Þjóðviljinn - 08.11.1987, Blaðsíða 17
UOOVIUINN
Þjóðviljinn
c/o Skúmaskotið
Síðumúla 6
108 Reykjavík
JZlLi'rvn JCoJii
0
Við fengum þessa fínu mynd
afKalla fílsenda, að vísu
sjáum við bara aftan á Kalla,
en það er allt í lagi, hann er
svo sætursvona. Þaðvar
Garðar Sigvaldason sem
teiknaði þessa mynd.
Skúmaskotið hveturykk-
ur enn og aftur enn til að
senda inn myndirsem
þið teiknið, sögurog allt
sem ykkur dettur í hug.
Og munið það að fyrir
bestu myndina og sög-
una fáiðþið verðlaun!
AFI kóti
OG
töfrastafurinn
HANS
Einu sinni endur fyrir löngu -
jæja, reyndarekkifyrirsvo
fjarska löngu - bjó gamall
maður í þorpi einu, sem nefn-
distGlaðheimar. Þessigamli
maðurvaralltaf kallaður Afi
káti, og hafi hannein-
hverntíma heitið eitthvað ann-
að, þá mundi enginn það
lengur, ekki einu sinni hann
sjálfur. Hann var með ákaf-
lega sítt, hvítt skegg og bros-
glampaíaugum.
Afi káti var kannski ekki
beinlínis ólíkur öðrum gömlum
mönnum þarna í Glaðheimum,
nema þá helst fyrir það, að skegg
hans var síðara en nokkurs ann-
ars og brosglampinn í augum
hans bjartari; en hann átti einn
þann hlut, sem enginn annar átti í
þorpinu - göngustaf, sem var að
því leyti merkilegur, að hann var
um leið töfrastafur.
Á hverjum morgni, þegar Afi
káti hafði snætt morgunverðinn
sinn, tók hann töfrastafinn sér í
hönd, labbaði um götur þorpsins
og síðan aftur heim til sín; á
hverjum morgni, það er að segja
ef ekki rigndi.
Og einn morguninn, þegar
hann var í þann veginn að leggja
af stað í slíka göngu, og stakk
höfðinu út um gluggann á húsinu
sínu til þess að athuga veðrið -
það gerði hann alltaf, áður en
hann lagði af stað - féll hver
regndropinn af öðrum beint á
nefbroddinn á honum.
„Hamingjan sanna!“ tautaði
Afi káti. „Það er bara komin úr-
hellisrigning. Ég er hræddur um
að ég verði að láta það bíða, að
taka mér morgungöngu. Jæja,
jæja, kannski þetta verði ekki
nema skúr.“
Og þar sem Afi káti var ákaf-
lega iðjusamur maður, ákvað
hann að taka sér eitthvað nytsam-
legt fyrir hendur á meðan hann
biði þess að upp stytti. Hann bjó
um rúmið sitt, dustaði rykið af
stólsetunum og sópaði gólfið.
Af því loknu rak hann höfuðið
enn út um gluggann, og enn féllu
regndroparnir á nefbroddinn á
honum. Jú, það rigndi enn; ekki
bar á öðru!
Afi káti lokaði glugganum.
Það leit ekki út fyrir að stytta
myndi upp í dag. Hann settist því
í ruggustólinn sinn með skemmti-
lega bók í höndum og hagræddi
sér sem best hann gat.
En þótt bókin væri skemmti-
leg, tók Afa káta brátt að syfja.
Svo fór hann að dotta og eftir
Hvaða tveir músakallar eru alveg eins?
Skrýtlur
KENNARINN leityfir
bekkinn og sagöi: Halli,
getur þú sagt mér nafn á
borg í Frakklandi?
-Já,sjálfsagt,en
hverri?
HVAÐ finnst þér um nýju
íbúðina mína? Hún er
innréttuö eftir mínu eigin
höföi.
- Já, mérfannsthún
eitthvað svo tómleg.
SVO VAR ÞAÐ Hafnfirð-
ingurinnsemhringdií
lögreglunaog sagði að
það væri búið að stela
gírkassanum, hemlun-
um.mælaborðinuog
öllu úrbílnum hans. Svo
hringdihannaftureftir
nokkrarmínúturog
sagði að það væri allt í
lagi, hann hefði sestaft-
urí!
ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 17
svolitla stund var hann steinsofn-
aður og hraut einhver ósköp.
En þá gerðist það, að hann
hrökk allt í einu upp við það að
litla húsið skalf og nötraði á
grunni sínum. Afa káta brá svo
mjög, að hann stökk á fætur.
Hamingjan sanna - hvað hafði
eiginlega gerst, spuri hann sjálfan
sig.
Hann svipaðist um inni, en allt
virtist þar með kyrrum kjörum og
eins og það hafði alltaf veriö.
Hanngekk útaðglugganum. Það
rigndi enn, og allt virtist eins og
það hafði verið, þegar hann leit
út um gluggann fyrir stundar-
korni síðan.
Þá heyrði hann lágt óp...
„Vill ekki einhver hjálpa mér!“
Afi káti leit í stefnu á hljóðið,
en sá ekki neitt, enda skyggðu
trén í garðinum hans á götuna.
Hann brá sér því út og hljóp við
fót niður stigann og kærði sig
kollóttan um það þó rigndi á ber-
an skallann á honum.
Þegar hann kom út að hliðinu,
gafst honum heldur en ekki á að
líta - þarna sat jómfrú Geðgóð
úti á miðri götunni.
Það var þá síst að undra þótt
húsið hristist, hugsaði Afi káti
með sér, og nú kom brosglamp-
inn aftur í augu hans. Jómfrú
Geðgóð var nefnilega allvel í
skinn komið, okkará milli sagt.
„Nú hefurðu lent í vand-
ræðum, heillin mtn,“ sagði Afi
káti.
„Þú átt við að ég hafi lent í
forarpollinum," svaraði jómfrú
Geðgóð. „Jú, ég held það svari
því. Hjálpaðu mér nú að standa á
fætur aftur, gamli minn; það væri
reglulegt góðverk."
„Reglulegt kraftaverk," varð
Afa káta að orði um leið og hann
gekk til hennar. „Jú, ekki skal
standa á því, jómfrú Geðgóð,“
sagði hann, greip í báðar hendur
henni og tók að toga af öllum
kröftum - en ekkert gekk. Þeir
gátu ekki einu sinni þokað jóm-
frú Geðgóð til hliðar, svo kerran
kæmist fram hjá henni þaðan af
síður að þeim tækist að toga hana
á fætur.
„Hamingjan hjálpi mér,“
kjökraði jómfrú Geðgóð. „Verð
ég þá að sitja til eilífðarnóns niðri
í forinni, eins og það er nú líka
geðslegt, eða hitt þó heldur!"
Þá bar lögregluþjóninn í Glað-
heimum að á reiðhjóli sínu. Hann
nam þegar staðar, þegar hann sá
hvað um var að vera, og kom
þeim, Afa káta og Jóni bónda til
aðstoðar. Og nú toguðu þeir og
Framhald í næsta blaði
Strikið með blýanti leiðina sem Kalli kanína á að fara
til að komast heim til sín.