Þjóðviljinn - 30.10.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 30.10.1987, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR Evrópukeppni Þurfum stóra sigra Segja forráðamenn Víkings ogStjörnunnar sem leika í Evrópukeppninni um helgina Stjarnan og Víkingur leika í 2. umferð í Evrópukeppni í hand- knattleik um helgina. Stjarnan mætir norska liðinu Urædd, en Víkingar leika gegn dönsku meisturunum Kolding. Róðurinn verður án efa mjög þungur hjá íslensku liðunum. Urædd og Kolding eru meðal bestu liða á Norðurlöndum og til að eiga möguleika á að komast í 3. umferð þurfa Víkingur og Stjarnan að vinna með 4-6 marka mun. Halur Hallsson formaður Víkings segir að Víkingar þurfi helst að vinna með átta marka mun, en Gunnar Einarsson þjálf- ari Stjörnunnar hefur trú á að fimm marka sigur nægi Stjörn- unni. Stjarnan leikur gegn Urædd á laugardag ki. 17 í íþróttahúsinu í Digranesi. Umrædd er norskur bikar- meistari. Liðið er nú í efsta sæti í 1. deild í Noregi og hefur leikið vel í vetur. Sterkustu menn liðsins eru landsliðsmennirnir Bent Svele og Roger Kjendalen, báðir miklar skyttur. Þá er línumaðurinn Kjet- il Larsen mjög sterkur og einnig í landsliðinu. Urædd lék gegn Val í fyrra og sigraði þá í báðum leikjunum. Liðið er mjög sterkt á heimavelli og hefur ekki tapað leik í ljóna- gryfju sinni í tæp tvö ár. Þrátt fyrir að Stjörnunni hafi ekki gengið sérlega vel að undan- förnu, ættu Garðbæingarnir að eiga þokkalega möguleika, enda með ungt og skemmtilegt lið. Andstæðingum Víkinga, Kold- ing, hefur ekki gengið vel. Meiðsli hafa hrjáð liðið og það er nú í neðri hluta 1. deildar. Liðið er þó mjög sterkt. Helstu stjörnur þeirra eru stórskytturnar Kim Jacobsen og Hans Munk Andersen. í markinu stendur danski landsliðsmarkvörðurinn Karsten Holm. Líkt og Urædd er Kolding mjög sterkt á heimavelli og Víkingar þurfa því að sigra í fyrri leiknum með töluverðum mun. Víkingar ættu að eiga góða möguleika. Þetta er 10. árið í röð sem Víkingar leika í Evrópu- keppni og þrátt fyrir að liðið sé ungt hafa leikmenn þess mjög mikla reynslu. Víkingar mæta Kolding í Laugardalshöll á sunnudaginn kl. 20.30. Ástæða er til að hvetja íslenska handknattleiksunnendur til að mæta á þesa leiki og hvetja ís- lensku liðin. Leikirnir verða án efa mjög skemmtilegir. -Ibe Sigurður Gunnarsson skorar eitt af fjórum mörkum sínum í leiknum. Björn Jónsson og Magnús Magnússon til varnar. Mynd: E.ÓI. Handbolti Blikar skelltu Víkingum 0g þetta líka............. Nokkrir leikir voru í undankeppni Olympíuleikanna í miðvikudag. Danir sigruðu Pólverja 2-0 og það var Kim Vilford sem skoraði bæði mörk Dana. Danir hafa nú fjögurra stiga forskot í riðlinum, en V-Þjóðverjar eru í 2. sæti. Sovétríkin fögnuðu tvöföldum sigri á miðviku- dag. A-landsliðið sigraði ísland og 01- ympíulandsliðið sigraði Sviss, 4-2. Sovétmenn þurfa aðeins tvö stig úr þremur leikjum til að tryggja sér sæti á Olympíuleikunum. Þá var einn leikur til viðbótar í undankeppninni. Belgía sigraði Finnland, 1-0. Daníel Guðmundsson sigraði í Öskjuhlíðahlaupi ÍR sem fram fór um síðustu helgi. Ágúst Þor- steinsson hafnaði í 2. sæti. Steinunn Jónsdóttir sigraði í kvennaflokki, Höskuldur Eyfjörð sigraði í flokki karla 35 ára og eldri. Björn Traustas- on sigraði í flokki sveina og Þórunn Unnarsdóttir í flokki meyja. í flokki stráka 12 ára og yngri sigraði Aron T. Haraldsson og í flokki stúlkna 12 ára og yngri Margrét Guðjónsdóttir. Barcelona tapaði enn einum leiknum í fyrra- kvöld. Nú