Þjóðviljinn - 30.10.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.10.1987, Blaðsíða 4
LHÐARI Verðbréfahmnið og orðstír hægrístjómar Hver svartur mánudagur rekur nú annan í kauphöllum heimsins. Viöbrögöin viö þeim tíö- indum eru næsta forvitnileg. Mikið fer fyrir al- mennum vangaveltum þess eölis, aö þótt ekki sé nema eðlilegt aö menn rifji upp vissar hlið- stæður við hrunið mikla 1929, sem varð undan- fari heimskreppunnar, þá eigi ríkisstjórnir og peningastofnanir þegar á reynir nú fleiri úrræöi til að mæta slíkum háska en menn þá höfðu eða voru tilbúnir til að reyna. Útskýringar á verð- hruninu eru nokkuð svo flóttalegar. Til dæmis er allmikið úr því gert hér og þar, aðtcAvuvæðing verðbréfaviðskipta valdi því að allar sveiflur verði stærri en ella, hvort sem væri til kaupæðis eða söluæðis. Með öðrum orðum: Sá tækni- búnaður sem átti að skerða áhrifasvið „mennskra yfirsjóna" er talinn sekur um að magna upp mennskar geðshræringar - með hinum óvæntustu afleiðingum á peningamörku- ðum heimsins. Morgunblaðið hefur oftar en ekki verið að halda því að íslendingum á undanförnum miss- erum að við værum mjög vanþróaðir í verslun með peninga og þyrftum að temja okkur meira frelsi í slíkum viðskiptum. Það er því ekki að undra að blaðið er frekar hlédrægt andspænis verðhruninu, óvenju sparsamt á útleggingar á því. í leiðara eftir fyrri svarta mánudaginn var til dæmis gert sem mest úr því að mannlegir þættir réðu úrslitum en ekki vaxtapólitík eða vísitölur: Þegar Bandaríkjamenn eru hræddir við framtíð- ina, þá mun ástandið versna, stóð þar. Fleiri ástæður má finna fyrir sterkri feimni Morgunblaðsins við verðhrunið á hlutabréfa- markaðnum. Það hefur verið fastur liður í mál- flutningi hægriblaða, að vinstristjórnir einkenni feiknalegt ábyrgðarleysi í fjármálum. Slíkar stjórnir efni til veislu eins og það heitir, eyði og spenni í ómerkilegum atkvæðaveiðum. Svo þurfi hinir ábyrgu hægrisinnuðu landsfeður að taka við sukkinu og koma lagi á það. Út á þenn- an áróður („við einir kunnum með peninga að fara“) hafa hægriflokkar náð talsverðum ár- angri hér og þar í ríkjum á liðnum árum. Það er svo meiriháttar áfall fyrir þennan málatilbúnað, að verðbréfahrunið er meðal annars staðfe- sting á sérstaklega glæfralegu ábyrgðarleysi hinnar römmu hægristjórnar Reagans Banda- ríkjaforseta. Reaganhagfræðin svonefnda, sem oft var lofuð í Morgunblöðum heimsins, er eitthvað á þessa leið: Það þarf að skera niður ríkisútgjöld (altént til félagsmála, en náttúrlega ekki til her- mála) og um leið skatta. Þegar skattabyrðin léttist á þeim sem betur mega sín, þá fyllast þeir fjárfestingargleðí, leggja þá peninga sem þeir spara í lækkuðum sköttum í fyrirtækin, skapa ný atvinnutækifæri —þar með fjölgar vinnandi mönnum og skattgreiðendum og ríkisbúskapur- inn fær sitt aftur áður en lýkur. Þetta dæmi hefur alls ekki gengið upp. Þeir fátæku hafa orðið fátækari, þeir ríku hafa hleypt hröðum vexti í nokkrar greinar lúxusframleiðslu og þjónustu.