Þjóðviljinn - 13.11.1987, Síða 5

Þjóðviljinn - 13.11.1987, Síða 5
Umsión SigurðurÁ. Friðþjófsson Leyniskýrslurnar Atómstöðin 40 árum seinna Svo virðist sem Atómstöðin sé enn þann dag í dag ein mest um- talaða bók þjóðarinnar og að er- indi hennar sé enn í fuliu gildi. Að minnsta kosti var svo að heyra á þingmönnum í gær þegar tii um- ræðu komu þau leyniskjöl, sem norski sagnfræðingurinn Dag Tangen dró fram í dagsljósið fyrir nokkrum dögum. Þaö var einkennilegt aö hlýða á þessa umræðu. Það var einsog Alþingi hefði færst fjörutíu ár aft- ur í tímann og að kaldastríðið væri enn í fullum gangi. Mönnum hitnaði svo mjög í hamsi að þeir áttu jafnvel erfitt með að tjá sig og þegar rökin vantaði var gripið til þess að ásaka fjölmiðla og aðra um að hrófla við minningu lát- inna manna. Það var Hjörleifur Guttorms- son sem hóf utandagskrárum- ræðu um þetta mál með því að lesa upp kafla úr Atómstöðinni; þegar þægilegu mennirnir frá Ameríku koma í heimsókn... Hjörleifur sagði þetta vera lýs- ingu á baksviði Keflavíkursamn- ingsins 1946 og nú að 40 árum liðnum væru dregin fram í dags- ljósið skjöl sem sýndu að þjóðin hefði ekki verið leidd í allan sann- leikann í þessu máli á sínum tíma. Hjörleifur benti á að Dag Tangen hefði verið neitað um fleiri skjöl varðandi ísland og ís- lendinga frá þessum tíma og að aðeins kæmu til greina tvær ástæður þess að erfiðara væri að fá upplýsingar um samskiptin við ísland en aðrar þjóðir; að ísland væri mun mikilvægara Banda- ríkjamönnum hernaðarlega séð en önnur lönd eða að þrýstingur hefði komið frá íslandi um að halda þessum skjölum leyndum. „Mun utanríkisráðherra tryggja að gögn frá þessum árum 1956-1951 verði dregin fram í dagsljósið og gerð öllum aðgengi- leg og mun hann fara fram á að erlend gögn sem varða íslendinga verði kölluð heim? spurði Hjör- leifur að lokum. Eysteinn og nóbelsskáldið „Ég treysti jafnvel Eysteini Jónssyni betur en nóbelsskáldinu um atburðarás þessa tíma,“ sagði Steingrímur Hermannsson í svari sínu. Þá sagðist hann treysta orð- um Eysteins í Þjóðviijanum í gær betur en sendimönnum erlendra ríkja og sagðist hann sannfærður um að þessir menn hefðu haft hagsmuni íslands í huga. Steingrímur sagðist hafa gert ráðstafanir til að sendiráðið í Washington útvegaði þau skjöl sem urðu kveikjan að þessari um- ræðu. Þá sagðist hann þeirrar skoðunar að hér á landi ættu að gilda ákveðnar reglur um birt- ingu skjala og gagna og sagðist hann telja eðlilegt að tímavið- miðun væri svipuð og í Banda- ríkjunum, 25-30 ár. Vil skýrslur frá Sovét Hreggviður Jónsson sagðist vilja fá skýrslur frá Sovétríkjun- um um þennan tíma, slíkt væri fróðleg viðbót í þessa umræðu. Þá sagðist hann taka undir það að ekki væri hægt að treysta því sem erlendir menn skrifuðu um okk- ur. Hann sagðist sannfærður um að þeir sem hér um ræðir, Stefán Jóhann og þremenningarnir sem fóru til Bandaríkjanna, þeir Eystcinn Jónsson, Bjarni Bene- diktsson og Emil Jónsson hefði einvörðungu haft okkar hagsmuni í huga. Þá sagðist hann hlynntur því að skjöl væru birt eftir ákveðinn tíma og að reglur yrðu settar um það. Kristín Einarsdóttir sagði að lítill sem enginn aðgangur væri að skýrslum um öryggismál hér á landi og að við fengjum okkar upplýsingar fyrst og fremst er- lendis frá. Sagði hún það kröfu okkar að upplýsingar yrðu gerðar aðgengilegar hér. Sagði hún að reglur um birtingu upplýsinga yrðu aðhald þeim mönnum sem nú sætu við stjórnvölinn, því þeir gætu verið vissir að með tímanum yrði ljóst hvað þeir aðhefðust. Guðrún Agnarsdóttir skoraði á utanríkisráðherra að gera gang- skör að í því að ríkisstjórnin setti lög um upplýsingaskyldu. Sagði hún að það hvíldi ótrúlega mikil leynd yfir þessu tímabili og ef ekkert yrði að gert yrði fótk áfram tortryggið um athafnir manna á þessum tíma. Fyrir luktum dyrum Karl Steinar Guðnason tók undir með Hreggviði að það væri fróðlegt að fá gögn frá sovéska sendiráðinu. Lýsti hann yfir van- þóknun sinni á því að minnisblað útlendings hefði orðið tilefni til árása á látna menn. „Það hefur verið gerð atlaga að Stefáni Jó- hanni í tilefni af þessu minnis- blaði sem Eysteinn segir að sé fleipur eitt.