Þjóðviljinn - 30.10.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.10.1987, Blaðsíða 2
f—SPURNINGII^I Er erfitt að vinna á sjúkrahúsi? (Spurt í Hjúkrunarskólanum) Áshildur Kristjánsdóttir, hjúkrunarforstjóri: Ekki ef maður hefur áhuga. Þá er gaman í vinnunni og af þeim sökum kemst maður í gegnum álagið sem henni fylgir. Rakel Valdimarsdóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri: Það getur verið það. Sérstaklega þegar undirmannað er og mikil veikindi. En líka mjög gaman og gefandi starf. Björg Ingimundardóttir, hjúkrunardeildarstjóri: Já, bæði andlega og líkamlega erfitt. Þar munar að mestu um hinar ýmsu sérþarfir hvers og eins sjúklings. Guðbjörg Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur: Já, það er erfitt að vinna vakta- vinnu samfara námi. Einnig fylgir vinnunni andlegt álag sem mað- ur losnar ekki við þó vinnudegi sé lokið. Gunnhildur Valdimarsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri: Það getur verið erfitt, en þó áhug- avert og gefandi starf. Erfiðast er þegar vantar fólk, og andlegt álag er mikið þegar sjúklingarnir eru mikið veikir. FPÉTTIP Síldarsamningar Slitnað uppúr Viðrœðum hætt í Moskvu og óráðið um heimkomu samninganefndarmanna. Kristján Jóhannesson, birgða- ogsöltunarstjóri: ífyrra var ekki samið við Sovétmenn fyrrenó. nóvember Síðdegis í gær slitnaði uppúr sfldarviðræðum íslendinga og Sovétmanna í Moskvu, og er nú sendinefndin íslenska að bræða með sér hvort hún á að bíða eystra eða snúa aftur. Andi viðræðnanna kemur ágætlega fram í þeim orðum Gunnars Flóvenz framkvæmda- stjóra Síldarútvegsnefndar í Mos- kvu í hádeginu í gær að það væri „ekkert að frétta af gangi við- ræðnanna og útilokað að segja nokkuð um gang þeirra að öðru leyti eða að spá í hvað þær standi lengi.“ Samningamenn lögðu af stað austur um síðustu helgi. Að sögn Kristjáns Jóhannes- sonar, birgða- og söltunarstjóra hjá Síldarútvegsnefnd er ástand- ið pínlegt um þessar mundir að ekki skuli vera búið að semja við Sovétmenn, en þó sé ástandið ekki verra en á sama tíma í fyrra, en þá tókust samningar við So- vétmenn ekki fyrr en 5. nóvem- ber. Þá var á sama tíma og í ár aðeins búið að salta í 38 þúsund tunnur, en nú er búið að salta í 55 þúsund tunnur í fyrirframgerða samninga við Svía og Finna. -grh Slitnað uppúr samningaviðræðum um síldarsölu til Sovét og á meðan er ekki við því að búast að nýju plasttunnurnar á planinu á Seyðisfirði fyllist af saltsíld. (Mynd: Óttar Magni). VMSÍ-þingið Allt kapp lagt á sættir Hrafnkell A. Jónsson: Eigi sœttir að nástmilli deiluaðila, þarffyrstað ná samkomulagi í veigamiklum málum. Karvel Pálmason talinn lík- legastur til varaformanns. Aðaláhersla lögð á kjörfiskverkafólks í nœstu samningum Akureyri. Einsýnt er að forysta Verkamannasambandsins leggur allt kapp á að koma í veg fyrir að sú sundurþykkja, sem borið hefur æ meir á að undan- förnu innan sambandsins, leiði til klofnings VMSÍ. Þetta kom skýrt fram í setningarræðu for- mannsins, Guðmundar J. Guð- mundssonar, á VMSÍ-þinginu á Akureyri í gær. - Við skulum ekkert vera að liggja á því sem er aðfinnsluvert, en við skulum jafnframt muna, að við erum öll fulltrúar fyrir erf- iðisvinnufólk í þessu landi, sem hefur sameiginlega hagsmuni af að við stöndum saman í barátt- umálum þess. En við skulum bera virðingu fyrir sjónarmiðum hvers annars, sagði Guðmundur. Krafan um bætt kjör