Það er allt og sumt. Ríkisbúskapur- inn hefur hinsvegar verið rekinn með geigvæn- legum halla, og neyslu í Bandaríkjunum hefur verið haldið uppi með miklum erlendum lánum og of háu gengi dollarans. Smám saman hefur þetta ástand safnað glóðum elds að höfði Re- aganhagfræðinnar, magnað upp reiði Vestur- Evrópumanna sem kvarta yfir því hástöfum að verið sé að koma afleiðingum af bruðli Reaganl- iðsins yfir á þá með ýmsum ráðum. Og allt hefur þetta svo stuðlað rækilega að því að skapa það ótrygga ástand sem birtist í verðhruninu mikla. Því er það að þegar menn eru að draga álykt- anir af því sem þegar hefur gerst á verðbréfam- arkaði þá segja þeir fyrst af öllu: Tími Reagans er liðinn og falsspámanna hans um efna- hagsmál úr röðum „hinna nýju hægrimanna". Enginn býst lengur við forystu eða úrræðum úr þeirri átt. Veislan er búin. Hitt er svo eftir að vita hve alvarlegir timburmennirnir verða og hve vítt þeir breiðast um heiminn. ÁB KUPPT OG SKORIÐ Davíð sterki Davíð borgarstjóri Oddsson hefur að undanförnu lagt áherslu á að koma fram í hlutverki hins sterka manns. Hér á árum áður virtist hann leggja sig í framkróka við að sýna sínar bestu hliðar. Þá var hann kunnur fyrir að hafa á takteinum við hin ólíklegustu tækifæri skemmtilegar kímni- sögur sem komu fólki til að brosa. Þess á milli leit hann til með borgarstarfsmönnum eða gaf ráðherrum góð ráð. En það er af sem áður var. Það hefur lengi tíðkast að vin- sælir menn séu efldir til valda. í auglýsingasamfélagi nútímans virðist ekki skipta öllu hvort menn eru vinsælir sökum fádæma ráðkænsku og speki, vegna glæsi- mennsku og prúðra siða eða vegna þess skemmtilega hæfi- leika að geta létt mönnumn lund með vel sögðum hnyttnum skop- sögum. Því miður komast flestir menn að því fyrr eða síðar að lífið er dálítið flóknara en góð skrýtla og tekur þá stundum að grána geð guma. Enn eru Reykvíkingar að tala um ráðhúsbyggingu. Á kaffistof- um, í saumaklúbbum og á götum úti taka menn tal saman og viðra skoðanir sínar á málinu. Sumir leyfa sér að vera á móti ráðhús- byggingunni við Tjörnina og nokkrir hafa skoðanir á því hvað heppilegt sé að beina mikilli um- ferð niður í Tjarnarkvosina. Það er eins og menn átti sig ekki á því að málið er afgreitt. Davíð borg- arstjóri er búinn að taka ákvörð- un og birta hana lýðnum. Menn skyldu varast að spretta fingur að þeim hlutum sem farsællega er fram úr ráðið af þar til bærum yfirvöldum. Það er svo sem skiljanlegt að menn í öðrum sveitum haldi að einhverju sé unnt að breyta með því að ræða málin og jafnvel að skrifa um þau í blöðin. Einn slík- ur karl úr Kópavogi, Jón úr Vör, hóf upp raust sína í DV í gær og var eitthvað að agnúast út í Davíð fyrir ráðhúsið, fór meira að segja að rekja fornar sögur úr sinni heimabyggð og tala um einræðis- herra. Einræðisherrann í Kópavogi „Við hér í Kópavogi áttum einn slíkan fyrir ekki ófyrirsjáan- lega mörgum árum. Það var stór- gáfaður og mikilhæfur maður og kom ótrúlega miklu góðu til leiðar á sínum ráðstjórnartíma. Flestir samherjar hans reyndu að fara dult með það þegar þeir hugsuðu ekki nákvæmlega eins sem kom örsjaldan fyrir. Hann var líka blíður og dagfarsprúður, skipti aldrei skapi. Það var helst að í honum þykknaði sem snöggvast þegar einhverjum vit- grönnum andstæðingi datt í hug að impra á því, að sú væri skoðun bjargvættar okkar að óþarfi væri fyrir óbreytta íbúa Kópavogs- hrepps að vera að leggja það á sig að hugsa meðan hans nyti við. Aðra eins fjarstæðu hafði hann auðvitað aldrei heyrt. Það bjarg- aði okkur Ioksins að við gátum gert hann að skörulegum þing- manni og flokkurinn losaði sig síðan við hann í einn stórbank- ann. Nei, menn af þeirri mannkosta- og gáfnagráðu sjá ekki sjálfan sig oft í réttum spegli, jafnvel þótt þeir komi í sjónvarp. Þeir eiga reyndar miklu betur heima á alþingi en í borgar- eða sveitarstjórnum, að maður nú ekki segi í ríkisstjórn. Þar eru þeir nefnilega meir á meðal jafn- ingja. Þar halda allir að þeir séu snillingar og sumir þeirra eru það jafnvel.