Þjóðviljinn - 08.11.1987, Blaðsíða 11
Ljóðaárbókin
kýnnt. Skáldin
Kjartan Árna-
son og Berg-
lind Gunnars-
dóttirskoða
skrif Eiríks
Hreins Finn-
bogasonar.
Fyriraftan
standaþeir Jó-
hann Hjálm-
arsson og Sig-
urður
Valqeirsson.
Ljóð,
Viljum sýna það besta
SigurðurValgeirsson útgófustjóri ABíörspjalli um Ljóðaórbókforlagsins
Við teljum vera þörf fyrir
svona bók, enda auöveldar
lagsins í spjalli um Ljóðaárbók
1988 sem forlagið hyggst
gefa út næsta vor.
Ritnefnd Ljóðaárbókarinnar
er skipuð skáldunum Jóhanni
Hjálmarssyni, Berglindi Gunn-
arsdóttur og Kjartani Árnasyni.
Öllum er heimil þátttaka og skulu
Ijóð send í pósthólf 9, 121
Reykjavík, merkt LJóðaárbók.
hún fólki að rata í gegnum
þann frumskóg sem íslensk
Ijóðaútgáfa óneitanlega er“,
sagði Sigurður Valgeirsson,
útgáfustjóri Almenna bókafé-
- En er búist við að viðurkennd
skáld taki þátt?
„Það vona ég. Mörg þeirra
skálda sem komin eru af léttasta
skeiði gefa út bækur með það
löngu millibili að þau ættu að eiga
eitthvað í fórum sínum. Eins er
með þau skáld sem hafa að mestu
leyti snúið sér að skáldsagnarit-
un. Við vonum því að þekkt sem
óþekkt skáld taki þessu framtaki
vel. t*að er síðan ekki útilokað að
við leitum til einstakra manna um
þátttöku”.
- Það er semsé ekki meiningin
að draga upp mynd af íslenskum
„nútímaalþýðukveðskap“?
„Nei, nei. Við viljum sýna það
besta sem verið er að gera. En
mér finnst endilega að allir ættu
að reyna og skemmtilegast yrði ef
þarna kæmu fram á sjónarsviðið
efnileg skáld ásamt þeim sem eru
gamlir í hettunni".
- Nú hefur Ijóðaútgáfa þótt
fremur ógœfulegur bisness, ekki
satt?
„Jú, hún hefur þótt það. Það er
hinsvegar engin ástæða til að
leggja árar í bát og ég held að bók
af þessu tæi geti vakið áhuga
margra og jafnvel leitt þá til frek-
ari kynna af einstökum skáldum.
Þetta er náttúrlega ekkert stór-
gróðaverkefni - en markmið for-
lagsins er að halda uppi fjöl-
breyttu menningarstarfi. Og
þessvegna hljóta ljóð ávallt að
skipa veigamikinn sess hjá okk-
ur-“ - hj.
EINAR MÁR GUÐMUNDSSON
Vœngjasláttur
á norsku
Skáldsaga Einars Más Guð-
mundssonar, Vængjasláttur í
þakrennum, kom nýlega út hjá
Cappelen forlaginu í Noregi
undir nafninu Vingeslag i tak-
renna. Er bókin þýdd af Joni
Sveinbirni Jónssyni sem er rit-
stjóri hjá Cappelen forlaginu.
Viðbrögð norskra gagnrýnenda
við Vingeslag í takrenna hafa verið
skjót og góð. I einum dómi segir
meðal annars:
„Pá sett og vis er romanen helt
og holdent realistisk og burde der-
for ikke avskrække det „store bu-
blikum" men samtidig inneholder
den gudbedre nok surrealistisk
sprengstoff til á sende halve den
norske forfatterstand til Jupiter".
Valgerður Kristjónsdóttir ritstjóri Minnisbókar Bókrúnar 1988 afhendir hér fyrstu eintökin þeim konum sem sérstaklega
voru beðnar að rita í bókina. Frá vinstri talið er Elísabet Jökulsdóttir skáld, séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir, Salome
Þorkelsdóttir alþingismaður, Hrafnhildur Schram listfræðingur og ritstjórinn. Á myndina vantar Dóru Guðmundsdóttur
verslunarmann.
