Þjóðviljinn - 04.11.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.11.1987, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 4. nóbember 1987 246. tölublað 52. órgangur VMSÍ Blásið á síðustu þjóðarsátt Þröstur Ólafsson, Dagsbrún: Engar uppáskriftir íanda desembersamkomulagsins. Jón Kjartansson, formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja: Blœs á slíka þjóðarsátt Það verða engir samningar gerðir, sem verða með svip- uðum uppáskriftum og í febrúar eða desembersamningarnir, sagði Þröstur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Dagsbrúnar í gær, er hann var inntur eftir því hvort til greina kæmi að verkalýðs- hreyfingin semdi aftur í anda síð- ustu þjóðarsáttar. - Hins vegar getum við þurft að ræða við ríkisvaldið um mjög mikilvæg mál. eins og málefni fiskvinnslunnar. Ef það á að vera unnt að hækka laun fiskvinnslu- fólks umtalsvert þarf að koma til fleira en kauphækkun. Það er ljóst að afkoma margra fisk- vinnsluhúsa er þess eðlis að þau geta ekki tekið slíkar launahækk- anir á sig, sagði Þröstur. - Mér finnst að verkalýðs- hreyfingin hafi verið alltof bláeyg þegar hún flanaði út í þjóðarsátt- ina. Ákveðinn hópur í þjóðfé- laginu hefur verið bundinn af henni, en allir aðrir hafa talið sig óbundna. Ég blæs á slíka þjóðar- sátt, sagði Jón Kjartansson, for- maður Verkalýðsfélags Vest- mannaeyja. Háhyrningar í Sædýrasafninu Geymdir í Hafnarfirði þar til þeirfara til kaupenda íAmeríku Um kl. hálffimm í gærdag komu til Hafnarfjarðar tveir flutningabQar með háhyrningana fjóra sem félagið Fauna lét veiða fyrir austan land og geymdir hafa verið um hríð á Seyðisfirði. Þeir voru settir í geymslu í Sædýra- safninu. Tveir fulltrúar frá hvalavinafé- laginu óskuðu eftir að fá að sjá dýrin en það var ekki samþykkt. Ekki er vitað hvenær dýrin verða flutt af landi brott en talið er fullvíst að búið sé að ganga frá sölu á tveimur háhyrninganna. Herinn Reglur þverbrotnar Þrír hermenn handteknir um helgina. Voru að leita að gleðskap. Lögreglan í Keflavík: Auknarferðirhermanna utan vallar. Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli: Reglum fylgt eftir bestu getu Aðfaranótt síðastliðins sunnu- dags voru þrír bandarískir hermenn handteknir á götu í Keflavík þar sem þeir voru að leita að gleðskap, en þeir höfðu brotið útivistarákvæði sem eru í gildi hjá bandaríska herliðinu á Kefiavíkurflugvelli. Þegar þeir urðu lögreglunnar varir reyndu Kasparov Jafnaði með látum Áttunda skákin í heimsmeistara- einvíginu hafði illan endi fyrir áskorandann, Anatolí Karpov. Heimsmeistarinn, Garrí Kaspar- ov, þurfti ekki nema átta leiki til að rúlla andstæðingnum upp er tekið var til við biðstöðuna. Þar með hefur Kasparov jafn- að metin. Hvor keppenda hefur fjóra vinninga. Reyndar getur staðan í einvíginu aldrei orðið jöfn, en sú þverstæða helgast af þeirri reglu að heimsmeistarinn heldur titli sínum ef einvíginu lýkur með jafntefli. SJá skákskýrihgar Helga ólafssonar, bls. 11 þeir að hlaupa á brott, en það mistókst og voru þeir gómaðir. Bandaríska herlögreglan flutti þá síðan í járnum til heimkynna þeirra innan girðingar. Að sögn lögreglunnar í Kefla- vík hefur orðið var við aukningu á ferðum bandarískra hermanna utan vallar, þrátt fyrir ströng ákvæði um útivist. Þar segir að hermönnum sé óheimilt að vera utan girðingar eftir klukkan 23.30. Þrátt fyrir boð og bönn að þessu leyti virðist ekkert lát vera á ferðum hermanna utan vallar. Finnst