Þjóðviljinn - 30.10.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.10.1987, Blaðsíða 6
TVÖFALT SF. Ódýrari hús „ Betri hús Varanleg hús Sumarhús og geta verið gróðurhús allan ársins hring. TVÖFALT SF. sími 46672 Akraneskaupstaður, tæknideild Auglýsing um deili- skipulag á Akranesi Arnardalssvæði Skv. ákvörðun skipulagsstjórnar með vísan til 17. og 18. gr. skipulagslaga nr. 19/1964 er lýst eftir athugasemdum við tillögu að deiliskipulagi Arn- ardalssvæðis Akranesi. Svæðið afmarkast af Kirkjubraut að norðanverðu, Stillholti að austan- verðu, Faxabraut, Jaðarsbrautog Skagabrautað sunnan- og vestanverðu. Teikningar, ásamt greinargerð og skilmálum liggja frammi á Tæknideild Akraneskaupstaðar Kirkjubraut 28,2. hæð, frá og með mánudeginum 2. nóvember, til föstudagsins 18. desember 1987. Athugasemdir ef einhverjar eru, skulu vera skrif- legar og berast bæjartæknifræðingi Akranesk- aupstaðar fyrir 31. desember n.k. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tiltekins frests teljast samþykkja hana. Bæjartæknifræðingur REYKJÞMÍKURBORG Acuc&cvi Stödun Staða hitaveitustjóra Hitaveitu Reykjavíkur er auglýst laus til umsóknar. Staðan verður veitt frá og með 1. janúar 1988. Umsóknum ber að skila til undirritaðs og er um- sóknarfrestur til 27. nóvember n.k. 26. október 1987 Borgarstjórinn í Reykjavík Davíð Oddsson Laus staða Fyrirhugaö er að ráða forstöðumann fyrir skrifstofu Þjóðminjasafns íslands frá 1. desember næstkomandi að telja. Starfið er auk almennra skrifstofustarfa einkum fólgið í umsjón með fjármálum safnsins og gerð fjárhagsáætlunar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu fyrir 25. nóvember næstkomandi. Menntamálaráðuneytið, 27. október 1987 Sonur okkar, unnusti og bróðir Brynjar Kristján Gunnlaugsson Álfhólsvegi 103 andaðist á Borgarspítalanum 27. október Gunnlaugur Gunnarsson Þorbjörg Einarsdóttir Erla Guðmundsdóttir Gunnar Karl Gunnlaugsson Einar Már Gunnlaugsson Birna Gunnlaugsdóttir T- I* Á \e^0C é + 4. * 4U T ........ .. £ * A f- ** Á / Á ' < ^ *T MjL. / "V f- * * * 4. * Fm Þing Náttúruverndarráðs Einnota umbúðir og ferðamenn Á þingi Náttúruverndarráðs um síðustu helgi var samþykkt stefnumörkun í ýmsum málum, sem ekki hefur áður verið lýst hér í blaðinu. í Þjóðviljanum í gær var þó greint stuttlega frá flestum hinna helstu mála. Náttúruvernd- arnefndir Þingið vakti með sérstakri samþykkt athygli Alþingis á nauðsyn þess að setja lög til að „tryggja réttarstöðu gróður- verndar- og náttúruverndar- nefnda eftir að sýslunefndir eru lagðar niður í árslok 1988. Einnota umbúðir Þá var skorað á stjórnvöld að setja sem allra fyrst lög og reglu- gerðir um notkun „umbúða hér á landi í því skyni að koma í veg fyrir að af þeim hljótist umhverf- ismengun“. Móttaka ferðamanna Þingið beindi til ferðamála- ráðs, að í auglýsingum um landið verði í auknum mæli gerð „grein fyrir reglum um akstur og um- gengni, og þeirri staðreynd, að íslensk náttúra er afar viðkvæm". Jafnframt lýsti þingið „undrun sinni yfir því að ekki skuli farið að lögum varðandi fjárveitingar til Ferðamálaráðs“, og hvetur um leið til þess að stóraukin verði framlög til framkvæmda sem stuðla að bættri móttöku ferða- manna í byggð og í óbyggðum". Þar að auki taldi þingið, að „markviss kynning á ferða- mannastöðum og fræðsla um verndun þeirra sé mikilvægur þáttur í landvernd“ og beindi til Náttúruverndarráðs að kanna, „hvernig hagnýta megi myndænt efni í slíku kynningarstarfi“. Náttúru- fræðistofur Skorað var á menntamálaráðu- neytið að í námsefni í efri bekki grunnskóla verði felld vinna að sýningu á náttúrufari og -minjum ásamt sögu viðkomandi sveitarfélags, og slíkar sýningar yrðu opnar yfir sumarið „fyrir heimamenn og ferðamenn". -ÖS Kennarasambandið Gegn matarskatti Jóns Baldvins Hörð áskorun á fjármálaráð- herra um að falla frá hugmyndum um 10 prósent matarskatt var samþykkt á fundi fulltrúaráðs Kennarasambands íslands fyrir skömmu. „Slíkur skattur, ef lagður yrði á, hlyti óhjákvæmilega að leggj- ast þyngst á barnmargar fjöl- skyldur sem síst mega við auknum skattbyrðum,“ segir í samþykktinni. „Hjá þorra þeirra landsmanna sem teljast til lág- tekjuhópa í þjóðfélaginu, fer stærstur hluti teknanna til kaupa á nauðþurftum. Auknar álögur á þessa þjóðfélagsþegna eru óvið- unandi og leiða aðeins til aukins misréttis." Launakostnaður á sveitarfélög Fulltrúaráðið mótmælti jafn- framt þeirri þróun, að ríkið velti í auknum mæli launakostnaði yfir á sveitarfélögin, sem verða nú að greiða ýmiss konar launauppbæt- ur eigi þau að hafa von um að geta ráðið kennara. „Mörg sveitarfé- lög hafa gert sér grein fyrir mikil- vægi þess að kennarar fáist til starfa og hafa því gripið til þess ráðs að greiða launauppbætur í einni eða annarri mynd,“ segir í ályktun fulltrúaráðsins, sem „mótmælir því að ríkið skuli með þessum hætti velta launakostnaði í auknum mæli yfir á herðar sveitarfélaganna." „Fulltrúaráðið minnir á að í skólastefnu KÍ er lögð áhersla á að ríkissjóður standi undir öllum kostnaði við skólastarf til þess að tryggja jafna aðstöðu allra til náms. Það er óviðunandi að nem- endur eigi það undir fjárhag sveitarfélaganna hvernig tekst til um menntun þeirra.“ 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 30. október 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.