fisk- vinnslufólks er þungamiðjan í drögum að kjarmálaályktun, sem lögð voru fram á þinginu í gær og ljóst er að tillögur um skipulags- breytingar sambandsins, eru ekki hvað síst til komnar, vegna óá- nægju fiskverkafólks, sem finnst það hafa borið skarðan hlut frá borði í síðustu kjarasamningum miðað við aðra hópa innan sam- bandsins. f drögum að kjaramálaályktun er kveðið á um að meginatriði næstu samninga sé að leiðrétta þann ójöfnuð, sem viðgengist hefur í skjóli efnahagslegs góðær- is og launaskriðs á vinnumarkað- inum að undanförnu. Á þinginu andaði fremur köldu í garð ríkisvaldisins fyrir að hafa ekki staðið við sinn hlut síðustu kjarasamninga og opinberra starfsmanna og annarra hópa launþega, sem báru meir úr být- um í síðustu kjarasamningum en almennt verkafólk. - Fólkið fékk nánast það sem það fór fram á, sagði Guðrún Ól- afsdóttir, formaður Verkakvenn- afélags Keflavíkur og sambands- stjórnarmaður í VMSÍ. Þrátt fyrir að nokkurrar sátt- fýsi gætti í málflutningi manna á þinginu, áminnti Hrafnkell A. Jónsson, formaður verkalýðsfé- lagsins Árvakurs á Eskifirði, menn um að samstaðan mætti ekki verða of dýru verði keypt. - Eigi samstaða að nást á milli deiluaðila, þarf fyrst að nást sam- staða um ýmis mikilvæg mál. Ég vil nefna skipulagsmál, kjaramál, skipan forystu sambandsins og við þurfum að ná samkomulagi um hvort eða hversu mörgum prósentum við eigum að slá af í kjarakröfum vegna frestunar matarskattsins, sagði Hrafnkell. Ljóst er að eining um kjör varaformanns ræðst að töluverðu leyti af því hversu langt verður gengið til móts við kröfur fisk- vinnslufólks á þinginu. Sá sem líklegastur þykir til að hreppa varaformannsembættið er Karvel Pálmason, alþingis- maður Alþýðuflokks. - Full eining næst tæplega um Karvel, nema að fulltrúar Austfirðinga og annarra þeirra, sem gengu út á formannafundin- um í september, geti sætt sig við niðurstöðu þingsins í veigamikl- um málum, sagði einn viðmæl- anda blaðsins í gær. -rk Kringlan Tmnaðaimaður í mál Freyr Guðlaugsson: Lœtekki kalla mig óbótamann ífjölmiðlum. Viðbrögð við brottvikningunni í höndum Dagsbrúnar Akureyri.- Ég ætla ekki að fara að skattyrðast út í eigendur Öryggismiðstöðvarinnar. Þarna er um brot á samningum og á lögum um trúnaðarmenn að ræða og því er sýnt að þetta er ekki mitt einkamál. Það er alfarið hlutverk stjórnar Dagsbrúnar hvert framhald þessa máls verð- ur, sagði Freyr Guðlaugsson, trúnaðarmaður starfsmanna ör- yggisvarða í Kringlunni. T-Ionn or í-iilltriil T"'^HOrQhriin?ir (1 þingi VMSÍ. í DV í gær er haft eftir Kjartani Scheving, eiganda Öryggismiðstöðvarinnar, að ekki komi til greina að ráða Frey aftur til starfa þar sem hann hefði sýnt Dagsbrún trúnaðarskjöl fyrir- tækisins. - Hins vegar lít ég á ummæli Bárðar Arnar Scheving, hins eiganda fyrirtækisins, er hann nefnir mig óbótamann og þaðan af verra, sem mitt einkamál. Ég áskil mér allan rétt til málshöfð- unar og ég mun fylgja henni efi af mikilli hörku, sagði Freyr. Freyr sagði að umrædd trúna arplögg, sem hann sýndi Dag brún, vörðuðu störf sem eigen ur fyrirtækisins ætluðust til að ö yggisverðir inntu af hendi, þc þau væru ekki í þeirra verk hring. - Ef öryggisverðir eiga ; vinna þessi störf, þá þarf að ge: sérstaka samninga þar um, sag Freyr. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 30. október 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.