Þjóðviljinn - 04.11.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.11.1987, Blaðsíða 6
VIÐHORF Er sósíalisminn úrelt fixídea? Einar Ólafsson skrifar Mér þykir Þjóðviljinn kynna stefnu Alþýðubandalagsins furðu lítið og enn minna fer fyrir um- ræðum um hana. Þó brá svo við eftir áfallið í kosningunum í vor að miklar umræður urðu um ástæður þess og Þjóðviljinn birti okkur óflokksbundnum kjósend- um flokksins útdrætti úr þeim. Það var engu líkara en flokkur- inn ætlaði nú virkilega að taka sig á og þá mátti búast við að umræð- urnar yrðu enn líflegri þegar liði að landsfundi, það yrði tekist á um stefnu og starfshætti flokksins og kjör nýrra forystumanna markaðist síðan af þeim átökum. En þá bara gufuðu þessar um- ræður upp og eftir stóðu ein- kennilega naktar vangaveltur um næsta formann flokksins. Og ég verð að segja eins og er að mér er fyrirmunað að sjá hvaða máli skiptir hvort Olafur Ragnar Grímsson eða Sigríður Stefáns- dóttir verði formaður flokksins. Mín vegna geta þetta verið átök milli Seltjarnarness og Akur- eyrar eða milli myndarlegra karla og myndarlegra kvenna. Það get- ur varla heitið að þessir tveir frambjóðendur eða stuðnings- menn þeirra hafi komið á síður Þjóðviljans og sagt okkur hverju kjör þeirra eigi að breyta fyrir flokkinn og okkur æ færri kjós- endur hans. Loks nú síðustu daga ryðjast menn fram á síður Þjóðviljans'. Og hvert er þá umræðuefnið? Jú, hvort hafi verið við hæfi að vera með einhverja tossalista, eða hvað það heitir á innanflokks- máli, við kosningu fulltrúa á landsfund! Og þó komu mitt í því fári vangaveltur um stefnu flokksins. Laugardaginn 24. október skrifar ritstjóri Þjóðviljans, Össur Skarphéðinsson, grein undir fyrirsögninni: „Pólitísk endur- nýjun - pólitísk nýsköpun". Þar segir ritstjórinn að helsti vandi Alþýðubandalagsins sé „ekki að velja sér nýjan formann. Hinn raunverulegi vandi felst í því að endurskapa flokkinn málefna- lega. Hann þarfnast einskis jafn sárt og endurheimt fyrri sér- stöðu..“ Á eftir þessu orðum má þá náttúrulega búast við kröfu um að flokkurinn fari nú enn frekar að leggja áherslu á sósíal- íska stefnu og róttæka forystu fyrir verkalýðshreyfingunni. En, ónei. „Andstaða við mark- aðinn og hrá þjóðnýting eru enn af þorra almennings tengd við „Hér er komið að mikilvægu máli: undanslætti sósíalista og sósíaldemókrata um alla Evrópufyrir hœgri mönnum og frjálshyggjunni, vax- andi vantrú sósíalista á sósíalismanum og verkalýðsbaráttu. “ svokallaða sósíalíska efnahags- stefnu,“ segir ritstjórinn og útlist- ar það nokkuð nánar. Segir svo: „Þessi viðhorf eru auðvitað úrelt. En þau hafa aldrei verið rædd til hlýtar innan flokksins og þannig formlega lögð til hliðar." Það er ekki spurt hvort, heldur bara með óþreyju: hvenær? Rúmið leyfir ekki langar til- vitnanir, en það er skemmst frá að segja að áframhaldandi vanga- veltur ritstjórans eru í sama dúr. Ég skil þær svo að í stuttu máli megi orða þær á þessa leið: Er ekki réttast að svara kröfum frjálshyggjunnar um „einkavæð- ingu“ með því að gangast inn á einkavæðingu, „taka einhver vopn úr búri þeirra og slípa svo til, að unnt sé að nota til hagsbóta