Þjóðviljinn - 12.11.1987, Page 4

Þjóðviljinn - 12.11.1987, Page 4
LEIÐARI Fáum sem mest fyrir fískinn Jón Sigurösson viöskiptaráðherra hefur ákveðið að fjölga þeim aðilum sem leyfi hafa til að flytja héðan út frystan fisk til Bandaríkjanna. Viðbrögð Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna benda til að ráðherrar þurfi að ræða meira sam- an. Þau vekja líka enn á ný spurningar um hvað stjórnarflokkarnir sömdu um við myndun ríkis- stjórnarinnar. Voru virkilega engin mál sem Al- þýðuflokkurinn tryggði að næðu fram að ganga áður en hann framlengdi lífdaga ríkisstjórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks? í rauninni ætti það litlu að skipta hvort nýjar leyfisveitingar hefðu verið látnar bíða þess að alþingi samþykkti að utanríkisviðskipti heyri undir utanríkisráðherra en ekki viðskiptaráð- herra. Eða er það kannski svo að ríkisstjórnin hafi enga sameiginlega stefnu og allt sé undir því komið hvaða ráðherra vélar um málin hverju sinni? Sé málum þannig farið, hafa leyfisveit- ingar Jóns Sigurðssonar lítið að segja. Þær gilda bara í hálft ár og verða líklega ekki endur- nýjaðar að þeim tíma liðnum ef utanríkisráð- herra er persónulega á móti því og þarf ekki að lúta neinu samkomulagi stjórnarflokkanna. Um áratuga skeið hefur útflutningi á frystum fiski til Bandaríkjanna verið þannig háttað að tvö fyrirtæki, Sjávarafurðadeild SÍS og Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna, hafa haft einkaleyfi til að stunda þau viðskipti. Fyrir nokkrum árum bættist þriðja fyrirtækið, íslenska umboðssalan, í hópinn en það er mun smærra en hin tvö og hefur ekki ógnað veldi þeirra svo orð sé á ger- andi. Til að rökstyðja nauðsyn á einkaleyfum til útflutnings á frystum fiski til Bandaríkjanna hef- ur stundum verið beitt þeim rökum sem á sínum tíma leiddu til stofnunar Sölusambands ís- lenskra fiskframleiðenda. Til að koma í veg fyrir að íslenskir útflytjendur græfu hver öðrum gröf í harðri samkeppni var stofnað sölusamband, SÍF, sem hefur enn einkarétt á útflutningi á saltfiski. Almennt er talið að þetta fyrirkomulag hafi lukkast allvel og að þess hafi verið gætt að ýttt væri undir nýjungar á sviði saltfiskfram- leiðslu eins og sjá má t.d. af svokölluðum tand- urfiski. Þær eru ekki ýkja margar raddirnar sem kalla eftir kerfisbreytingum á saltfisksölu en hið sama verður ekki sagt um útflutning á frystum fiski einkum á Bandaríkjamarkað. Kröfurnar um endurskoðun á því sviði hafa orðið æ háværari. Með markvissri uppbyggingu á tímum Ný- sköpunarstjórnarinnar varð frystur fiskur mikil- vægasta útflutningsvara íslendinga. Tvískipt- ingin milli Sölumiðstöðvarinnar og SÍS hefur dregið nær öll frystihús landsins í tvo dilka. Þau eru Sambandshús eðaSH-hús. Langflestirtog- arar eru með einum eða öðrum hætti tengdir ákveðnum fiskvinnslustöðvum, mjög oft er ein- faldlega um sama eigandann að ræða. Þannig hefur legið við að flokka mætti togarana í Sam- bandstogara og SH-skip. Samkeppni milli SH og Sambandsins hefur ekki verið mikil áyfirborðinu. Þaðerekki unnt að nefna mörg dæmi um fiskvinnsluhús sem hafa skipt um söluaðila nema viðkomandi fyrirtæki hafi skipt um eigendur. Aftur á móti hefur mátt heyra atganginn í þessum risum er þeir hafa verið að tryggja „sínurn" húsum hráefni með því að hafa hönd í bagga við eigendaskipti á fiski- skipum. í þeim efnum er fleira talið vera uppi á teningnum en ákvörðun um hvar kaupa á olíu á viðkomandi skip. Bandaríkjadalur hríðfellur og útflutningur til Bandaríkjanna hefur minnkað hlutfallslega. Vöruþróun vegna