Þjóðviljinn - 30.10.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 30.10.1987, Blaðsíða 10
HEIMURINN Mannshvörfin í Argentínu: Kissinger gaf herfbringjaklíkunni grænt Ijós Bandaríkjamenn notuðu ekki möguleika sína á að stöðva blóðbað eftir valdatöku herforingjanna 1976 Aðeins þrem mánuðum eftir að herforingjar höfðu rænt völd- um í Argentínu árið 1976 gaf þá- verandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Henry Kissing- er, stjórn þeirra grænt Ijós á að halda áfram kúgunarstefnu sinni, sem m.a. leiddi til þess að 9000 manns hurfu og hefur ekki spurst til þeirra síðan. Kissinger lagði sína blessun yfir framferði her- foringjastjórnarinnar þrátt fyrir það að sendiherra Bandaríkj- anna í Buenos Aires hefði beðið um afskipti sinna stjórnvalda af mannréttindamálum í landinu. Petta kemur fram í ítarlegri grein í anda rannsóknarblaða- mennsku sem fyrir röskri viku var birt í tveim blöðum í Argentínu. Hundsaði aðvaranir í greininni er það m.a. rakið, að þegar tveim vikum eftir vald- arán herforingjanna hafi banda- ríska utanríkisráðuneytið látið gera leynilega úttekt á ástandinu, þar sem bent var á að mannrétt- indamál „geta orðið vandamál þegar herforingjastjórnin leggur til atlögu við hermdarverka- menn“ eins og það hét. Nokkru síðar varaði þáverandi sendiherra Bandaríkjanna í Bu- enos Aires, Robert Hill, yfir- mann sinn, Henry Kissinger, við þeirri þróun sem átti sér stað í landinu eftír valdaránið. Þá þeg- ar voru um 1000 manns „horfn- ir“. Engu að síður gaf Kissinger argentínskum starfsbróður sín- um, César Guzzetti aðmírál, grænt Ijós á að kúgunarherferð- inni yrði haldið áfram, þegar þeir kumpánar hittust í júní 1976 á amrískum utanríkisráðherra- fundi í Chile. Verið fljótir að þessu Robert Hill telur, samkvæmt leyniskýrslu sem blaðamenn hafa krækt sér í, að Kissinger hefði getað stöðvað blóðbaðið ef hann hefði þá beitt sér. Og Guzzetti og aðrir ráðandi hershöfðingjar í Argentínu óttuðust það þá mjög að Bandaríkjamenn færu að taka þá til bæna í mannréttindamál- um. Það reyndist óþarfur ótti. Kissinger vakti sjálfur ekki máls á þessum hlutum á fundinum með Guzzetti, heldur minntist Arg- entínumaðurinn á þá að fyrra bragði. Kissinger gerði ekki ann- að en ráðleggja Guzetti að „vandamálið“ yrði leyst sem fyrst og helst áður en nýtt þing kæmi saman í Washington 1977. Þá fyrst tók steininn úr Innan tveggja vikna frá því að þetta samtal átti sér stað hófust fyrstu fjöldaaftökur á föngum í Argentínu á því méli og var svo látið heita að það væri í refsingar- skyni fyrir aðgerðir vinstrisinn- aðra borgarskærliða. Sjötíu manns, þeirra á meðal tveir prestar, voru teknir af lífi í hefnd- arskyni fyrir sprengjuárás Mont- oneros skæruliða á lögreglustöð. Skömmu síðar voru þrjátíu manns teknir af líf í hefndarskyni við morð á hershöfðingja einum. Á sjötta tug manna voru drepnir í hefndarskyni fyrir árás á lög- reglustöð í La Plata. Þrjátíu til viðbótar voru myrtir eftir áhlaup á hermálaráðuneytið. Og svo mætti lengi telja. Álls bættust um átta þúsundir manna við dauðali- stann eftir samtalið í Chile - þeg- ar fram í sótti voru morðin falin með því að svokallaðar dauða- sveitir rændu mönnum sem grun- aðir voru um andstöðu við herstjórana og myrtu á laun. Sem fyrr segir taldi Robert Hill sendiherra, að Kissinger bæri þunga ábyrgð á að þetta var látið viðgangast. Það er m.a.s. haft eftir einum aðstoðarmanni sendi- herrans, Wayne Smith, að Kis- singer hafi sagt við César Guzz- etti í Santiago: „Heyrðu mig, við erum NEYDDIR til að gera þessa hluti (þeas kvarta út á við um mannréttindabrot) en þið skulið ekki hafa áhyggjur af því.