Ný dagbók
Fjölbreyít efni í öðru vísi almanaksbók Bókrúnar
Forlagið Bókrún, hefur gef-
ið út almanaksbók fyrir árið
1988, með fróðleik fyrir hvern
dag um ævi og störf kvenna.
Þá er gullkornum haldið á lofti,
sem fólk hefur látið frá sér fara
í tímans rás. Við upphaf hvers
mánaðar er heilsíðu Ijósmynd
sem tekur mið af einhverju
sem gerst hefur í þeim mán-
uði.
Fimm valinkunnum kon-
um var boðið orðið og rita þær
á eina síðu hver. Aftast er
fróðleikur um stöðu kvenna í
samfélaginu.t.d.skráyfirþær
konur sem hafa verið kosnar
á Alþingi frá upphafi og konur
sem kjörnar hafaverið íborg-
arstjórn Reykjavíkur.
Minnisbókin er fáanleg á öllum
helstu bóksölustöðum. Hönnuð-
ur hennar er Elísabet Cochran.
Ritstjóri Minnisbókarinnar er
Valgerður Kristjónsdóttir, vara-
formaður Bókrúnar.
Bókrún hefur áður gefið út
vandaða útgáfu af útvarpserind-
um Bjargar Einarsdóttur um ævi
og störf íslenskra kvenna. Og í
sumar kom út ljóðabókin, Bókin
utan vegar, eftir Steinunni
Eyjólfsdóttur.
Minnisbók Bókrúnar kom
áður 1986, og ætti því að vera
fengur að henni nú. -ekj.
Sunnudagur 8. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA
Keilir:
Nú skáld-
saga eftir
Jón Dan
1919 - Árið eftir spönsku
veikina
Skáldsaga eftir Jón Dan: „ 1919 -
Árið eftir spönsku veikina" er
komin út á vegum „Bókaútgáf-
unnar Keilis, sf.“
Eftir að spánska veikin geisaði
hér á landi í nóvember og des-
ember 1918 átti margur um sárt
að binda. Enn er uppi fólk sem
man hana og enn eru menn á lífi
sem þá misstu ættmenni eða for-
eldri, annað eða bæði. Taliðerað
í Reykjavík einni hafi tíu þúsund
manns fengið veikina en þrjú
hundruð látist.
Segjamá aðsagan „1919-Árið
eftir spönsku veikina" byrji um
þær mundir sem pestin fjarar út.
Miðaldra kona ræður sig á heimili
suður með sjó þar sem plágan
hefur tekið sinn toll. Heimilis-
fólkið er ekkill og sex strákar,
móðirin fallin frá. Ráðskonan
bindur sig aðeins til eins árs, sem
að vísu teygist dálítið úr, en hún
hefur ekki lengi dvalist á bænum
þegar hún skynjar að ekki er allt
sem sýnist.
„1919 - Árið eftir spönsku
veikina" er skáldsaga sem byggð
er á raunverulegum atburðum.
Umsjón
Hrafn
Jökulsson
«e'eí£L
sSiSS
923*»
heb
as^a.
BÓKASÍÐAN
Demantstorgið
komið út
Út er komið hjá FORLAGINU
skáldsagan DEMANTSTORGIÐ
eftir Mercé Rodoreda (1909-
1983). Hún er í hópi svonefndrar
útlagaskálda spænsku þjóðar-
innar, þeirra sem flúðu land í
borgarastyrjöldinni og áttu ekki
afturkvæmt. DEMANTSTORGIÐ
er eitt af sígildum meistaraverk-
um spænskra bókmennta á
þessari öld og hef ur verið þýdd á
fimmtán tungumál.
Um efni bókarinnar segir m.a. á
kápubaki: Það er dansað á Dem-
antstorginu í Barcelona. Natalia er
ung og einföld stúlka sem hittir pilt
þar og verður ástfangin - giftist og
eignast börn. En hversdagsleikinn
breytist brátt í harmleik - borgara-
styrjöldin hefst og maður Natalíu
grípur til vopna. Natalía verður ek-
kja og örvæntingin nær tökum á
henni þegar hún horfir á börn sín
afskræmd úr hungri. Aðeins tilvilj-
un ein getur bjargað þeim frá tor-
tímingu."
Guðbergur Bergsson rithöfund-
ur þýðir söguna úr katalónsku og
ritar eftirmála.