Þjóðviljinn - 08.11.1987, Blaðsíða 10
íslensk blöð um rússnesku byltinguna
Konu eina
dreymdi
draum
Bráðabirgðastjórn Kerenskís (sem er annar frá hægri): Meiri þroski eða ringulreið og sukk?
íslenskurblaðakosturvar
ekki mikill árið 1917 þegar
tvær byltingar skóku Rúss-
land. Fyrstfebrúarbyltingin
(sem átti sér stað í mars,
rússneska tímatalið var þá
annað en á Vesturlöndum)
sem steypti keisaranum og
fékk völdin í hendur sam-
steypustjórn borgaraflokka
og vinstriflokka, annarra en
bolsévika Leníns. Og svookt-
óberbyltingin, sem dagsett er
sjöunda nóvember, þegar
bolsévikarsteyptu bráða-
birgðastjórn Kerneskís og
lýstu því yfir að nú færu ráð
verkamanna, hermannaog
bænda með öll völd í landinu
og nú skyldi hafist handa um
að tryggja landinu frið, bænd-
um jarðnæðí, alþýðu brauð.
Og síðan yrði hafist handa um
að byggja upp sósíalismann.
íslenskur blaðakostur var eins
og áður segir ekki mikill þá að
vöxtum. Morgunblaðið á fjórða
ári, Tíminn nýstofnað vikublað.
Alþýðublaðið ekki til enn. Og
blöðin höfðu bersýnilega rýra
möguleika á að fylgjast með tíð-
indum. Morgunblaðið birtir t.d.
einatt eins eða tveggja daga
gömul fréttaskeyti frá Kaup-
mannahöfn, og þangað berast
fréttir frá Pétursborg eins eða
tveggja sólarhringa gamlar.
Fréttaskeytin eru mjög stuttorð
og hefur það ekki verið auðvelt
að gera sér af þeim hugmynd um
það sem á seyði var. Og aðrar
upplýsingar af skornum
skammti.
Þroski
eða vandrœði?
Það er 17 mars að Morgun-
blaðið birtir frétt um að Rússa-
keisari sé fallinn og er því hnýtt
aftan við að „ástæðan til stjórnar-
byltingar í Petrograd er matvæla-
skortur“. Fyrstu viðbrögð við at-
burðum koma svo 20. mars. Þá
segir Morgunblaðið að „nú megi
búast við risavaxnari þroska
Austur-Evrópu á næstu árum en
nokkurn hefur dreymt um“. Tím-
anum finnst það einnig gott að
keisarinn er fallinn - mun hans
stjórnsýsla reyndar hafa átt for-
mælendur fáa á fslandi hvort eð
var. En þessi bjartsýnistónn um
Rússland hverfur svo fljótlega úr
fréttum og frásögnum blaðanna.
íslenskir blaðamenn klóra sér í
hausnum og vita ekki haus eða
sporð á þeim flokkum og hreyf-
ingum sem takast á í hinu risavax-
na ríki. í Rússlandi, segir Tíminn
í byrjun maí, „er nú hver höndin
uppi á móti annarri því að flokkar
eru þar margir og sundurleitir
sem allir vilja ná sem mestum
völdum.“ Með öðrum orðum:
Það er alltaf eitthvert vesin og
læti úti í heimi. Auk þess hafa
blöðin mestan áhuga á því, hvort
bylting í Rússlandi verði til þess
að flýta endalokum heimsstyrj-
aldarinnar fyrri sem enn geisar.
En þeim mun minni á rússnesku
samfélagi og stéttaátökum innan
þess.
