Þjóðviljinn - 30.10.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.10.1987, Blaðsíða 7
Vopn Leiðtogafundur í Reykjavík? Sovétmenn segja öruggt aðfundur Reagans og Gorbatsjofs fariframfyrirárslok. Banda- rískir fjölmiðlar telja Sovétleiðtogann áfram um að halda leiðtogafund á Islandi! Háttsettur sovéskur embættis- maður sagði í gær að nú væri klappað og klárt að fundur Ron- alds Reagans og Míkaels Gorbat- sjofs, leiðtoga stórveldanna, færi fram áður en árið rennur út. Maður er nefndur Boris Pya- dishef og kvað vera aðstoðarfor- stjóri upplýsingarmiðstöðvar so- véska utanríkisráðuneytisins! Hann sagði nánast öruggt að leiðtogafundurinn yrði haldinn en minntist ekkert á það hvaða daga hann færi fram né hvar. En hann tjáði fréttamönnum að öllum hindrunum hefði verið rutt úr vegi fyrir fundarhaldi því Bandaríkjastjórn hefði fallist á að ræða um fækkun langdrægra kjarnflauga og framtíð Gagn- flaugasamningsins (ABM) svo- nefnda. Þessi atriði „verða rædd í smáatriðum á væntanlegum leiðtogafundi sem fram fer fyrir árslok," sagði Pyadishef. Edvard Shevardnadze, utan- ríkisráðherra Sovétríkjanna, er væntanlegur til Washington í dag og mun um tveggja daga skeið spjalla við þá Reagan og banda- rískan kollega sinn, George Shultz. Meðferðis hefur Shevardnadze hið margumtalaða bréf frá Gor- batsjof til Reagans en ýmsir so- véskir embættismenn hafa ýjað að því að það innihaldi tilboð um dagsetningar og staðsetningu leiðtogafundar. Míkael Gorbatsjof og Ronald Reagan spjalla saman í Höfða. Hittast þeir þar á ný í desember næstkomandi? Aðal verkefni þeirra Reagans og Gorbatsjofs á leiðtogafundi verður að undirrita sögulegan samning um eyðingu allra meðal- drægra kjarnflauga risaveldanna. Almennt hafði verið búist við því að hann færi fram í Washington í nóvemberlok en það breyttist þegar snurða hljóp á þráðinn í viðræðum Shultz og Gorbatsjofs í Moskvu í lok síðustu viku. So- véskir embættismenn og dipló- matar segja nú að öll sólarmerki bendi til þess að Reagan og Gor- batsjof fundi einhverntíma í upp- hafi eða um miðbik desember- mánaðar. Frá Bandaríkjunum bárust þær fréttir í gær að Reagan hefði sagt að enn væri óvissa um leiðtoga- fund en málin myndu skýrast þegar hann hefði lesið bréfið frá Gorbatsjof. Sú saga gengur fjöll- um hærra í fjölmiðlum vestra að Gorbatsjof sé áfram um að fund- ur þeirra Reagans fari fram hér á íslandi en hvort fótur er fyrir henni kemur í ljós þegar bréfið góða verður opnað í dag. -ks. Sri Lanka Leiðtogar ræða sjálfstjóm tamíla Brátt tekur borgaraleg stjórn tamíla til starfa á Jaffnaskaga en mörgum þykir nóg um afskiptasemi Indverja. Tamíltígrar hvarvetna á undanhaldi Junius Jayewardene, forseti Sri Lanka, og aðstoðarforsætis- ráðherra Indlands, K. Natwar Singh, áttu með sér fund í gær og ræddu um endurreisn borgara- legrar stjórnar á norðurhluta eyríkisins þar sem indverskar hersveitir hafa barist við skæru- liða Tamfltígranna síðastliðnar þrjár vikur. Singh átti sólarhringsviðdvöl í Kólombó, höfuðborg Sri Lanka, og snérust viðræður þeirra Jay- ewardenes um útfærslu ákvæða friðarsamkomulagsins er Rajiv Gandhi og Jayewardene gerðu með sér þann 29. júlí síðastliðinn til að binda enda á fjögurra ára borgarastyrjöld á Sri Lanka milli sinhalesa og tamfla. Að loknum viðræðum þeirra sagði Singh í yfirlýsingu að þeir félagar hefðu einkum rætt hve- nær og hvernig tamílskir flótta- menn úr norðri snéru heim og hvernig hægt væri að veita þeim Líbanon Sendiráðsverðir myrtir Að minnsta kosti 73 Frakkar hafa verið myrtir í Líbanon á umliðnumfjórum árum og sjö eru taldir vera á valdi mannrœningja Oþekktir tilræðismenn skutu í til 95 manna sveit franskra örygg- gær tvo franska sendiráðs- isvarða í Beirút. Starfandi forsætisráðherra Líbanons, Selim Hoss, fordæmdi morðin í gær og sagði að öll spjót yrðu höfð úti til að hafa hendur í hári tilræðismannanna. Á síðastliðnum fjórum árum hafa að minnsta kosti 73 Frakkar þekktir tilræðismenn skutu í gær tvo franska sendiráðs- verði til bana og særðu þann þriðja alvarlega þar sem þeir voru staddir fyrir utan minja- gripaverslun í Austur-Beirút í Lí- banon. aðstoð við að koma undir sig fót- unum á ný. Ennfremur hefðu umræðurnar snúist um væntan- legt lýðræðislegt stjórnskipulag norðursvæða og skipulag