framleiðslu á Bandaríkja- markað hefurverið takmörkuð, samkeppni milli risanna tveggja, SH og Sambandsins, hefur verið dulin og tæpast mælst í skilaverði. Það gæti því orðið aðaliðnaði okkar, fisk- vinnslunni, til góðs að fjölga núna þeim aðilum sem annast sölu á frystum fiski til Bandaríkj- anna. Ekki vegna þess að algjört frelsi í verslun og viðskiptum sé takmark í sjálfu sér, líkt og postular frjálshyggjunnar halda fram, heldur vegna þess að fjölgun útflytjenda hentar okkur í dag og gæti orðið hvati til nýsköpunar. Hitt er alvarlegt mál, ef þessi fjölgun verður til þess að útlend fyrirtæki seilist til valda í þessari mikilvægu viðskiptagrein, og það ber ríkis- stjórninni að stöðva strax. ÓP KLIPPT OG SKORIÐ Merk skjöl Fréttir um bandarísku skýrsl- urnar í fórum norska sagnfræö- ingsins Dags Tangenes hafa vak- ið verðskuldaða athygli hér- lendis. Upplýsingar þar um þankagang bandarískra stjórn- valda bæta við þá mynd sem sem menn gerðu sér af baktjaldaat- burðum áranna þegar íslending- um var þröngvað inní Atlants- hafsbandalagið og herinn kom aftur, - og hafði þó aldrei farið almennilega. Skrítið að af fjölmiðlunum skyldu aðeins Þjóðviljinn og DV verða til þess að taka upp þráðinn úr ríkisútvarpinu. Þessir papp- írar norska sagnfræðingsins eru fengnir beint úr skjalasafni Tru- mans Bandaríkjaforseta, og það er óljóst með hvaða hætti norski sagnfræðingurinn komst yfir þá, óljóst hvort þeir falla undir bandarísk lög um opinberun leyndarskjala eða falla í þann flokk viðkvæmra pappíra sem aldrei sjá dagsins ljós nema af til- viljun. CIA og ísland Sumt innihald þeirra er þannig að grunur vaknar um að ekki hafi átt upp að komast, - nefnilega upplýsingarnar um samskipti bandarísku leyniþjónustunnar við forystumenn í verkalýðshrey- fingu og krataflokki í Noregi og á íslandi. Hérlendis reka menn til dæmis upp stór augu við að sjá það svart á hvítu í bandarískum skjölum að íslenskur forsætisráðherra úr Al- þýðuflokknum, Stefán Jóhann Stefánsson, hafi átt reglulega fundi með sendiherra heimsveld- isins og yfirmanni leyniþjónustu- deildar sendiráðsins. Að íslensk- ur sósíaldemókrati í æðstu vald- astöðu skuli hafa unnið með CIA. Þessar nýju skýrslur eiga það sammerkt með fyrri leyndar- skjölum að vestan að kasta löngum skugga á ýmsa helstu for- ystumenn í íslenskum stjórnmálum á þessum tíma. Bandarísku leyniskjölin segja, fullum fetum eða undir rós, að ráðherrar, flokksleiðtogar og þingmenn hafi ýmist gerst sekir um lagalegt eða siðferðilegt mis- ferli með ósæmandi samvinnu eða þjónkun við erlent stórveldi. Þau segja að ákveðnir stjórnmálamenn hafi unnið með, ef ekki á vegum, bandarísku leyniþjónustunnar. Þau segja að íslenskir stjórnmálamenn hafi rætt í fullri alvöru og dauðhræddir við út- sendara erlends herveldis um hættu á því að Sósíalistaflokkur- inn hygði á vopnaða valdatöku, - flokkur sem þá hafði í rúman ára- tug átt fjölmenna sveit kjörinna fulltrúa á alþingi og í sveitar- stjórnum og meðal annars mynd- að ríkisstjórn með sósíaldemó- krötum og íhaldsmönnum. Þau segja að íslenskir stjórnmálamenn hafi beðið helsta stórveldi veraldar um að senda sér herlið til varnar fyrir samlöndum sínum. Þau gefa ennfremur í skyn að íslenskur stjórnmálamaður hafi haft samráð við bandarísku leyni- þjónustuna og samstarfsmenn hennar á Norðurlöndum í innan- flokksátökum. Óþolandi staða Stefán Jóhann Stefánsson, Eysteinn Jónsson, Bjarni Bene- diktsson, Ólafur Thors, Emil Jónsson, Hermann Jónasson, Steingrímur Steinþórsson og margir fleiri eru með leyndar- skjölunum settir