Þjóðviljinn - 30.10.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.10.1987, Blaðsíða 3
■mÖRFRÉTTIR mmm NVSV heldur aðalfund sinn í Festi í Grindavík nú á laugardag og hefst hann klukkan 14.30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa heldur Ingvi Þorsteinsson nátt- úrufræðingur erindi um gróður- kortagerð og ástand gróðurs á Reykjanesskaga. Núverandi for- maður Náttúruverndarfélags Suðvesturlands er Einar Egils- son. Guðni Albert Jóhannesson verkfræðingur var endurkjörinn formnaðurBúseta- landssambands húsnæðissam- vinnufélaga á landsþingi sam- bandsins um síðustu helgi. Aðrir í aðalstjórn eru Gylfi Guðmars- son, Reynir Ingibjartsson, Sæ- mundur Bjarnason og Þorvaldur Heiðarsson. í ályktun frá þinginu segir meðal annars að vandi húsnæðiskerfisins nú sýni glöggt hver mistök voru gerð við að skilja eftir félagshluta húsnæð- iskerfisins vorið ‘86, og vakin er athygli á frumvarpsdrögum átta félagasamtaka um félagsíbúða- sjóð. Alþýðusamband Vesturlands efnir til allsherjarat- kvæðagreiðslu um sjálft sig 19- 20. nóvember og svara félagarnir þá spurningunni „Viltu að ASV starfi áfrarn?". Á þingi ASV fyrr á árinu var samþykkt ályktun um að leggja sambandið niður með 21 atkvæði gegn 19 og jafnframt samþykkt að efna til allsherjarat- kvæðagreiðslunnar. í lok nóvem- ber verður svo aukaþing í Borg- arnesi og sker það endanlega úr um líf eða dauða. ASV var stofn- að í mars ‘77 og er formaður þess nú Jón Agnar Eggertsson í Borg- arnesi. Jón Sigurðarson hefur verið ráðinn forstjóri nýja ullariðnaðarfyrirtækisins sem fyrir skömmu varð til úr Álafossi og ullarhluta Sambandsins. Jón hefur hingaðtil verið fram- kvæmdastjóri iðnaðardeildar SÍS. Þá hefur Gylfi Þ. Gíslason verið valinn í stjórn fyrirtækisins, en auk hans sitja þar Sigurður Helgason (formaður), Valur Arn- þórsson, Brynjólfur Bjarnason og Guðjón Ólafsson. Barnið í brennidepli heitir fundur Banda- lags kvenna í Reykjavík um illa meðferð á börnum á laugardag- inn á Hallveigarstöðum í Reykja- vík. Fundur verður settur kl. 13.30 og síðan flutt sex erindi og ávörp. Eftir kaffihlé klukkan 15.30 verða pallborðsumræður til um sex. Meðal ræðumanna eru Ingibjörg Georgsdóttir lækn- ir, Aðalsteinn Sigfússon sálfræð- ingur, Jórunn Elídóttir sér- kennslufræðingur, Finnborg Scheving fóstra og Ólafur Ólafs- son landlæknir. Fundarstjóri er Arthúr Morthens sérkennslu- fræðingur. Blöndælar ætla að hittast á ættarmóti á Bro- adway á sunnudagskvöld, en þann dag eru tvær aldir liðnar frá fæðingu ættföðurins Björns Auðunssonar Blöndals sýslu- manns í Vatnsdal. Ættarhátíðinni á Broadway stjórnar Halldór Blöndal, Svala Nielsen og Sigurður Blöndal leiða söng og Guðrún Gísladóttir les upp, og Björns sýslumanns og Guðrúnar Þórðardóttur konu hans verður minnst í upphafi. Ellefu börn þeirra hjóna kom- ust á legg og er ættin nú orðin fjölmenn; niðjatal Guðrúnar og Björns frá 1981 er á sjötta hundr- að blaðsíöur. FRÉTTIR Matarskatturinn Aldrei skiptimynt etta ereu ánægjulegar frétt- ir,“ sagði Guðmundur Þ. Jónsson formaður Landssamb- ands iðnverkafólks um frestun matarskattsins, „en þetta er bara frestun, ákvörðunin er enn til staðar og kemur til framkvæmda um áramót ef okkur tekst ekki að snúa þá ofanaf þessu.