“ Albert Guðmundsson tók einn- ig undir að það væri fróðlegt að fá gögn frá Rússum og sagðist fagna því að utanríkisráðherra ætlaði að setja reglur, hinsvegar væri það ekki ríkisstjórnarinnar að móta slíkar reglur heldur ætti sameinað Alþingi að gera það á lokuðum fundi og að fjölmiðlar ættu ekki að fá að fylgjast með umræðum um þetta. Sagði hann að það væri talað um þetta einsog eitthvað óheiðariegt hefði átt sér stað. Þá sagði hann að óttinn við kommúnismann væri ennþá fyrir hendi, sami ótti og hefði orðið til þess að hér er bandarískur her. Eyjólfur Konráð Jónsson var mjög þungorður og mótmælti því harðlega að verið væri með að- dróttanir um þá menn sem hér um ræddi. Sagðist hann hafa fylgst náið með þessum atburð- um á sínum tíma og vita það að enginn þessara manna hefði haft neitt annað en hagsmuni íslands í huga. Þá sagðist hann einnig sam- mála því að settar yrðu reglur um upplýsingaskyldu. Steingrímur J. Sigfússon sagð- ist ekki sjá nein haldbær rök fyrir því að halda þessum gögnum leyndum 35-40 árum eftir að at- burðirnir áttu sér stað. Sagði hann að heimildir okkar frá þess- um tímum lægju og rykféllu í kössum. Þá sagði hann þá tillögu Alberts, að halda fundi fyrir lukt- um dyrum þegar þessi mál væru til umræðu, hlægilega og jafnvel barnalega. Atómstöðin enn „Skáldverkið Atómstöðin var skrifað í þeim tilgangi að varpa rýrð á stjórnendur landsins," sagði Þorsteinn Pálsson forsætis- ráðherra m.a. Sagði hann að and- stæðingar Atlantshafsbandalags- ins hefðu gert allt til þess að gera stjórnendur landsins á þessum tíma tortryggilega í augum þjóð- arinnar. Hann sagði að málshefj- andi hefði í máli sínu fellt um- ræðuna í þann gamalkunna far- veg og síðan farið fram á að birt yrðu skjöl til þess að hreinsa þessa menn af áburði. Þorsteinn sagði reynsluna hafa sýnt að þessir menn hefaðu varð- að vel veginn fyrir sjálfstæði og öryggi íslands og það skipti höf- uðmáli þegar rætt væri um minn- ingu þeirra. Hann tók undir það að skortur væri á reglum um birt- ingu og meðferð skjala og trún- aðarmála og sagði að huga yrði að víðtækum reglum um upplýs- ingaskyldu. Jón Baldvin Hannibalsson fjár- málaráðherra veifaði Þjóðviljan- um og sagði að Þjóðviljamenn þyrftu ekki að leita í erlendum skjölum til að finna landráða- brigsl. Sagði hann að sér kæmi ekkert á óvart að Þjóðviljinn gerði ekki sögulega könnun áður en hann slægi því föstu í spurn- ingu dagsins að tengsl hefðu verið milli Stefáns Jóhanns og CIA. Þá sagði hann að Þjóðviljamenn gætu treyst því að skjöl um tengsl við KGB yrðu ekki birt. Hann sagði að dómur sögunn- ar yrði ekki kveðinn upp úr ræðu- stól á Alþingi, að þeir þremenn- ingar sem hér um ræddi hefðu af verkum sínum verið góðir synir landsins. Taldi hann líka sjálfsagt að setja reglur um birtingu skjala. Sagan verði skráð hér í lok umræðunnar komu þeir Hjörleifur Guttormsson og Steingrímur Hermannsson aftur í ræðustól. Sagðist Hjörleifur hafa lagt áherslu á að gerð yrði gang- skör að því að birta íslensk sam- tímagögn frá þessum tíma svo sagan yrði ekki skráð erlendis. Þá sagðist hann vonast til þess að þessi umræða yrði til þess að sett- ar yrðu reglur um birtingu skjala. Hjörleifur sagði að þessi um- ræða væri út af fyrir sig efni í skáldsögu. „Menn rísa upptendr- aðir upp til að verja ákveðna hluti úr fortíðinni en allar upplýsingar vantar. Þessi umræða sýnir að þessir atburðir eru nánast inn í kvikunni á núlifandi stjórnmála- mönnum.“ Þá sagði hann það sérkennilegt mat sem komið hefði fram við umræðuna að þakka allar framfarir á íslandi og frið inngöngunni í Atlantshafs- bandalagið. Steingrímur Hermannsson ít- rekaði að þetta mál myndi ekki sofna í utanríkisráðuneytinu og að því yrði hraðað sem frekast væri kostur. -Sáf Föstudagur 13. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.