stöðugrar losunar geislavirks úrgangs, ann- arsvegar út í hafið og hins vegar í andrúmsloftið. í öðru lagi eru líkurnar á slysi. í þriðja lagi er það vandinn sem felst í því að eyða eða koma í geymslu geysilegu magni af ban- vænum úrgangi sem ekki er hægt að losa í hafið eða út í andrúms- loftið. Við breskum stjórnvöldum blasir sá geysilegi vandi að finna stað þar sem hægt er að geyma úrganginn frá kjarnorkustöðvun- um, eins konar kjarnorkurusla- haug. Vitanlega vill enginn hafa úr- ganginn nálægt sér. Stjómvöld og kjarnorkuiðnaðurinn virðast um þessar mundir vera að velta fyrir sér möguleikanum á því að grafa geysilegar hvelfingar undir sjáv- arbotni fyrir geislavirkan úrgang, ef til vill undir botni Norðursjá- var. En hver getur ábyrgst, að þessi úrgangur leki ekki upp í sjó- inn á næstu 100, 200 eða jafnvel 2000 árum? Staðreyndin er nefnilega sú að hverju sem vísindamenn lofa okkur, þá getur enginn ábyrgst að slys hendi ekki. Þannig er ég reiðubúinn að fallast á að slys eins og gerðist í Tsjernóbíl getur ekki gerst í Do- unreay þar eð hér er um að ræða mismunandi ver. En Tsjernóbíl sýndi eigi að síður að hversu mjög sem menn reyna að gera kjarn- orkuver örugg þá er nánast vissa fyrir að fyrr eða síðar fer eitthvað úrskeiðis. í því sambandi er skemmst að minnast þess að ein- mitt um þessa helgi (11. október) eru nákvæmlega 30 ár liðin frá því 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 30. október 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.