Þjóðviljinn - 04.11.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.11.1987, Blaðsíða 7
FÆDING HINS ÓÞEKKTA Um grafíksýningu Asgersjorn í Norræna húsinu Umsjón: Elísabet Kristín Jökulsdóttir „Öll endurnýjun felst í því aö gefa sig hinu óþekkta á vald og þar meö hinni nær ör- uggu upplausn og tortímingu. Því ef það er undantekningin sem sannar regluna með því aö endurnýja hana, þá getur velheppnuð endurnýjun eöa umsköpun hins óþekkta yfir í hið þekkta ekki orðið án þess að samhengið og orðin rofni og leysist upp til þess að skapa rými fyrir nýtt sam- hengi. Hinn byltingarsinnaði órói, þetta óþekkta, óskiljan- lega eða óákveðna í tilver- unni, þar sem gamalt er eyði- lagt til þess að rýma fyrir nýju, það er hið óumflýjanlega lögmál mannsins og veraldar- innar. Óvissan er lögbundin og nauðhyggjan virkar bara í gegnum hana. Hið yfirskilvit- lega býr í núinu.“ Þannig kemst danski listamað- urinn Asger Jorn meðal annars að orði í bók sinni, „Held og Has- ard“, sem bókaforlag hans, „Skandinavisk Institut for Sam- menlignende Vandalisme" gaf út árið 1963. Asger Jorn var uppreisnar- maður gagnvart sinni samtíð og byltingarmaður í norrænni mynd- list. Hann hóf feril sinn á fjórða áratugnum undir áhrifum frá súrrealismanum og málurum eins og Paul Klee og Juan Miro. En hann gekk lengra á vit óvissunnar og hins óþekkta en bæði súrreal- istarnir og þessir lærimeistarar hans gerðu. Hann skapaði í verk- um sínum myndheim sem geislar af krafti galdursins þar sem hin hefðbundna fagurfræði formsins varð að víkja fyrir þeirri fagur- fræði karaktersins, þar sem mörkin á milli hins „fagra“ og „ljóta“ eru afmáð, þar sem sköpunarverknaðurinn sem slík- ur fær goðsögulega merkingu með því að umbreyta hinu óþekkta í nýja þekkjanlega heimsmynd, með því að um- breyta kaos í kosmos. Sú stefna var áberandi í evr- ópskri myndlist á fyrrihluta þess- arar aldar, að leita fanga í „frum- stæðri“ list og listsköpun barna. Þessi viðleitni tengdist þeirri þörf, sem listamennirnir fundu til þess að rækta hina beinu og sjálfsprottnu afstöðu til hlutanna og umhverfisins á tímum þar sem vísindin og tæknin voru að verða æ meira ríkjandi í öllu umhverfi og samfélagi mannsins. Mark- miðið með þessari viðleitni var að tefla hinni sjálfsprottnu og bernsku tilfinningu gegn skynsemistrú og vísindahyggju samtímans og skapa úr þessu tvennu eina heild. Asger Jorn gerði sér manna best grein fyrir þeirri gjá sem myndast hafði á milli þarfar mannsins fyrir sjálfsprottna og „frumstæða" skynjun annars veg- ar og þeirrar vísindahyggju og skynsemistrúar, sem einkenndi samtímann hins vegar. Það var reyndar meginviðfangsefni hans í ofangreindri bók og öðrum skrif- um hans um list og fagurfræði að benda á þessa mótsögn og leita fræðilegrar lausnar á henni. í þessu sambandi lagði Jorn alltaf áherslu á að vísindin gætu ekki þróast óháð listinni, að öll um- sköpun hins óþekkta yfir í hið þekkta væri háð hæfileika manns- ins til listræns innsæis og persónu- legrar innlifunar og að hin „hlut- læga þekking" væri dauður bók- stafur án slíks innsæis og þátt- töku. Sem listamaður var Jorn langt í frá „frumstæður". Þvert á móti gerði hann sér gleggri hugmyndir um stöðu sína og hlutverk en margir samtímamenn hans í