Þjóðviljinn - 08.11.1987, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 08.11.1987, Blaðsíða 14
SUNNUDAGSPISTIU Gyðjan endurheimti gullker sitt ÁRNI BERGMANN Svava Jakobsdóttir: Gunnfaðar saga. Forlagið 1987. Þessi óvenjulega og metnaðar- fulla skáldsaga greinir frá því, að ungstúlkaíslensk, Dís heitir hún, er handtekin á þjóðminjasafni Dana með fornt gullker í hönd- unum. Móðir hennar flýgur á vettvang til að fá dóttur sína leysta úr haldi. Hvað hafði komið fyrir? Er stúlkan gengin af göfl- unum, eða er hún útsendari ein- hverra dularfullra hermdar- verkasamtaka. (Ræna þeir ekki dýrgripum í IRA?)? Sjálf hefur hún allt aðra sögu að segja, sögu sem móðir hennar gengur smám saman inn í eftir því sem á söguna líður. Dís upplifir forsögulegan tíma, sjálfa sig sem Gunnlöðu, dóttur Suttungs jötuns, sem Óð- inn flekaði, að því er Edda herm- ir, og lofaði hún honum að drekka af skáldskaparmiðinum sem hún hafði verið sett til að gæta. Þambaði Óðinn mjöðinn allan í fláttskap sínum og græðgi eins og frægt er orðið. En eftir sat Gunnlöð með sárt ennið, eins og hver önnur saklaus Gréta, sem Faust hefur farið illa með. Annar skilningur í þessari sögu er goðsagan lesin eða öllu heldur upplifuð með nýj- um hætti. Gunnlöð er ekki fákæn heimasæta í Hnitbjörgum heldur er hún hofgyðja. Persónu- gervingur gyðjunnar miklu sem er allt í senn: ástin og skáldskap- urinn og réttur skilningur á sam- henginu í tilverunni. Gyðjunnar sem er ofar öllum goðum og frá henni fær konungsefnið, Óðinn, að lokinni strangri manndóm- svígslu, umboð til ríkis. Með þeirri helgiathöfn að hofgyðjan, Gunnlöð semsagt, kemur Óðni til lífs með því að gefa honum af miðinum og ganga í eina sæng með honum svo að friður og frjó- semi megi tryggja viðgang lífs, framhald þess og eilífa hringrás. En Óðinn er eiðrofinn illi - með öðrum hætti samt en í Eddu. Hann rýfur þau lögmál sem gilt hafa um samþættingu hins kven- lega og hins karllæga í tilverunni. Hann slítur sig úr lögum við gyðj- una. Hann rænir gullkerinu góða sem geymdi mjöðinn. Hann kveðst einn allt vita. Hann trúir á járnið, hann hvetur til bardaga og lofar ungum mönnum eilífri víga- sælu. Hann niðurlægir skáld- skapinn undir valdið. „Verið getur að Hávamál séu einmitt að segja frá þessu ef vel er að gáð“ segir undir lok bókarinn- ar þegar tiltölulega velviljaður málafærslumaður safnar fyrir rétti í málsbætur fyrir Dís. Það veit ekki þessi lesandi hér. Hitt er lesandanum svo Ijóst að Svava Jakobsdóttir hefur vandað sig vel við þessa endurskoðun goðsög- unnar og hefur vafalaust fræði- menn sér til fulltingis um ýmis- legt. En það skiptir ekki höfuð- máli hér. Endurskoðunin er gerð í krafti þess frelsis sem skáld- skapur tekur sér og verður sann- leikur þegar vel til tekst eins og hér. Hún er augsýnilega tengd nútímanum sterkum böndum, umræðu um hlutskipti kynjanna í samtíð og sögu, viðleitni til að rétta hlut kvenna. Dís, sem er Gunnlöð undireins, talar einmitt um að „endurheimta“ hið gullna ker skáldskaparins. Hvers vegna endurskoðun? Goðsagan geymir margar freistingar. Einatt rýna menn í hana til að fá svör við sígildri spurningu sem svo er orðuð hjá Snorra: „hvað er upphaf eða hversu hófst eða hvað var áður?“ Menn rýna í goðsöguna ekki að- eins vegna þess að hún geymi heimsskýringartilraunir forferð- anna. Menn reyna gjarna að finna þar einhvern óforgengi- legan sannleik um frumþætti mannlegra örlaga og samskipta. Svona var það og er það enn. Og goðsagan er, þótt undarlegt megi virðast, sérstaklega mikil freist- ing þeim sem helst vilja breyta heiminum með róttækum hætti. Marxistar hafa til dæmis skoðast um í heimi goðsögu og fundið í honum minningar um „frum- kommúnisma" í mannlegu félagi eins og það var fyrir upphaf eignarréttar og ríkisvalds. (Sam- anber það sem Einar Olgeirsson skrifar í bók sinni, Ættasamfélag og ríkisvald, um bölvun gullsins og fleira þesslegt.) Jafnrétti- skonur finna svo í heimi goðsögu minjar um mæðraveldið, sæla daga fyrir syndafall það sem valdataka karla var, eða röskun jafnvægis milli kynja. Þeir sem hyggja til framtíðar leita draumi sínum staðfestu í forögulegum tíma og draumarnir eru vissulega einskonar veruleiki. „Ég veit að allt hverfist í andstæðu sína og skáldskapur verður