Sérvitur karl Lenín
Þann 26. ágúst 1917 birtist
grein um Lenín í Morgunblaðinu,
líklega sú fyrsta í íslensku dag-
blaði um þann mikla byltingar-
foringja. Greinin er þýdd og
endursögð, enginn veit hvaðan. I
greininni segir, að Lenín sé „of-
stækismaður, stælinn og mælskur
vel“, en ræður hans séu „sýnis-
horn þess hvernig sérvitur maður
hugsar, maður sem þykist öllum
vitrari og talar við aðra líkt og
kennari við börn.“. Síðan er rak-
in ævi Leníns og minnst á það
hvernig hann komst heim úr út-
legð í Sviss með leyfi þýskra yfir-
valda og „er sagt að Þjóðverjar
hafí látið hann fá fé“. Frásögnin
af því sem síðar gerðist er sér-
kennileg blanda af sögulegum
staðreyndum og reyfaralegu
kryddi:
„Hann (Lenín) gerðist nú for-
ingi þeirra jafnaðarmanna sem
lengst gengu og nefndir eru
„maxímalistar“. Eru það þeir
sem mestum glundroðanum hafa
valdið í Rússlandi síðan stjórnar-
byltingin varð þar...Lenín var
eigi fyrr kominn til Petrograd en
hann hóf grimmilegar árásir á
stjórnina. Hann stofnaði þarblað
sem hann nefndi „Pravda"
(Sannleikur) og í greinum í því og
í ræðum heimtaði hann að ófriðn-
um yrði þegar hætt og eignum
auðkýfinganna skipt á milli fá-
tæklinga... Lenti nú allt í upp-
námi. Allir landshornamenn, all-
ir njósnarar - og þeir eru margir í
Rússlandi - fylktu sér um Lenín.
Og hann hafði engan tíma til að
vinsa úr þá bestu heldur tók á
móti hverjum og einum... Blöð
Leníns skoruðu á hermennina að
legja niður vopn, hverfa heim og
skipta með sér jörðinni. Og þeir
skoruðu á verslunarþjóna að
reka húsbændur sína burtu og
taka sjálfir við verlsununum.“
Þvottastúlkur
skrifuðu bréf
Skemmtileg setning þessi síð-
asta: kannski hafa góðborgarar í
Reykjavík komist næst því að
ímynda sér hrellingar byltingar-
innar með því að sjá fyrir sér búð-
arlokur sem reka heim máttar-
stólpa bæjarins, kaupmennina.
Reyndar verður sú frásögn sem
til verður í Morgublaðinu af ó-
kyrrð meðal alþýðu í Pétursborg
einhvernveginn lygilega íslensk,
með búðarlokur og þvottastúlkur
í aðalhlutverkum:
„Svo hófst yfirgangurinn.
Verslunarþjónar í einu hverfi
Petrograd ráku húsbændur sína
burtu, en þeir fóru og sóttu vini
sína og komu svo aftur fylktu og
vopnuðu liði til að berja á þjón-
unum. í öðrum hluta borgarinnar
fór á líkan hátt og voru það þvott-
astúlkur sem áttu í hlut. Þar lenti í
bardaga. Þvottastúlkurnar urðu
fyrir misþyrmingum og hétu að
hefna sín. Lenínsflokkurinn
kvaddi allar þvottastúlkur í borg-
inni á fund og þar var samþykkt
að skora á menn þeirra, bræður,
unnusta og vini að hlaupa undan
hermerkjum og koma heim til að
verja þær. Og á þessum fundi
voru send mörg þúsund bréf um
það til vígvallanna.“
Spádómur
Síðan er það rakið í greininni,
að Lenín hafi hugað á ný stórræði
en „gætnari borgarar“ farið að
átta sig og stjórnin hafi síðan fyr-
irskipað handtöku hans og félaga
hans. Hafi Lenín komist undan
og flúið til Svíþjóðar. (Lenín fór
reyndar huldu höfði um tíma
byltingarsumarið, en hann fór
aldrei langt frá Pétursborg.) Að
lokum segir sem svo í greininni:
„En það er þó langt frá því að
áhrifum Leníns sé lokið enn.
Flokkur hans er ennþá öflugur og
getur orðið stjórninni hættu-
legur, því að nú mun hann þykj-
ast eiga að hefna sín á henni“.
Hinn óþekkti greinarsmiður ger-
ist m.ö.o. dálítið spámannlega
vaxinn áður en lýkur og hnykkir á
með ávæning af íslendingasagn-
atóni.
