Þjóðviljinn - 04.11.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 04.11.1987, Blaðsíða 15
V-Pýskaland Stein tii Frankfurt Uli Stein, sem var rekinn frá Hamburg í síðasta mánuði hefur nú verið seldur til Frankfurt. Stein var rekinn frá félaginu fyrir að slá Júrgen Wegmann í leik Hamburg gegn Bayern Múnchen. Hann hefur þótt frek- ar erfiður í skapinu og var vikið úr v-þýska landsliðshópnum fyrir að gagnrýna Franz Beckenbauer landsliðseinvald. Fyrsti leikur Stein verður á laugardag, en þá mætir Frankfurt Schalke. -fbe Karate Landskeppni um helgina Um næstu helgi munu íslend- ingar hcyja landskeppni við lið frá Skotlandi og N-írlandi í kar- ate. Keppt verður í sveitakeppni og í opnum flokkum einstaklinga. Skotar eru mjög sterkir og hafa oft náð langt á Evrópumótum. N- írar standa einnig framarlega í þessari íþrótt. Það má þó búast við jafnri og spennandi keppni því íslenskt karatefólk heftir náð mjög góð- um árangri að undanförnu á er- lendum mótum. Keppt verður í Laugardalshöll á laugardag. Einstaklingskeppni er milli 14 og 16 og sveitakeppni frá 19-21. V-Þýskaland Madjer til Bayem Bayern Múnchen keypti í gær landsliðsmanninn frá Alsír, Ra- dah Madjer, frá Evrópumeistur- unum, Porto. Madjer kemur ekki til með að leika með Bayern fyrr en 1. júli, en samningurinn gildir til þriggja ára. Madjer var skærasta stjarna Porto í úrslitaleiknum gegn Bay- ern og hefur verið einn marka- hæsti maður Porto. Hann er ann- ar af stórstjömum Porto sem er seldur. Hinn var Paulo Futre, en hann var seldur til Atletico Ma- drid á Spáni. Eftir að hafa gengið frá samn- ingum við Madjer, héldu for- ráðamenn Bayern til Spánar og ræddu þar við Mark Hughes, en Bayern vill fá hann lánaðan. Þar slitnaði uppúr samningavið- ræðum, en forráðamenn Bayern eru bjartsýnir á að hann leiki með þeim fljótlega. -Ibe/Reuter IÞROTTIR Héðlnn Gilsson hefur leikið vel í vetur og hér skorar hann gegn Stjörnunni. FH tekur á móti Breiðabliki í kvöld, en Stjarnan mætir KR. Handbolti Hörkuleikir í kvöld Víkingar mæta Valsmönnum og Breiðblik leikur gegn FH í kvöld eru þýðingarmiklir leikir í 1. deild karla ■ handknatt- leik. Stórliðin í 1. deild, Valur, Víkingur, Breiðablik og FH leika öll sín á milli, en einnig eru mikil- vægir leikir í botnbaráttunni. Éfsta lið 1. deildar, FH, mætir Breiðbliki í íþróttahúsinu í Hafn- arfirði. FH-ingar hafa leikið mjög vel, en náðu aðeins jafntefli gegn KA um helgina. Blikarnir virðast hinsvegar vera að komast á skrið og unnu sannfærandi sigur yfir Víkingum í síðasta leik. Annar stórleikur kvöldsins er leikur Víkings gegn Val. Leikir þessara liða eru ávallt mjög spennandi. Valsmenn standa mun betur að vígi, hafa aðeins gert eitt jafntefli, en Víkingar hafa tapað tveimur leikjum. Stjarnan mætir KR í Laugar- dalshöll. Þessi leikur er mikilvæg- ur fyrir bæði liðin. Stjarnan verð- ur að sigra ef liðið ætlar að blanda sér í toppbaráttunu og KR-ingar þurfa nauðsynlega að fá stig, enda staða þeirra frekar slæm. ÍR-ingar taka á móti Frömur- um í Seljaskóla. ÍR-ingar hafa komið einna mest á óvart í fyrstu