Þjóðviljinn - 10.11.1987, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 10.11.1987, Qupperneq 11
ERLENDAR FRETTIR Málaliðar kontra Tíminn vinnur gegn þeim Framlög til kontrafara minnkandi á sama tíma og miðamerísku friðaráœtluninni vexfylgi. Foringinn, Reagan, áaðeinsfjórtánmánuði eftir á forsetastóli Framtíð málaliðahreyfingar Reaganstjórnarinnar í Mið- Ameríku, kontranna, er allt ann- að en björt um þessar mundir; glaðningurinn sem þeim berst í vopnum og vistum fer þverrandi, og á sama tíma fer stuðningurinn við friðarfrumkvæði Ariasar, forseta Costa Rica, vaxandi. Bandarísk aðstoð upp á hundr- að milljónir dollara er nú uppur- in, og um áramótin verða kontr- arnir búnir að éta upp þá aðstoð sem þeim hefur verið heitið. Ekki eru horfurnar bjartari þegar litið er til heldur fjarlægari framtíðar; Reagan Bandaríkja- forseti á ekki eftir nema rúmt ár í Hvíta húsinu, en talið er fullvíst að vistaskipti á þeim bænum muni hafa í för með sér stefnu- breytingu í málefnum Mið- Ameríku. Bandaríkjamenn hafa veitt kontrum aðstoð upp á 240 milljónir dollara síðan 1981 er Reagan komst til valda, en þá lýsti hann því yfir að í Mið- Ameríku yrði framgangur kommúnismans stöðvaður, jafn- framt því sem hann sakaði stjórn- ina í Managua um að reyna að flytja byltinguna út til nágrannal- andanna. Mikið bakslag kom í stuðning Bandaríkjamanna við kontra er Daniel Ortega, forseti Nicarag- ua, undirritaði friðaráætlun ásamt fjórum öðrum miðamer- ískum forsetum hinn 7. ágúst síð- astliðinn, en meðal ákvæða í því plaggi er að endir verði bundinn á öll fjárframlög erlendis frá til uppreisnarmanna í þessum heimshluta, en stríð geisar nú ekki einasta í Nicaragua, heldur einnig E1 Salvador og Guate- mala. Fram til þessa hafa stjórnvöld í Washington tekið dauflega í sambærilegar friðaráætlanir, en að þessu sinni eiga þau erfiðara um vik, þar sem helsti hvatamað- ur friðaráætlunarinnar, Oscar Arias, forseti Costa Rica, hefur hlotið friðarverðlaun Nóbels fyrir framtak sitt. Það er útbreidd skoðun að svo framarlega sem friðarviðræður fari fram í anda samkomulags forsetanna fimm verði það því sem næst ógerning- ur fyrir Reagan og stjórn hans að svæla fé út úr Bandaríkjaþingi til handa kontrunum svo nokkru nemi. Fimmta nóvember síðastliðinn kom Ortega kontramálaliðunum í opna skjöldu, sem og húsbænd- um þeirra í Washington, er hann gaf þeim færi á vopnahlésvið- ræðum. Inn á þetta hafa kontrar gengist, en fyrir bragðið hefur Reaganstjórnin orðið að fresta fyrirætlunum sínum um að biðja þingið um 270 milljón dollara til handa kontrum. Fyrirhugað var að þessi stórfellda fjárveiting næði til næstu átján mánaða, og þar með binda hendur eftirmanns Reagans um fjögurra mánaða skeið. En Ortega hefur tekið af öll tvímæli um það að lengra verði ekki gengið en að ræða við kontr- ana um vopnahlé. „Ef við