“ í setningarræðu sinni á VMSÍ- þinginu sagði formaður sam- bandsins, Guðmundur J. Guð- mundsson, að engir samningar hafi verið gerðir við ríkisstjórn- ina um það að verkalýðshreyfing- in gangi til samninga gegn því skilyrði að fallið verði frá skattin- um. Stjórn Landssambands iðnverkafólks samþykkti í fyrra- dag mótmæli gegn skatti á ma- tvæli, sem væri alvarleg kjarask- erðing fyrir lágtekjufólk og stórar fjölskyldur. „Þetta getur aldrei orðið skiptimynt í samningum," sagði Guðmundur Þ. í gær. „Okkar af- staða er sú að ekki eigi að skatt- leggja lífsnauðsynjar, og svona kjaraskerðing getur auðvitað ekki verið verslunarvara í samn- ingum. -m/rk Matarskattur Afangasigur stjómarandstöðu Svavar Gestsson: Stjórnin er komin á flótta. GuðrúnAgnarsdóttir: Óréttlát aðgerð. Júlíus Sólnes: Óttast að stjórnin hugsi sérgott til glóðarinnar Eg þakka þetta stjórnarand- stöðunni. Við höfum tekið það hart á móti síðan að þing hófst að stjórnin er komin á flótta. Nú er bara að reka þennan flótta og það verður gert, sagði Svavar Gestsson um að ríkis- stjórnin ákvað að fresta álagn- ingu matarskattsins til næstu ára- móta. í sama streng tóku aðrir stjórn- arandstöðuþingmenn sem Þjóð- viljinn ræddi við í gær. „Það má segja að þetta sé áfangasigur stjórnarandstöðunnar," sagði Guðrún Agnarsdóttir, og Júlíus Sólnes sagðist þakka stjórnar- andstöðunni fyrir að hafa vakið rækilega athygli á óréttlæti þess- arar skattlagningar. „Undirtektirnar í þjóðfélaginu og hjá forystu verkalýðshreyfing- arinnar voru einnig þess eðlis að ríkisstjórnin sá sitt óvænna að fresta skattlagningunni. Ég óttast þó að ríkisstjórnin hugsi sér gott til glóðarinnar og ætli sér að leggja matarskattinn á með full- um þunga um áramótin," sagði Júlíus og bætti því við að Borgar- aflokkurinn muni berjast áfram af fullum þunga gegn matarskatt- inum. Guðrún sagði að Kvennalist- inn undi því ekki að hér sé ein- ungis um frestun að ræða. „Það verður að hverfa frá ráðstöfun sem er jafn óréttlát og á jafn lítið skylt við jöfnuð og þessi. Ég held að það hljóti að hafa runnið upp fyrir ráðherra vegna viðbragða stjórnarandstöðunnar og margra fleiri í þjóðfélaginu, að matyar- skatturinn er ekki bara órétt- látur, heldur einnig heimsku- legur frá pólitísku sjónarmiði.“ „Auðvitað mun átakamáttur verkalýðshreyfingarinnar og al- þingis götunnar ráða úrslitum í þessu máli,“ sagði Svavar. „Það þyrfti að reka matarskattinn al- Matarskatturinn Greitt fyrir samningum Frestun stjórnarinnar án skilyrða en á að greiða fyrir „viðunandi“ niðurstöðu úr samningum „Af hálfu ríkisstjórnarinnar er ákvörðun þessi tekin án skilyrða eða skuldbindinga,“ segir í frétta- tilkynningu stjórnarinnar um frestun matarskattarins, en „er ætlað að greiða fyrir því að samn- ingsaðilar nái niðurstöðu sem viðunandi getur talist“ í komandi kjarasamningum. Jafnframt lýsir stjórnin því yfir að hún sé reiðubúin til viðræðna „um þau mál er tengst gætu gerð kjarasamninga". Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra gaf í skyn í Bylgjuviðtali áður en hann fór í fertugsafmæli sitt í gær að ákvörðun stjórnar- innar hefði verið tekin vegna þrýstings frá samtökum launa- fólks, og lítill fugl utanvið fund- arsal ráðherranna hermir að Jón Baldvin Hannibalsson fjármála- ráðherra hafi heldur lagst gegn skilyrðislausri frestun. Hann minntist fyrst á hugsanlega frest- un í einleiksræðu á þingi og vildi að á móti kæmu ákveðin loforð verkalýðsforingja um hófstillta samningaframkomu. -m veg til baka, einnig á næsta ári og ganga um leið frá nýjum skatta- lögum, sem fækka undanþágum fyrirtækja og leggja skatt á burg- eisana og á vaxtagróða.“ _Sáf Sjúkrahús Hættu að lyfta Hættu að lyfta sjálfur, segir Norðmaðurinn Kjell Röiseth, sem hefur hannað tæknibúnað tií að auðvelda starfsmönnum sjúkrahúsa störfln við að lyfta fólki og flytja. Hann sagði í fyrirlestri í gær hjá hjúkrunarfólki að fjarvera starfs- manna á sjúkrastofnunum vegna veikinda í baki og öðrum lík- amshlutum kostaði norska ríkið óheyrilegar upphæðir, að ó- gleymdum kvölum starfsfólksins, og eins væri þetta sjálfsagt hér. Röiseth er verkfræðingur og vaknaði áhuginn þegar hann lagðist sjálfur fyrir nokkrum árum. Hann vann síðan að hönnun í samvinnu við norsk heilbrigðisyfirvöld. Búnaðurinn er í raun sáraeinfaldur og byggir á þartilgerðri fjöl sem smeygt er undir sjúklinginn, sem síðan er snúið við með vogaraflinu. Við að færa sjúkling milli rúma er notast við sérstaka dýnu sem Með aðstoð vogaraflsins og þartilgerðra fjala er ekkert mál að snúa sjúklingi við, eins og sjá má í sýnikennslu Kjell sjúklingnum er rúllað á og yfir í Röiseth í Hjúkrunarskólanum í gær. Mynd: E.ÓI. næsta rúm. -grh Brottrekstur trúnaðarmanns Brot á vinnulöggjöfinni Félagsdómur hefur heimild til að sekta atvinnurekandann og dœma launþegum bœtur. Arnmundur Backmann: Hefurtekið atvinnurekendur 50 ár að læra að er talið brot á vinnulög- gjöfinni ef trúnaðarmanni á vinnustað er fyrirvaralaust sagt upp starfi án afglapa né brota í sínu starfi. í því tilfelli hefur Fé- lagsdómur heimild til að dæma atvinnurekandann í sektir og launþeganum bætur og verður stéttarfélagið, í þessu tilfelli Dagsbrún, að kæra málið til Fé- lagsdóms, segir Arnmundur Bac- kman, lögfræðingur, í samtali við Þjóðviljann um brottrekstur trúnaðarmannsins Freys Guð- laugssonar, hjá Öryggismiðstöð- inni Vt í Kringlunni. Að sögn Arnmundar man hann ekki eftir því í seinni tíð að mál af þessu tagi hafi komið til kasta Félagsdóms, vegna kæru verkalýðsfélags vegna brottrekst- urs trúnaðarmanns úr vinnu án sýnilegrar ástæðu. „Sem betur fer hafa atvinnu- rekendur lært það á 50 árum frá því vinnulöggjöfin var sett, að fara eftir settum reglum. En eins og dæmin sanna, eru alltaf innan- um til atvinnurekendur sem virð- ast ekki vita um tilvist vinnulög- gjafarinnar né hvað í þeim lögum stendur," sagði Arnmundur Backman lögfræðingur. Að sögn Ragnars Atla Guð- mundssonar, framkvæmdastjóra Húsfélagsins í Kringlunni, er fyrirvaralaus brottrekstur Freys Guðlaugssonar úr starfi fyrst og fremst á milli hans og Öryggis- miðstöðvarinnar Vt og þrátt fyrir það að sér virtist málið snúast um tilfinningar þeirra í milli vonaðist hann til þess að málið leystist far- sællega með viðræðum þeirra, því Húsfélagið væri í þessu tilfelli þolandi í þessari deilu. Kjartan Scheving eigandi Ör- yggismiðstöðvarinnar Vt vildi ekki tjá sig um málið og sleit sam- ræðum við blaðamann Þjóðvilj- ans með nokkurri skyndingu. -grh Föstudagur 30. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.