leikjum mótsins og fengið fimm stig úr síðustu fjórum leikjum. Framarar urðu hinsvegar fyrir því að missa lykilmenn í upphafi mótsins, en þeir eru nú komnir í liðið aftur. Leikurinn ætti þó að vera spennandi, enda hafa ÍR- ingar sýnt að þeir eiga fullt erindi í 1. deild. Loks er það nágrannaleikurinn á Akureyri Þór-KA. Þórsarar hafa enn ekki fengið stig, en hafa ekki verið langt frá því. KA náði sínu þriðja stigi um helgina með jafntefli gegn FH og þarf að sigra Þór til að komast af versta skjálftasvæðinu. Allir leikirnir hefjast kl. 20.15, nema leikur Þórs og KA sem hefst kl. 20 og leikur Víkings og Vals sem hefst kl. 21.30. 31 mark í leik FH-ingar hafa skorað flest mörk deildarinnar. í sex leikjum hafa þeir skorað 186 mörk, eða að meðaltali 31 mark í leik. FH- ingar hafa einnig hagstæðustu markatöluna, 56 mörk í plús. Það er hinsvegar KA sem hefur skorað fæst mörk, aðeins 118. Það gerir tæp 20 mörk að meðalt- ali. Breiðablik hefur aðeins skorað 122 mörk og það gerir rúm 20 mörk að meðaltali. Valsmenn státa líklega af sterkustu vörninni, a.m.k. ef litið er á mörkin. Þeir hafa aðeins fengið á sig 90 mörk í 6 leikjum. Aldrei fleiri en 20 mörk í leik og að meðaltali 15 mörk í leik. Þórsarar hafa fengið á sig flest mörk, 161, að meðaltali tæplega 27 mörk í leik. Framarar koma næstir. þeir hafa fengið á sig 157 mörk, að meðalatali 26 mörk í leik. Það eru Valsmenn sem hafa náð bestum árangri á heimavelli, sigrað í öllum fjórum leikjum sín- um. FH-ingar hafa leikið þrjá leiki á heimavelli og sigrað í öllum. Stjarnan hefur náð besta ár- angri á útivelli, sigrað í öllum þremur leikjum sínum á útivelli, en ekki enn sigrað á heimavelli. -Jbe England Arsenal á toppinn Arsenal komst á topp 1. deildarinnar í Englandi í gær með sigri yfir Chelsea, 3-1. Arsenal hafði mikla yfirburði gegn Chelsea og sigurinn var ör- uggur. Kevin Richardson skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik, en skoski landsliðsmaðurinn Pat Nevin minnkaði muninn fyrir Chelsea. Það var svo sjálfsmark sem gulltryggði sigur Arsenal. Joe McLaughlin skoraði í eigið mark, í síðari hálfleik. Arsenal er því í efsta sæti, hef- ur hlotið einu stigi fleira en Li- verpool, en þeir eiga leik á morg- un gegn Wimbledon. Einn leikur var í deildarbikarn- um. Watford sigraði Swindon, 4- 2 og mætir því Manchester City á útivelli í 4. umferð. Þá var einnig leikið í 2. deild: Birmingham-Barnsley.........2-0 Crystal Palace-Plymouth.....5-1 Hull-Bradford...............0-0 Ipswich-Huddersfield........3-0 Millwall-Bournemouth........1-2 Shrewsbury-Aston Villa......1-2 -Ibe/Reuter Evrópukeppni Werder Bremen komst áfram Werder Bremen frá V- Þýskalandi tryggði sér sæti í 3. umferð í UEFA-bikarnum með sigri yfír Sparta Moskvu frá So- vétríkjunum, 6-2, eftir fram- lengdan leik. Sparta sigraði í fyrri leiknum, 4-1, en Werder Bremen tókst að vinna upp forskotið. í hálfleik var staðan 3-0 og eftir venjulegan leiktíma, 4-1. Neubarth skoraði tvö marka Bremen og þeir Ordenewitz, Sa- uer, Riedle og Burgsmuller eitt hver. Cherenkov og Passulko skoruðu