Þjóðviljinn - 04.11.1987, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 04.11.1987, Blaðsíða 13
Georg Renz frá Castolin sýnir starfsmönnum Málmtæknideildar ITl hvernig tækin eru notuð. Iðntœknistofnun Fékk málmhúðunar- tæki að gjöf Málmtæknideild Iðntækni- stofnunar fékk nýlega að gjöf frá svissneska fyrirtækinu Eutectic- Castolin fyrir milligöngu ístækni hf. mjög vandaðan tækjabúnað til málmhúðunar. Gjöfin var færð í tilefni 50 ára afmælis rannsókna íþágu íslenskra atvinnuvega, sem hófust með stofnun Atvinnu- deildar Háskólans 1937 en arf- takar hennar, rannsóknastofnan- ir atvinnuveganna, minnast þeirra tímamóta nú með ýmsu móti. Tækin eru tvennskonar sprautubúnaður, sem sprautar bráðnum málmdropum á yfir- borð málma og annarra efna. Við þetta myndast yfirborðslag, sem getur haft allt aðra eiginleika en undirefnið. Notkunarsvið tækj- anna er aðallega húðun slitþolins lags, bæði til viðgerða og fram- leiðslu, sem m.a. er nokkuð not- að í viðhaldi hjá íslenskum orku- verum. Einnig má mynda með húðun tæringarþolið yfirborðs- lag. Húðunarefnið er duft, sem er hitað og blásið á yfirborðið með gasloga. Mikill fengur er í þessum nýju Castolintækjum og hyggst Málmtæknideild gangast fyrir námskeiðum á þessu sviði í ná- inni framtíð. Gjöfinni fylgir enn- fremur aðgangur að áratuga- langri þekkingaruppbyggingu Castolin með ráðgjöf og gagna- banka. Var það staðfest með viðurkenningarskjali, sem einn forstjóra Castolin, dr. Rothenbu- hler afhenti dr. Hans Kr. Guð- mundssyni, deildarstjóra Málm- tæknideildar, ásamt tækjabúnað- inum, við sérstaka athöfn í Iðn- tæknistofnun í þessum mánuði. Háskólatónleikar Kanadískur píanisti Þriðju háskólatónleikar vetr- arins verða haldnir í hádeginu í dag og á tónleikunum mun kana- dískur píanóleikari, David Tutt, spila þrjú verk eftir Franz Liszt. Liszt var meðal merkustu tón- skálda rómantíska tímabilsins og þar að auki hinn mesti píanósnill- ingur síns tíma. Heyra má í píanóverkum Liszt yfirburða- tækni hans og enn þann dag í dag geta aðeins færustu píanóleikarar leikið þau. David Tutt er vel þekktur pí- anóleikari í heimalandi sínu og hefur leikið einleik með helstu sinfóníuhljómsveitum Kanada. Hann er nú búsettur og starfar í Sviss. Tónleikarnir eru í Norræna húsinu og hefjast kl. 12.30. Þeir standa u.þ.b. hálftíma og eru öllum opnir. Tilvalið er að fá sér hádegissnarl í kaffistofu hússins í leiðinni. Reykjavík Ný umferðarljós Tvenn ný umferðarljós verða tekin í notkun laugardaginn 7. nóvemberkl. 14.00. Önnurljósin eru á mótum Bitruháls-Bæjarháls og Hraunbæjar en hin ljósin eru á mótum Höfðabakka og Stekkjar- bakka. Á sama tíma verða umferð- arljós á mótum Höfðabakka og Bæjarháls aftur tekin í notkun. Athygli vegfarenda er vakin á því, að á sama tíma verður gatan Strengur tengd beint við síð- astneíndu gatnamótin. Þannig að úr verða kross-gatnamót í stað T- gatnamóta áður. Þeir sem aka vestur Bæjarháls og ætla suður Höfðabakka verða þá að víkja fyrir umferð sem kemur frá Streng og ætlar suður Höfða- bakka eða austur Bæjarháls. Til að minna vegfarendur á hin nýju umferðarljós verða þau látin blikka gulu í nokkra daga áður en þau verða endanlega tekin í notk- un. (Frá gatnamálastjóra) Múrinn sfándi Fyrir nokkru var minnst dags- ins sem múrinn í Berlín var reist- ur, og þá sögðu margir að múrinn væri af hinu illa og þyrfti að hverfa sem fyrst. Þessu er ég ekki sammála. Ég tel að best sé að hafa Þjóðverja aðskilda í tveimur ríkjum eða fleiri, og það finnst mörgum öðr- um sem muna eftir seinni heimsstyrjöldinni. Ég var þá í Danmörku og man þegar her- mennirnir voru að eltast við and- spyrnumenn, og ég sá úr húsi mínu einn skotbardagann. Mér finnst að menn eigi að muna eftir þessu þegar talað er um að Ber- línarmúrinn eigi að hverfa. Súsanna KALLI OG KOBBI Mamma vill ekki leyfa okkur með á bíó svo við verðum víst að sjá um okkur sjálfir. jjGetumvið' Það sem l horft á foreldrarnir vita sjónyarpið?\ ekkl skaðar Við skulum setjast inn í bílinn hennar mömmu þegar þau eru farin á bílnum stelpa að bans pabba og læra að keyra. koma upp £s^\ I Váá- Ég má\ | I ' V » þá ýta á flautuna. 16* ^ ^ "...' Heyrðu þaði Barnapíann | | er unglings okkar? Hvað er hún að gera hér? Treysta pabbi og stíginn. Nei.í mamma okkur Það er _ /vekki? Felum Rósalind. okkur strax. i GARPURINN FOLDA DAGBÓK APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöld- varsla lyfjabúöa vikuna 30. okt.