Þjóðviljinn - 08.11.1987, Blaðsíða 21
Engin sýning eftir Toyen. (1943).
sínar frá upphafi á minntngum úr
bernsku og ævintýrum. Hún var
af keltneskum uppruna og byggði
einnig mikið á þeirra goðafræði.
Hún notaði mikið dýr í myndir
sínar og sögur, hvíti hesturinn er
eitt hið sterkasta þeirra. Hjá
henni táknar hann hinn heilaga
hvíta hest sem fer hraðar yfir en
vindurinn og flýgur um himnana.
Annað dýr sem hún notaði mikið
var hýenan, dýr næturinnar og
draumsins.
Leonora skrifaði mikið, í einni
af smásögum hennar er hýena í
aðalhlutverki. Þar segir hún frá
ungri yfirstéttarstúlku sem á að
fara að kynna í samkvæmislífinu.
Hún kynnist hýenu í dýragarði,
hýenan fellst á að hlaupa í
skarðið fyrir stúlkuna í sam-
kvæmi því sem halda á henni til
heiðurs en hana langar ekki að
taka þátt í. Hún tekur hýenuna
heim með sér og klæðir hana í
ballkjól. Hýenan setur á sig and-
lit barnfóstrunnar eftir að hafa
étið hana, og meðan hún hrellir
veislugesti liggur stúlkan fyrir í
herbergi sínu og les Ferðalög
Gúllívers. Hýenan gengur end-
anlega fram af samkvæminu með
því að taka af sér andlitið og
borða það og hverfa síðan út um
opinn glugga.
Sögur Leonoru eru fullar af
þvflíkum atburðum. Oft eru það
dýr sem leiða lesandann út úr
þeim heimi sem Carrington hat-
ar. Heimi sem er eins og hún orð-
ar það: „fullur af mönnum sem
þekkja ekki töfra, óttast nóttina
og hafa ekkert ímyndunarafl".
Hún hafði líka áhuga á
gullgerðarlist og skrifaði oft með
formúlur gullgerðarmannanna í
huga. Þeirra takmark var ekki
aðeins að búa til gull, heldur
einnig að stuðla að fullkomnu
samræmi á himni og jörðu, sem
átti að nást með efnis- og and-
legum hreinsunum. Formúlur
þeirra eru oft dularfullar, flóknar
og mystískar og það sama má
segja um sögur Leonóru og
myndir.
Leonóra bjó í þrjú ár með Max
Ernst, eða þar til hann var hand-
tekinn í upphafi seinni
heimsstyrjaldar. Handtaka hans
leiddi til þess að hún fékk taugaá-
fall sem hún var lengi að ná sér af,
og skrifaði hún bók um þessa
reynslu sína þremur árum síðar.
Eftir að hafa náð sér að mestu
leyti fór Leonóra til New York,
og síðar til Mexíkó en í dag lifir
hún og starfar á báðum stöðum.
Ekki eingöngu
œvintýraheimur
Viðfangsefni kvenna innan
súrrealismans voru ekki ein-
skorðuð við bernsku eða ævin-
týri. Erótík var súrrealistunum
alltaf mjög mikilvæg, ekki síður
konum en körlum. Erótík kvenn-
Leyfðu mér...
Leyfðu mér að eyða nóttinni í munni þínum
segðu mér frá æsku fljótanna
þrýstu tungu minni að glerauganu
fóstraðu mig á fótleggnum
Og sofum bróðir bróður míns,
því kossarokkardeyja hraðaren nóttin
Joyce Mansour, úr „Déchirures" 1953
Feldu þig stríð! eftir Toyen.
anna var þó oft fínlegri og duldari
en hjá körlunum. Fínlega og
sérkennilega erótík er til dæmis
að finna hjá tékknesku myndlist-
arkonunni Toyen.
Toyen var fædd í Prag 1902.
Hún varð ung hluti af avant-
garde klíkunni þar ásamt t.d.
Kafka og Jaroslav Hasek, en 23
ára að aldri fór hún til Parísar þar
sem hún kynntist súrrealisman-
um. Hún var í París í þrjú ár, en
starfaði þá ekki beint með súrre-
alistunum sjálfum. Hún fór aftur
til Prag 1928 og stofnaði þá fyrsta
hóp súrrealista í Tékkóslóvakíu.
Um svipað leyti fór hún að breyta
um efni í myndum sínum sem
fram að því voru að nokkru leyti
tengdar náttúrunni. Myndir
hennar urðu þrungnari sýnum og
draumkenndum táknum, og dul-
in erótík fer að koma fram í þeim.
Toyen var alla tíð mjög pólitísk
í verkum sínum, þegar seinni
heimsstyrjöldin hófst voru verk
hennar bönnuð, en hún hélt
áfram að starfa neðanjarðar.
Hún gerði m.a. röð af teikning-
um sem fjalla um hörmungar
stríðsins. Eftir stríð, 1947, flutti
Toyen til Parísar þar sem hún bjó
þar til hún lést 1980. Hún var
mjög sérstakur persónuleiki og
ekki mikið fyrir að útskýra hug-
myndir sínar, þær birtast frekar í
verkum hennar, og viðfangsefn-
um, t.d. myndskreytti hún eitt
sinn Justine eftir de Sade. Hún
gaf hlutina frekar í skyn í mynd-
um sínum, heldur en að segja þá
hreint út.
Toyen kom til Parísar 1947 og á
þeim tíma höfðu margar konur
bæst í hóp súrrealistanna, bæði
myndlistarkonur og skáldkonur.
Ein þessara skáldkvenna var eg-
ypska skáldkonan Joyce Manso-
ur.
Joyce er fædd í Englandi 1928,
og bjó þar, í Sviss og í Egypta-
landi áður en hún flutti til Parísar
1953. Sama ár gaf hún út fyrstu
ljóðabókina sína „Óp“, og tók
virkan þátt í starfi súrrealistanna
frá þeim tíma. Hún hefuf gefið út
á annan tug bóka með ljóðum og
sögum.
Ljóð hennar eru mjög sterk og
sérstök. Pau eru full af erótík,
martraðarkennd, en líka rík af
kímni. Joyce býr enn í París.
- rs
Joyce Mansour.
Toyen. Myndin er tekin árið
1919.
Fórnarlamb malbiksins
í vélinni eru hendur þínar
læri mín í vélarhúsinu
hemlarnir á milli hnjánna
hold þitt við húð mína
Á viftunni er fugl
maður undir hjólunum
í vélinni hendur þínar
leika sér að nagla
í vélinni er öskrað
vegalögregla og minnisblokk
vegur í baksýnissþeglinum
vindur á milli hnjánna
Farartækinu stjórnar höfuðlaus risi
hendur mínar eru á stýrinu
og saklaust skaut mitt grátbiður
Joyce Mansour, úr „Rapaces" 1960
Sunnudagur 8. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21