fyrir okkur sjálf. “ Sem betur fer setur ritstjórinn þetta fram í spurnarformi. Hér er komið að mikilvægu máli: undanslætti sósíalista og sósíaldemókrata um alla Evrópu fyrir hægri mönnum og frjáls- hyggjunni, vaxandi vantrú só- síalista á sósíalismanum og verkalýðsbaráttu. Marxismann má náttúrulega ekki nefna lengur. Auðvitað þurfa sósíalistar stöðugt að ræða afstöðuna til markaðarins og einkaeignarinnar en það breytir því ekki að grund- vallarhugmynd sósíalismans og takmark hans er að í stað þess að einkaaðilar eigi fjármagnið eða ráði því (t.d. í gegnum einka- banka) og hver og einn verði að bjarga sér eftir bestu getu á mark- aðstorginu komin sameign og sameiginleg ábyrgð gagnvart þörfum einstaklinganna. Spurn- ingin er svo hvernig þetta er út- fært og hvernig við berjumst fyrir þessu takmarki á umbótaskeiði baráttunnar. En vangaveltur rit- stjóra Þjöðviljans eru hvorki meira né minna en hvort Alþýðu- bandalagið eigi að halda uppi só- síalískri stefnu eða einhvers kon- ar borgaralegu félagshyggju- frjálslyndi. Eða hvað er sósíal- ismi eiginlega? Kannski úrelt fixí- dea? Ég bíð spenntur eftir við- brögðum landsfundarfulltrúa. 29. október 1987 Einar Ólafsson er rithöfundur í Reykjavík. MINNING Guðrún Mararét Þorsteinsdóttir Framnesvegi 10, Keflavík fœdd 13.8. 1912 - dáin 25.10. 1987 í dag kveðjum við hinstu kveðju félaga okkar Guðrúnu Margréti Þorsteinsdóttur. Hún fæddist á Ekru í Hjalta- staðaþinghá. Foreldrar hennar voru Guðfinna Jónsdóttir og Þor- steinn ísaksson. Einn bróður átti Margrét, Þorstein, sem býr í Keflavík, og tvo fósturbræður, þá Inga Jónsson og Sigurjón Sigur- jónsson. Vorið 1924 flutti fjölskyldan til Seyðisfjarðar, þar sem Margrét bjó til ársins 1963 er hún flutti til Keflávíkur. Á Seyðisfirði vann Margrét alla almenna verkamannavinnu svo sem í síldarbræðslu og ann- arri fiskvinnu. Sambýlismaður Margrétar var Haraldur Sveinsson sem lést árið 1970. Margréti varð tveggja barna auðið, sem bæði dóu korn- ung. Hjördís sem dó hálfsárs gömul og drengur sem lést strax eftir fæðingu. í Keflavík bjó Margrét alla tíð í íbúð sinni að Framnesvegi 10. Fyrst vann hún í fiski og síðan á Keflavíkurflugvelli. Þótt Margrét virtist snögg upp á lagið bjó þó undir lítið eitt hrjúfu yfirborðinu mikil hjarta- hlýja og rík réttlætiskennd. Hún var ákveðin í skoðunum, mikill verkalýðssinni og alla tíð mál- svari lítilmagnans, hjarta hennar sló ailtaf með eigin stétt. Þó svo að Margrét væri mikill friðarsinni og herstöðvarand- stæðingur kom það í hennar hlut að vinna innan vallargirðingar mörg seinni ár eins og margur góður maðurinn á Suðurnesjum sem ekki átti kost á fjölbreyttum störfum. En það leyndist engum að hún hefði valið sér annað starf hefði þess verið kostur. Hún lét ekki brauðið loka á sér munnin- um konan sú. Þótt Margréti og Haraldi auðnaðist ekki að sjá börn sín vaxa úr grasi var heimili þeirra ávallt griðastaður barna. Börnin í PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNJN óskar að ráða starfsfólk til bréfberastarfa. Um er að ræða heilsdagsstöil og hálfsdagsstörf fyrir eða eftir hádegi. Laun eftir starfsaldri fyrir fullt starf með