Þjóðviljinn - 08.11.1987, Blaðsíða 4
Skáld vinna alltaf með til-
finningarsínarhangandi
utan á sér,
Nína Björk Árnadótti r í við-
tali vegna nýútkominnar
skáldsögu
„Erótík... Erótík er alls ekki
bundin við kynlífslýsingar.
Erótík er í manni eða ekki.
Alveg eins og þegar við erum
að tala saman núna, þágœti
verið erótík á milli okkar, þó
það vœri ekkert skylt sexi.
En maður velur sér það ekki
að vera erótískur. Ogþað er
tíka misjafnt hvað maður
nœr af erótík út úr öðrum,
bœði meðfasi og augnaráði.
En það er vanþekking og
sjúkt þegar erótík er blandað
saman við klám. Klám er
andstœða erótíkur. Ener er-
ótík blandast kynlífi, hlýtur
það að vera mjögfallegt
kynlíf. Það er líka hœgt að
lýsa landslagi á erótískan
hátt. Það er bara ekkert ís-
lenskt orð tilyfir erótík, ekki
nema ástúð eða munúð, sem
nœrþvíekki alveg. Erótík er
svo fallegt orð... “
Ragnar Isleifur Bragason, yngsti sonur Nínu Bjarkar og Braga
Kristjánssonar, með móður sinni. „Börn eru sköpunarverk
guðs - eins og listaverk. “
Mig langar svo
AÐ
sagði
Ef þú hefureinu sinni komið út
í Flatey á Breiðafirði sefur
eyjan í þér æ síðan; kyrrð og
þrotlausfuglasöngur, leikurí
fjöruborði og eilífð í andartaki.
Þegar ég fór með Nínu og
Braga út í Flatey, hafði ég ver-
ið þar áður með foreldrum
mínum. Þegarsíðastaskipfór
suður. En nú var ég ráðin til að
passaAraGísla, litlafrænda
minn. Ég man að ég bakaði
rusínulummur á hverjum degi
og þykist voða stolt af því
núna, því ég var ekki nema
ellefu ára. A kvöldin kom fólk
af næstu bæjum í heimsókn
og sagðar sögur í eldhúsinu
og þegar ég var komin upp í
rúm las ég frumsamdar sögur
fyrir Nínu Björk og bað hana
kurteislega um álit. Svo erum
við náttúrulega búnar að hitt-
ast mikið í gegnum árin, bæði
í Vesturbæjarsundlauginni og
ífjölskylduboðum. Þess
vegna fannst okkur það báð-
um svolítið fyndið, þegar við
settumst niður í stofu á
veitingastaðnum Við tjörnina,
að ég ætlaði að taka viðtal við
hana. Við yrðum eiginlega að
fara íviðtalsleik. Umhverfið
var líka alveg upplagt, bar-
stofan var einsog klippt út úr
tíma bókarinnar. Og tjörnin á
sínum stað.
Nína, íframhaldiafvið-
brögðum við leikritinu, Líftil
einhvers, á ég þá ekki að
spyrjaþig, hvortþú lifirmjög
spennandikynlífi?
Nei gvuð, segir Nína Björk og
skellihlær, hvað heldurðu að
fólk haldi. Það væri bein árás
á ímyndunaraflið.
En Nína Björk var að skrifa
sínafyrstu skáldsögu Móðir
Kona Meyja sem er nýkomin
út á vegum Forlagsins. Hún er
löngu landsþekkt fyrir Ijóð sín
og leikrit:
Okei, þá hefjum viö viðtals-
leikinn. Nína, þetta er fyrsta skáld-
sagan þín: Hvernig stendur á
henni?
- Guðbergur hvatti mig til þess
í upphafi. Af hverju skrifarðu
ekki skáldsögu, sagði hann. Og
ég var þess fullviss um að ég gæti
það ekki og sagðist ekki geta
skrifað umhverfislýsingar og þess
háttar. Þá gerirðu það bara öðru
vísi, sagði Guðbergur og svo
alltaf þegar við hittumst, spurði
hann: Ertu byrjuð? Höfundar fá
oft ekki hvatningu sem skyldi.
Forlagið sýndi mér svo áhuga og
ég spurði þá í gríni og alvöru
hvort ég ætti ekki að skrifa erót-
íska skáldsögu, og þeir sögðu já.
Ég hef líka fengið mikla uppörv-
un frá manninum mínum og son-
um mínum. Þá var Flóki mjög
uppörvandi. Ég las alltaf fyrir
hann, kaflana sem ég lauk við og
við ræddum efnið. Þegar ég svo
frétti lát hans, lá beinast við að
tileinka honum bókina.
- Heimurinn eða tímabilið sem
þú notar í sögunni. Þekkirðu
hann?
- Ég þekki þessi hverfi, bæði
fínu hverfin og braggalífið. Ég
kynntist stúlkum sem voru í „á-
standinu", það er einsog þær hafi
aldrei getað sætt sig við íslend-
inga sem elskhuga. Þetta er alls
engin árás á íslenska karlmenn,
en útlendingar eru eða voru eftil-
vill opnari á þessum tíma. Villý er
óvenju blíður. Honum er eigin-
legt að kyssa Helgu á gagnaugun
og lófana. Þannig voru kanarnir
kannski ekki blíðari heldur opn-
ari. íslenska þjóðin er búin að lifa
svo lengi við bælingu, fyrst og
fremst í þessum efnum. Þjóðin er
mjög lokuð og það gerir bæði
landslag og veðurfar. Á þessum
tíma fór fólk miklu minna til út-
landa og engin umræða um til-
finningamál miðað við það sem
nú er. Faðir Helgu er t.d. mjög
lokaður. Hann þorir ekki að sýna
neinum ást nema litla barninu.