Sukkað í Pétursborg
Enn líða vikur og Rússlands-
fréttir eru stopular og ruglings-
legar. Þó má af þeim ráða, að það
sígi mjög á ógæfuhliðina fyrir
bráðabirgðastjórninni. Nokkur
áhugi kemur fram á sukki og svín-
arríi dauðadæmdra stétta, eða
eins og segir í þýddri og endur-
sagðri grein í Morgunblaðinu
þann ellefta október: „Hinar ó-
trúlegustu sögur eru sagðar frá
Pétursborg. Þrátt fyrir það þótt
hungursneyð sé yfirvofandi og
allt gangi á tréfótum og óvinurinn
sé á næstu grösum, þá er þar hið
ógurlegasta sukk og skemmtana-
fýsn borgarbúa hefur fengið svo
lausan tauminn að ekkert hóf er
á. Óteljandi vínsölustaðir og
skemmtistaðir eru opnir allan
sólarhringinn og kampavínið
flýtur þar í stríðum straumum.
Eftir því sem horfurnar verða ís-
kyggilegri inn á við og út á við, því
meira eykst gjálífið“.
Teikn á himni
Fréttir af sjálfri októberbylt-
ingunni voru mjög ófullkomnar.
Morgunblaðið segir ekki frá því
fyrr en tíunda nóvember að
„maxímalistar“ hafi hertekið
Vetrarhöll keisarans. Blaðið
kvartar öðru hvoru yfir því, að
engar áreiðanlegar fréttir hafí
borist frá Rússlandi, það veit og
lítið hvað Lenín og hans menn
vilji, nema hvað mjög er á því
hamrað að þeir vilji sérfrið við
Þjóðverja sem fyrst.
Það er svo þann 24. nóvember
að í Morgunblaðinu birtist klausa
sem kemst næst því að vera hrein
og ómenguð íslensk viðbrögð við
byltingunni í Rússlandi.
Þar segir frá því að konu eina í
Reykjavík hafi dreymt draum í
ágúst 1916. Hafí hún séð til
austurs gyllini bjart og þótti það
ekki góðs viti. Þá kemur til henn-
ar maður og segir við hana, að
það sem menn óttist komi eigi
fram fyrr en þann 24ða nóvember
1917. Síðan segir blaðið:
„í dag er 24. nóvember 1917.
Og stórtíðinda er að vænta úr
austurátt, því að í gær var útrunn-
inn sá frestur er maxímalistar í
Rússlandi höfðu sett banda-
mönnum til þess að koma fram
með friðarboð sín, ef Rússar ættu
eigi að vera lausir frá öllum samn-
ingum um það að semja eigi sér-
frið“.
Við getum ekki miklu ráðið um
framvindu heimsmála, íslending-
ar. En okkur dreymir stundum
fyrir daglátum, við getum sagt
eftir á: Þetta vissi ég alltaf...
Þetta hrynur
allt saman
Byltingin í Rússlandi er ekki
orðið pólitískt hitamál í íslensk-
um blöðum á byltingarárinu
sjálfu. Varla að menn reyni að
móta sér afstöðu til atburða. Þó
er í jólablaði Morgunblaðsins
grein sem er mjög í anda þess sem
byltingarfjendur víða um heim
skrifuðu þá og reyndar árum
saman eftir þetta misseri. Hún er
eftir Stanislaw nokkurn Rocni-
ecki. Þar er það talið „óhugsandi
að bolsévikar geti haldið völdun-
um“. Hvers vegna?
„Að fáeinum foringjum þeirra
undanskildum eru þeir svo fá-
fróðir að þeir geta alls eigi stýrt
riki. Það getur hvergi blessast að
stjórna ríki með nefndum sem
kosnar eru af alþýðu og allra síst
þegar fæstir nefndarmennirnir
eru læsir eða skrifandi... Rúss-
land getur eigi staðist nema með
annarra hjál p“
Og síðan eru semsagt liðin sjöt-
íu ár.^
Árni Bergmann tók saman.
Áhlaupið á Vetrarhöllina: Einhver ofstækismaður sem heitir Lenín...
OKTÓBERBYLTINGIN 70 ARA
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. nóvember 1987