Þjóðviljinn - 04.11.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.11.1987, Blaðsíða 3
ÖRFRÉTTIR Útivistarsvæði í Fossvogsdalnum, verður tll um- fjöllunar á fræðslufundi Land- fræðingafélagsins í Odda, stofu 101 kl. 20.30 annað kvöld. Yngvi Þór Loftsson sem nýlega hefur skilað lokaritgerð í Master námi um Fossvogsdalinn hefur fram- sögu á fundinum. Ofurmaraþon verður hlaupið í Hafnarfirði um þarnæstu helgi. Hlaupið hefst á hádegi á laugardag og ætla langhlauparar í FH að hlaup í einn sólarhring án hvíldar og safna áheitum fyrir félag sitt. Fteiknað er með að hlaupnir verði um 200 km á þessum 24 tímum. Eggert Briem prófessor hefur hlotið verðlaun úr verð- launasjóði dr. phil. Ólafs Daníels- sonar og Sigurðar Guðmunds- sonar, arkitekts en hlutverk sjóðsins er að verðlauna sjötta hvert ár íslenskan stærðfræðing, stjörnufræðing eða eðlisfræðing. Eggert hlýtur verðlaunin fyrir miklar og árangursríkar rann- sóknir á sviði fallalgebru. Verð- launin nema 200 þús. kr. 75 ára afmæli skátastarfs er haldið hátíðlegt í þessari viku. í tilefni afmælisins hefur minning- arsjóður Guðrúnar Bergsveins- dóttur afhent skátahreyfingunni nýtt píanó, 100 bólstraða stóla og 20 borð í nýja Skátahúsið við Snorrabraut. Nýr sendiherra Svía hérlendis, hr. Per Olof Forshell, hefur afhent forseta íslands trún- aðarbréf sitt. Utanríkisráðherra var viðstaddur afhendinguna. Lögfræðiaðstoð Orators laganema við Háskólann verður á fimmtudagskvöldum í vetur frá kl. 19.30 - 22. Þjónustu þessari hefur verið vel tekið af almenn- ingi undanfarin ár en síminn hjá Orator er 11012. Sífreri og freðmýrar Sovétríkjanna er efni fyrirlesturs sem sovéski vísindamaðurinn dr. Viacheslav N. Konischev pró- fessor við Moskuvháskóla heldur á vegum jarðfærðiskorar Há- skóla Islands í stofu 101 í Odda í kvöld kl. 20.30. Konischev mun greina frá uppruna sífrerans og freðmýranna, vandamálum vegna yfirborðsleysinga og eins mannvirkjagerð á hinum sífreðnu svæðum. FRÉTTIR Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður: Festum kaup á verndaðri þjónustuíbúð íSunnuhlíð að hefur oft verið rætt um fé- lagsleg íbúðakaup á vegum félagsins, en málið hefur aldrei komist á framkvæmdastig. Það var ekki fyrr en við fréttum af vernduðu þjónustuíbúðunum við Sunnuhlíð í Kópavogi að skriður komst á málið, sagði Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Sóknar, en Sókn hefur auglýst lausa til umsóknar fyrir félags- menn þriggja herbergja íbúð til afnota, sem félagið hefur fest kaup á við Sunnuhlíð. íbúðin er ætluð tveimur ein- staklingum. Einstæðir félags- menn Sóknar, sem búa í leigu- húsnæði, eru einstæðir og hafa langan starfsaldur munu sitja fyrir húsnæðinu. - Ljóst er að mikil þörf er með- al félagsmanna okkar fyrir húsn- æði sem þetta. Ætli það láti ekki nærri að um 15% félagsmanna í Sókn, sem hafa langan starfsald- ur, séu einstæðir og búi í leigu- húsnæði, sagði Þórunn. Þórunn sagði að væntanlegir íbúar í íbúð Sóknar þyrftu að greiða í sameiginlegan hússjóð og greiða einhverja málamynda- leigu. -rk VMSÍ Nýja fisk- veiðistefnu Dregið verði úr út- flutningi á óunnum sjávarafla - Efnahagsbandalagið sækir nú mjög á um aðgang að íslensk- um fiskimiðum. Með ótæpilegum útflutningi á óunnum físki eru Efnahagsbandalagslöndin að komast bakdyramegin inn í land- helgina - en spara sér útgerðar- kostnað, segir m.a. í ályktun 13. þings Verkamannasambandsins um fiskveiðistefnu. í ályktuninni segir að við mótun nýrrar fiskveiðistefnu sé nauðsynlegt að þess sé gætt að jafnvægi ríki á milli veiða og vinnslu. Þingið gerir þá meginkröfu til Alþingis að við mótun og sam- þykkt nýrrar fiskveiðistefnu verði komið verulega til móts við kröfur um samdrátt í útflutningi óunnins sjávarafla. Jafnframt hvetur VMSÍ stjórnvöld til að haga aflasókn þannig að dregið verði úr sókn enn frekar en orðið er og farið verði að ábendingum fiskifræð- inga í þeim efnum. -rk Lo&nulöndun. Börkur NK kom á dögunum með fullfermi af loðnu til Neskaupstaðar, en mun minna af loðnu hefur borist á land fyrir austan en í fyrra á sama tíma. Heildarloðnuaflinn á vertíðinni er kominn í 43.505 lestir. Mynd: Óttarr Magni. lslenska og stærðfrœði Kennslu í framhaldsskólum