Þjóðviljinn - 08.11.1987, Blaðsíða 20
Sjálfsmynd eftir Leonoru Carrington - ásamt hvíta hestinum og hýenunni.
HvíTír hestar,
erótík og dauð
Andre Breton, Max Ernst, Sal-
vador Dali, Man Ray, Paul
Éluard, Benjamin Peret, Lou-
is Aragon, T ristan T zara.
Þeirvoru allirsúrrealistar,
en súrrealisminn erflestum
kunnugurað einhverju leyti.
Frá því að vera eitthvað skrýt-
ið og óskiljanlegt til þess að
veraákveðinn lífsmáti.
Súrrealisminn er fyrst skil-
greindur stuttu eftir lok fyrri
heimsstyrjaldar. Upphafsmenn
hans gáfu út svokölluð „manif-
esto“ þar sem þeir útskýrðu lífs-
skoðun sína en takmark þeirra
var að breyta heiminum. Á
stefnuskrá þeirra er meðal ann-
ars: að gefa tungumálinu nýtt líf,
frelsa manninn frá allri hefð-
bundinni rökfræði og siðferðis-
lögmálum samfélagsins. Upp-
götva nýja heima eins og undir-
meðvitundina og draumana sem
hún speglast í. Sjá hið stórkost-
lega sem er allt í kringum okkur á
degi hverjum. Trúa á mátt tilvilj-
unarinnar og að innri heimur
mannsins speglist í ytri veruleika
hans, komast í samband við upp-
runa sköpunarkraftsins, uppl-
jómast af ástinni, en án hennar er
engin sköpun - þetta og margt
fleira.
Það má segja að eitt af tak-
mörkum þeirra sé að hætta að
vera til, á sama hátt og kvenrétt-
indahreyfingar dreymir ef til vill
um að þeirra sé ekki lengur þörf
því öll baráttumál hafi náð fram
að ganga.
Þeir sem taldir voru upp hér í
byrjun eiga þrennt sameiginlegt.
Þeir eru allir súrrelistar, þeir eru
allir karlmenn, þeir elska allir.
Hvað elska þeir?
Eitt af grundvallaratriðum
súrrealismans er nefnilega ástin,
með stóru Á-i. En ástin, jafnvel
með stórum upphafsstaf, getur
ekki verið takmark í sjálfri sér,
því hún er alltaf ást á einhverju.
Þetta eitthvað er ekki innra með
manninum, heldur þarf hann að
leita þess í ytra heiminum. Þeir
sem skilgreindu súrrealismann í
upphafi voru karlmenn, og það
sem þeir elskuðu í flestum tilfell-
um konur. Öll þeirra orka fór í
þessa ást, í henni fundu þeir
sköpunargáfuna.
Súrrealistarnir reyndu mikið
að skilgreina ástina og það sem
þeir elskuðu, hina fullkomnu
konu. Endanlegt takmark ástar-
innar var þó ekki konan sjálf,
heldur samruninn við hana. Án
hennar voru þeir ekkert, aðeins
þrælar samfélagsins sem þeir
hötuðu. Með henni uppljómuð-
ust þeir, komust í gegnum hana í
samband við uppruna sköpunar-
gáfunnar og undirmeðvitundina.
Urðu frjálsir, stóðu utan við
þjóðfélagið og hefðbundna hugs-
un þess. Það sama gilti um kon-
una. Án karlmannsins var hún
ekkert, hann gaf henni tækifæri
til að verða kona sem hafnaði
þeim væntingum sem samfélagið
gerði til hennar. Hún varð hin
skapandi kona. Saman urðu þau
eitt, einn hugur sem hafði það
besta frá báðum kynum.