gegn Atletico Madrid. Liðin léku þó aðeins í 20 mínútur, en leiknum hafði verið hætt vegna rign- ingar fyrir nokkrum vikum þegar enn voru tæpar 20 mínútur eftir. Þá var staðan 1-1, en það var svo Marco Alonso sem skoraði sigurmark Atlet- ico, þegar 11 mínútur voru liðnar af þessum síðari hluta. Þess má geta að nú láta áhangendur Barcelona öllum illum látum og vilja að forseti félags- ins Jose Luis Munez segi af sér. íþróttir íkvöld í kvöld er einn leikur í l.deildinni í handknattleik. Fram og Þór mætast í Laugardalshöll og hefst leikurinn kl. 20. Tveir leikir eru í úrvals- deildinni í körfuknattleik. Njarð- vík og Breiðablik leika í Njarðvík og hefst leikur þeirra kl. 20. Grindvíkingar taka á móti Þórs- urum í íþróttahúsinu í Grindavík og hefst leikur þeirra kl. 20.30. England Stórliðin sluppu Everton dróstgegn Leeds eða Oldham. Manchester United gegn Bury Sigruðu í hörkuleik. Annað tap Víkinga Stórliðin í 1. deildinni í Eng- landi, Everton, Arsenal og Manc- hester United sluppu vel þegar dregið var í 16-liða úrslit í deildarbikarnum á Englandi. Það er aðeins í einum leik sem tvö lið úr 1. deild leika saman. Everton, sem sló Liverpool út á miðvikudag, dróst gegn Leeds eða Oldham, en fyrri leik þessara liða lauk með jafntefli, 2-2. Bury, sem leikur í 3. deild fær Mandíester United í heimsókn og Arsenal tekur á móti Stoke. Aston Villa, sem sló Totten- ham út í 3. umferð tekur á móti Sheffield Wednesday. Það er aðeins í einum leik þar- sem hugsanlegt er að tvö lið úr 1. deild mætist. Liðið sem sigrar í leik Oxford og Leicester tekur á móti Wimbledon. Deildarbikarinn 4. umferð: Manch.City-SwindonA/Vatford.......... Ipswich-Luton........................ Peterbro/Reading-Bradford............ Everton-Leeds/Oldham................. Arsenal-Stoke........................ Bury-Manchester United............... Aston Villa-Sheffield Wednesday...... Oxford/Leicester-Wimbledon........... -Ibe/Reuter Blikarnir eru komnir í form eftir nyög slæma byrjun og áttu sinn besta leik í gær er þeir sigruðu Vík- inga, 26-21. Langbesti leikur Blik- anna, en Víkingar iangt frá því að vera sannfærandi. Leikurinn var fjörugur, skemmtilegur og mjög spennandi. ' Víkingar byrjuðu vel og leiddu með 1-2 mörkum. Blikarnir náðu að jafna og rétt fyrir leiikhlé náðu þeir forystunni. Fyrri hálfleikur var mjög hraður og liðin skoruðu að meðaltali mark á mínútu. Lítið fór fyrir varnarleik og markvörslu. Síðari hálfleikurinn var algjör andstæða. Varnir liðanna styrktust' mjög og mörkunum fækkaði. Árni Evrópukeppni Hollendingar úr leik? Málþeirraferfyrir aganefnd UEFA. Gœti verið vísað úr keppni Hollendingar tryggðu sér sigur í 5. riðli Evrópukeppninnar með sigri yfir Kýpur, 8-0 á miðvikudag. Með sigri í sínum riðli vinnur þjóð sér inn sæti í lokakeppni Evrópu- keppninnar. Það bendir þó margt til þess að sæti Hollendinga sé ekki öruggt. Ahorfandi á leiknum kastaði reyksprengju inn á völlinn og hún sprakk rétt fyrir framan markvörð Kýpur. Hann fékk vægt taugaáfall, auk þess að slasast á auga. Þegar hann var borinn af leikvelli fylgdu aðrir leikmenn Kýpur á eftir og neituðu að halda áfram. Forráða- mönnum UEFA tókst þó að fá þá til að klára leikinn. Þetta mál verður tekið fyrir á fundi aganefndar eftir tvær vikur og dómurinn verður án efa þungur. Svo gæti farið að Hollendingar yrðu dæmdir úr leik eða a.m.k. þeim dæmdur leikurinn tapaður. Þá þurfa þeir að sigra Grikkland í síðasta leik á útivelli, til aðkomast í lokakeppnina. Fyrir