mörk Sparta. -Ibe/Reuter Knattspyrna Sigurður til IA Feðgarnir Hörður Helgason og Sigurður Már Harðarson hafa farið hvor í sína áttina. Hörður Helgason þjálfar Val, en Sigurð- ur hefur nú skipt yfir í ÍA. Þeir feðgar eru af Skaganum og Hörður þjálfaði ÍA í fyrra. Þeir fóru svo báðir til KA í sumar, en nú er Hörður farinn til Valsmanna, en Sigurður kominn heim aftur. Þá hafa Skgamenn einnig feng- ið Gunnar Jónsson aftur, en hann hefur leikið með Skallagrími undanfarin ár. Gunnar lék með ÍA eitt keppnistímabil fyrir nokkrum árum og var þá einn af markahæstu leikmönnum liðsins. Belgía 11.vika > * = 5T5 q p q cr m co cn Charlton-Norwich................................2 x 2 2 1 x 2 2 x Luton-Newcastle.................................1 1 1x1x221 Wimbledon-Southampton...........................x 111111x2 Barnsley-Bradford...............................1 1x2211x2 Blackbum-Oldham.................................2 2 1 x 1 1 1 1 x Bournemouth-Crystal Palace......................1 x 2 1 x 1 1 2 x Hull-Birmingham.................................1 111111x1 Ipswich-Reading.................................111111111 Leeds-Shrewsbury................................1 1 1 1 1 1 1 1 1 Leicester-Swindon...............................x 111x1111 Sheff.Utd.-Middlesbro...........................2 x 1 x 2 1 2 1 1 Stoke-W.B.A.....................................x 112x2111 Úrslit voru óvænt í síðustu viku og enginn var með 12 né 11 rétta. Sjö raðir komu fram meö 10 rétta og gaf hver kr. 33.174. Tvær af þessum sjö röðum átti Guðni Guðnason rektor I Menntaskólanum í Reykjavík. Hann tippaði I þættinum „1X2" á Stöð tvö og var með tíu rétta á tveimur röðum. „Ef þetta fer í hart þá fer ég heim“ segir Arnór Guðjohnsen. „Heffengið migfullsaddan <( ,JÉg er búinn að fá mig fullsaddan á þessu og mælirinn er löngu fullur,“ sagði Arnór Guðj- ohnsen í samtali við Þjóðviljann. Arnór hefur átt í deildum við þjálfara Andcrlecht, Georges Leekens. Ekki sér fyrir endann á þeim viðskiptum, en Arnór er í hópnum fyrir leik Anderlecht gegn Sparta Prag í kvöld í Evr- ópukeppni meistaraliða. „Þeir hringdu í mig og sögðu mér að mæta. Það kom mér mjög á óvart þvi ég átti alls ekki von á að vera í hópnum. „Það eru tak- mörk fyrir því hvað maður lætur bjóða sér. Þessi þjálfari hefur verið á bakinu á mér frá því ég byrjaði og sektað mig í tíma og ótíma. Hann er búinn að hring- sóla með mig útum allan völl og í þeim leikjum þar sem mér hefur gengið vel hefur hann tekið mig útaf.“ Arnór var ekki að spara stóru orðin í samtölum sínum við belg- ísk blöð og það fór fyrir brjóstið á forráðamönnum Anderlecht. „Þetta var eins og við var að-bú- ast. Ég fæ mjög háa sekt og verð að æfa með varaliðinu í einhvern tíma. Það skýrist fljótlega. Þetta hefur verið í gangi mjög lengi og ég er ekki búinn að segja mitt síðasta orð. Það er óþolandi að geta ekki einbeitt sér að leiknum og þurfa alltaf að hafa áhyggjur af þjálfaranum. Ef þetta gengur svona áfram þá er ég farinn. Það er á hreinu.“ -Ibe \ Miðvlkudagur 4. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.