Þjóðviljinn - 08.11.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 08.11.1987, Blaðsíða 16
Samkeppni um gerð umhverfis-listaverks á torgi við Borgarleikhús Menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar minnir á að skila ber tillögum í samkeppninni til trúnað- armanns dómnefndar, Ólafs Jenssonar, Bygg- ingaþjónustunni, Hallveigarstíg 1, í síðasta lagi mánudaginn 16. nóv. n.k. ki. 18.00. Allar nánari upplýsingar veitir trúnaðarmaður í síma 29266. Hjúkrunar- fræðingar Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga í heilsu- gæslustöðvum eru lausartil umsóknar nú þegar: 1. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöð- ina í Ólafsvík. 2. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöð- ina á Þingeyri. 3. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöðina í Reykjahlíð, Mývatnssveit. 4. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð Suðurnesja í Keflavík. 5. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð á Skagaströnd. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf við hjúkrun sendist heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu, laugavegi 116, 150 Reykjavík. Heilbrgiðis- og tryggingamálaráðuneytið 3. nóvember 1987 SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA AUSTURLANDI STÓLPI - verndaður vinnustaður Egilsstöðum Staða forstöðumanns við vinnustaðinn Stólpa er laus til umsóknar. Áhersla er lögð á að umsækj- andi hafi áhuga á að starfa eða hafi starfað með andlega og líkamlega fötluðu fólki og hafi reynslu á sviði verkstjórnunar. Ráðningartími er sem fyrst eða eftir samkomulagi. Umsóknir ásamt upplýs- ingum um menntun og fyrri störf skulu sendar Svæðisstjórn Austurlands, Kaupvangi 6,700 Eg- ilsstöðum fyrir 17. nóvember n.k. Nánari upplýs- ingar um starfið eru veittar í símum 97-11833 eða 97-11443 alla virka daga kl. 13 til 17. Svæðisstjórn málefna fatlaðra Austurlandi Völvuborg Völvufelli 7 Völvuborg er lítið notalegt dagheimili vel mannað fóstrum og öðru góðu starfsfólki. Við viljum ráða fóstru eða annan uppeldismenntaðan starfs- mann á deild yngstu barnanna nú þegar eða um áramót. Upplýsingar hjá forstöðumanni í síma 73040. Arnór Guðjohnsen er orðinn vanur því að á ýmsu gangi í atvinnumennskunni. Atökin utan vallar Það er merkilegt hvað atvinnumennirnir okkar í knattspyrnu hafa verið mikið í fréttum að undanförnu, fyrir flest annað en að leika knatt- spyrnu! Ásgeir Sigurvinsson í sífelldum meiðslum hjá Stutt- gart, Sigurður Jónsson íbasli hjá Sheffield Wednesday, Atli Eðvaldsson á varamanna- bekknum hjá Uerdingen, Lár- us Guðmundsson uppá kant við Kaiserslautern-og nú síðast Arnór Guðjohnsen í erj- um við þjálfara og stjórn Anderlecht. Þessi mótbyr sem íslending- arnir eiga við að stríða sýnir kannski best hvað atvinnu- mennskan hefur margvíslegar hliðar, ekki síst þegar dæmið gengur ekki upp inni á vellinum. Þetta er harður heimur þar sem lögmál frumskógarins gilda. Eng- in elsku mamma, allir verða að bjarga sér eins og þeir best geta. Arnór Guðjohnsen hefur kann- ski manna best fengið að að kynnast því á tæpum tíu árum sem leikmaður í Belgíu - hann hefur leikið eins og engill sum keppnistímabilin, önnur hafa far- ið meira og minna forgörðum vegna meiðsla eða annarra erfið- leika. Það þurfti ekki að koma á óvart að uppúr syði hjá Anderlecht og það er kannski meira tilviljun en hitt að einmitt Arnór skuíi hafa lent í hringiðunni þegar spreng- ingin varð. Anderlecht er stærsta og ríkasta félag Belgíu og á því hvílir sú kvöð að það á alltaf að vera á toppnum, alltaf að vinna meistaratitil. Þegar dæmið gengur ekki upp er þessvegna hættara við látum og árekstrum en hjá öðrum félögum, í þeim herbúðum þykir ekki nógu gott að vera númer tvö eða þrjú. Arn- ór hefur ekki verið sáttur við nýja þjálfarann, Georges Leekens, enda tók hann við af geysilega' vinsælum fyrirrennara, Hollend- ingnum Ari Haan. Sá hætti í