-5. nóv. 1987 er í Borg- ar Apóteki og Reykjavíkur Ap- óteki. Fyrrnef nda apótekiö er opiö um helgar og annast nætur- vörslu alla daga 22-9 (tiM 0 frídaga). Siöarnefnda apó- tekiö er opiö á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík.....sími 1 11 66 Kópavogur......sími4 12 00 Seltj.nes.....sími61 11 66 Hafnarfj......sími 5 11 66 Garðabær......sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabílar: Reykjavík.....sími 1 11 00 Kópavogur.....sími 1 11 00 Seltj.nes......símil 11 00 Hafnarfj......sími 5 11 00 Garðabær......simi 5 11 00 Heimsóknartlmar: Landspft- alinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18, og eftírsamkomulagi. Fæöing- ardeild Landspítalans: 15- 16. Feðratími 19.30-20.30. Öldrunarlækningadelld Landspítalans Hátúni 10 B: Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala:virkadaga 16- 19.30 helgar 14-19.30 Heilsu- vemdarstöðin við Baróns- stig: opin alla daga 15-16 og 18.30- 19.30. Landakots- spítall: alla daga 15-16 og 18.30- 19.00 Barnadeild Landakotsspítala: 16.00- 17.00. St. Jósefsspftali Hafnarfirði: alladaga 15-16 og 19-19.30 Kleppsspítal- lnn:alladaga 18.30-19og 18.30- 19 Sjúkrahúsið Ak- ureyri: alla daga 15-16 og 19- 19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: alla daga 15-16 og 19-19.30. Sjúkra- hús Akraness: alla daga 15.30- 16og 19-19.30. Sjúkrahúsið Húsavfk: 15-16 og 19.30-20. LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykja- vfk, Seltjarnarnes og Kópavog er í Heilsuvernd- arstöð Reykjavíkur alla virkadaga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólar- hringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingarog tíma- pantanir í sima 21230. Upp- lýsingar um lækna og lyfja- þjónustu eru gefnar [ sim- svara 18885. Borgarspftalinn: Vakt virka daga kl. 8-17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans. Slysadeild Borgarspítalans opin allan sólarhringinn sími 696600. Dagvakt. Upplýsingarumda- gvakt lækna s. 51100. Næt- urvakt lækna s. 51100. Hafnarfjörður: Heilsugæsla. Upplýsingar um dagvakt lækna s. 53722. Næturvakt læknas. 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöts. 656066, upplýs- ingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamiðstöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Keflavfk: Dagvakt. Upplýs- ingar s. 3360. Vestmanna- eyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. ÝMISLEGT Bilananavakt rafmagns- og hltaveitu: s. 27311. Raf- magnsveita bilanavakt s. 686230. Hjálparstöð RKI, neyðarat- hvarf fyrir unglinga Tjarnar- götu 35. Sími: 622266 opið allansólarhringinn. Sálfræðistöðin Ráðgjöf í sálfræðilegum efn- um.Sími 687075. MS-fólagið Álandi 13. Opið virka daga frá kl. 10-14. Sími 688800. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarp- anum Vesturgötu 3. Opin þriðjudagakl.20-22, sími 21500, símsvari. Sjálfshjálp- arhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum, s. 21500,símsvari. Upplýsingarum ónæmlstærlngu Upplýsingar um ónæmistær- ingu (alnæmi) í síma 622280, milliliðalaust samband við lækni. Frá samtökum um kvenna- athvarf, sfml 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir kon- ur sem beittar hafa verið of- beldi eðaorðið fyrirnauðgun. Samtökin ’78 Svarað er i upplýsinga- og ráðgjafarsima Samtakanna 78 félags lesbía og homma á Islandi á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21 - 23. Simsvari á öðrum timum. Síminner 91-28539. Félageldriborgara: Skrif- stofan Nóatúni 17, s. 28812. Félagsmiðstöðin Goöheimar Sigtúni 3, s. 24822. GENGIÐ 3. nóvember 1987 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar 37,620 Sterlingspund .... 65,438 Kanadadollar.... 28,599 Dönsk króna..... 5,6925 Norskkróna...... 5,7935 Sænsk króna..... 6,1250 Finnsktmark..... 8,9401 Franskurfranki.... 6,4745 Belgískurfranki... 1,0501 Svissn. franki.. 26,5960 Holl.gyllini.... 19,5454 V.-þýsktmark.... 21,9936 Ítölsklíra..... 0,02978 Austurr.sch..... 3,1226 Portúg. escudo... 0,2716 Spánskurpeseti 0,3288 Japansktyen..... 0,27530 Irsktpund....... 58,443 SDR............... 50,1696 ECU-evr.mynt... 45,3246 Belgiskurfr.fin. 1,0454 KROSSGÁTAN Lárétt: 1 kjána 4 máltið 6 erlendir 7 uppstökk 9 yfir- höfn 12 ánægja 14 sjó 15 úrskurð 16greftri 19 rækta 20skapvond21 ávöxtur Lóðrétt: 2 ullarílát 3 sessu 4 dvöl 5lélegur7aum8 gleði10sprottinn11 óhreint 13 eira 17 kveikur 18ferð Lausn a sfðustu krossgátu Lárétt: 1 spil4skek6eik7 fast 9 ofar 12 pilti 14 aur 15 roð 16 alger 19 móki 20 fang21 angan Lóðrétt: 2 púa 3 leti 4 skot 5 eða 7 flaums 8 spraka 10 firran 11 ráðugi 13 lög 17 lin 18efa Miðvikudagur 4. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.