Þjóðviljinn - 08.11.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.11.1987, Blaðsíða 3
Bjartir tímar framundan fyrir vanskilamenn? Mikil óánægja hefur verið ríkj- andi með starfsmannahaidið í Búnaðarbankanum að und- anförnu og eru að sögn marg- ir gamlir og reyndir starfs- menn að hætta störfum vegna þessa. Óánægjan staf- ar að nokkru leyti af því að þessir starfsmenn hafa ekki fengið stöðuhækkanir þegar þær hafa boðist heldur hafa yngri og óreyndari starfs- menn hreþpt stöðurnar. Ein þeirra sem gengið var f ramhjá við stöðuveitingu er kona sem starfað haföi í bankanum í 32 ár og af öllum talin traustur og góður starfsmaður. Þá hafa nokkrir reyndir starfsmenn í lögfræðideildinni sagt upp störfum og fleiri starfsmenn þar íhuga upp- sagnir. Bjartir tímar framund- an fyrir vanskilamenn, en lög- fræðideildin hefur verið þyrnir í augum flestra þeirra. Komið hefur til tals að trún- aðarmenn starfsfólks bank- ans kalli saman fund vegna stöðunnar... ■ Upp er tippi... Fátt hefur verið meira í fréttum uppá síðkastið en formanns- slagur þeirra Ólafs Ragnars og Sigríðar. Slíkt er líka alveg tilvalið vísuefni fyrir hagyrð- inga og kverúlanta. Á rás 2 var nú í vikunni lesin vísa eftir einhvern ónefndan mann: Fast þeir leita að formanni fórna til þess Svavari upp er tippi á Ólafi - sem ekki finnst á Sigríði. Ðúkolla og Valur! Almenna bókafélagið sendir innan skamms frá sér hljóð- snældu sem ber heitið Afa- sögur. Þar lesa ýmsir góðir afar stutt ævintýri og bernsku- minningar, svosem Gunn- laugur Þórðarson, Ólafur Skúlason, Þórarinn Guðna- son, Eiríkur Hreinn Finn- bogason, Róbert Arnfinns- son - og Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri KEA og stjórnarformaður SÍS. Það var misjafnt hvað þess- ir heiðursmenn völdu sér til flutnings en það vafðist ekki vitundarögn fyrir Vali Arn- þórssyni. Hann las vitaskuld söguna af Búkollu... ■ Lenín - mesti leiðtogi Sovétríkjanna - nema hvað! Gorbatsjov - lenti í öðru sæti einsog vænta mátti, en þriðja sætið fékk enginn annar en... Stalfn! Fjórðungur útnefndi hann sem einn af helstu leiðtogum landsins. Júrí Andrópov var ekki lengi í embætti en fékk engu að síður fjórða sætið í vinsældakosningunum. Spurningin er: Hvar eru þeir Brésnev, Krúsjov og Chernenkó? Þeir komust ekki á blað. Sovétríkin Herinn heim! Fjórðungur Moskvubúa telurStalín mikilhœfasta leiðtogann ísögu Sovétríkjanna Meirihluti Móskóvítaer áfram um að leiðtogarSovét- ríkjanna kveði Rauða herinn heim frá Afganistan og heimili fólki að flytjast á brott úr landi ef það óskar þess. Þetta eru niðurstöður skoð- anakönnunar sem gerð var fyrir skemmstu í Moskvu og nágrenni hennar. Þúsund manns sátu fyrir svörum. Félagsvísindastofnun Sovétríkjanna sá um framkvæmd könnunarinnar en frumkvæði að henni áttu ýmsir franskir fjöl- miðlar. Samkvæmt henni vilja 53 af hundraði spurðra að „allar sov- éskar hersveitir verði fluttar á brott frá Afganistan“ en 27 af hundraði vilja að þær verði um kyrrt í Asíuríkinu. 73 hundraðshlutum finnst sjálfsagt að „veita sovéskum borgurum og fjölskyldum þeirna vegabréfsáritanir ef þeir vilja yf- irgefa Sovétríkin fyrir fullt og allt.“ 18 af hundraði eru hinsveg- ar andvígir slíku. Á milli 79 og 88 hundraðsh- lutar eru hlynntir því að fleiri en einn frambjóðandi séu í kjöri í bæja- og sveitastjórnarkosning- um, vilja heimila fólki að stofna sjálfstæðan atvinnurekstur, verkamönnum að kjósa fram- kvæmdastjóra fyrirtækja og vilja samdrátt í sölu áfengis. 