að veruleika og veruleiki að skáldskap og Dís hefur því svikið hvorugt" segir móðir stúlkunnar í sögu Svövu. Upphafin Ijóðrœna Þáttur goðsögunnar er sterkur og gildur í þessu verki. Hann er vandmeðfarinn í sögu: í okkar fornu textum verða ábúendur Goðheima að persónum með því að blanda í þær „Iágum“ mennsk- um eigindum : bragðvísi Loka, einfeldni Þórs, broslegu kvenna- fari ofl. Hér ríkir hinsvegar römm alvara. Og stundum finnst les- anda eins og full tíðindalítið sé í forsögunni, einum of mikið um útlistanir og ítrekanir (t.d. á hlut- verki hofgyðjunnar). En Svava Jakobsdóttir vinnur vel á með hugkvæmri útfærslu meginhug- myndar sinnar og með upphöfnu og einatt tigulegu ljóðrænu málf- ari eins og í þessum hér samhverf- um harmagráti allra tíma: „ég sá líkamann missa þróttinn um leið og börkurinn á askinum sprakk því að lífssafinn þornaði í brunninum helga.. ég sá blikið hverfa úr augum hennar um leið og skin sólar dofnaði og varð sem sjóndapurt auga og himintunglin skjögruðu yfir festinguna eins og drukknir menn, ég sá feigðarf- ölva færast á hörundið um leið og gróandinn var sviptur krafti sín- um og landslagið allt varð brunn- in auðn..“ Móðir og dóttir Sem fyrr segir lifir móðir Dís- ar, sem fyrst heldur helst að barn- ið sé gengið af göflunum, sig æ sterkar inn í þann forsögulega sannleika sem stúlkan hefur lifað. Henni finnst það öllu varða að Gunnlöð/Dís hafi ekki brugð- ist, hafi ekki látið flekast, heldur veitt mjöðinn af frjálsum vilja - en síðan verið svikin. Finnst henni nú að líf liggi við að aðrir skilji þetta, m.a. málafærslumað- urinn vinsamlegi sem hefur verið að reyna að fá stúlkuna úr haldi á þeirri forsendu að hún sé geð- veik. En finnst lesandanum einn- ig að hinn nýi skilningur á goð- sögunni skipti svo miklu að við hann tengist blátt áfram lífsvon? Ekki er það nú víst. Ekki alltaf. Stundum. Hitt er víst að lýsing móðurinnar og sambands hennar við dótturina er vönduð og sannfærandi. Með góðum næm- leika skýrir Svava Jakobsdóttir frá því, hvernig þessi borgarafrú gengur til leiks, örugg í fasi en í rauninni „mörg tonn á þyngd“ fyrir áhyggju sakir. Hve vel hún kann í fyrstu á valdaleikinn (m.a. að setja upp grímu kvenlegs van- máttar til að geta stýrt öðrum). Og svo frá togstreitunni milli þeirrar freistingar að halda sig við hvunndagslegar skýringar (stúlk- an er klikkuð) og þess, að hlusta á barn sitt og þann sannleika sem hún hefur upplifað og gera hann að sínum. Þessu tvennu er stillt saman með skýrum og áhrifarík- um hætti. Til dæmis þegar svikum Óðins er lýst með þessum tilþrif- um hér: „í sömu andrá heyrði hún jörðina bresta og rymja af sársauka og skildi um leið að þetta var ójarðneskur gripur sem hann hafði laumað inn í sjálfan bústað gyðjunnar. Þetta var járn- ið, málmur úr ófullburða grjóti, rifinn úr kviði jarðar og ægileg hefnd gyðjunnar gerð úr heift og kvöl varð ekki umflúin. Jörð umdi og drundi. Björg klofn- uðu...“ Og úr þessum heimsslita- skáldskap er snarlega komið inn í lágkúrulegan skrifræðisstfl dags- ins: „1 því (læknisvottorðinu) stendur að Dís sé firrt öllu veru- leikaskyni og tjáskiptum hennar við umhverfi sitt svo ábótavant, að hún verði að teljast andlega vanheil og þurfa sjúkrahúsvistar við“. Að lokum snýr móðirin baki við þeim svikum að notfæra sér hinn „lægri“ skilning, skálka- skjól geðveikinnar og stígur sitt djarfa skref inn í veröld gyðju og Dísar og tekur þar með þátt í að endurheimta skáldskapinn - eða þá inn í „firringu" hins truflaða ef einhver vill svo á líta. Þau tíðindi eru óvænt en þó rækilega undir- búin þegar að er gáð. f Gylfaginningu segir:,, Og það veit trúa mín að jafnsatt er það allt sem ég hef sagt þér, þótt þeir séu sumir hlutir er þú mátt eigi reyna“. Einhvernveginn eiga þessi orð ágætlega við nýja skáld- sögu Svövu Jakobsdóttur. Og að því er varðar þann kjarna máls, að konan endurheimir skáld- skapinn, þá er það reyndar að gerast á okkar dögum. Líklegt til dæmis að konur séu að yfirtaka þá iðju að skrifa skáldsögur. Hitt er sv o annað mál að karlar láta sér fátt um finnast - því þeir ráða sjónvarpinu. ÁB Keltneskt ker, prýtt goðamynd- um, fundið í móm- ýri við Gundest- rup.geymtá Þjóðminjasafni Dana.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.