Þjóðviljinn - 30.10.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 30.10.1987, Blaðsíða 5
Spurt um.. ...fréttastofu Ríkisútvarps Ingi Björn Albertsson, spyr menntamálaráðherra um rekstur fréttastofu Ríkisútvarpsins. Hann spyr hvort nauðsynlegt sé fyrir Ríkisútvarpið að haldá úti tveimur fréttastofum. Þá spyr hann hvað fréttaöflun frá er- lendum fréttastofnunum kostar og hver kostnaðurinn sé af frétta- mönnum sem starfa erlendis á þeim stöðum þaðan sem keyptar eru fréttir. ...B-álmu Borgarspítalans Svavar Gestsson og Guðrún Helgadóttir spyrja heilbrigðisráð- herra um hver árleg framlög hafi verið til B-álmu Borgarspítalans, frá því að bygging hófst, annars- vegar úr framkvæmdasjóði aldr- aðra og hinsvegar úr Borgar- sjóði. Fara þau fram á að hvert ár verði tilgreint sérstaklega og að upphæðirnar verði á föstu verð- lagi í október 1987. Þá spyrja þau hversu stór hluti álmunnar sé í notkun núna og hvenær áfgang- arnir voru teknir í notkun. Einnig spyrja þau hvenær álman verði fullbúin ef framlög verða þau sömu á ári og þau eru í ár. Einnig hvað kosti að fullbúa álmuna og að lokum hversu margir aldraðir Reykvíkingar séu nú á biðlistum eftir þjónustu við aldraða. Farið er fram á skriflegt svar. ...milliþinganefnd um staðgreiðslu skatta Óli Þ. Guðbjartsson spyr fjár- málaráðherra um hversvegna Sambandi íslenskra sveitarfé- laga var ekki gefinn kostur á að útnefna fulltrúa í milliþinganefnd um staðgreiðslu skatta og mál tengd henni. ...náttúrufræðisafn Hjörleifur Guttormsson spyr menntamálaráðherra um hvað undirbúningi að byggingu náttúr- ufræðisafns á höfuðborgar- svæðinu líði. ...námslán Steingrímur J. Sigfússon spyr menntamálaráðherra hvort hann hyggist beita sér fyrir endur- skoðun á lögum um námslán og námsstyrki á næstunni og hvern- ig hann muni haga þeirri endur- skoðun. Hann spyr einnig hvort ráðherrann ætli að afnema þá skerðingu á námslánum sem varð á árunum 1984-1986 með breyttum vísitölumiðunum og út- gáfu skerðingarreglugerðar sem veldur því að lánin eru nú nálægt 20% lægri en ella hefði verið. Þá spyr hann hvort menntamálaráð- herra sé reiðubúinn til að beita sér fyrir því að raunverulegur framfærslukostnaður náms- manna hérlendis og erlendis verði kannaður þar sem sú fram- færsluviðmiðun sem notast hefur verið við hér innanlands sé frá árinu 1973, og sé hún langt frá því að endurspegla raunveruleg útgjöld námsmanna. Segir fyrir- spyrjandi að svipuð gagnrýni hafi komið fram á framfærsluviðmið- un námsmanna erlendis. ...norræna umhverfisverndar- samninginn Guðrún Helgadóttir spyr félags- málaráðherra um aðild (slands að norræna umhverfisverndar- samningnum. Hún spyr hvað líði framkvæmd ályktunar sem sam- þykkt var á Alþingi sl. vor, um að ríkisstjórnin staðfesti aðild (s- lendinga að norræna umhverfis- verndarsamningnum, sem gerð- ur var milli Noregs, Finnlands, Svíþjóðar og Danmerkur árið 1974. Umsión SiguröurÁ. Friðþjófsson Ráðhús Lífríkið kannað Þingsályktunartillaga Guðrúnar Helgadóttur ogfleiri þingmanna stjórnarandstöðunnar um rannsóknir á lífríki Tjarnarinnar vegnafyrirhugaðrar hyggingar ráðhúss Reykjavík hefur ekki af að státa fornum, sögufrægum bygg- ingum eins og flestar höfuðborgir Evrópu. En það sem skortir um fornminjar bæta náttúruminjar hennar upp. Ein þeirra, og sú sem næst stendur hjarta hvers einasta Reykvíkings, er Tjörnin og Vatnsmýrarsvæðið með því ið- andi fuglalífi sem ungir og aldnir borgarbúar líta á sem órjúfan- legan þátt daglegs lífs í borginni". Þannig hljóðar inngangurinn að greinargerð með þingsálykt- unartillögu sem Guðrún Helga- dóttir flytur ásamt þingmönnun- um Alberti Guðmundssyni, Guðmundi Ágústssyni, Guðrúnu Agnarsdóttur, Kristínu Einars- dóttur og Svavari Gestssyni. Tillagan gerir ráð fyrir að ríkis- stjórnin hefji nú þegar viðræður við borgaryfirvöld í Reykjavík um að ítarlegar rannsóknir fari fram á áhrifum byggingar ráð- húss í Tjörninni á Iífríki hennar áður en framkvæmdir hefjast. í greinargerðinni segir að það þurfi vafalítið að þurrka upp stórt svæði í Tjörninni meðan á fram- kvæmdum stendur. Þar sem Tjörnin og Vatnsmýrarsvæðið eru á náttúruminjaskrá ber borg- aryfirvöldum að leita álits Nátt- úruverndarráðs áður en fram- kvæmdir hefjast. Sé það vanrækt getur