“ Fordæma Kissinger Það fylgir þessari frétt að erfitt hafi reynst að fá ráðamenn í Arg- entínu til að segja álit sitt á þess- um uppljóstrunum. En mann- réttindasamtök í Argentínu hafa fordæmt eindregið hlut Kissin- gers í þessu máli. í símtali við danska blaðið Information, sem á dögunum birti skýrsluna alla, segir Graciela Fernandez Meiji- de frá APDH (Samtökum um mannréttindi): Henry Kissinger: Þið skuluð ekki taka það nærri ykkurþóttvið sóum neyddirtil að fjasa um mannréttindi á op- inberum vett- vangi... „Við erum ekki vitund undr- andi yfir þessari afhjúpun á hlut- verki Kissingers. Við hljótum að fordæma eindregið hlut Kissin- gers í þessu máli, sem er rökrétt afleiðing af sameiginlegum hags- munum Bandaríkjanna og herf- oringjastjórnarinnar að því er varðar breytingar á stjórnarhátt- um og efnahagskerfi landsins. Herforingjarnir höfðu mjög náið samstarf við Bandaríkin, eins og m.a. kemur fram í nýlegri bók Bobs Woodwards um William Casey, yfirmann Ieynilögregl- unnar CIA. Til dæmis gerði Galt- ieri, forseti herforingjastjórnar- innar, samning við Bandaríkin, um að senda argentínska „ráð- gjafa“ til Honduras til að þjálfa menn í gagnbyltingarskæruhern- aði.“ ÁB tók saman. Mið-Ameríka Friðarvonir dofria Aðeins vika ernúþangað tilfriðaráœtlunfimm Mið-Ameríkuríkja gengur úr gildi og enn hefur ekki verið samið um vopnahlé í Guatemala, El Salvador og Nicaragua u tanríkisráðherrar Mið-Ame- ríkuríkjanna fimm, Hondur- as, Costa Rica, Nicaragua, Gu- atemala og El Salvador, hverra forsetar samþykktu friðaráætlun fyrir lönd sín þann sjöunda ágúst síðastliðinn, Íuku tveggja daga AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓE)S FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1983-2. fl. 01.11.87-01.05.88 kr. 263,98 1984-3. fl. 28.11.87-12.05.88 kr. 247,24 ‘Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þarjafnframtframmi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, október 1987 SEÐLAB ANKIÍSLANDS fundi sínum í höfuðborg Costa Rica í fyrrakvöld. Viðræður þeirra báru lítinn árangur og er nú óvíst með öllu hvort friður kemst á í löndunum þrem þar sem borgarastyrjöld hefur geisað á umliðnum árum. Þegar ráðherrarnir slitu fund- inum á miðvikudagskvöldið gáfu þeir út sameiginlega yfirlýsingu þar sem ítrekuð eru þau markmið áætlunarinnar að vopnahléi verði komið á í Nicaragua, E1 Salvador og Guatemala fyrir fimmta nóv- ember, lýðréttindi aukin í lönd- unum fimm, uppreisnarmönnum er leggja niður vopn gefnar upp sakir og að ríkin láti af stuðningi við skæruliða í nágrannaríkjum. f yfirlýsingunni er kveðið á um að ríkin fimm grípi til samskonar að- gerða á sama tíma til að stuðla að þessum markmiðum en ekki er skýrt út hverjar þær aðgerðir skuli vera. í samræmi við ákvæði áætlun- arinnar hafa ráðamenn í Nicarag- ua aukið lýðræði í landi sínu þrátt fyrir borgarastríðið en engar við- ræður hafa farið fram milli þeirra og foringja Kontraliðanna. Ríkisstjórnin í Managua hefur bent á að án gífurlegs fjárstuðn- ings Bandaríkjastjórnar væru uppreisnarmennirnir einskis megnugir og því vilji hún ræða beint og milliliðalaust við ráða- menn í Washington. Utanríkisráðherra Nicaragua, Miguel D‘Escoto, ítrekaði þetta viðhorf stjórnar sinnar á fundi utanríkisráðherranna þrátt fyrir áskoranir kollega sinna um að hefja beinar viðræður við Kontraliða. Vinstrisinnaðir skæruliðar í Guatemala og E1 Salvador hafa hinsvegar átt orðaskipti við ríkis- stjórnir þessara landa. en án ár- angurs. Viðræðum uppreisnar- manna og stjórnvalda í Guate- mala um vopnahlé hefur þegar verið slitið og búist er við því, að viðræður skæruliða og ráða- manna í E1 Salvador fari á sömu lund. Sem fyrr segir mega ríki er að- ild eiga að friðaráætluninni ekki styðja uppreisnarhreyfingar í öðrum aðildarlöndum. Ráða- menn í Honduras hafa fram að þessu skellt skollaeyrum við þeim tilmælum grannríkja sinna að hætta beinum stuðningi við Kontraliða er hafa bækistöðvar sínar þar. Leiðtogar Honduras eru mjög leiðitamir Bandaríkja- stjórn en friðaráætlunin er þyrnir í hennar augum sem kunnugt er þar eð hún var ekki höfð með i ráðum við gerð hennar. Þrátt fyrir að friðarmálin virð- ist komin í sjálfheldu í þessum heimshluta eru menn ekki úrkula vonar um árangur. Bjartsýnis- menn benda til að mynda á að Nicaraguastjórn hyggst setja ný lög um uppgjöf saka Kontraliða og ýmissra pólitískra fanga. Utanríkisráðherra E1 Salvador lét svo um mælt að enn gæti náðst árangur í viðræðum við skæruliða í landi sínu og bætti við: „Áætlun- in er enn í gildi og margvíslegur árangur hefur náðst, þrátt fyrir allt. _ks. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 30. október 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.