Þjóðviljinn - 08.11.1987, Blaðsíða 9
samherjar hans stundum eins og
tvískiptir í sínum málflutningi.
Þess vegna viðurkennir hann,að
enginn hafi einkarétt á
sannleikanum (og er það góðs
viti). Og um leið treystir hann því
að einnig þetta „hálfa skref“, sem
áðan var minnst á, dugi til rót-
tækra breytinga, enda hafi „só:-
íalisminn sem samfélagskerfi sý:
fram á að hann ráði yfir miklu '-
möguleikum til að leysa i,
flóknustu vandamál félagsleg:.:
framfara" að því er hann segir .
bók sinni.
OKTÓBERBYLTINGIN 70 ÁRA
Stalín (fyrir miðju) á grafhýsi Lenins 7. nóvember 1952: talað er um Ijós og
skugga í sögunni án þess að mál séu brotin til mergjar.
(Gorbatsjov) í sögu Sovétríkj-
anna eða gera heildarúttekt á
niðurstöðum samfélagsþróunar í
landinu. Þeir eru stöðugt í sveiflu
á milli þess að viðurkenna að sov-
éskt þjóðfélag eigi við alvarleg
vandamál að stríða sem eru þess
eigin, fædd af sjálfri samfélags-
gerðinni, og þeirrar pólitísku
nauðsynjar að halda því til
streitu, að hið sovéska þjóðfélag
beri af öðrum, þrátt fyrir allt.
Til dæmis segir margnefndur
Písarevskí: „Sósíalisminn er ekki
Paradís á jörðu... Engu að síður
er sósfalisminn hið réttlátasta af
öllum kerfum að mínu mati“.
Með þeirri staðhæfingu er tal-
að um Sovétríkin ein en aðrir til-
burðir til sósíalisma látnir liggja
milli hluta. Og röksemdirnar
fyrir ágæti kerfisins eru þessar
hér:
„Hvergi er maðurinn eins
verndaður og í hinu sovéska
kerfi. Fjölmargar kynslóðir sov-
éskra þegna þekkja ekki til
atvinnuleysis, arðráns, átaka
milli ríkra og fátækra, þekkja
ekki þær aðstæður þar sem for-
réttindastétt ræður lögum og
lofum, þar sem eignarétturinn
ríkir og fjölskylduböndin".
Þarna mætti vel tala um þá
„sjálfshælni“ sem áður var varað
við. Til dæmis að taka hljóta
menn að spyrja að því, hvort al-
þýðan sé fullsæl yfir því að vera
laus við forréttindastétt auðsins
og einkaeignarréttarins ef hún
fær yfir sig í staðinn forréttinda-
hópa valdsins og lokaðs afnota-
réttar af ýmsum lífsgæðum. Slík
spurning á þeim mun frekar rétt á
sér sem Gorbatsjov sjálfur hefur
óspart skotið á hinar dáðlausu
sovésku stjórnsýslustéttir, sem
hugsi ekki um annað en slá
skjaldborg um fríðindi sín. Og
Gorbatsjov sjálfur á það til að
minna á það að jafnvel svo já-
kvæður hlutur sem félagslegt ör-
yggi ( meira að segja stærsta
tromp sovétkerfisins, atvinnuör-
yggið) sé ekki einhlítt : það leiði
hjá ýmsum til leti og ómennsku
og sníkjulífs.
Lífsnauðsyn
breytinga
En hvað um það. Hvað sem
líður heildarmati á hinni sovésku
tilraun er það viðurkennt í há-
tíðaræðum og greinum, að mikil
þörf sé á perestrojku, á þeirri
„endurskipulagningu", á að
„koma á lýðræði í lífi og starfi".
Það sé lífsnauðsyn. Án þess verði
engar framfarir. Og verkefnið er
talið svo stórt og mikið að því er
helst líkt við byltingu, þó ekki
sjálfa Októberbyltinguna. Gor-
batsjov segir í bók sinni um per-
estrojkuna, sem senn kemur út á
íslensku, að Lenín hafi bent á að
til að fylgja eftir árangri borgara-
byltingarinnar miklu í Frakklandi
1789 hafi þurft tvær í viðbót -
byltingarnar 1830 og 1848 - og
því skyldum við þá ekki þurfa
okkar framhaldsbyltingu?
Það er einmitt þegar Gorbat-
sjov telur upp ástæður þess að
perestrojka hans sé nauðsynleg
að hann gengur lengst í að ala á
efasemdum um að Sovétríkin
séu, þrátt fyrir allt, hinn besti
hugsanlegi heimur allra heima.
Hann telur í fyrrnefndri bók sinni
atriði á borð við þessi hér: Á und-
anförnum fimmtán árum hefur
hagvöxtur dregist saman um
helming og nálgaðist á síð-
astliðnum árum núllið. Mein-
semdir í áætlanabúskap og
stjórnsýsiu sáu til þess að meiru
var sóað af orku og hráefnum við
framleiðslu vöru en í öðrum iðn-
ríkjum. Sóun og ábyrgðarleysi
leiddu til mikils vöruskorts. Djúp
Gorbatsjov með ungum verkakonum: Nú er að duga eða drepast.
var staðfest milli orða og gjörða
svo enginn trúði lengur því sem
ráðamenn sögðu. Um leið og
mikil siðferðileg hnignun breiddi
úr sér, neituðu þeir sem með völd
fóru að horfast í augu við ótal
félagsleg vandamál.
Til hálfs
Þessir hlutir allir eru ræddir af
miklum tilþrifum í sovéskum
blöðum nú á síðustu misserum
glasnost, opnari umræðu. Þeir
eru ræddir, menn láta í ljós reiði,
hneykslan eða gremju. En rétt
eins og þegar komið er að erfið-
um staðreyndum í sögunni (Stal-
ín, hreinsanirnar o.fl.) þá er
skrefið stigið til hálfs. Vandamál-
in eru nefnd, það er rætt um hugs-
anlegar leiðir til að bæta úr, en
málin eru ekki krufin til mergjar.
Það er - rétt eins og á dögum
Khrúsjovs - látið undir höfuð
leggjast að spyrja djarfra spurn-
inga um þær kerfisbundu mein-
semdir sem hafa riðið harðan
vandamálahnút að því þjóðfé-
lagi, sem helst vill ekki afsala sér
fyrra tilkalli til að vera sjálfur
tindur mannkynsögunnar, bað-
aður í morgunljóma vonarinnar.
Þess vegna eru Gorbatsjov og
Sunnudagur 8. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9