tveimur árum átti sér stað svipað atvik hjá U-21 árs landslið- inu. Það hafði tryggt sér sæti í úrsl- itakeppninni, en var dæmt úr leik. Ruud Gullit, fyrirliði hollenska liðsins sagði:„Það væri slæmt ef að eitt fífl kæmi í veg fyrir að við kæm- umst í úrslit eftir svo mörg slæm ár“ -lbe/Reuter Digranes 29. október UBK-Víkingur 26-21 (16- 14) 1-2, 4-4, 4-7, 5-9, 11-10, 12-13, 16- 13,17-16, 20-17, 20-19,23-21,26-21. Mörk UBK: Hans Guðmundsson 10(3v), Olafur Björnsson 4, Björn Jónsson 4, Kristján Halldórsson 3, Að- alsteinn Jónsson 2, Þórður Davíðsson 2 og Jón Þórir Jónsson 1. Mörk Víkings: Hilmar Sigurgísla- son 5, Guðmundur Guðmundsson 4, Sigurður Gunnarsson 4(2v), Karl Þrá- insson 3, Árni Friðleifsson 2, Bjarki Sigurðsson 2 og Siggeir Magnússon Dómarar: Björn Jóhannesson og Sigurður Baldursson - mjög slakir. Maður leiksins: Guðmundur Hrafnkelsson, UBK. Indriðason kom í vörn Víkinga og batt hana vel saman. Blikarnir lok- uðu stærstu glufunum í vörninni og Guðmundur Hrafnkelsson varði mjög vel. Blikarnir leiddu með 2-3 mörk- um, en Víkingum tókst að minnka muninn í eitt mark, 20-21. Þá leit allt út fyrir að Blikarnir myndu missa forskotið niður. En það var greinilegt að þeir hafa lært af reynslunni og léku mjög vel síðustu mínúturnar. Það hjálpaði þeim reyndar mikið að Víkingarnir voru sjaldan með fullskipað lið og létu mótlætið fara í taugarnar á sér. Þetta var tvímælalaust það besta sem sést hefur hjá Blikunum í vet- ur. Liðið var jafnt og lék mjög vel. Hans Guðmundsson átti mjög góð- an leik í fyrri hálfleik, skoraði 8 af fyrstu 14 mörkum liðsins og Guð- mundur Hrafnkelsson varði mjög vel, einkum þó í síðari hálfleik. Víkingar léku á köflum þokka- lega, en voru þó langt frá sínu besta. Vörnin var slæm í fyrri hálf- leik, en skánaði í þeim síðari. Krist- ján varði vel og Hilmar Sigurgísla- son og Karl Þráinsson léku ágæt- lega. Víkingar voru utan vallar 20 mín- útur, en Breiðablik aðeins 8 nu'nút- ur. Með þessum sigri halda Blikar í' vonina um að blanda sér í toppbar- áttuna og með leik sem þessum eiga þeir erindi þar. -Ibe ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 15 Knattspyrna Gautaborg vill Bjama Evrópumeistarar félagsliða á eftir Bjarna Sigurðssyni Evrópumeistarar félagsliða, IFK Gautaborg, vilja fá Bjarna Sigurðsson til liðs við sig. For- ráðamenn félagsins hafa haft samband við Brann og fylgst með síðustu leikjum Bjarna með landsliðinu og Brann. Gautaborg sigraði Dundee United í úrslitaleikjum UEFA- bikarsins í fyrra og er eitt sterk- asta lið Svíþjóðar. Markvörður þeirra Verneson er að hætta og forráðmenn félagsins vilja fá Bjarna í hans stað. „Þeir eru nú ekki enn farnir að elta mig, en ég veit þeir hafa talað við Brann,“ sagði Bjarni Sigurðs- son í samtali við Þjóðviljann í gær. „Það er þó ekkert ákveðið enn og ekki víst að úr þessu verði. Þetta skýrist líklega í næstu viku. Þá leikum við vináttuleik gegn Gautaborg. Það væri að sjálfsögðu mikill heiður að leika með Evrópu- meisturum og þetta er mjög spennandi. Það er þó ekki víst að ég vilji fara frá Brann. Ég kann vel við mig hér og við erum lík- lega með fleiri áhorfendur en nokkurt annað lið í Skandinavíu. Það væri því alls ekki víst að ég færi, þó þeir byðu mér að koma.“ Bjarni er eini leikmaður Brann sem ekki hefur gert samning fyrir næsta keppnistímabil, en for- ráðamenn liðsins vilja halda í hann, enda einn besti leikmaður liðsins í sumar. _ibe

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.