Þjóðviljinn - 04.11.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.11.1987, Blaðsíða 4
LEIÐARI Framtíöarsýn sósíalista Upp úr rússnesku byltingunni varö opinská og heiftúðug sú sundrung sem haföi alllengi grafiö um sig í evrópskum verklýösflokkum, kommún- istaflokkar og sósíaldemókrataflokkar skipuðust í tværfjandsamlegarfylkingar. En hvaö sem þessir flokkar annars héldu um byltingu og þingræði, þá fór þaö ekki milli mála í málflutningi þeirra að framtíðarsýnin var skýr og björt: þegar OKKAR menn taka við hverfa kúgun og arðrán fljótlega, •sem og flest erfið mannleg vandamál, leiðin fram- undan er bein og breið. Síðan hefur margt breyst. Ekki síst hefur boð- skapurinn um „félagslegt eignarhald á atvinnu- tækjurn" orðið fyrir skakkaföllum reynslunnar. Reynslunnar af miðstýrðu áætlanakerfi Austur- Evrópu og þjóðnýtingartilburðum í Vestur-Evrópu, sem segir, að sá „sósíalismi" leysi út af fyrir sig ekki annan vanda en að auka atvinnuöryggi. Um leið og það kom á daginn að altæk áætlanagerð getur ekki leyst vandamál sem tengjast síbreyti- legum þörfum og óskum fólks og að þjóðnýting var engin vörn gegn skrifræði og áhrifaleysi vinn- andi fólks á starfsvettvangi sínum. Auk þess sem opinberi geirinn í blönduðu hagkerfi var einatt nið- urlægður í almenningsáliti með því að láta hann taka við því einu sem ekki var hægt að græða á og láta þann „sósíalismaandskotans" svo um að efla trúna á að einkabúskapur einn gæti verið hag- kvæmur. En þó að framtíðarsýn sósíalista hafi ekki ræst er það óþarft hugarvíl að telja að þeir hafi verið áhrifalitlir um þróun þjóðfélags í okkar heimshluta. Viðhorf sósíalista hafa gagnsýrt þjóðfélagið, bæði löggjöf þess og viðhorf í miklu ríkari mæli en menn taka eftir hvunndags - m.a. vegna þess að sigrar í félagsmálum verða fljótlega að sjálfsögðum hlut sem allir telja sig sammála um. Og helsta afrek sósíalisma af ýmsum tegundum er vitanlega það, að alþýða manna hefur sér til trausts og halds í lífsbaráttunni marga ágæta „félagsmálapakka" sem hafa kippt mannlegri samábyrgð út úr geð- þóttavaldi góðgjörðastarfseminnar og ofið úr henni öryggisnet réttinda sem í senn stuðlar að jöfnuði og styrkir mannlega reisn þeirra sem standa höllum fæti. Morgunblaðið var að tala um það á sunnudag- inn að það væri hættulegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að einblína um of á einn hlut: að kveða niður verðbólgu. Um helgina voru hér í Þjóðviljanum birt drög að stjórnmálayfirlýsingu næsta landsfundar Alþýðubandalagsins undirfyrirsögninni „Framtíð- arsýn íslenskra sósíalista". Þar var að nokkru leyti um hliðstæðan skilning að ræða: það sé hættulegt fyrir Alþýðubandalagið að lokast inni í vörn fyrir velferðarkerfið í hægrisveiflu, ná ekki með annan boðskap til fólks. Um leið er fitjað upp á ýmsu því sem sósíalistar mættu gjarna leggja þyngri áherslu á - undir þeim skynsamlegu formerkjum að „sósíalisminn er ekki endastöð, heldur lífsvið- horf, vinnuaðferð og félagslegur ferill“. í plagginu er að finna áherslubreytingar sem vert er að vekja athygli á. Þar er ekki stillt upp andstæðunum markaðslögmál gegn áætlanabú- skap, heldur spurt um það hvernig nýta megi kosti markaðarins um leið og unnið er gegn ómann- eskjulegum afleiðingum lögmála hans. Það er engu siegið föstu um „rétt“ eignarhald fyrirtækja, heldur lögð áhersla á sveigjanleik í þeim efnum og samfélagslegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir valdasamþjöppum fjármagnsins, einokun, hringamyndanir osfrv. Um leið er ítrekað og út fært ýmislegt sem fyrr hefur verið sagt í umræðu sós- íalista á liðnum árum um atvinnulýðræði. Ýmislegt er og þarflegt í plagginu sagt um sjálfstæðis- og