Þjóðviljinn - 10.11.1987, Page 16

Þjóðviljinn - 10.11.1987, Page 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 Þriðjudagur 10. nóvember 1987 251. tölublað 52. órgangur Þjónusta íþínaþágu SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Njarðvík/Keflavík Olíuleki ógnar vatnsbólum 75000 lítrar afdíselolíu úr birgðastöð Bandaríkjahers hafafarið út í jarðveginn í nágrenni vatnsbóla Ytri Njarðvíkinga. Heilbrigðisfulltrúi Suðurnesja: Höfum lengi óttastþettaþví birgðastöðin er löngu úrsér gengin Um 75000 lítrar af díselolíu hafa horfið af tanki banda- ríska hersins í cldsneytisbirgðast- öðinni fyrir ofan Ytri Njarðvík. Mælingar benda til leka í leiðslu frá höfninni í Keflavík að tankin- um, og er talið að lekinn sé í nám- unda við vatnsból Ytri Njarðvík- inga. Leiðslurnar og tankarnir eru um 35 ára og standast ekki nútímakröfur að sögn Jóhanns Sveinssonar heilbrigðisfulltrúa Suðurnesja. Búið var að grafa niður að leiðslunum fyrir neðan tankinn þegar blaðamenn Þjóðviljans komu á vettvang í gær, og voru bandarískir sérfræðingar mættir á staðnum, nýkomnir frá Banda- ríkjunum. Töldu þeir að olíubrák sem finna mátti í polli í gröf við olíuleiðsluna væri ekki díselolía heldur væri um að ræða olíu- myndun frá ófúinni spýtu sem lá í pollinum. Mengunarslys þetta getur þýtt það að flytja verði vatnsból Ytri Njarðvíkinga, en því fylgir mikill kostnaður og fyrirhöfn. í olíu- birgðastöðinni fyrir ofan Ytri Njarðvík eru nú 13 eldsneytis- geymar í notkun, þar af 4 ofan- jarðar, og er ráðgert að stöðin verði lögð niður á miðju ári 1989. Sjá bls. 2 Bandarísku sérfræðingarnir við gröfina fyrir neðan olíutankana í Ytri Njarðvík: ^ „Þessi olíubrák er ekki díselolía, ég held helst að þetta sé lífræn olíumyndun frá B spýtunni þarna,“ sagði sérfræðingurinn sem stendur á bakkanum við hlið ' blaðamanns Þjóðviljans. Ljósm. EOI. Landvernd Dounreay harðlega mótmælt Varað við geislamengun. Kjarnorkuvopna- laus Norðurlönd. Varað við framkvœmdum í Tjörninni. íslenskir laxastofnar í hœttu mannahreppi um helgina, var m.a. samþykkt að skora á stjórnvöld að mótmæla kröftug- lega fyrirhugaðri stækkun endur- vinnslustöðvar fyrir kjarnork- uúrgang í Dounreay í Skotlandi. Landvernd bcndir á að geislam- engun frá stöðinni geti eyðilagt íslensk fiskimið og lagt í rúst aðal- atvinnuveg íslensku þjóðarinnar. Þá lýsti Landvernd yfir fullum stuðningi við baráttuna fyrir friði og leggur áherslu á stöðvun fram- leiðslu kjarnorkuvopna og að vopnabúrum verði eytt. Kjarn- orkuvopnalaust svæði á Norður- löndum sé mikilvægt skref í bar- áttunni fyrír afvopnun í heimin- um. í ályktunum aðalfundar Land- verndar er einnig varað við fram- kvæmdum vegna ráðhúss í Tjörn- inni i Reykjavík og lagt til að gerðar verði rannsóknir á áhrif- um þeirra á grunnvatnsstöðu og lífríki Tjarnarinnar. Landvernd bendir einnig á að náttúrulegir laxastofnar hér- lendis séu í hættu vegna aukinna umsvifa í fiskeldi og hafbeit. Eyða verði þeim norska laxi sem hér er nú í eldisstöðvum, banna allan flutning á laxfiskum milli vatnasvæða og hafbeitar- og eldi- sstöðvum verði skylt að nota ein- vörðungu heimafisk eða fisk úr næsta nágrenni í eldi. -«g- Á aðalfundi Landverndar sem haldinn var á Flúðum í Hruna- Skák Skiptamunur fyrir borð Herfilegasti afleikur Karpovs á áravís kann að skipta sköpum í einvíginu 11. skákin í heimsmeistaraein- víginu var tefld í gær í Sevilla á Spáni. Báðir voru meistararnir Karpov og Kasparov trúir sínu byrjanavali. Karpov hafði hvítt og lék drottningarpeði sínu fram í fyrsta leik, og heimsmeistarinn brá fyrir sig Grúnfeldsvörn eins og svo oft áður. Skákin þótti lengst af jafntefl- isleg, en Karpov sætti sig ekki við skiptan hlut. í 35. leik urðu hon- um á afdrifarík mistök sem að öllum líkindum kosta hann skákina, auk þess sem staða hans í einvíginu mundi versna til mikil- la muna ef svo færi. HS Sjá skákskýringar Helga Ölafssonar á bls. 15 Samningaviðrœður Mánuður til stefnu Ekki almenn bjartsýni eftirfyrsta alvörufundinn. Hjólin farin að snúast. Vinnunefndir til starfa Forystumenn Verkamanna- sambandsins voru ekki bjartsýnir eftir fund samninganefndar sam- bandsins með Vinnuveitendas- ambandinu í gær. Benda þeir á að eigi samningar að takast verði að hafa hraðar hendur því einungis mánuður sé nú til stefnu. Dragist viðræður sé einsýnt að stefni í átök og verkföll í byrjun næsta árs. Þórarinn V. Þórarinsson framkvstj. VSÍ sagði eftir fund- inn í gær að það væri óraunhæft að reikna með einhverjum kauphækkunum. Verkamanna- sambandið leggur megináherslur í kröfugerð sinni á kaup fiskverk- unarfólks og fer fram á 35 þús. kr. lágmarkslaun fyrir almennt verkafólk. Þá leggur sambandið einnig ríka áherslu á kauptrygg- ingu og að þannig verði gengið frá málum gangvart stjórnvöld- um að þau komist ekki upp með að ganga á bak orða sinna. Á fundinum í gær var sam- þykkt að skipa tvær vinnunefndir samningsaðila, aðra til að meta afkomu útflutningsatvinnuveg- ana og hina til skoða útkomu staðgreiðslukerfis skatta. Nefnd- irnar eiga að skila áliti á mánudag en nýr fundur samninganefnda hefur enn ekki verið boðaður. -*g-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.