Þjóðviljinn - 04.11.1987, Blaðsíða 11
ERLENDAR FRÉTTIR
Bandaríkin
Weinberger
á fönim
Kann að hafa áhrifá gang viðrœðna Reagans
og Gorbatsjofs á vœntanlegum leiðtogafundi
Að sögn heimildamanna í
Bandaríkjastjórn mun Casp-
ar Weinberger varnarmálaráð-
herra segja af sér störfum ein-
hverntíma á næstu dögum.
Hvorki blaðafulltrúi Hvíta
hússins né kollegi hans í Pen-
tagon (varnarmálaráðuneytinu)
vildu staðfesta þessa fregn sem
gildur fótur er þó talinn vera
fyrir. Heimildarmennirnir segja
afsagnarinnar að vænta fljótlega
eftir að Weinberger snýr heim til
Washington að afloknum fundi
kjarnorkumálanefndar NATO í
Monterey í Kaliforníu.
Brottför Weinbergers kvað
stafa af veikindum eiginkonu
hans, sem þjáist af krabbameini
og liðagigt, en ekki eiga rætur að
rekja til ósættis innan stjórnar
Ronalds Reagans.
Weinberger hefur verið vinur
og ráðgjafi forsetans um áratuga-
skeið. Talið er líklegt að eftir-
Caspar Weinberger. Lætur af störfum varnarmálaráðherra innan skamms.
maður hans verði núverandi ör-
yggisráðgjafi Reagans, Frank
Carlucci að nafni.
Friðarsinnum er lítil eftirsjá í
Eþíópía
Syrtir í álinn
Hungursneyð yfirvofandi í norðri í kjölfar árásar skæruliða á bílalest
með matvæli
Matarskorts fer brátt að gæta í
ýmsum þurrkahéraða
Norður-Eþíópíu því birgðir eru á
þrotum. Að sögn starfsmanns
Matvælastofnunar Sameinuðu
þjóðanna (WPF) er ástæða þessa
sú að þann 23. október síð-
astliðinn réðust uppreisnarmenn
á lest vöruflutningabifreiða er var
á leið með matvæli til sveltandi
fólks og gereyðilögðu hvern ein-
asta bfl.
David Morton er yfirmaður
WPF í Eþíópíu. Hann sagði í gær
að í Tigray héraði væru hundruð
þúsunda manna háðar matar-
gjöfum en birgðir í héraðinu
myndu aðeins endast í þrjár vik-
ur.
WPF og önnur hjálparsamtök
hættu að senda matvæli til hérað-
anna í norðri eftir árás Frelsishers
eritreiskrar alþýðu (EPLF) á bíl-
alestina í fyrri mánuði. t*á lögðu
skæruliðarnir eld að 16 vöruflutn-
ingabifreiðum í eigu Sameinuðu
þjóðanna og eyðilögðu 450 smál-
estir af mat.
Ríkisstjórnin í höfuðborginni
Addis Ababa hefur farið þess á
leit við ríki heims að þau sendi
950 þúsund smálestir af matvæl-
um til landsins á næstu 12 mánuð-
um ef koma á í veg fyrir gífurlega
hungursneyð í kjölfar uppskeru-
brests í norðri.
„Vegna árásarinnar á bflalest-
ina er mjög hæpið að okkur
reynist unnt að koma hjálpar-
birgðum til Eritreu og Tigray...
vandamálin í Tigray eru að verða
skelfileg,“ sagði Morton.
WPF hefur séð um dreifingu
um 30 af hundraði matarsendinga
í norðri. Morton sagði erindreka
Sameinuðu þjóðanna vinna að
því bak við tjöldin að greiða göt-
una þannig að bflalestir geti á ný
hafið matvælaflutninga. „En ég
get ekki slegið því föstu að lausn
finnist á þessu máli.“ Hann sagði
útilokað að flytja matvælin undir
vernd stjórnarhers Eþíópíu,
Sameinuðu þjóðirnar fylgdu
þeirri grundvallarreglu að fara
aldrei fram á slíkt.
