Þjóðviljinn - 30.10.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 30.10.1987, Blaðsíða 9
Chris Bunyan er formaður baráttu- samtaka gegn stækkun Dounreay versins. Fyrr í mánuðinum var hann gestur Alþýðubandalagsins á opinni ráðstefnu um umhverfismál. Rœða Chris Bunyanáop- inni ráðstefnu Alþýðu- bandalagsins um umhverf- ismál í Gerðubergi í Reykjavík að kviknaði í Sellafield kjarn- orkuverinu sem fram að Tsjernó- bíl var versta kjarnorkuslys ver- aldar. Aukning á hvítblæði Fyrir utan losun geislavirkra efna út í andrúmsloftið eða sjóinn vegna óhappa erum við sem andæfum Dounreay-verinu einn- ig mjög áhyggjufull vegna þeirrar losunar geislavirks úrgangs sem er leyfileg samkvæmt ákvörðun stjórnvalda eða talin innan hinna svokölluðu skaðleysismarka. f nágrenni við Dounreay-verið er tíðni hvítblæðis í börnum fimm sinnum meiri en að öðru jöfnu mætti gera ráð fyrir og í grennd við Sellafield-verið er hvítblæði í börnum tíu sinnum hærra en ann- ars staðar. Vitanlega halda stjórnvöld og kjarnorkuiðnaður- inn því fram að það séu alls engin tengsl á milli þessa krabbameins og geislamengunarinnar. En í stað þess að loka Verunum þang- að til sannað er að geislamengun- in er ekki orsök þessarar miklu tíðni krabbameina þá er það eft- irlátið hinum ýmsu umhverfiss- amtökum að reyna að sanna þessi tengsl. Þetta er þveröfugt við það sem gerist í lyfjaiðnaðinum. Um leið og sýnt þykir að einhverjar líkur séu á hliðarverkunum lyfja eru þau dregin af markaðnum uns þau eru sannanlega örugg. Við berjumst gegn Dounreay vegna þess að við teljum að geislamengun vegna bæði leyfi- legrar losunar á geislavirkum úr- gangi og eins vegna mögulegra slysa í verinu muni menga Norðursjóinn og um síðir Norður-Atlantshafið líka. En jafnvel þó þetta myndi ekki ger- ast þá setur Dounreay okkur samt sem áður í bobba. Ógnun við fiskiðnaðinn Það þarf ekki nema nokkur minniháttar óhöpp í Dounreay til að fólk sem hefur keypt vörur frá okkur fari að óttast að fiskurinn okkar eða lambakjötið sé meng- að. Og um leið mun fólk hætta að kaupa fiskinn okkar. Þetta fundum við ótrúlega vel eftir Tsjernóbíl þegar Banda- ríkjamenn neituðu a kaupa eldis- lax frá Hjaltlandséyjum af ótta við að hann væri geislamengaður. Hafsvæðin út af Dounreay og norðurodda Skotlands eru sum hver á meðal mikilvægustu fiski- miða Evrópu. Ekki aðeins skipa- floti frá Skotlandi og Hjaltlandseyjum byggir á þessum miðum, heldur einnig Danir og Norðmenn sem veiða mikið af síld. Þó að ísland og Fœreyjar séu langt í burtu frá Dounreay er ég samtsem áður hrœddur um að þið getið heldur ekki verið örugg. Til allrar hamingju eru höfin við ís- land laus við mengun að mestu leyti og það myndi taka mörg ár áður en geislavirkni frá Dounre- ay myndi mælast hér við land í einhverjum mæli. En ykkur er samt sem áður búin hætta vegna loftmengunar ef slys yrði og ef vindurinn blési úr réttri - eða öllu heldur rangri - átt og ef rigndi á meðan geislavirk loftefni væru yfir íslandi. Við getum ímyndað okkur að slys verði í Dounreay og stðan spurt okkur sjálf: Hversu langan tíma tæki það vinda að bera geislavirk loftefni til íslands ef áttin er þannig? Fjarlægðin frá Dounreay- verinu er að vísu mikil til fslands. En samt er ekki hægt að útiloka hættuna af beinni geislamengun. Þannig langar mig að nefna tvær fisktegundir sem skipta íslend- inga nokkur máli og hrygna báð- ar norður af Skotlandi, vorgotsfld og kolmunna. En fiskveiðum íslendinga staf- ar einnig hœtta af neikvœðu við- horfi neytenda á erlendum mörkuðum. Ef