Þjóðviljinn - 08.11.1987, Blaðsíða 12
/
Auan
- Alþýðuleikhúsið frumsýnir tvo
einþáttunga eftir Harold Pinter
Þú finnur ekki.
Sársaukann.
Þú situr við hafið.
Með sól í augum. Haf. í hári.
Lífið er hvergi. Nema hér.
Leikur fjallanna dansar í líkama þínum.
Þú getur ekki. ímyndað. Þér sársaukann.
Pyntingar og fullkomið ofbeldi.
Við annað haf.
Við önnur fjöll.
Líf sem slokknaði ánþess að deyja.
Regin niðurlæging fórnarlamba sem bíða.
Þess aldrei bætur.
Hvað hefur verið gert.
Síðan er inni í þeim. Óbrúanlegt hyldýpi.
Sem á að vera.
Sem enginn þekkir.
Þú situr við hafið. Með sársauka í hári.
Sölt tár þín hverfa í það.
Líkami þinn hvergi og. Fjöllin hafa aldrei ætlað að
fullnægja þér.
Eygir óttaslegna von út við sjóndeildarhringinn.
Þú reynir að finna. Til.
Þú ert ekki. Þar.
Svo allt í einu ertu þar. Þú situr í sal. Og horfir á.
Vaknar upp af 29 ára gömlum svefni og sérð ótal
torfærur á leiðinni. Brúðarslör og varalitir og frænkur
viðurkenndra hugmynda, eru einsog vegvísar á
leiðinni. Þegar þú kemur á leiðarenda stendur þar
einhver glottandi og segir undarlega: Þarna plataði ég
þig! Þú verður að komast undan, stefna í nýja átt... út í
buskann, fram af hengifluginu. Nema þú sofnir í gildr-
unni og viljir aldrei vakna aftur. Rúm eru hættuleg.
Eins konar Alaska
Alþýðuleikhúsið frumsýnir tvo einþáttunga eftir Har-
old Pinter, Einskonar Alaska, og Kveðjuskál, í Hlað-
varpanum, laugardaginn 7. nóvember klukkan 16.
í byrjun aldarinnar breiddist kynleg farsótt út um
Evrópu og síðan um allan heim. Oráð, dauðadá,
krampi og svefnleysi voru helstu einkenni. Veikin var
nefnd, ancephalitis lethargica (latína!) eða svefn-
leysi. Á næstu tíu árum sýktust tæpar fimm milljónir
manna af sjúkdómnum sem varð rúmum þriðjungi
þeirra að fjörtjóni. Fimmtíu árum síðar, árið 1969, kom
undralyfið L-DOPA til sögunnar og sneru þá margir
sjúklinganna til lífs á ný.
Leikrit Pinters segir frá konu, sem vaknar af slíkum
dásvefni, fyrir tilstuðlan lyfsins, eftir 29 á'r. Pinter bygg-
ir leikrit sitt að nokkru leyti á bók, sem læknir nokkur
skrifaði um málið. María Sigurðardóttir, leikur kon-
una, Deborah, sem sefur og vaknar. Þröstur Guð-
Þór H. Tulinius og Arnar Jónsson í hlutverkum sínum. Tekið á æfingu.
bjartsson leikur lækni hennar og Margrét Ákadóttir
leikur Pauline, systur konunnar.
Kveðjuskál
Heitir á frummálinu One for the road. í mars 1985
heimsóttu Harold Pinter og Arthur Miller Tyrkland á
vegum PEN-klúbbsins. Þar hittust yfir hundrað rithöf-
undar, menntamenn og verkalýðsleiðtogar, sem flest-
ir höfðu um tíma setið í herfangelsum og flestir þeirra
verið pyntaðir. í yfir 90 þjóðlöndum eru pyntingar, sem
er fylgifiskur fangelsunar daglegt brauð og viðurkennd
aðferð. í Kveðjuskál reynir Pinter að fá áhorfandann til
að horfast í augu við og viðurkenna þessa skelfilegu
staðreynd. En Harold Pinter hefur verið virkur í baráttu
Amnesty International.
Arnar Jónsson leikur kúgarann, en þess má geta
að Alan Bates treysti sér ekki til að leika hlutverkið í
frumuppfærslunni, nema í skamman tíma. Þór H. Tul-
inius Jeikur mann sem hefur verið fangelsaður, Mar-
grét Ákadóttir leikur konu hans, sem einnig situr í
fangelsi og Oddný Arnardóttir leikur barn þeirra.
Guðrún Svava Svavarsdóttir gerir leikmynd og
búninga fyrir báða einþáttungana, lýsingu annast
Sveinn Benediktsson, Ingibjörg Björnsdóttir er
aðstoðarmaður leikstjóra, en Inga Bjarnason leik-
stýrir báðum verkunum. Jón Viðar Jónsson þýddi
Einskonar Alaska, en Sverrir Hólmarsson þýddi
Kveðjuskál. Sýningar verða tíu talsins. Næstu sýn-
ingar verða þriðjudagskvöldið 10. nóv. og
fimmtudagskvöldið 12. nóv. og hefjast kl. 22.00.
Bæði þessi leikrit Harolds Pinters hafa vakið gífur-
lega athygli og er að margra áliti með því besta sem
hann hefur skrifað. -ekj.
Leikur er lífsreynsla
María Sigurðardóttir leikur
hlutverk Deborah, konunnar
sem vaknar upp af svefni eftir
29 ár.
- Hvemig er að kljást við hlut-
verkið?
„Það er mjög gaman. En líka
erfitt. Hlutverkið gefur enda-
lausa möguleika í túlkunarleið og
það er mjög inspírandi. En þetta
er líka hræðileg upplifun, það
grípur hana svo mikil hræðsla
þegar hún vaknar. Hún getur
ekki með nokkru mótið fundið
inní sér að tíminn hafi liðið. En
hlutverkið þróast auðvitað á
æfingum og þannig náum við
saman, ég og þessi kona. Ég finn
þætti í sjálfri mér sem ég vissi
ekki að ég ætti til, þannig eru góð
hlutverk mikil lífsreynsla. En
maður iifir og hrærist í þessari
konu. Og ef maður hefur áhuga á
fólki, einsog ég býst við að leikar-
ar hafí, þá gefur það manni mjög
mikið, að reyna að ganga eins
langt og hægt er, í því að kynnast
henni og ná henni á sitt vald. Svo
nær hún mér. En hún er einsog
óskrifað blað: Hún hefur sofið í
29 ár. Og það er svo skrítið, að þó
hún sé eiginlega allan tímann í
rúminu, hef ég aldrei verið eins
frjáls að því að prófa ýmsar leiðir.
í svona hlutverki hugsar maður
ekki um stöður. Leikritið leiðir
líka hugann að allskonar sjúk-
dómum og fötlun, mér dettur í
hug stúlkan, sem sagt er frá í bók-
inni, „Á leið til annarra manna“.
- En Pinter sjálfur. Hvað viltu
segja um hann?
„Ég hef aldrei leikið Pinter
áður. Hann er mjög merkilegur.
Hann gefur t.d. nánast aldrei
leiklegar fyrirskipanir en þær
sem hann gefur, eru hárná-
kvæmar, og hlýði maður ekki
þessum fyrirskipunum, verður
allt rangt. Hann notar mikið
þagnir, það er annað hvort þögn,
eða löng þögn. Þagnirnar eru
barátta út af fyrir sig.“
-ekj.
Marfa Sigurðardóttir leikari.
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. nóvember 1987