Þjóðviljinn - 13.11.1987, Page 11

Þjóðviljinn - 13.11.1987, Page 11
Umsjón: Magnús H. Gíslason Skálholt Námskeið og ráðstefnur Gerðar verði tillögur umframtíðar- starfsemi skólans Fyrir Kirkjuþingi iá tillaga frá dr. Gunnari Kristjánssyni þess efnis, að Skálholtsskóla verði breytt í menningarmiðstöð, þar sem efnt yrði til ráðstefna og námskeiða af ýmsum toga. Það starf er raunar þegar hafið og þykir hafa gerist með ágætum. Frá tillögu dr. Gunnars hefur áður verið greint hér í blaðinu, með ítarlegri hætti en nú. Allsherjarnefnd þingsins fjall- aði um málið á tveimur fundum og kvaddi sér til ráðuneytis rekt- or Skálholtsskóla. Lagði síðan fyrir þingið ályktun, sem sam- þykkt var samhljóða. Þar er Kirkjuráði falið að beita sér fyrir eflingu námskeiða- og ráðstefnu- halds Skálholtsskóla um málefni kirkju og þjóðlífs. Æskilegt er talið að Kirkjuráð skipi 3ja manna starfsnefnd, er geri til- lögur um framtíðarstarfsemi skólans í samráði við þá aðila, sem tilnefna fulltrúa í skóla- nefnd. -mhg Kirkjuþing Kirkjuráð fái starfsmann til að ýta á eftir málum Kirkjuþing vísar jafnan mikl- um fjölda mála til Kirkjuþings, sem því er ætlað að annast af- greiðslu á í ýmsar áttir og fylgja því eftir, að þau fái framgang. Það getur oft verið tafsamt verk og torsótt að þoka málum áfram gegnum flókið og á stund- um þunglamalegt embættis- mannakerfið. Er í rauninni ekki hægt að búast við því að önnum kafnir Kirkjuráðsmenn geti ann- að þessum tímafreku störfum í einskonar ólaunaðri yfirvinnu. Tillaga var nú flutt á Kirkju- þingi þess efnis, að Kirkjuráð ráði sér starfsmann í a.m.k. V4 starf fram að næsta Kirkjuþingi til að sinna úrvinnslu þeirra mála, sem vísað er til ráðsins. Er þess jafnframt vænst, að með nýrri skipan á starfsmannahaldi Bisk- upsstofu leysist þessi mál farsæl- lega. Kirkjuþing samþykkti að vísa málinu til biskups og Kirkjuráðs þar sem enn sé ekki ljóst hvaða breytingar á starfsmannahaldi á Biskupsstofu muni hafa í för með sér. En þar til þau mál skipast er lagt tii að biskup og Kirkjuráð ráði sér starfsmann eftir því, sem þörf krefur og ástæða þykir til. - mhg yn? 15/* i t x| Skálholtskirkja. Kirkjuþing fól Kirkjuráði að efla námskeiða- og ráðstefnuhald í Skálholti um málefni kirkju og þjóðllfs. Samvinna Samstarf kirkju og skóla Stormahlé Skjólbelti í kirkju- görðum Grafreitir hafa lengi og víða verið vanhirtir. Þó hefur umtals- verð breyting orðið þar á síðan ráðinn var sérstakur umsjónar- maður kirkjugarða, en hann hef- ur unnið mjög gott starf. Sr. Árni Sigurðsson flutti til- lögu á Kirkjuþingi þar sem skorað er á sóknarnefndir að beita sér fyrir ræktun skjólbelta í og umhverfis kirkjugarða. Flutn- ingsmaður bendir á að skjólbeltin skapi skjól og hlé fyrir blóm og aðrar jurtir. Þá leggur hann og til að blóm og annar lággróður verði gróðursettur á leiði fremur en trjáplöntur, sem með tímanum beri umhverfi sitt ofurliði. Kirkjuþing samþykkti í einu hljóði tillögu sr. Árna Sigurðs- sonar. - mhg - Ég hef ekki trú á þvj að skóla- menn vilji aimennt segja að kirkj- an eigi að fara á elliheimili, sagði dr. Einar Þór Þorsteinsson þegar hann mælti á Kirkjuþingi