í óþolandi stöðu grunaðra manna. Óþolandi fyrir vini þeirra og vandamenn, en ekki síður fyrir íslensku þjóðina, því að þessir menn eru ásamt oddvitum sósíalista og vinstri- manna í Alþýðuflokki helstu leiðtogar íslendinga um árabil. Því miður bendir margt til þess að eitthvað sé í pokahorninu, sér- staklega formlegur gangur mála kringum inngönguna í Nató og komu hersins þarsem þingið var sett útaf sporinu og þjóðin ekki spurð álits; mennirnir sem nokkr- um árum áður sóru við allt sem þeim var heilagt að standa á móti vestrænni ásælni laumuðust með veggjum eða ferðuðust undir lög- regluvernd. Það er hinsvegar eitt að taka ranga og vonda pólitíska ákvörð- un undir þrýstingi, með hnífinn á barkanum einsog það var orðað á sínum tíma. Og annað að hafa starfað með ármönnum erlends valds eða á vegum þeirra með þeim hætti að nálgast lagaákvæði um landráð. Það hefur verið þráspurt um íslenskar heimildir frá þessum tíma, um opinber íslensk skjöl sem gætu annaðhvort staðfest frásagnir Bandaríkjamanna eða kippt undan þeim fótunum. Um heimildir sem þjóðin geti tekið mark á og losuðu leiðtoga þess- ara tíma undan áburðinum að vestan, - eða staðfestu hann í ein- hverjum tilvikum. Stórfrétt frá Steingrími Hingaðtil hafa svör íslenskra ráðamanna við þeim spurningum ekki verið nein, í þeim kansellí- anda að almenningi komi ekkert við hvernig honum sé stjórnað, með því viðhorfi að fslendingum komi saga sín ekki við nema í rit- skoðaðri hátíðaútgáfu. Þessi ankannalegi hugsunar- háttur gerir að verkum að í raun- inni verður stórfrétt úr þeim sak- leysislegu viðbrögðum Stein- gríms Hermannssonar utanríkis- ráðherra í Þjóðviljanum í dag að þjóðin eigi rétt á að vita hvernig að þessum samningum við stór- valdið var staðið á sínum tíma. Og það er undarlegt að finna sig knúinn til að fagna sérstaklega þegar Steingrímur lýsir þeirri skoðun sinni að á íslandi eigi að vera til reglur um opinbera birt- ingu 30-40 ára gamalla þjóð- skjala. Undarlegast er þó að persónu- legir og pólitískir .andendur þeirra manna st .1 enn liggja undir grun skuli ekki hafa verið fremstir í þeim hópi sem biður um að fá að sjá sannleikann í þessurn efnum. -m þlÓÐVIUINH Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjórl: Hallur Páll Jónsson. Rltstjórar: Ámi Bergmann, össurSkarphéöinsson. Fréttastjórl: Lúövík Geirsson. Blaöamenn: Elísabet K. Jökulsdóttir, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjömsson, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ólafurGíslason, RagnarKarlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Vilborg Davíðsdóttir. Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljó8myndarar: EinarÓlason, SigurðurMarHalldórsson. Útlltsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason, Margrét Magnúsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjórl: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Unnur Agústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Sfmavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. slu- og afgrelðslustjórl: Hörður Oddfríðarson. sla: G. MargrótÓskarsdóttir. sla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. itumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. ila, afgreiðsla, rltstjórn: ila 6, Reykjavík, síml 681333. Ingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. _ . . i_____ bMAuillono hf Verð í lau&asölu: 55 kr. Helgarblöð: 65 kr. Áekriftarverö á mánuði: 600 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 12. nóvember 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.