Hln fullkomna kona
Skilgreiningar súrrealistanna á
hinni fullkornnu konu tóku á sig
ýmsar myndir. Hún var þó yfir-
leitt falleg, lífsglöð, óþvinguð,
uppreisnargjörn og með óþrjót-
andi ímyndunarafl. Ennfremur
bjó hún yfír sköpunargáfu sem
var henni eðlileg og sjálfsprottin,
hún var í sambandi við uppruna
sinn eins og barn. Ein ímynd
hennar var bamskonan, annars
vegar saklaus eins og barn, og
óheft í streymi sköpunarinnar, en
hms vegar kona, eilit uppspretta
erótískra þrá og drauma.
Þeir dýrkuðu sem sagt enga
venjulega konu. Bilið milli skil-
greiningarinnar á hinni full-
komnu konu og kvenna almennt
var óbrúanlegt, og þessi mótsögn
hefur oft vakið reiði kvenna og
þeim fundist súrrealisminn vera
sér lokaður á vissan hátt vegna
þess. Hugsunin er þó raunveru-
lega sú að hin fullkomna kona búi
innra með öllum konum eins og
hinn frjálsi maður í öllum
mönnum.
Það voru sem sagt ekki konur
sem voru upphafsmenn súrreal-
ismans en hins vegar voru margar
konur innan hreyfingarinnar.
Ný kvenímynd
Súrrealisminn bauð á þessum
tíma, upp úr 1920, mörgum kon-
um fyrstu innsýn í heim þar sem
frjáls sköpun konunnar og upp-
reisn hennar gegn hefðbundnum
skyldum samfélagsins var í há-
vegum höfð.
Konurnar tóku þó ekki virkan
þátt í súrrealismanum fyrstu árin,
og sýndu ekki með þeim fyrr en
tíu árum eftir upphaf hans. Flest-
ar þessara kvenna komu inní
hreyfínguna vegna þess að þær
höfðu lesið um súrrealistana eða
kynnst verkum þeirra, en margar
kynntust þeim líka persónulega,
og voru ástkonur eða vinkonur.
Þær voru flestar í uppreisn
gegn samfélaginu og fjölskyldum
sínum, og féllu vel inn í hug-
myndir súrrealistanna um konur.
Margar þeirra voru ungar og ó-
reyndar, og báru mikla virðingu
fyrir súrrealistunum sem þegar
voru orðnir þekktir listamenn.
Af sömu ástæðum byrjuðu þær
oft ekki að vinna alvarlega að list
sinni fyrr en síðar, eða þá eftir að
þær af einhverjum ástæðum ekki
tengdust lengur súrrealistahópn-
um. Af þeim konum sem störf-
uðu innan hópsins má nefna t.d.
Leonor Fini, Meret Oppenheim,
Lee Miller, Dorothea Tanning,
en þær urðu allar þekktar síðar.
Konurnar reyndu ekki að skil-
greina hugmyndir sínar á sama
hátt og karlmennirnir. Þær komu
þeim frekar til skila í verkum sín-
um. Þær gátu varla tekið þátt í
hinni eilífu upphafningu á kon-
unni, en í stað þess að lofsyngja
hinn frjálsa mann beindist sýn
þeirra oftar inn á við. Þær sóttu í
persónulega reynslu, oft heim
bernskunnar og ævintýra. Þessi
bernskuheimur er t.d. mjög
sterkur hjá skáld- og myndlist-
arkonunni Leonoru Carrington.
Leonora Carrington er fædd í
Englandi, og kynntist súrrealism-
anum af bókum um tvítugt, um
1936. Ári síðar, er hún var við
nám í listaskóla í London,
kynntist hun Max Ernst. Hún
hafði alt sem súrrealistana
dreymdi um, æsku, fegurð, lífsg-
leði, frelsi, ímyndunarafl og upp-
reisnargirni, en hún hafði verið í
uppreisn gegn íhaldssamri fjöl-
skyldu sinni frá unglingsárum.
Hún og Ernst urðu ástfangin og
hann tók hana með sér til Frakk-
lands. Hún byggði hugmyndir
•t
20 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINNjSunnudagur 8. nóvember 1987