stjórnkerfisins. Indverjar vinna nú baki brotnu að því að koma lífinu í eðlilegt horf á ný á þeim svæðum er þeir hafa rifið úr höndum Tígranna á Jaffnaskaga. Til að mynda hafa þeir sent herskara raftæknifræð- inga til Jaffnaborgar sem leggja nótt við dag til að koma rafkerfi hennar í samt lag eftir bardagana er þar voru háðir. Þetta þykir mönnum vera hið besta framtak. Hinsvegar þykir áætlun stjórnarinnar í Nýju- Delhi um að senda fjölda opin- berra starfsmanna sinna til Jaffna orka mjög tvímælis. Ráðamenn í Kólombó standa á því fastar en fótunum að herrar þessir muni aðeins og eingöngu annast mat- væladreifingu á skaganum en ýmsir hafa gert því skóna að þeir eigi einnig að vinna að því að koma á fót borgaralegri stjórn á svæði sem Tígrarnir hafa í raun stjórnað á umliðnum árum. „Þetta er viðkvæmt mál á Sri Lanka, fólki óar við tilhugsuninni um aukin umsvif Indverja í landinu," sagði ónefndur er- lendur sendiráðsmaður í gær. Fundur þeirra Jayewardenes og Singhs fór fram á sama tíma og indverska herstjórnin sagði sína menn hafa unnið góða sigra á Tígrum og náð tveim bæjum þeirra á sitt vald á Jaffnaskaga, Kodikkaman og Chavakachc- heri. Ríkisútvarp Sri Lanka fullyrti í gær að fjöldi Tígra væri í felum á meðal flóttamanna í Nallur must- erinu í Jaffnaborg. Musterið væri umkringt indverskum her- mönnum en Tígrarnir reyndu að komast á brott með flótta- mönnum og erfitt væri að hafa hendur í hári þeirra. Um 10 þús- und flóttamenn eru enn í Nallur en þegar bardagar voru í al- gleymingi í borginni kváðu um 40 þúsund manns hafa leitað hælis í musterinu. _ks ísrael Háskóla lokað ísraelskir ráðamenn hyggjastloka Betle- hemháskólanum um þriggja mánaða skeið Stjórnvöld í ísrael fyrirskipuðu í gær að Betlehemháskóla á hinum hersetna vesturbakka Jór- danár skyldi lokað um þriggja mánaða skeið eftir að palestínskir námsmenn við hann höfðu lent í átökum við lögreglu á miðviku- dag. 22 ára gamall námsmaður liggur milli heims og helju eftir að ísraelskir lögreglumenn skutu hann í höfuðið á miðvikudag. Einnig slasaðist námsmær í átök- unum er lögreglumenn skutu hana í fæturna. Átökin við Betlehemskólann, sem rekinn er af Páfagarði, urðu í kjölfar fjölmenns fundar náms- manna er minnast vildu þess að ísraelskir lögreglumenn myrtu 49 palestínska þorpsbúa á fyrsta degi stríðs ísraelsmanna og Eg- ypta árið 1956. _ks El Salvador Þetta var fyrsta morðárásin á Frakka í Líbanon um rúmlega eins árs skeið en þann 18. sept- ember í fyrra var hermálafulltrúi franska sendiráðsins, Christian Gouterrie, skotinn til bana fyrir utan sendiráðsbygginguna í Austur-Beirút. Að sögn lögreglu og vitna áttu þremenningarnir sér einskis ills von er bifreið nam skyndilega staðar skammt frá þeim, út úr henni spruttu tveir menn með vélbyssur og hófu skothríð. Að sögn heimildarmanna í franska varnarmálaráðuneytinu í París heyrðu fórnarlömbin þrjú verið vegnir í Líbanon. Sjö til við- bótar er saknað og er gengið að því sem vísu að þeir séu í haldi mannræningja. Fyrir fjórum árum voru 58 franskir fallhlíf- arhermenn drepnir þegar síti ók vörubifreið með fullfermi af sprengiefni inní aðalbækistöðvar franska friðargæsluliðsins í Beirút. Ekki er talið ólíklegt að mennirnir er myrtu sendiráðs- verðina í gær séu félagar í írans- vinasamtökum síta í Líbanon. Alkunna er að ákaflega köldu andar nú milli Parísar og Teher- an. -ks. Viðræðum um vopnahlé aftýst Morð dauðasveita hersins á mannréttindafrömuði dregur dilk á eftir sér í yfirlýsingu Þjóðlegrar frelsis- fylkingar Farabundo Marti er send var til fjölmiðla í gær segir að fulltrúar hennar sjái ekki á- stæðu til að mæta til viðræðna þeirra við stjórnarliða er fyrir- hugað var að hefðust í Mexíkó í dag þar eð slíkt myndi aðeins Fulltrúar skæruliða vinstri- manna í EI Salvador lýstu því yfir í gær, að þeir hefðu ákveðið að hætta viðræðum við fulltrúa stjórnar Duartes forseta um vopnahlé vegna morðs dauða- sveita hersins á mannréttinda- frömuðinum Herbert Ernesto Anaya á mánudaginn var. vekja falskar vonir um að vopna- hlé væri á næsta leiti. Fulltrúar fylkingarinnar sögð- ust ekki velkjast í vafa um að ríkisstjórnin stæði á bak við víg Anayas og við morðingja hefðu þeir ekkert að ræða. -ks. Föstudagur 30. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.