göngum lengra glötum við tiltrú þjóðarinnar," segir hann. Stjórnvöld í Managua standa fast á því að við málaliðana hafi þau ekkert að tala. Öðru máli gegni um höfuðpaurinn, Reagan; hann sé réttur aðili að þessu máli. HS Sigurreifir Sandinistar. Málaliðir Kontra, andstæðingar þeirra, eiga nú í miklum andbyr. SKAK Umsjón: Helgi Ólafsson 11. skákin í bið: Kasparov með vinningsstöðu Hrikaleg yfirsjón Karpovs 11. skákin í heimsmeistara- einvíginu milli Karpovs og Kasp- arovs tefldist eins og nokkrar undanfarnar skákir í einvíginu þar sem Karpov hafði hvítt. Karpov varð fyrri til að breyta út af, en engu að síður tefldist skákin svipað og 9. einvígis- skákin. Eftir byrjunina var Kasparov lítilvægu peði undir, og lengi útlit fyrir jafntefli. En allt bendir til þess að Karpov standi nú uppi með tapað tafl eftir yfirsjónina í 35. leik. Hvítt: Karpov. Svart: Kasparov 1. d4-Rf6 2. c4-g6 3. Rc3-d5 4. cxd5-Rxd5 5. e4-Rxc3 6. bxc3-Bg7 7. Bc4-c5 8. Re2-Rc6 9. Be3-0-0 10. 0-0-Bg4 11. f3-Ra5 12. Bxf7-Hxf7 13. fxg4-Hxn + 14. Kxn-Dd6 15. Kgl (Hér breytti Karpov út af 5. og 7. skákinni er hann lék e5). 15. ..-De6 16. Dd3-Dc4 17. Dxc4-Rxc4 18. Bf2-cxd4 19. cxd4-e5 20. d5 (Keppendur léku tuttugu fyrstu leikina á eldingarhraða; notuðu aðeins 18 mínútur til þess arna. Menn voru ekki á einu máli um þessa stöðu. Þannig taldi hol- lenski stórmeistarinn Sosenko að hvítur stæði betur, en norski stór- meistarinn Agdestein var á því að svartur hefði betri stöðu). 20. ... -Bh6 21. h4-Bd2 22. Hdl-Ba5 23. Hcl-b5 24. Hc2-Rd6 25. Rg3-Rc4 26. Rn-Rd6 27. Rg3-Rc4 28. g5 (Pað er mjög hæpið að hvítur eigi nokkuð betra en jafntefli í þessari stöðu, og því kemur á óvart að Karpov skyldi ekki setja stefnuna á skiptan hlut með þráleik). 28. ... -Kf7 29. RH-Rd6 30. Rg3-Rc4 31. Krt (Enn hafði Karpov jafntefli í hendi sér, til dæmis Rfl-Rd6 Rg3-Rc4 og svo framvegi). 31. ... -Ke7 32. Bc5+-Kf7 33. Hf2+-Kg7 34. Hf6-Bb6 8 Æ. áH wm ■ ■ 7 ÍH §jj§ ■ M 6 H lf niB 5 <\ V...\vv m m 4 ■4 ab m 3 nip m m ö 2 m PA 1 ■ ■ m ■ abcdefgh 36. Hc67? (Ótrúlegur afleikur. Ekki var vitað til að Karpov væri í neinu tímahraki. Það er ekki annað að sjá en að honum hafi einfaldlega yfirsést næsti leikur svarts. 35. Bf2 er að líkindum besti leikur- inn, og staðan er enn sem áður jafnteflisleg. Athugið að 35. Be7 er ekki eins gott vegna 35. ...He8. 36. d6-Bd8! og svartur stendur betur). 35. .. Ra5! (Það verður að fara langt aftur í tímann til að minnast þess að Karpov hafi orðið á jafn hrikaleg yfirsjón. Nú tapar hann skipta- mun án þess að fá nokkrar bætur fyrir.) 36. Bxb6-Rxc6 37. Bc7-Hf8+ 38. Ke2-Hf7 39. Bd6-Hd7 40. Bc5-Ra5 abcdefgh 41. Rfl (Hér fór skákin í bið, og bið- leikinn lék Karpov. Það er hæpið að Karpov haldi áfram tafl- mennskunni. Staða hans er von- laus. Þrlðjudagur 10. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.