menningarmál, jafnréttismál og fleira. Eins og að líkum lætur eru slík plögg einatt um of almenn í orðalagi. En það ætti ekki að skaða. Við þurfum að taka tillit til þess að framtíð- ina er ekki hægt að kortleggja með nákvæmni á tímum feiknalega hraðra breytinga. Og mestu skiptir, að það er rétt - eins og gert er í drögunum - að beina athygli að því, að eitt höfuðviðfangsefni flokks sósíalista nú um stundir hlýtur einmitt að vera að ieita að leiðum til að efla lýðræði umfram það sem við njótum í almennum kosningum á fjögurra ára fresti, efla frelsi umfram það sem gefur okkur kost á að velja milli nokkurra vöruteg- unda í búð. ÁB KLIPPTOG SKORIÐ Forsætisráðherra fertugur Formaður Sjálfstæðisflokks- ins, Þorsteinn Pálsson forsætis- ráðherra, varð fertugur fyrir skömmu og er ekki seinna vænna að Klippt og skorið óski honum til hamingju með afmælið. Þor- steinn hefur oft verið ómaklega skammaður í þessum dálkum en reyndar líka oft með réttu. Hvað sem segja má um Þorstein Páls- son þá er hann forsætisráðherra okkar íslendinga og við elskum og virðum okkar ráðherra, hverj- ir svo sem þeir eru í það og það skiptið. Megi Þorsteinn stýra þjóðarfleyinu farsællega um lífs- ins öldurót og vonandi láta ræð- ararnir ekki bugast undir þung- um árum. Annars eru það fleiri en við sem geta ekki stillt sig um að atast í Þorsteini Pálssyni. Það er ekki laust við að Morgunblaðið sé stundum dálítið frítt af sér í þeim efnum og þykir mörgum þau skot koma úr hörðustu átt því að einu sinni var honum á þeim bæ valin heiðursnafnbótin Morgunblaðs- egg- I sunnudagsblaði Moggans var verið að leggja Þorsteini Iífsreglurnar og birt þar forskrift að því hvernig stjórna á Sjálf- stæðisflokknum. Menn skilja fyrr en skellur í tönnum þegar farið er að tala um liðin stórmenni og þeirra lýsandi fordæmi. Um þá fyrri tíð og þessa Mogginn rifjar upp hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hafi fyrrum brugðist við kosningaósigri. Það voru „fyrstu viðbrögð Sjálfstæð- isflokksins, eftir að flokkurinn beið ósigur í þingkosningunum 1971 og Viðreisnarstjórnin hvarf frá völdum eftir 13 ára setu, að hefja endurskoðun á stefnuskrá flokksins frá grunni. Menn sögðu sem svo, að 13 ára samfelld aðild að ríkisstjórn hefði líklega gert það að verkum að flokkurinn hefði ekki fylgst nægjanlega vel með nýjum og breyttum straum- um í samfélaginu og þess vegna væri tímabært að hefja öflugra málefnastarf á vettvangi hans. Það var Jóhann heitinn Hafstein, sem tók við forystu Sjálfstæðis- flokksins eftir lát Bjarna Bene- diktssonar, sem komst að þessari niðurstöðu..." Eftir að Mogginn hefur minnt á þessa gullnu fortíð er vikið að dapurlegum tíðindum úr gráma nútímans og rætt um útreið Sjálf- stæðisflokksins í alþingiskosning- unum í apríl leið. „I kjölfar þeirra tókst Sjálfstæðisflokknum þrátt fyrir hinn mikla ósigur að mynda ríkisstjórn og formaður flokksins tók við embætti forsæt- irsráðherra." En nú brast menn kjark til að nota jafngifturík læknismeðul og í tíð Jóhanns Hafstein. „Á innri vettvangi Sjálfstæðis- flokksins hefur ekki verið gripið til sérstakra ráðstafana í kjölfar kosningaósigursins sl. vor. Að vísu var nefnd sett á laggirnar nokkru eftir kosningarnar til þess að gera úttekt á orsökum úrslit- anna, en skipun hennar var um- deild og niðurstaða hennar hefur ekki orðið tilefni til sérstakra að- gerða.“ Mogginn er ekkert að lúra á því að hann telur ekki nóg að gert hj á forystu Sjálfstæðisflokksins. „Það er hins vegar ljóst að í þing- kosningunum sl. vor bryddaði Sjálfstæðisflokkurinn ekki upp á þeim málefnalegu nýjungum. sem höfðað gætu til kjósenda. I stjórnarsáttmála ríkisstjórnar- innar hefur það ekki heldur gerst og engin merki sjást um það á vettvangi flokksins að unnið sé að ilíkri málefnalegri endurnýjun.