Talsmenn EPLF, helsta skæru-
hersins er berst fyrir sjálfstæði
Eritreu, segja dáta sína hafa ráð-
ist á bflalestina þann 23. október
vegna þess að í þremur vörubif-
reiðanna hafi verið vopn sem ætl-
uð hafi verið sveitum stjórnar-
hersins.
Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna
hafa vísað þessu algerlega á bug
og vitna í orð sjónarvotta er
kveða árásarmenn ekki hafa
kannað farm bflanna áður en þeir
kveiktu í þeim.
-ks.
Caspar Weinberger. Hann hefur
stór horn í síðu Sovétríkjanna og
hefur um sjö ára skeið haft um-
sjón með mestu hernaðarupp-
byggingu á friðartímum í sögu
Bandaríkjanna.
Hann hefur sýknt og heilagt
krafist aukins fjármagns til
hönnunar og smíði nýrra og
fullkominna vígtóla. Það var
hann er krafðist þess öðrum
fremur að „stjörnustríðsáætlun-
inni“ yrði tafarlaust hrint í fram-
kvæmd þar eð hann óttast að eft-
irmaður Reagans í Hvíta húsinu
muni hafa hug á að leggja hana
fyrir róða.
Fréttir um væntanlega afsögn
Weinbergers koma á sama tíma
og Reagan undirbýr sig af kappi
fyrir þriðja fund sinn með Míkael
Gorbatsjof Sovétleiðtoga í næsta
mánuði. Það er kunnara en frá
þurfi að segja að Bandaríkja-
menn hafa fallist á að ræða um
„stjörnustríðsáætlunina" á þeim
fundi og má leiða af líkum að það
sé Weinberger ekki að skapi.
Sérfræðingar telja að fjarvera
Weinbergers frá leiðtogafundin-
um kunni að skipta sköpum um
afstöðu Reagans í væntanlegum
samningaviðræðum við Gorbat-
sjof því alkunna er að hann er
mjög háður ráðgjöfum sínum.
Hinn sjötugi varnarmálaráðherra
er sagður hafa gert ítrekaðar til-
raunir til að bregða fæti fyrir til-
raunir Georges Schultz utanríkis-
ráðherra til að ná samningum við
Kremlverja.
-ks.
8. skákin tefld áfram í gær:
Kasparov vann og jafnaði metin
Belgía
Varað við „bartiömm“
Innanríkisráðherrann í Brússel líkir erlendu
verkafólki við „barbarana“ á Rómartímum
Garrí Kasprov náði í gær að
jafna metin í einvíginu um
heimsmeistaratitilinn, sem nú
stendur yfir í Sevilla á Spáni, þeg-
ar hann vann 8. skák einvígisins
sem farið hafði í bið á mánu-
dagskvöldið.
Staða hans þótti þá mjög sigur-
strangleg og hann hafði sýnilega
notað tímann vel til að rannsaka
biðskákina ofan í kjölinn. Eftir
aðeins Vi klst. taflmennsku var
skákinni lokið og Karpov lýsti sig
sigraðan. Tapið hlýtur að vera
mikið áfall fyrir hann eftir vel-
gengnina í síðustu skákum. Hann
hefur þó tækifæri til að komast
yfir í dag er hann hefur hvítt í
níundu skákinni. Eftir það sem á
undan hefur gengið er fátt sem
bendir til annars en mikillar bar-
áttu í næstu skákum.
Stórmeistarar í Sevilla, svo
sem Englendingurinn Reymond
Keene og Hollendingurinn
Gennandi Sosonko, töldu átt-
undu skákina þá bestu í einvíginu
til þessa. Taflmennska Karpovs
var að mínu mati helst til slök og
sjöunda skákin stendur enn upp-
úr að flestra áliti. Þegar skákin
fór í bið á mánudaginn var staðan
þessi:
slagið. Sennilega er staðan töpuð
en við nánari athugun virtist mér
42. .. Bb7 besti möguleikinn til
áframhaldandi baráttu. Fram-
haldið gæti orðið 43. f5 Bxd5 44.
fxe6 Hxfl 45. Dxfl Bxe6. Svartur
er skiptamun undir og á erfiða
vörn fyrir höndum en betri kjör
bjóðast ekki. 42. .. Hee8 43.