list- inni. Hann upplifði umbrot samtímans af mikilli alvöru og var virkur þátttakandi í þeim, eins og sést meðal annars af veggblöðum þeim sem hann gerði í tilefni af námsmannaó- eirðunum í París 1968, og sýnd eru í Norræna húsinu nú. Mynd- list hans var hins vegar ekki pólit- ísk í hefðbundnum skilningi þess orðs. Hún hafði heldur ekki mikið með siðfræðilegan boð- skap að gera. Asger Jorn vildi með verkum sínum skapa heims- mynd sem væri samtímanum samkvæm og endurspeglaði ekki bara upplifun augnabliksins, sjálfan galdur sköpunarinnar, heldur líka sanna heimsmynd samtímans. Hann líkti samtíman- um stundum við endurreisnar- tímann, þar sem landvinningar vísindanna væru í rauninni mun stórbrotnari nú en þegar menn uppgötvuðu Ameríku og að jörð- in væri hnöttur en ekki flöt kringla. Á meðan landvinningar vísindanna virtust vera á góðri leið með að leysa heimsmynd okkar upp í frumparta sína og tæknin að grafa undan lífsskilyrð- um mannsins á jörðinni leitaði Jorn á vit þeirra frumkrafta sem í manninum búa, þar sem goð- söguleg umbreyting hins óþekkta - kaos - yfir í hið þekkta - kosmos - gegnir lykilhlutverki. Myndlist hans er í eðli sínu bjartsýn, þar sem hún er full af trú á sköpunar- mátt mannsins og innsæi, en um leið má lesa út úr henni uppreisn gegn öllum fyrirframgefnum stærðum og hlutlægum reglum í listinni. Þess vegna átti Asger Jorn meðal annars í stöðugu stríði við dönsku listaakademí- una og ýmsar opinberar stofnanir í kringum menninguna í heima- landi sínu á meðan hann lifði. Myndverk Asgers Jorn eru hlaðin frásögn og lífi, þar sem goðsagnakenndar verur birtast og umbreytast í sífellu. Þær eru hlaðnar dramatískri spennu og jafnframt fullar af innilega dönskum húmor. Jorn varð tíð- rætt um norræna menningarhefð og beitti sér reyndar fyrir útgáfu yfirgripsmikils verks sem átti að spanna sögu norrænnar alþýðu- listar frá upphafi. Sumir hafa séð skyldleika með verkum hans og gamalli norrænni miðaldalist. En sá norræni andi, sem ríkjandi er í verkum hans, á sér víðfeðmari rætur. Húmorinn ogþað tilvistar- drama sem myndir hans endur- spegla sverja sig í ætt við heimspekinginn og landa hans Sören Kierkegaard, enda varð Jorn tíðvitnað í hann í fræðilegri umfjöllun sinni um myndlist. Margir hafa bent á skyldleika hans við Edvard Munch, en frá- sagnargleðin og húmorinn setja hann jafnframt á bekk með löndum hans, H.C. Andersen og Storm Petersen. En fyrst og síð- ast er hann þó persónulegur lista- maður sem hefur með einstökum hætti samræmt listrænt innsæi og djúpstæðan skilning á samtíman- um, þar sem hin hefðbundna nor- ræna alvörugefni er aldrei ósnort- in af hinum sérstæða danska húmor og hispursleysi. Það er mikill akkur í þeirri sýn- ingu sem Norræna húsið hefur nú efnt til með grafíkmyndum As- gers Jorn. Grafíkin er að vísu að- eins ein hlið á þessum fjölhæfa listamanni, sem málaði bæði í olíu, vann í leir og gerði vegg- teppi. En hún er mikilvægur lykill að því að skilja tilurð stærri verka hans, þar sem við sjáum fæðingu hins óþekkta í tröllauknari mynd. Því fyrst og síðast er það sjálfur galdur sköpunarinnar sem opin- berast okkur í myndum Asgers Jorn. -ólg. Miðvikudagur 4. nóvember 1987 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.