fyrravor þegar stjórn Anderlecht neitaði að kaupa snjalla leik- menn til að styrkja liðið fyrir þennan vetur og það var erfiður biti fyrir marga að kyngja að hann skyldi ekki stjóma Ander- lecht áfram á þessum vetri. En Arnór hljóp greinilega á sig þegar hann sendi Leekens tóninn og fór heim eftir að hafa verið settur á varamannabekkinn um síðustu helgi. Einhverjar sættir virðast hafa tekist og vonandi getur Arn- ór farið að einbeita sér óáreittur að lifibrauðinu, sjálfri knatt- spymunni. Sigrar íslensku liðanna, Vík- ings og Stjörnunnar, í Evrópu- leikjunum um síðustu helgi voru í naumasta lagi og tvísýnt um hjá báðum hvort þau nái að komast í 8-liða úrslitin. Stjarnan stendur sýnu tæpar, vann norska liðið Urædd með aðeins einu marki og á erfiðan útileik fyrir höndum. Urædd er sterkt lið en sennilega var það reynsluleysið sem varð til þess að Stjaman vann ekki stærri sigur. Garðbæingarnir eru með efnilegt lið en brothætt og þurfa að ná sínu besta til að slá Norð- mennina útúr keppninni. Við verðum að bíta í það súra epli að þrátt fyrir að landslið Norð- manna standi því íslenska talsvert að baki eru bestu félagsliðin í Noregi jafnokar okkar sterkustu liða. Víkingar standa ívið betur eftir þriggja marka sigur á dönsku meisturunum Kolding, en þeir síðarnefndu eru sagðir einstak- lega erfiðir heim að sækja. Vík- ingar hafa mikla reynslu úr Evrópu- og landsleikjum og eru ágætlega í stakk búnir fyrir þetta verkefni. Þeir eru líka að missa af lestinni í 1. deildinni og leggja væntanlega mikið uppúr því að ná langt í Evrópukeppninni í staðinn. VíkingarogStjarnaneru að verja heiður íslenska hand- boltans í útileikjum sínum - þau þurfa að sýna að við eigum sterk félagslið að baki okkar ágæta landsliðs - ekki síst eftir sautján marka ófarir Breiðabliks í Dan- mörku í 1. umferðinni. Það yrði sannast sagna talsvert áfall ef bæði Víkingur og Stjarnan féllu úr keppni á þessu stigi, sérstak- lega þar sem þá væru öll þrjú ís- lensku liðin búin að bíða lægri hlut gegn Norðurlandaliðum. Eftir leikina í 1. deildinni á miðvikudagskvöldið virðist allt stefna í einvígi FH og Vals um meistaratitilinn. Víkingareru lík- lega úr leik eftir tapið gegn Val, þótt of snemmt sé að afskrifa þá. FH-ingar virðast aðeins vera að lækka flugið eftir stórskotahríð- ina í fyrstu fimm umferðunum og þeir eiga mikla prófraun fyrir höndum, leikina.við Val og Vík- ing í fyrri umferðinni. FH leikur geysilega skemmtilegan hand- bolta, en liðið er ungt og tiltölu- lega reynslulítið og virkilegur styrkur þess kemur í ljós í þessum tveimur næstu leikjum. Velgengni FH hefur heldur betur kynt undir áhuganum í handboltabænum Hafnarfirði. Þar er nú troðfullt hús á hverjum heimaleik og dæmi um að áhorf- endur hafi orðið frá að hverfa. Þetta er jákvæð og skemmtileg þróun og sýnir svo ekki verður um villst þann uppgang sem er hjá liðunum hér heima eftir daufu árin undanfarið. Það eru líka farnir að sjást áhorfendur í Laugardalshöllinni á ný, það er vonandi liðin tíð sem ekki kemur aftur að þar mæti 30-40 manns á 1. deildarleiki. „Spútniklið“ vetrarins virðist ætla að verða ÍR, nýliðarnir sem flestir spáðu falli. ÍR-ingar eru með reynslulítið lið en hjá þeim eru leikgleðin og baráttan í fyrir- rúmi og hafa fært þeim sæta sigra á Fram og KR og sjö stig í jafnmörgum leikjum. Það er útlit fyrir að fallbaráttan í vetur verði tvísýn og spennandi og þar gætu mörg lið átt eftir að koma við sögu. Eins og staðan er í dag geta aðeins FH og Valur litið svo á að þau komi þar hvergi nærri. í körfuboltanum er enn erfitt að ráða í gang mála en miðað við fyrstu leiki virðist ólíklegt annað en að íslandsbikarinn haldi kyrru fyrir á Suðurnesjunum og Njarð- víkingar fái mestu keppnina frá nágrönnum sínum í Keflavík. __ * IÞROTTASPEGILL VIÐIR SIGURÐSSON 16 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. nóvember 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.