42 af hundraði sögðust andvíg- ir því að allir andófsmenn yrðu þegar í stað látnir lausir en 27 af hundraði hlynntir. 85 af hundraði voru á móti því að dauðarefsing yrði lögð niður. Fólkið var spurt að því hvort það teldi nýsköpunarstefnu Mík- aels Gorbatsjofs brjóta í bága við sósíalismann eða styrkja hann og bæta. 78 af hundraði sögðu hið síðamefnda vera bæði satt og rétt. Hver skyldi vera mikilmenni númer eitt meðal leiðtoga Sovét- ríkjanna frá öndverðu? Svarend- um gafst kostur á að nefna fjögur nöfn. Vitaskuld Lenín! 64 af hundraði kusu hann til nafngiftarinnar. 31 af hundraði nefndi Gorbat- sjof, 25 af hundraði (fjórðung- ur!!) nefndu sjálfan Jósef Stalín og 16 af hundraði settu Júrí And- rópof í fyrsta sæti. Að endingu var mannskapur- inn spurður um helstu óvinaríki Sovétríkjanna. 52 af hundraði nefndu Bandaríkin, 22 af hundr- aði Vestur-Þýskaland, 12 af hundraði Bretland og 3 af hundr- aði Frakkland. -ks. Bretland Fiskar og synir Éti karlmaður fisk í tíma og ótíma eru miklar líkur á því aö hann geti syni fremur en dætur meðspúsu sinni. Breskir vísindamenn segja það kunnara en frá þurfi að segja að mun fleiri sveinbörn en meybörn fæðist í sjávarþorpum Skotlands en þar er fiskneysla mikil. Skýr- ingu á þessu sé máski að finna í þeirri staðreynd að í fiski sé líf- rænt arsenik er örvi framleiðslu karlkynhormóna. -ks. Hvert erum við að fara með heiminn? Alþýðuleikhúsiðfrumsýnirtvo einþáttunga eftir Harold Pint- erum helgina. Þeireru: Eins- konar Alaska og Kveðjuskál. Inga Bjarnason leikstýrir báð- um einþáttungunum, en hún hefur stjórnað mörgum leiksýningum Alþýðu- leikhússins og nægir þar að nefna Klassapíur, Tom og Viv og TígrísdýríKongó. - Tveir einþáttungar eftir Pint- er. Hvemig stendur á því? „Góð list á alltaf erindi til okk- ar. Og að mínu viti er Pinter eitt allra besta núlifandi skáld. Hann er ómetanlegur skóli fyrir unga leikhúsmenn. - Af hverju? Af því hann er svo andskoti erfiður. Hann ber svo mikla virðingu fyrir sköpun leikarans, enda þaul- reyndur leikhúsmaður, bæði sem leikari og leikstjóri. Ég tengi Pinter alltaf við músík, bæði hvernig hann notar þagnir og hvemig hann spilar inn á grunntilfinningar okkar. Ég sé líka manneskjuna einsog píanó. Við erum miklu líkari en ólík. Málið er að spila á réttu streng- ina. Leikritin hans eru einsog rat- leikir og mér finnst hann alltaf vera að segja okkur það sama: Að gæta okkar, að staldra við - og spyrja okkur sjálf; Hvert erum við að fara með heiminn?“ - Einhverjar sérstakar leiðir í leikstjórninni? „Leiðirnar sem ég nota em í sjálfu sér ekkert merkilegar. Ég hef bara reynt að leita að sannleikanum og þeim tilfinning- um sem leynast á bak við textann. Ég upplifi sjálfa mig eins og hljómbotn. Ég tek það sem leikarinn gefur mér og reyni að beina þeim inn á sameiginlegar brautir. Nálægðin getur orðið mikil þegar þau tengsl hafa náðst. En ég er bara í þjónustuhlutverki við leikarann og skáldið. Meðan ég æfi hugsa ég lítið um áhorfend- ur. En Alþýðuleikhúsið reynir alltaf að setja upp leikrit, sem segja okkur eitthvað og skírskota til tímans í dag - og sem þroska leikarana. Hér hafa líka leikarar og leikstjórar fengið tækifæri til að spreyta sig, sem annars hefðu aldrei gefist.“ -ekj. Sjá síðu 12 um leiksýningarnar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.