Þjóðviljinn - 08.11.1987, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 08.11.1987, Blaðsíða 23
Hátíða kvöldverður Eftirréttur Fiskikæfa Það er laugardagsmorgunn. Þú átt von á gestum í kvöld en hefur enn ekki ákveðið hvað á að gefa þeim að borða. Það er ekkert verra til en hugmynda- leysi. Matarhorn hjálpar stundarkorn. Dýrindis fiski paté (Fiskikæfa) 450grnýr lax 450grnýýsa 1 glas hvítvín salt og nýmulinn hvítur pipar 2 lítil búnt hrafnaklukka (ef það finnst ekki má nota steinselju) 1 perlulaukur 225grmjúktsmjör 2egg Skerið laxinn hráan í mjóar ræmur eftir að hafa roðflett hann og úrbeinað. Setjið á disk með hvítvíninu og kryddið með salti og pipar. Látið marinerast í legin- um í ca. 1 klst. Á meðan er hægt að nota tím- ann við að hreinsa grænmetið og skerastilkanaíburtu. Sjóðið salt- vatn í potti og látið suðuna koma upp. Skellið hrafnaklukkunni í sjóðandi vatnið og sjóðið í eina mínútu. Takið því næst pottinn af eldavélinni og frískið grænmetið við með því að setja undir kalt vatn. Því næst þarf að pressa allt vatn úr hrafnaklukkunni. Takið perlulaukinn, afhýðið hann, sax- ið niður og mýkið á pönnu án þess að brúna hann. Þetta á ekki að taka nema mínútu eða svo. Næsta skref er að setja ýsuna með lauknum í hakkavél. Bætið þá eggjunum út í og því sem eftir er af smjörinu. Hrærið vel sam- an. Takið % af ýsunni og setjið til hliðar. Hrafnaklukkunni er bætt út í þriðja hluta físksins og þetta hrært saman þar til komin er fag- ur grænn massi. Kælið báðar út- gáfumar af ýsunni í ca. 30 mín. Hitið ofninn við 275 gráðu hita. Setjið eitt lag (notið til þess helminginn af hvíta fiskinum) af ýsu í jólakökuform (eldfast leirform er miklu skemmtilegra og frambærilegra á borði en ef það er ekki til á heimilinu gerir gamla góða jólakökuformið ná- kvæmlega sama gagn.) Setjið því næst eitt lag af laxa- ræmunum og ofan á það eitt lag af græna massanum. Síðan er sett aftur lag af þeim laxi sem eftir er Matar- hom Mariu og svo síðast afgangurinn af ýs- unni. Setjið álpappír yfir formið og leyfið kæfunni að bakast í 2Vi- 3 klst. Kælið vel áður en þetta er borið á borð. Peking önd með rúsínusósu Peking önd 85 gr rúsínur 1 perlulaukur 55grsmjör salt 1 sneiðfranskbrauð hveiti 1 matskeiðolía 4ræmurbacon 1 lítiðsherryglas 1.5 dl kjötsoð (hægt er að komast hjá því að sjóða innyfl- in íkjötsoð. í staðinn másetja súputening í heitt vatn) Setjið rúsínurnar á pönnu og látið kalt vatn rétt fljóta yfir. Hit- ið að suðu og látið malla í ca. 2-3 mín. Brúnið því næst perlu- laukinn á pönnu en gætið þess að hafa saxað hann niður fyrst. Setj- ið brauðsneiðina inn í öndina. Hitið ofninn við 200° hita. Púðrið öndina með hveitinu. Léttsteikið öndina því næst í einu lagi á öllum hliðum. Bindið bac- onið (beikonið) utan um öndina og steikið í ofni í ca. 35 mín. Hell- ið örlitlu vatni yfír 1-2 sinnum á meðan steikt er. Takið baconið af fuglinum fimm mín. áður en steikingu er hætt. Þegar fuglinn er tilbúinn skal slökkva á ofnin- um ná í álpappír setja hann utan- um fuglinn og geyma í ofninum þar til hann er borinn fram. Sósa Setjið rúsínurnar á pönnuna með afgangs fitu frá því fyrst og bætið út í það kjötsoðinu. Látið hitna og bætið síðan sherryinu út í og látið krauma. Að lokum skal salta eftir smekk. Sítrónufroða 2 sítrónur 3 matskeiðar strásykur 1 glas þurrt hvítvín eða sherry 6 dl þeytirjómi Rífið sítrónubörkinn og látið hann liggja í legi með safa úr ann- arri sítrónunni, sykrinum og vín- inu. Látið liggja að minnsta kosti í einn klukkutíma. Því næst skal setja löginn í stóra skál, þeyta rjómann og blanda honum út í löginn. Berið fram vel kælt með makkarónum. LENGI BYR AÐ FYRSTU GERÐ. Dagvist barna í Reykjavík rekur 61 dagvistarheimili víðs vegar um borgina fyrir um 4000 börn á aldrinum 6 mán — 10 ára. Megin viðfangsefni Dagvista er að búa hinum ungu Reykvíkingum þroskavænleg uppeldisskilyrði í öruggu og ástríku umhverfi í leik og starfi með jafnokum. Við erum nú þegar um 600 manns sem önnumst þessa yngstu borgara, en til að ná ofangreindum markmiðum þurfum við liðstyrk áhugasamra einstaklinga. Við óskum eftir: Fóstrum, þroskaþjálfum, uppeldis fræðingum (BA — próf eða sambærilegt), einstaklingum sem hafa öðlast reynslu við uppeldi eigin barna, einstaklingum sem vilja öðlast reynslu í dagvistaruppeldi fyrir væntanlegt nám. Allar nánari upplýsingar um störíin gefur Fanny Jónsdóttir, deildarstjóri í síma 2 72 77 alla virka daga frá kl. 9.00 — 16.00 og í síma 2 14 96 laugardag og sunnudag frá kl. 11.00 — 15.00

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.