Þjóðviljinn - 04.11.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 04.11.1987, Blaðsíða 9
MENNING Haust- sýning í Ásgríms- safni Haustsýning Ásgrímssafns hefur verið opnuð í Ás- grímssafni að Bergstaða- stræti 74, en þar er heimili og vinnustofa málarans auk listaverkasafn sem hann gaf íslensku þjóðinni. Á hverju ári eru settar upp þrjár sýningar í safninu og sýndar 30-40 myndir í senn. Að þessu sinni hafa verið valdar til sýningar í vinnustofu málarans, áefri hæð hússins, landslags- myndir málaðar á Þingvöllum og í nágrenni Reykjavíkurað vetrarlagi. En Ásgrímur mál- aði sömu náttúrufyrirbæri við mismunandi birtuskilyrði. Á neöri hæð hússins hafa verið dregnar fram þjóðsagnamyndir, pennateikningar og krítarmyndir þar sem Ásgrímur gefur frásagn- arandanum lausan tauminn. Aðgangurerókeypis. Safnið er opið í vetur á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum frá 13.30-16.00. Þareru einnig seld listaverkakort safnsins og jólakort 1987 kemur út um miðj- an október. Tónleikaröð í Óperunni Styrktarfélag íslensku óper- unnar stendur fyrir röð tón- leika með íslenskum tónlistar- mönnum íóperunni nú ívet- ur. Tónleikarnirverðahaldnir einu sinni í mánuði álaugar- dögum kl. 14.00. Fyrstu tón- leikarnir voru þann 31. októ- ber og næstu tveir eru ákveðnir 14. nóvember og 5. desember. Með því að annast og skipu- leggja hljómleika af þessu tagi vill styrktarfélag íslensku óper- unnar auka tækifæri íslenskra söngvara og hljóðfæraleikara til að koma fram. Jafnframt bjóða styrktarfélögum fslensku óper- unnar upp á fjölbreyttara tónlist- arlíf og síðast en ekki síst endur- reisa í fslensku óperunni forna hefð tónleika frá dögum Gamla bíós. íslenskir tónlistarmenn sem áhuga hafa á þátttöku eru hvattir til að hafa samband við skrifstofu íslensku óperunnar til nánari upplýsinga og leggja inn umsókn. Miðaverð er 400 kr. Afsláttur 25% er veittur til styrktarfélaga fslensku óperunnar, námsmanna og ellilífeyrisþega. „Það sem heldur sýningunni gangandi er ágætur leikur Helga Björnssonar í hlutverki stráksins," segir Sverrir Hólmarsson m.a. í leikdómi sínum um Hremm- ingu. UNDIRMALSL YÐUR Leikfélag Reykjavikur sýnir HREMMiNGU eftir Barrie Keefe Leikstjóri og þýðing: Karl Ágúst Ulfsson Leikmynd: Vignir Jóhannsson Þetta nýlega verk eftir Barrie Keefe gerist niðri í kjallara- geymslu fjölbrautaskóla, þangað sem leikfimikennari og kennslu- kona leita til að eiga leynilega ástafundi - hann er að vísu giftur og er að reyna að losna við hana á heldur kaldranalegan hátt. Það er verið að slíta skólanum. Niðri í þessari geymslu hefur einn af nemendum skólans komið mótorhjóli fyrir. Þetta er einn af þeim sem ekki uppfylla þær kröf- ur sem skólinn gerir, komast ekki í gegnum síuna sem síar þá sem eiga að komast áfram í lífinu frá hinum sem eiga það fyrir höndum að verða dreggjar þjóðfélagsins. Hann hefur verið veginn og létt- vægur fundinn. Hann er ekkert, hann er núll. En skyndilega grípur hann tækifæri sem gefst til að hætta um stund að vera núll, til að fá ein- hvern til að hlusta á sig. Hann heldur parinu í gíslingu og fær skólastjórann niður í geymsluna líka. Og stendur nú barátta um stund þar sem fórnarlambið hef- ur snúið spilinu við og náð kverkataki á kvölurum sínum. Þarna verður harður árekstur milli stétta, milli menningar- heima, milli tungumála. Við fræðumst um það vonleysi sem því fylgir að verða undir í því harðskeytta stéttaþjóðfélagi sem skólinn þjónar, sjáum hver fram- tíð bíður þeirra vonlausu. Leiksýningin tekur hálfan ann- an tíma, án hlés, og er það nálægt því að vera rauntími atburðarás- arinnar. Manni virðist í fljótu bragði að verkinu mundi hæfa best hráslagaleg, natúralísk um- gerð og hreinraunsæjar aðferðir til þess að þessi veruleikasletta framan í áhorfendur geti verkað sem best. Karl Ágúst Úlfsson hefur hins vegar valið að setja verkið upp í stílfærðri leikmynd, sem að vísu á að minna á fangelsi og búr en verður fyrst og fremst flott í útfærslu Vignis Jóhanns- sonar og lýsingu Lárusar Björns- sonar. Leikmyndin