Þjóðviljinn - 08.12.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.12.1987, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 8. desember 1987 275. tölublað 52. árgangur Stjórnvöld Matur er munaðarvara! Söluskattur á matvœli skilar ríkissjóði 5.750 miljónum á næsta ári. Um 90þús. á hverja 5 mannafjölskyldu. SteingrímurJ. Sigfússon: Lúxusvörur lœkka en matur stórhœkkar. Kristján Thorlacius:Álögur áþáverstsettu. Kristín Halldórsdóttir: Áfallfyrir afkomu heimilanna. Þröstur Ólafsson: Óttast að verðlœkkanir skili sér ekki Tillögur ríkisstjórnarinnar um 25% söluskatt á matvælum sem taka á gildi um áramótin, mun færa ríkissjóði í tekjur rúma 5.7 miljarða á næsta ári. Þar á móti ætlar ríkissjóður að setja í niðurgreiðslur matvæla um 1300 mmónir, þannig að hreinar tekj- ur ríkissjóðs af matarskattinum verða tæpir 4.5 miljarðar. Það Veðrið Hlýjasti nóvember síðan ‘68 TraustiJónsson, veðurfrœðingur: Ekkertmetárí uppsiglingu gerir nærri 90 þús. krónur í mat- arskatt á hverja 5 manna fjöl- skyldu í landinu. - Það virðist vera meginmark- mið nkisstjórnarinnar að auka álögur á láglaunafólk og lyfta undir þá betur settu, segir Krist- ján Thorlacius formaður BSRB um skattatillögur stjórnvalda. Þröstur Ólafsson fram- kvæmdastjóri Dagsbrúnar segir að þær verðlagsbreytingar sem boðaðar eru leiði til skattahækk- unar og komi þeim tekjulægri í koll. - Það er áfall fyrir afkomu heimilanna þegar brýnustu nauðsynjar hækka um 25%. Þessar breytingar verða varla til að hjálpa fólki til að stunda heilbrigt líferni, segir Kristín Halldórsdóttir þingmaður. Steingrímur J. Sigfússon form. þingflokks Alþýðubandalagsins sagði, að með þessum aðgerðum væru stjórnvöld að gera mat að munaðarvöru hérlendis. „Lúxu- sinn lækkar en maturinn hækk- ar,“ sagði Steingrímur. -Ig/-rk. - Hlýindi á borð við þau sem voru í nóvember eru alls ekki dæmalaus, en það var veðragott, og það er heldur óvenjulegt að þetta tvennt fari saman, sagði Trausti Jónsson á veðurfarsdeild Veðurstofunnar. - Hitinn núna er ekkert ósvip- aður og hann var á hlýskeiðinu svokallaða; hlýju haustin byrj- uðu upp úr 1930, og það síðasta var árið 1968, sagði Trausti. Hlýjasti nóvembermánuður á öldinni var árið 1945, en þá var meðalhitinn í Reykjavík tveimur stigum hærri en í ár, eða nánast eins og maíhiti. Að sögn Trausta stefnir ekki í metár hvað hlýindi varðar. Ef hit- inn í þessum mánuði verður í meðallagi verður árið í ár í 39. sæti á öldinni hvað þetta snertir. Flestöll árin frá 1925 til 1960 eru hærri. HS Sjá bls. 3 Almenningur getur huggað sig við það að þó erfitt verði að greiða matarreikningana á næstunni þá má nýta sér kostatilboð Jóns Baldvins og fjárfesta í nýjum borðbúnaði á lækkuðu verði. Kvótastefnan Hagnaður verður að tapi Botnfiskveiðar eru reknar með tapi sé skipastóllinn metinn á tvöföldu vátryggingaverði Afkoman í botnfiskveiðum versnar um 12,8% sé skipa- stóll landsmanna metinn á tvö- földu vátryggingaverði, en tvö kvæmt því eru veiðarnar reknar skip hafa nýlega verið seld á tvö- með 9,3% halla í stað 3,5% hagn- földu vátryggingarverði. Sam- aðar einsog nú er reiknað með. Stórveldin Söguleg stund! ídag munu leiðtogar risaveldanna undirrita sögu- legan afvopnunarsamning Míkhael Gorbatsjov og frú Ra- ísa komu til Bandaríkjanna um hálf tíuleytið í gærkveldi að ís- lenskum tíma eftir að hafa haft stutta dvöl á Englandi þar sem aðalritarinn ræddi við Margréti Thatcher. Þeir Gorbatsjov og Ronald Reagan Bandaríkjaforseti munu eiga með sér stuttan fund nú í morgunsárið að okkar tímatali þar sem einvörðungu verða við- staddir túlkar og skrifarar. En síðdegis rennur upp sú stóra stund að leiðtogarnir tveir dragi sjálfblekunga sína uppúr vösunum og riti nafn sitt undir samning sem engan á sinn líka á atómöld um eyðileggingu 2,800 kjarnflauga sinna. Sjá bls.15. -*“• Reagan og Gorbatsjov. ( dag rennur stóra stundin upp sem margir telja þó aðeins fyrirboða annarra og meiri afreka á sviði kjarnafvopnunar. Þetta kemur fram í útreikning- um Þjóðhagsstofnunar, en Skúli Alexandersson fór fram á að þessir útreikningar yrðu gerðir. Vísar Skúli til þess að í ár hafi tvö skip verið seld þar sem söluverð var í öðru tilfellinu 92% hærra en vátryggingarverðmæti og í hinu tilfellinu 120% yfir vátryggingar- verðmæti. Þjóðhagsstofnun hefur fyrir- vara á svari sínu og bendir á að ef stór hluti flotans yrði til sölu yrði söluverð sennilega mun lægra en tvöfalt vátryggingarverðmæti hans, hinsvegar sé það alvarlegt mál ef aðilar í sjávarútvegi selja eigur sínar á slíku verði og hætta í sjávarútvegi en í staðinn komi að- ilar skuldum vafnir vegna slíkra kaupa. -Sáf Sjá bls. 5 um umrœðu um fiskveiðistefnuna á Alþingiígœr, ogályktun miðstjórnar Alþýðu- bandalagsins um fiskveiðistefnu á bls. 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.