“ Slegið neðan við belti Davíð borgarstjóri veit að völd hans eru mikil. Vel getur verið að honum þyki lítið til koma þeirra sem í barnaskap telja sig ráða ein- hverju en byggja í raun og veru ákvarðanir sínar á samtölum og samráði við fjölda manna. Borg- arstjóri hefur t.d. látið að því liggja að lítið leggist fyrir þá kappa sem gegna ráðherraemb- ætti hér á landi. Það geti varla verið mikið mál fyrir rúman tug manna að stjórna kvartmiljón ís- lendingum fyrst ekki þarf nema einn mann til að stjórna allri Reykjavík. Ráðherrastarf á ís- landi ætti kannski að vera hluta- starf. Borgarstjórinn hefur með þessu veist nokkuð harkalega að fóstbróður sínum, Þorsteini Pálssyni forsætisráðherra, sem við ellefta mann gegnir því van- þakkláta starfi að sitja í ríkis- stjórn. Reyndar telur Davíð að völd Þorsteins séu hlægilega lítil og má vera að þau virðist smá ef borið er saman við altæk völd borgarstjórans. Að klippa á silkiborða Mönnum getur nú sárnað og Þorsteinn rís til varnar þessari óvæntu árás gamals félaga í við- tali sem HP birti í gær. „Það er rétt hjá Davíð að undir forsætisráðuneytið heyra tiltölu- lega fá stjórnsýsluverkefni. Þar skilur á milli þess og fagráðu- neytanna. En þannig á það að vera, forsætisráðuneytið á ekki að vera fagráðuneyti. Völd þess eru þeim mun meiri að þetta er áhrifaráðuneyti frekar en að þar sé unnið að stjórnsýslumeðferð einstakra mála. í ríkisstjórninni móta menn hins vegar sameigin- lega stefnu þar sem þarf að koma til samþykkis allra í mikilvægum málum. Þessi skipan hefur gefist mjög vel og ekki ástæða til breytinga þar á.“ „Mig skortir engan veginn völd enda tel ég áhrif forsætisráð- herraembættisins vera mikil. Og yfirlýsingar um hálfsdagsstarf ráðherra eru jafn broslegar og þessi sífellda umræða minnihlutaflokkanna í borgar- stjórn að borgarstjórinn fáist helst við að klippa á silkiborða." ÓP þJOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörieifurSveinbjömsson, IngunnÁsdísardóttir,. Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðssoe ’• (íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ÓlafurGíslason, RagnarKarlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrlta- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halidórsson. Útlltstelknarar: Sævar Guðbjörnsson, GarðarSigvaldason. Margrót Magnúsdóttir Framkvæmdastjórl: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pótursdóttir. ^Auglýsingastjóri: Siqríður Hanna Sigurtjörnsdóttir. Auglýsingar: Unnur Ágústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Símvarsla: HannaÓlafsdóttir, SigríðurKristjánsdóttir. Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. wiuioiw*iu-uyaigroioBiu8ijori:norouruaainoarson. Afgrelðsla: Bára Sigurðardóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, OlafurBjömsson. Utkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Sföumúla 6, Reykjavfk, sfmi 681333. Auglýsingar: Sfðumúla 6, sfmar 681331 og 681310. Umbrotog setnlng: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f lausasölu: 55 kr. Helgarblóö: 65 kr. Áskrtftarverð á mánuöi: 600 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 30. október 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.