fólk í Ameríku, Evrópu og víðar hættir að kaupa fisk frá Hjaltlandseyjum, Noregi eða Færeyjum vegna þess að það telur að hann kunni að vera mengaður þá óttast ég að ykkar fiskiðnaður muni einnig gjalda þess. Baráttan gegn Dounreay-verinu Að lokum vil ég lýsa aðeins baráttuhreyfingunni gegn Dounreay-verinu. Andstaðan á Hjaltlandseyjum kemur víða að, frá bæjarstjórninni, verkalýðsfél- ögunum, kirkjunni, bændum, fiskimönnum, ferðamannaiðnað- inum, raunar alls staðar nema frá íhaldsflokknum. Eyjarnar eru allar sameinaðar í andófi gegn Dounreay. í Noregi hafa yfir 250 þúsund manns undirritað mótmæli við Dounreay og allar 19 héraðs- stjórnirnar og 240 bæjar- og sveitarstjórnir hafa stutt mót- mælin. Norska ríkisstjórnin hefur einnig mótmælt við bresku stjórnina og fiskvinnslan og land- búnaðurinn taka vaxandi þátt í mótmælunum. í Fœreyjum hefur ríkisstjórnin borið fram mótmæli við Thatcher í gegnum stjórnina í Kaupmanna- höfn og þar hefur baráttu- hreyfing gegn Dounreay-verinu nýlega farið af stað. Sem dæmi um andstöðuna í Færeyjum má nefna að þegar við héldum ráð- stefnu á Hjaltlandseyjum í júlí komu Atli Dam, oddviti færeysku ríkisstjórnarinnar, tveir aðrir ráðherra og sex þingmenn. / Danmörku er andstaða við verið vaxandi og Norðurlandaráð hefur einnig sent mótmæli til bresku stjórnarinnar. En Dounreay skiptir einnig ís- land máli og þess vegna er ég afar ánægður yfir að geta heimsótt ís- land. Ég veit að heilbrigðisráðu- neyti ykkar hefur þegar Iátið búa til skýrslu þar sem greint er frá þeim vanda sem íslandi kynni að stafa frá Dounreay og utanríkis- ráðherrann hefur látið i ljós áhyggjur vegna versins. íslenska ríkisstjórnin hefur líka tekið þátt í umræðunum um málið á vettvangi Norðurlandar- áðs. En það er hægt að gera miklu meira. Þegar Parísarnefndin kemur saman á næstaári vona ég að íslenska ríkisstjórnin muni styðja ályktun íra þar sem farið er fram á lokun kjarnorkuversins í Sellafield og starfa með öðrum þjóðum að því að taka upp Dounreay-málið. Að lokum vil ég aftur þakka Alþýðubandalaginu fyrir að bjóða mér til þessa fundar sem ég vona að verði upphafið á sam- starfi milli allra íslenskra stjórnmálaflokka um andóf gegn Dounreay. Bygging K á Landspítalalóð Tilboð óskast í smíði og frágang á glerþaki yfir biðskála milli byggingar K og álmu G á Landspít- alalóð, stærð um 285 m2 og skyggni framan bið- skála, stærð um 70 m2. Verkið felur í sér fullnaðarfrágang á þakinu, með þakniðurföllum, rafhitaköplum, lýsingu í skyggni o.fl. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Borg- artúni 7, Reykjavík gegn 10.000 kr. skilatrygg- ingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 8. desember 1987 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Borgartúni 7, sími 26844 ,f Óskað er eftir tilboðum í smíði og afhendingu húsgagna og skermveggja á 5. hæð í byggingu á Landspítalalóð í Reykjavík. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri gegn skilatryggingu kr. 5.000.-. Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 11. nóv. n.k. kl. 11.00 f. hádegi í viðurvist við- staddra bjóðenda. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS Borgartúni 7, sími 26844 ALVÖRU STURTUKLEFAR Við höfum fengið nýja sendingu af ítölskum sturtuklefum og hurðum í ýmsum stærðum og gerðum. Hert öryggisghler í hvítlökkuðum ál- ramma. f PJ 1 Hringbraut 120 sími28600 Stórhöfða | sími 671100 IBYGOINGAVÖBUB) 1 VIIDARK/Öfí V/SA ■rTwsssDcsBBrzaxaBET Föstudagur 30. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.