LIFA .
VILLY
Hjálmar hinsvegar, hann er bæði
menntaður og auðugur og þó
hann sé líka bældur, þá hjálpar
hann Heiði við að rækta sinn
harm. Og hann lofar þeim frum-
krafti sem Helga er, að draga sig
ofaní kjallara til sín. Það er eins-
og kraftur ungu stúlkunnar í
sveitinni taki sér bólfestu í öðrum
persónum. En konur einsog
Heiði, þekkti ég líka þegar ég var
ung. Þær sátu sumar með hend-
urnar oní rósavatni, tvo tíma á
dag. Þannig eru Helga og Heiður
miklar andstæður. Heiður kom
fyrst til mín sem skrípamynd, en
byrjaði svo að gráta inni í mér og
lét mig ekki í friði. En fyrst allra
kom Helga. Svo komu þau hvert
af öðru. Villý var lengi á leiðinni.
Hann var alveg að gera mig vit-
lausa. Sína og Setta voru
feimnastar og komu síðast - al-
veg. En það er líka saga Sínu sem
lokar hringnum.
- Helga virðist fara mjög illa út
úr samskiptum sínum við hjónin?
- Ég held að maður fái alltaf í
staðinn, ef maður gefur. Kannski
er það einmitt boðskapur bókar-
innar: Að gefa hvort öðru. Helga
er mjög óbeisluð og veit ekki
hvað hún vill með líf sitt. Hjónin
kosta hana til náms og þannig er
henni gert kleift að setja líf sitt og
tilfinningar í ákveðinn farveg.
Sem ég held að sé nauðsynlegt að
við gerum. Og það er töluvert á
þessum tíma, að þau skuli kosta
hana til náms. En þetta fer líka
eftir því hvernig maður lítur á
það. Og hvað kaupir maður ekki
nútildags. Svo held ég að við
eigum ekki alltaf að vera hugsa
um hvað við fáum í staðinn.
- Þú talar um að persónurnar
komi til þín...
- Já. Þær gera það. Ég lenti á
spítala þegar ég var með bókina í
miðjum klíðum. Þegar ég vakna
eftir svæfingu er ég niðurbrotin
og finnst ég ekki geta haldið
áfram með hana. Þá heyri ég
rödd Villýs sem segir: Mig langar
svo að lifa. En þetta er náttúru-
lega yfirnáttúrulegt ástand miðað
við lífið. Það er yfirnáttúrulegt að
yrkja. Og það getur tekið á. En
ég hef verið heppin og mér hefur
verið hjálpað mikið af mínu nán-
asta umhverfi og það er ómetan-
legt. Svo þegar Helgu tekst að
segja við Villý, að hann skuli lifa
áfram, þá er fólgið frelsi í því,
fyrir hana. Hún segir það eftir að
hafa heyrt sögu Settu, sem bjarg-
ar henni. Við höfum svo ótrúlega
mikil áhrif hvort á annað.
- Þarf maður að hafa átt erfiða
bernsku til að verða skáld?
- Skáldgáfan er í manni, en öll
lífsreynsla dýpkar mann og er
dýrmæt. Þó gerir hún suma
beiska. Skáldið verður að læra að
þroska sig, til að geta betur unnið
með skáldgáfu sína. Skáld vinna
með tilfinningar sínar, sem þau
eru alltaf með hangandi utan á
sér. Að skrifa hefur bæði andlegt
og líkamlegt slit í för með sér. Ég
held að það blundi geðveila í okk-
ur öllum, en ef listamanninum
tekst að vinna úr þessari geð-
veilu, þá er hann „save - so far“.
(Hér hlær skáldkonan). Ég held
að það sé mikil listgáfa í Islend-
ingum, sem brýst út í öðru en að
skapa. Ég er ekki að tala um að
allir verði frægir listamenn, en að
fólki sé gert kleift að rækta
sköpunargáfu sína. Tónlist, dans,
raddþjálfun, og leiklist ætti að
kenna í skólum. Þá myndum við
ekki sitja uppi með þetta vand-
ræðaþjóðfélag. En þessar hliðar
eru ræktaðar á barnaheimilum,
en svo þegar í skólann er komið,
blasir við hraðlestur og allir eiga
að sitja og standa í beinni röð.
Stjórnvöld ættu að stefna að því
að hlúa að börnum og sköpunar-
gáfu þeirra. Ég held að það sé
betri fjárfesting en margt annað.
- Hvernig líður þér svo núna,
þegar þú ert búinn að skera á
naflastrenginn við persónurnar?
- Mér finnst ég vera í lausu
lofti. Einsog Halldór Laxness
sagði þegar hann var spurður að
því hvað hefði orðið um Amald í
Ameríku. Laxness þóttist fyrst
ekkert skilja, en svo þegar hann
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. nóvember 1987