vinnur gegn raunsæisstflnum og virðist einnig þrengja að leikurunum og gera uppstillingar óþarflega stífar. Sýningin verður því afskaplega stirð á köflum, vantar rétta hrynj- andi. Ofbeldisatriðin verka einn- ig alltof nákvæmnislega æfð. Það sem heldur sýningunni gangandi er ágætur leikur Helga Björnssonar í hlutverki stráksins. Helgi túlkar persónuna mjög vel og sannferðuglega og gengur vel að leika þetta mikið niður fyrir sig í aldri. Það er fjaðurmagn í leik hans en stundum verður það að stífri spennu. Almennt má reyndar segj a að leikarar í þessari sýningu séu of stífir og spenntir og hætti til að leika of mikið utan á, vanti þá slökun sem þarf til að ná inn í tilfinningalífið. Þetta er greinilegast í leik Haralds G. Haralds sem leikur íþróttakenn- arann og nær alls ekki að sýna okkur þá raunverulegu grimmd og mannvonsku sem býr í persón- unni. Guðmundi Ólafssyni tekst öllu betur að túlka yfirlæti skóla- stjórans sem snýst upp í hlægilega móðursýki. En það er Inga Hild- ur Haraldsdóttir sem sýnir til- finninganæmastan leik. Það er mikill vandi að þýða texta sem þennan. Árekstrar tveggja stétta og menningar- heima birtast ekki síst í tungumá- linu. íslendingum hefur ekki ver- ið tamt að beita stéttamun í tungutaki þó að skilningur á fyrir- bærinu fari vaxandi. En hér vant- ar þjálfun og hefðir. Ég hygg að Karli Ágústi hafi tekist allvel miðað við aðstæður að koma þessum tungutaksmun til skila. En fyrirbæri af þessu tagi eru alltaf erfið í þýðingu, erfitt að flytja þau milli menningarsvæða. Og það leiðir hugann að því hvernig sýning þessi muni verka á íslenska áhorfendur. Hún fjallar um vanda sem er vissulega fyrir hendi á íslandi, þann vanda að stéttskipt þjóðfélag beitir stofn- unum sínum til þess að neita hluta þegnanna um fulla mann- lega reisn og aðild að samfé- laginu. En ástandið í þessum efn- um er óneitanlega hræðilegra á Englandi en íslandi, eða að minnsta kosti öðruvísi. Við búum ekki við atvinnuleysi og stétta- andstæðurnar eru ekki eins skýrt mótaðar. Þess vegna er ég hrædd- ur um að áhorfendur kunni að andvarpa yfir þessari sýningu og hugsa á þessa leið: ósköp er þetta nú hræðilegt hvernig farið er með fólkið í útlöndum og mikið er gott að þetta skuli þó ekki vera svona slæmt hérna. Það sem okkur vantar er fs- lenskt verk um meðferð okkar á þeim þegnum sem undir verða í baráttunni. Píanólög fyrir byrjendur Snorri Sigfús Birgisson, tónskáld og píanóleikari, hef- ur gefið út fjórar bækur sem heita Píanólög fyrir byrjendur. Verkið var á sínum tíma pant- að af NOMUS, sem er norræn samstarfsnefnd um tónlist. Verkið eru 25 stuttir þættir þar sem farið er í gegnum ýms nútíma tæknibrögð í píanó- leik. Píanóleikir... „Ég sé um útgáfuna sjálfur og hef handskrifað þetta allt, því Nýstárlegar kennslubækur í píanóleik táknin og nóturnar sem ég skrifa var ekki hægt að tölvusetja. En ég byggi lögin að miklu leyti upp á leikformi. Þetta eru fjórar bækur, tvær þeirra fyrstu eru blandaðar, þriðja bókin er til- einkuð árstíðunum og fjórða bókin heitir:Geimferðalög. Sum lögin eru í mjög frjálsu formi, ég reyni að nýta liti hljóðfærisins, í sumum lögum verður að fara inn í hljóðfærið, snúa þeim á hvolf, nota teninga, segulbönd eða velja mismunandi leiðir. Bæk- urnar hafa verið reyndar af pí- anókennara og hún sagði að eng- in fyrirstaða væri hjá krökkunum að nota þær. Þau eiga auðvelt með að skilja leikreglurnar og finna fljótt sína leið.“ - Hvað ertu að gera þessa dag- ana.? Á næstunni fer ég í tónleika- ferð til ísafjarðar - og til Akur- eyrar og Dalvíkur. Það er tríó sem ásamt mér eru í Óskar Ing- ólfsson á klarinett og Nora Komblueh á celló og við munum halda konserta á þessum stöðum. Undanfarin ár hef ég kennt hljómfræði og tónsmíðar en í vet- ur er ég á starfslaunum. Ég er að semja sönglög og allt annað um það er leyndarmál.“ ekj Snorri Sigfús Birgisson tónskáld með bækur sínar, þar sem bæði huldufólk og geimferðir koma við sögu á píanóborðinu. Miðvikudagur 4. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.