Þjóðviljinn - 10.11.1987, Page 15

Þjóðviljinn - 10.11.1987, Page 15
FRETTIR Búnaðarfélag íslands hefurráðið tilsín sérmenntaðan mann í fiskeldi Fiskeldi Lands- ráðunautur Sjóefnavinnslan Hálfum milljarði aflétt Sjóefnavinnslan skuldar 530 milljónir. Lagt til að létta skuldum affyrirtækinu og selja hlut ríkisins. Hlutafé aukið um 50 milljónir. Framtíðarspá gerir ráðfyrir aukningu kol- sýrusölu vegna bjórsins Skuldir Sjóefnavinnslunnar voru um 530 milljónir í októ- ber. Þessar miklu skuldir gera framtíðarmöguleika fyrirtækis- ins nánast enga. Hinsvegar gæti Sjóefnavinnslan orðið arðbært fyrirtæki ef skuldum væri létt af félaginu og eftir stæðu skuldir innan við 100 miHjónir króna, segir í skýrslu, sem iðnaðarráð- herra hefur látið gera um fjár- hagslega endurskipulagningu fyrirtækisins, og lögð hefur verið fram á Alþingi. í skýrslunni er lagt til að ríkis- sjóður létti af félaginu öllum skuldum við endurlánareikning ríkissjóðs og Ríkisábyrgðasjóð, samtals 520 milljónum króna svo og skuld upp á 10 milljónir við Sparisjóð Keflavíkur. í staðinn á ríkissjóður að fá verðtryggt veð- skuldabréf að fjárhæð 70 milljónir króna, sem beri 5% árs- vexti og greiðist með jöfnum ár- legum afborgunum á árunum 1991 til 1998. Núverandi hlutafé félagsins er 40 milljónir og er lagt til að það verði fært niður í 4 milljónir króna, en ríkið á 84% í félaginu. Þá er lagt til að hlutur ríkisins verði seldur og að í kjölfar þeirra breytinga verði hlutafé félagsins aukið um 50 milljónir króna. Nýr hlutur greiðist með fjórðungi við kaup en eftirstöðvarnar með verðtryggðu skuldabréfi til fimm ára sem beri 5% ársvexti. Hlutafjáraukninguna á að nota alfarið til nýsköpunar og upp- byggingar félagsins til að styrkja rekstraiforsendur þess. Tvær arðsemisáætlanir fylgja skýrslunni og gerir önnur ráð fyrir sölu kísl en hin ekki. Sam- kvæmt þeim er gert ráð fyrir 7000 tonna saltframleiðslu sem seld verður að mestu leyti á Reykja- nesi. Þá er gert ráð fyrir að Sjó- efnavinnslan hafi 45-55% af kolsýrumarkaðinum næstu 2-3 árin en auki síðan hlutdeild sína vegna nýrra markaða og er þar m.a. minnst á að framleiðsla bjórs og útflutningur á kolsýrðu vatni geti haft veruleg áhrif á stærð markaðarins í framtíðinni. -Sáf Búnaðarfélag íslands hefur nú ráðið til sín sérmenntaðan ráðu- naut í fiskeldi, Óskar ísfeld Sig- urðsson. Að tilhlutan Óskars hef- ur verið myndaður innan Búnað- arfélagsins starfshópur í fiskeldi. í honum eru auk Óskars, Magnús Sigsteinsson bygginga- og bú- tækniráðunautur, Haraldur Árnason vatnsleiðsluráðunautur og Ketill Hannesson hagfræði- ráðunautur. Fiskeldisráðunauturinn og samstarfsmenn hans munu veita þeim bændum, sem nú þegar stunda fiskeldi eða hyggjast taka það upp, leiðbeiningar um þessa búgrein. Margar óskir hafa borist um slíkar leiðbeiningar, bæði frá bændum og öðrum víða um land. Þurfa þeir félagar naumast að kvíða aðgerðarleysinu. Menntun sína hlaut Óskar ís- feld Sigurðsson í Oslóarháskóla í Noregi. Skrifstofa hans er í húsi Búnaðarfélags íslands í Bænda- höllinni. - mhg Landvernd Höfuðborgarsvæðið girtaf Lengd girðingar 68 km. Kostnaður 15,4 millj. Undanfarin fjögur sumur hafa verið lagðir 36 km. af vönd- uðum girðingum umhverfis þétt- býli höfuðborgarsvæðisins, eldri girðingar endurbættar, gerð fjöl- mörg hlið og „prflur“ settar upp. Skógrækt ríkisins hefur séð um verkið, undir stjórn Kristins Skæringssonar skógarvarðar, en yfirumsjón með því hafði sérstök girðinganefnd á vegum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð- inu, undir formennsku Björns Árnasonar bæjarverkfræðings í Hafnarfirði. Lengd eldri girðinga sem nú verða hluti af hinni nýju, er 32 km. svo alls er girðingin 68 km. Ný hlið eru alls 22, nýjar „prflur" 22 og skilti 44. Heildarkostnaður við þessar framkvæmdir er 15,4 millj. kr. á verðlagi nú í sept. Skipting kostn- aðar milli sveitarfélaga er með þeim hætti að lengd nýrrar girð- ingar innan viðkomandi sveitarfélags ræður hálfri hlut- deild en íbúafjöldinn hinum helmingnum. Margt vinnst við þessa fram- kvæmd. Svæðið er varið fyrir ágangi búfjár og þar með skapað- ur grundvöllur fyrir aukna rækt- un og gróðurvernd innan girðing- arinnar. Hægt er að setja sam- ræmdar reglur um lausagöngu búfjár innan girðingar. Nokkur sveitarfélög hafa þegar staðfest slíkar samþykktir en önnur ljúka því á komandi vetri. Loks má svo fjarlægja tugi ef ekki hundruð km. af gömlum girðingum, sem nú eru innan hins friðaða svæðis. - mhg þJÓÐVILJINN •49 68 13 33 Tímiim 68 18 66 49 68 63 00 Blaóburður er I m 4 I m og borgar sig Hlíðar BLAÐBERAR ÓSKAST í: Nýia miðbæ Fellsmúla Þriðjudagur 10. nóvember 1987 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 19 Bakkahverfi (Breiðholti) Seljahverfi Ártúnsholt Kópavog (vestur) Kópavog (austur) Smáíbúðahverfi Fossvog Vesturbæ Seltjarnarnes Hafðu samband við okkur þJÓOVILJINN Síðumúla 6 0 68 13 33

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.