Haf2 er ekki gæfulegt t.d. 43. ..
Bg4 44. Dc2 með hótuninni 45.
f5. Svartur getur ekki varist með
árangri í þessari stöðu. Það er
riddarinn á a5 sem hefur brugðist
svörtum. Hann hefur verið óvirk-
ur áhorfandi að sóknaruppbygg-
ingu hvíts nær alla þessa skák.
43. Rgxf4! He5 44. Rxgó!
Það er ljóst að skákin hefur
verið tefld allt til loka á vinnu-
stofu heimsmeistarans.
44... Hxfl 45. Dxfl Hxe4 46. dxe4
Kxg6 47. Hf2 De8
48. e5!
Stórfallegur leikur sem gerir út
um taflið.
48. .. dxe5
Eða 48. .. Dxe5 49. He2 Dd4
50. Dbl+ Kg7 51. He7+ Kf8 52.
Dfl+ og mátar.
49. Hf6+ Kg7 50. Hd6.
- og Karpov gafst upp. Hann á
enga viðunandi vörn við hótun-
inni 51. Df6+.
Staðan:
Karpov 4 - Kasparov 4
Við eigum á hættu að lenda í því
sama og Rómverjarnir, að
lenda undir í baráttu við barbara.
Barbararnir núna eru Arabar,
Marokkómenn, Tyrkir og Júgó-
slavar.
Þetta sagði innanríkisráðherra
Belgíu, Joseph Michel, í útvarps-
viðtali á dögunum og hefur vakið
litla ánægju þeirra sem berjast
gegn kynþáttafordómum í
Vestur-Evrópu, að ekki sé
minnst á „barbarana" sjálfa.
Ráðherrann bætti því við að ekki
væri hægt að kalla þetta fólk öðru
nafni, það kæmi langt að og ætti
ekkert sameiginlegt með heima-
mönnum í menningarefnum.
Talsmaður tyrkneska utan-
ríkisráðuneytisins sagði á dögun-
um að ummæli ráðherrans væru
vond og óheppileg og endur-
spegluðu viðhorf sem ekki ættu
heima á þessari öld en þrifust því
miður í vissum hópum í Evrópu.
Hann sagði þó að atburðurinn
væri of ómerkilegur til að hafa
áhrif á vinsamieg samskipti ríkj-
anna.
Michel ráðherra er í Sósíal-
kristilega flokknum, frönsku-
mælandi, þeim minnsta í fjög-
urraflokkastjórninni í Brussel.
Ummæli hans kunna að hafa
áhrif á kosningabaráttuna í Belg-
íu, en stjórnin situr sem starfs-
stjórn eftir enn eina tungumál-
akreppuna í landinu. Kosningar
fara fram 13. desember.
Kasparov - Karpov
8. einvígisskák:
42. .. exf4?
Eftir 25 mínútna umhugsun
stakk Karpov þessum leik í um-
Kennarar
Forfallakennara vantar strax viö grunnskóla
Tálknafjaröar í 4 mánuði. Upplýsingar gefa
skólastjóri í símum 94-2537 eöa 2538 og formað-
ur skólanefndar í síma 94-2541.
Þökkum samúð og vináttu vegna andláts og jarðarfarar
Helga J. Halldórssonar
fyrrverandi kennara
Vatnsholti 8
Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sigrún Helgadóttir Ari Arnalds
Guðný Helgadóttir
Þorbjörg Helgadóttir Jorgen H.Jorgensen
Aslaug Heigadóttir Nicholas J.G. Hall
og barnabörn
Miðvikudagur 4. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11