mörgum manninum á Suðurnesjum heldur lítið hald- reipi í útivistarreglunum sem Kaninn virðist geta brotið að geð- þótta og er skemmst að minnast nauðgunarmáls sem upp kom í Keflavík ádögunum, en þar áttu í hlut tveir hermenn sem sam- kvæmt reglunum áttu ekki að vera utan vallar. Að sögn Þorgeirs Þorsteins- sonar lögreglustjóra á Keflavík- urflugvelli er engum manni hleypt út af vellinum eftir kl. 23.30, nema hann sé að fara á milli vinnustaða, en að öðru leyti sé reglunum fylgt eftir bestu getu. -grh - Menn hlaupa ekki upp um hálsinn á þjófnum þó hann skili hluta af ránsfengnum, sagði Jón, er hann var inntur eftir hvort frestun söluskatts á matvæli greiddi götu fyrir samningum í anda desembersamkomulagsins. Þröstur Ólafsson sagði að ljóst væri að þessi frestun greiddi götu samningaviðræðna. - Það er auðveldara að koma í veg fyrir þennan skatt, heldur en þegar hann er kominn á, sagði Þröstur. - Ef það á að semja við ríkis- valdið, þá hlýtur fyrst og fremst að þurfa að afnema skatta af nauðþurftum. Það er hrein sví- virða að vera að skattleggja það sem menn þurfa til þess að draga fram lífið, sagði Jón. Jón nefndi einnig að sér þætti vel koma til álita að verkalýðs- hreyfingin krefðist skattfríðinda af einhverju tagi, s.s. með hækk- un skattleysismarka. - Ég held ég láti það alveg liggja milli hluta hvort við ræðum líka við þá um skattamálin, sagði Þröstur. -rk Dounreay Samþykkja ekki mótmæli Sjálfstœðisflokkurinn sammála efniþingsályktunartillögu um að ríkisstjórnin mótmæli kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Dounreay en styður þó ekki tillöguna Þvflík býsn og kynstur af úrgangi skilur meðaljóninn eftir sig á ári hverju - heil 380 kíló. Landvernd hefur komið fyrir sýnishorni af dæmigerðum sorphaug eins einstaklings á ári í útstillingarglugga í Domus á Laugavegi, sem væntan- lega vekur einhvern til umhugsunar um þau vandamál sem fylgja einnota umbúðum og öðrum úrgangi. Samtökin vilja með þessum hætti minna á ráðstefnu á vegum Landverndar um úrgang og endurvinnslu úrgangs, sem haldin verður að Flúðum á sunnudaginn kemur. Mynd Sig. Við erum sammála efni tillög- unnar, sagði Ragnhildur Helgadóttir um afstöðu Sjálf- stæðisflokksins til þingsályktun- artillögu um að ríkisstjórnin mót- mæli kjarnorkuendurvinnslust- öðinni í Dounreay í Skotlandi, sem flutt er af þingmönnum allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins. Eftir langt mál kom fram hjá Ragnhildi, að þó Sjálfstæðis- flokkurinn væri sammála efni til- lögunnar væri hann ekki sam- mála tillögunni sem slíkri, þar sem ríkisstjórnin væri þegar að vinna að þessu rnáli á ýmsum víg- stöðvum. Ragnhildur sagði að í janúar nk. færi iðnaðarráðherrra í opin- bera heimsókn til Bretlands og myndi þá hitta iðnaðarráðherra Bretlands og Skotlandsmála- ráðherrann og á þeim fundi væri fyrirhugað að mótmæla endur- vinnslustöðinni. Það var Hjörleifur Guttorms- • son sem mælti fyrir tillögunni. Hann benti Ragnhildi á að hún ruglaði saman framkvæmdavaldi og löggjafarvaldi. Sagði hann að það væri mun sterkara fyrir Frið- rik Sophusson iðnaðarráðherra að hafa eindreginn stuðning Al- þingis í farteskinu þegar hann hittir iðnaðarráðherra Bretlands. Hjörleifur benti einnig á að auk Breta stæðu fjórar aðrar þjóðir Efnahagsbandalagsins að endur- vinnslustöðinni og því bæri kannski að stfla mótmælin á höf- uðstöðvar þess. -Sáf <i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.