álagi frá kr. 33.726.00 til kr. 43.916.00. Upplýsingar á skrifstófu póststofunnar, sími 687010, Armúla 25, 1Ó8 Reykjavík. Póststofan í Reykjavík Auglýsið í Þjóðviljanum fjölskyldunni litu á Möggu sem bestu frænku, og er söknuðurinn mikill vegna skyndilegs fráfalls hennar. Við félagarnir í Keflavík- Njarðvík kveðjum Margréti með þakklæti og virðingu. Hún lét ekki sitt eftir liggja, hvorki hvað varðar hugsjónina né ef um fjár- framlög var að ræða. Við sendum aðstandendum öllum okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Félagarnir í Alþýðubandalaginu Kellavík-Njarðvík Albertína F. Elíasdóttir fædd 10.12. 1906 - dáin 28.10.1987 Hvað er hel? öllum líkn, sem lifa vel, engill, sem til lífsins leiðir, Ijósmóðir, sem hvílu breiðir. Sólarbros, er birta él, heitir hel. (Matthías Jochumsson) Á kveðjustundinni viljum við þakka fyrir öll okkar kynni, sem voru mjög á aðra lund en spaugsögurnar alkunnu um erfið samskipti tengdamæðra og tengdadætra. Frá upphafi ein- kenndust þessi kynni af þeirri gleði og þeim kærleik sem ávallt fylgdu tengdamóður okkar. Af gjafmild sinni gaf hún öllum sem hún kynntist hlutdeild í þessum eiginleikum sínum. Með lífsvið- horfi sínu kenndi hún okkur þau dýrmætu sannindi, að gleðin er gullinu betri og gimsteinum feg- urri. Fátt er ungmennum hollara í umróti æskuáranna en að eiga gott samband við eldri ættliði, sem af umburðarlyndi lífsreynsl- unnar gefa sér tíma til að hlusta og skilja. Börnin okkar voru svo lánsöm að eiga ömmu á Græna- garði, sem alltaf tók þeim fagn- andi, hvenær sem þeim datt í hug að fara inneftir. Og það voru ekki fáar ferðirnar þeirra inn að Grænagarði til afa og ömmu, til ömmu sem hafði svo einstakt lag á því að létta lundina þegar eitt- hvað bjátaði á. Þær voru ómetanlegar börnun- um okkar, ferðirnar með ömmu og afa á Sigurvoninni til Hest- eyrar. Það voru ævintýraferðir sem þau munu minnast alla tíð. Þá lærðu þau að höggva í eldinn og kveikja upp í ofninum, vitja um silunganetið og fylgjast með bátnum á legunni. Þar fengu þau að kynnast náttúrunni, ótrufluð af skarkala nútímans. Það var börnunum okkar ávallt tilhlökkunarefni að heimsækja ömmu sína. Þá voru gjarnan dregin fram spil, og þeir voru ófá- ir Olsenarnir og Mannarnir sem voru spilaðir við eldhúsborðið á Grænagarði. Eða þá að lagið var tekið, eða sagðar sögur, oft frá- sagnir' frá raunveruleikanum, sem amma gæddi lífi og lit. Það voru sögur um líf og leiki fyrri ára, sem tengja æskuna við liðinn tíma og flytja þannig íslenska menningu frá einni kynslóð til annarrar. Fyrir allt þetta, og fyrir alla þá hlýju og umhyggju sem tengda- móðir okkar umvafði okkur, vilj- um við þakka með þessum fátæk- legu orðum. Æviferill hennar er fögur lífssaga tryggðar, kærleika og gleði. Við vorum svo lánsamar að eignast hlutdeild í þeirri sögu. Albertína Elíasdóttir tengda- móðir okkar verður lögð til hinstu hvfldar við fjörðinn sinn, þar sem fjöllin speglast í logn- sléttum pollinum. Við biðjum þess að hún megi hvfla þar í guðs friði. Lena og Sigga 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 4. nóvember 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.