áfátt Kennsla ííslensku og stærðfrœði er ímörgu mjög ábótavant samkvœmt niðurstöðum úttektar menntamálaráðuneytisins. Brynjúlfur Sœmundsson íslenskukennari: Harður dómur Okkur fínnst þetta harður dóm- ur og að mörgu leyti ósann- gjarn. Ymislcgt í skýrslunni má þó til sanns vegar færa, sagði Brynjúlfur Sæmundsson deildar- stjóri í íslensku í Menntaskólan- um við Sund um niðurstöður út- tektar sem menntamálaráðuneyt- ið hcfur látið gera á íslenskuk- ennslu í framhaldsskólum, en út- tektin náði líka til stærðfræði- kennslu. Við byrjuðum fyrir hálfum mánuði að heilreykja sfld og heitreykja hana; þá er fiskurinn reyktur og soðinn í einu. í bígerð er að verka fleiri físktegundir á þennan hátt, svo sem sjóbirting, grálúðu, grásleppu, rauðmaga og háf svo nokkrar tegundir séu nefndar, sagði Sigurður Þórðar- son eigandi fyrirtækisins Reyk- sfld h/f á Seyðisfirði í samtali við Þjóðviljann. j Að sögn Sigurðar fer verkunin þannig fram að sfldin er slægð og tálknin tekin burt og síðan er hún hengd upp á hausnum, sett í Samkvæmt niðurstöðum menntamálaráðuneytisins er ís- lensku- og stærðfræðikennslu í framhaldsskólum í mörgu mjög ábótavant. í skýrslunni um ís- lenskukennslu eru m.a. gerðar athugasemdir við kennsluaðferð- ir og kennsluefni í stafsetningu. Þá er lögð áhersla á það að leita verði nýrra leiða við málfræði- kennslu og kennarar verði að vagna og inn í reykofninn sem' tekur um 250 kfló í einu. Sigurður sagði að svona fiskverkun væri al- gjör nýlunda hér á landi og bjóst hann við því að hún mundi njóta vinsælda meðal íslendinga þegar þeir hefðu sannreynt gæðin. Hann kvaðst hafa fengið dreif- ingaraðila til að sjá um dreifing- una fyrir sig út um land allt, því það væri alveg nóg að standa sjálfur í verkuninni, þó hann færi ekki að sjá um dreifinguna líka. Reykvíkingar mega búast við að sjá heit- og heilreykta sfld í ma- tvörubúðum í næstu viku. Ieggja sig betur fram við að vekja áhuga nemenda á margbreyti- leika móðurmálsins. Kennsla í ritgerðasmíð þykir líka ónákvæm og ómarkviss. Við kennslu heim- ildaritgerðasmið ættu kennarar að fylgjast með vinnslunni þrep fyrir þrep en það sé ekki gert. Þá er bent á að lestur kennara á heimildaritgerðum nemenda sé oft ekki nógu gagnrýninn. Þá er í Ofninn fyrir verkunina á fisk- inum er keyptur frá Þýskalandi og er hann útbúinn fyrir olíu- kyndingu því rafmagnið á Seyðis- firði reyndist vera alltof dýrt til þess að hægt væri að nota það. Nóg er af sfldinni á Seyðisfirði þessa dagana og sagði Sigurður að hann sæi hana stökkva upp beint fyrir utan gluggann sinn í verkunarhúsinu. Bjóst hann við að reyna að fá leyfi til að veiða sfld eftir að sfldarvertíðinni lyki til þess að fá glænýtt hráefni til vinnslunnar. grh skýrslunni lögð fram gagnrýni á kennaramenntun þá sem Háskóli íslands býður uppá og er Háskól- anum uppálagt að gera tillögur til úrbóta. Brynjúlfur sagði að þær upp- lýsingar sem hann hefði um nið- urstöður úttektarinnar væru al- farið úr fjölmiðlum, en sam- kvæmt þeim upplýsingum sem þar kæmu fram gæti hann tekið undir ýms atriði í skýrslunni. Það væri mikið rétt að beita þyrfti öðrum kennsluaðferðum í staf- setningu en nú tíðkast og kenns- luefnið í íslensku væri mjög tak- markað. Hins vegar fyndist hon- um fullmikið gert úr því að rit- gerðakennslan væri léleg. Hún værj að vísu lítil sem engin á með- an nemendur skrifuðu ritgerð- irnar, en vandlega væri farið í grundvallaatriði ritgerðasmíða áður en til skriftanna kæmi. Þá væru ritgerðirnar vandlega skoð- aðar með nemendum eftir að þeim væri skilað og sú þekking nýttist þeim í næstu ritgerðir. I skýrslunni um stærðfræði- kennslu er lögð áhersla á að al- varlegur skortur sé á menntuðum kennurum í greininni og að nem- endur komi mjög illa undirbúnir í stærðfræði úr grunnskólunum. Þá er bent á það að æ færri leggi fyrir sig fagið á háskólastigi og leita verði leiða til þess að gera fagið meira aðlaðandi. Seyðisfjörður Heit- og heilreykt síld Sigurður Þórðarson hjá Reyksíld h/f: Nýjung hér á landi. Reykofninn kyntur með olíu. Rafmagnið of dýrt Miðvikudagur 4. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐÁ 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.