fyrir tillögu sinni um aukið samstarf kirkju og skóla. Það má til sanns vegar færa að kirkjan sé móðir skólanna því að á hennar vegum voru fyrstu skólarnir stofnaðir, sagði sr. Ein- ar. Og prestar höfðu umsjón með fræðslunni. Með fræðslulögunum upp úr aldamótunum og stofnun Kennaraskólans færðist þetta yfir á kennarana og jafnframt var prestum fækkað. Dregið hefur úr samstarfi presta og kennara. Það er ekki góð þróun. Sr. Einar Þór Þorsteinsson tel- ur að auka þurfi samstarf kirkju og skóla um kristindóms- og önnur menningarmál, og í því skyni sé æskilegt að komið verði á fót samstarfsnefnd þessara aðila. Kirkjuþing féllst á tillögu sr. Einars og fól Kirkjuráði að leita samstarfs við Kirkjufræðslu- nefnd um hvernig best megi tryggja þetta samstarf í framtíð- inni. - mhg Kirkjuþing Ráðning söngmálafulttrúa Lítið er um það að tónlistar- menn, sem útskrifast hafa úr skólum hérlendis, komi til starfa úti á landi. Erlendir tónlistar- menn hafa oft hlaupið þar undir bagga. En það er ekki eðlilegt ástand að við þurfum að sækja kirkjuorganista til Ungverjalands eða Júgóslavíu. Þannig fórust þeim m.a. orð fulltrúum Austurlands á Kirkju- þingi, sr. Einari Þór Þor- steinssyni og Guðmundi Magn- ússyni, en þar fluttu þeir tillögu um að ráðinn yrði söngmálafull- trúi við embætti söngmálastjóra. Skal hann heimsækja söfnuði og efla kirkjusöng m.a. með nám- skeiðahaldi fyrir organista og söngfólk úti á landi. Söngmála- fulltrúar hafa nú verið ráðnir í öll prófastsdæmi landsins og eru þeir umboðsmenn söngmálastjóra. En þessir menn eru launalausir og naumast hægt að ætlast til að þeir geri mikið að því að standa fyrir námskeiðum. Söngmála- stjóri hefur sinnt þessum málum svo sem hann hefur ýtrustu tök á en það er alger ofætlun einum manni með öðrum þeim störfum, sem embættið leggur honum á herðar. Kirkjuþing lýsti sig samþykkt tillögunni og telur brýnt að ráð- inn verði aðstoðarmaður söng- málastjóra og fleiri raddþjálfarar í samræmi við heimild í lögum um söngmálastjóra og Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Kirkjukórasamband íslands hefur lýst fylista stuðningi við þessa tillögu. - mhg Föstudagur 13. nóvember 1987 pJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Prófastar Skortir skýrari ákvæði i 80 ára gömlum lögum um laun prófasta segir m.a.: Prestar tilnefna prófastsefni á sama hátt og nú, en landsstjórnin skipar prófasta með ráði biskups". Hér þykir nokkuð óljóst til orða tekið, enda hefur umrædd lagagrein ekki ávallt verið túlkuð á einn veg. Ekki er að finna ákvæði um rétt prófasta tii að út- nefna eftirmann sinn, enda hefur það verið útfært á tvo vegu, eftir því hvaða biskup hefur átt hlut að máli. Sr. Þórhallur Höskuldsson flutti tillögu á Kirkjuþingi þar sem skorað var á kirkjumálaráð- herra að beita sér fyrir breytingu á hinum aldurhnignu lögum í þá átt, „að nánar verði kveðið á um tilnefningu og skipun prófasta“. Kirkjuþing samþykkti tillögu sr. Þórhalls en áréttaði einnig nauðsyn þess að „gengið verði endanlega frá frumvarpi um starfsmenn þjóðkirkjunnar og það gert að lögum“. - mhg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.