Náttúruverndarráð krafist atbeina lögreglustjóra samkvæmt náttúruverndarlögum. í greinargerðinni kemur fram að ekki hefur verið leitað álits Náttúruverndarráðs og segir að það veki undrun að svo afdrifarík framkvæmd skuli ákveðin að svo lítt athuguðu máli. „Það hlýtur að vera krafa Reykvíkinga, og raunar lands- manna allra, að svo afdrifaríkar framkvæmdir í hjarta höfuðborg- ar landsins fari þá fyrst af stað þegar lögum um náttúruvernd hefur verið framfylgt og öll aðgát verið viðhöfð," segir undir lok greinargerðarinnar. -Sáf Konum á þingi fjölgaði um helming við síðustu Alþingiskosningar. Þær eru nú 13 en voru fyrir 7. Þingflokkum fjölgaði hinsvegar um einn og eru þeir nú 6, auk þess sem Stefán Valgeirsson er utan þingflokka. Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir er bæði fulltrúi fleiri kvenna og fleiri þingflokka. Mynd E.ÓI. Einnota umbúðir Bann og reglur um notkun Þingsályktunartillaga um einnota umbúðir. Ákveðnar umbúðir verði bannaðar ogskila- gjald tekið upp fyrir aðrar Kristín Einarsdóttir mælti í gær fyrir þingsályktunartillögu um cinnota umbúðir, sem hún flytur ásamt þingmönnunum Hjörleifi Guttormssyni, Árna Gunnarssyni, Valgerði Sverris- dóttur og Salome Þorkelsdóttur. Tillagan gerir ráð fyrir að ríkis- stjórninni sé falið að undirbúa frumvarp um framleiðslu, inn- flutning og notkun einnota um- búða. í greinargerð með tillögunni kemur fram að notkun einnota umbúða hefur stóraukist hér á landi undanfarin misseri og að búast megi við enn meiri aukningu á næstunni. Þetta kom einnig fram í máli flestra sem tóku til máls í fyrstu umræðu um tillöguna. Bent var á að í nágranna- löndum okkar hafa víðast hvar verið settar reglur um notkun Alþingi Oeðlileg flokkun Ljósatafla á þingi flokkar menn eftir því hvort þeir eru stjórnarsinnar eðastjórnarandstœðingar. Karvel Pálmasonflokkaður sem stjórnarsinni Það má segja að það sé óeðlilegt að menn séu á þessari töflu flokkaðir eftir því hvort þeir séu stjórnarsinnar eða stjórnarand- stæðingar, þar sem stjórnarskrá- in býður mönnum að taka afstöðu til mála eftir sannfæringu sinni og bestu vitund, sagði Karvel Pálma- son við Þjóðviljann. Á þessari töflu sem er á gangin- um fyrir framan þingsali, er Kar- vel flokkaður sem stjórnarsinni þó hann hafi lýst því yfir opinber- Karvel Pálmason lega að hann styðji ekki ríkis- stjórnina. Þetta kom upp í um- ræðu um þingsköp á Alþingi þeg- ar Ólafur Ragnar Grímsson vakti athygli á þessu. „Það að ég skuli flokkaður sem stjórnarsinni á þessari töflu skiptir mig ekki höfuðmáli. Ég hef lýst því yfir að ég taki afstöðu til mála eftir sannfæringu minni en ekki eftir því hvort mál er ríkisstjórnarmál eða stjórnar- andstöðumál," sagði Karvel. -Sáf slíkra umbúða en slíkar reglur um umbúðir miða að því að halda mengun í lágmarki. Flutningsmenn segja að nauð- synlegt geti verið að banna notk- un ákveðinna umbúða og setja þurfi reglur um notkun annarra. Telja þeir æskilegt að tekið verði upp skilagjald, sem er það hátt að það hvetji fólk til að safna saman umbúðum og skila frekar en að henda þeim. Einnig er bent á að taka megi upp framleiðslugjald sem renni til umhverfismála. Það kom fram í umræðum að þingmenn sakna þess að um- hverfismál skuli ekki heyra undir eitt ráðuneyti og sagði Árni Gunnarsson að stofna verði sérs- takt umhverfismálaráðuneyti. -Sáf Utanríkisviðskipti Skipta um ráðuneyti Þó mest hafi farið fyrir tveimur ríkisstjórnarfrumvörpum ráð- herra Alþýðuflokksins, fjárlaga- frumvarpinu og frumvarpinu um húsnæðislánasjóð, hafa verið lögð fram þrjú frumvörp í nafni rfldsstjórnarinnar til viðbótar. Tvö þessara frumvarpa eru nauðsynleg til að hægt sé að flytja utanríkisverslunina frá viðskipt- aráðuneyti til utanríkisráðuneyt- is. Annarsvegar breyting á lögum um útflutningsráð, þannig að það heyrir undir utanríkisráðuneyti í stað viðskiptaráðuneyti. Hins- vegar frumvarp um útflutnings- leyfi sem flytur útgáfu slíkra leyfa frá viðskiptaráðuneyti til utan- ríkisráðuneytisins. Þriðja frumvarpið er svo breyting á iðnaðarlögum sem veitir iðnaðarráðherra heimild til að leyfa erlendum aðilum að eiga meira en helming hlutafjár í iðn- fyrirtækjum hér á landi. -Sáf Föstudagur 30. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.