“ Já, margt er mannanna bölið og víðar er guð en í Görðum. Frjálshyggjan í vörn í þessum dálkum hefur tölu- vert verið fjallað um hrun á verð- bréfamörkuðum vestrænna landa síðustu vikurnar. Þessi áhugi staf- ar ef til vill af gamalgróinni hræðslu við kreppu í hinum kap- ítalíska heimi og vantrú á að markaðslögmálin geti orðið mannkyninu sú blessun sem Hannes Hólmsteinn og hans nót- ar boða. Vissulega er kenning frjáls- hyggjupostulíinna fögur í sjálfri sér. Þar ríkja einföld og skýr lögmál og það sem mest er um vert, að lokum á allt að ganga upp öllum til góðs. En það er eins og margir þeirra, sem eru vinstra megin við miðju í pólitískri af- stöðu, treysti sér ekki til að sleppa jarðnesku sambandi og kasta sér með barnslegu trúnað- artrausti í náðarfaðm trúarinnar á algilda blessun hins frjálsa markaðar. í besta falli að menn viðurkenni að það sé alveg sjálf- sagt að nýta kosti markaðarins þar sem það á við en alls ekki megi láta markaðsöflin ráða of miklu. Nýlega birtist í því virta blaði Financial Times grein um verð- bréfahrunið mikla og lét Morg- unblaðið þýða hana og birta á laugardaginn var. Þar er talað tæpitungulaust um að taka eigi fram fyrir hendur blindra mark- aðsafla og að æðstu prestum pen- ingamagnshyggju beri að brjóta odd af oflæti sínu og beita aðferð- um hagfræðingsins Keynes, þ.e. að ríkið hafi áhrif á hinn frjálsa markað með aðgerðum á sviði peningamála og fjárfestinga. „Markaðirnir eru farnir að haga sér eins og fjölskylduhundur, sem gefinn er laus taumur. í upp- hafi verður hundurinn altekinn taumlausri gleði yfir fengnu frelsi. Næst taka við óknyttir og slæm hegðun og að lokum grípur hundinn ótti og hann tekur að leita hlýju og skjóls, sem eigand- inn veitti honum í árdaga. Verið getur að ýmsir stjórnmálamenn haldi enn í kenninguna um af- skiptaleysi (laissez faire) en frá mörkuðum berast nú þau boð að hvorki sé vanþörf á eftirliti né að- haldi.“ ÓP þlOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvœmda8tjóri: Hallur Páll Jónsson. Rltstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphóöinsson. Fróttastjóri: Lúövík Geirsson. Blaöamenn: Guðmundur RúnarHeiöarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, IngunnÁsdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiösson •* (íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ÓlafurGíslason, RagnarKarlsson, SiguröurÁ. Friöþjófsson, StefánÁsgrímsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrlta-og prófarkalestur: Elías Mar, HildurFinnsdóttir. Ljó8myndarar: Einarólason, SigurðurMarHalldórsson. Útlltstelknarar: SævarGuðbjörnsson, GaröarSigvaldason. Margrót Magnúsdóttir Skrlfstofustjóri: Jóhannes Haröarson. Skrlfstofa: Guörún Guövaröardóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýslngastjórl: Siaríöur Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: UnnurÁgústsdóttir, OlgaClausen, GuömundaKrist- insdóttir. Símvar8la: Hanna Ólafsdóttir, Sigríöur Kristjánsdóttir. Bílstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. ÚtbrelÖ8lu-ogafgreið8lu8tjórl:HöröurOddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, OlafurBjörnsson. Utkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumula 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýslngar: Síðumúla 6, sfmar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiöja Þ jóðvi Ijans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f lausasölu: 55 kr. Helgarblöð: 65 kr. Áskrlftarverð á mánuði: 600 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 4. nóvember 1987 >

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.