Þjóðviljinn - 08.12.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.12.1987, Blaðsíða 2
—SPURNINGIN— Ætiarðu að gefa í söfn- un Hjálparstofnunar Þjóðkirkjunnar í ár? Helgi Eiríksson hönnuður: Við hjá Lumex erum nýbúin að styrkja söfnunina með 50 þúsund krónum og viljum hvetja fólk til að leggja eitthvað af mörkum. Ég er ósáttur við hvernig þetta fór um árið. Laufey Jensdóttir verslunar- stjóri: Nei, ég ætla ekkert að gefa; mað- ur veit ekkert í hvað þessir pen- ingar fara. Kai Stormgaard sölustjóri: Já, við erum vön að gera það á mínu heimili. Það verður engin breyting á því núna. Bjarni Sverrisson sölumaður: Ja, ég gaf í hittifyrra en ekkert í fyrra. Ætli röðin sé þá ekki komin að manni í þetta skiptið. Sigurfljóð Jónsdóttir ellilífeyr- isþegi: Jú, eitthvað smávegis eins og venjulega. Ég býst alveg við því. __________________FRÉTTIR_________________ Grundarfjörbur Allur kvóti búinn Soffanías Cecilssonfiskverkandi og útgerðarmaður: Allt mittfólk á kauptryggingu fráogmeð 10. desember. Styð byggðakvóta Alþýðubandalagsins Frá og með 10. desember næstkomandi fer allt mitt starfsfólk á kauptryggingu og bátarnir verða bundnir við bryggju fram yfir áramót. Astæð- an er sú að þeir eru búnir með allan sinn kvóta, segir Soffanías Cecilsson fiskverkandi og útgerð- armaður í Grundarfirði í samtali við Þjóðviljann í gær. Að sögn Soffaníasar gerir hann út fjóra báta frá Grundarfirði. Þeir fengu í ár úthlutað kvóta upp á 150-210 tonn af þorski og hlið- stætt af öðrum tegundum. Að auki um 200 tonn af hörpudiski, en dugir þó ekki til að halda uppi fullri vinnslu út allt árið. Aðspurður sagðist Soffanías styðja heilshugar nýju fisk- veiðistefnu Alþýðubandalagsins um byggðakvóta. Sagði hann að við það myndu byggðarlög sem allt sitt eigi undir fiskvinnslu og útgerð styrkjast í sessi umfram sem nú er. „% kvótans í byggðarlögin og Vi hans fylgi skipum og bátum. Ef þetta nær fram að ganga geta nýir aðilar gerst þátttakendur í út- gerð, sem ekki veitir af og enn- fremur sem er ekki síður um vert: Að verð á bátum og skipum mun verða í samræmi við tryggingar- verð þeirra,“ sagði Soffanías Cecilsson í Grundarfirði. gfh Samstaba launafólks í kjarasamingunum frammundan er mjög brýn. Það þarf sýnilega baráttu til að knýja fram kjarabætur nú uppúr áramótum, og menn verða að búa sig undir átök. Þetta sögðu þeir Ólafur Ragnar Grímsson og Björn Grétar Sveinsson á vinnustaðafundi með starfsmönnum Granda í Reykjavík í gær, þarsem þeir kynntu umræður og niðurstöður á miðstjórnarfundi Alþýðubandalagsins um kjaramál og fiskveiðistefnu. Atli tók myndina af rólegum kaffisamræðum eftir fundinn í hádeginu hjá Granda. Staðgreiðslan Skattkortin í póst Skúli Eggert Þórðar- son, forstöðumaður staðgreiðsludeildar: Höfum staðist áœtl- anir Hlýindi Sárt bítursitkalús að eru kjörnar aðstæður fyrir sitkalýsnar að fjölga sér núna í hlýindunum, stofninn er í fullri fjölgun um þetta leyti, segir Þór- arinn Benedikz, forstöðumaður Tilraunastöðvar skógræktarinn- ar á Mógiisá, en að undanförnu hafa smálýs þessar herjað á gren- itré og valdið spjöllum. - Núna væri gott að fá snöggt frost til að minnka stofninn, sagði Þórarinn. Hann gat þess jafn- framt að hlýindin ættu ekki að hafa slæm áhrif á gróður eins og er, að viðgangi sitkalúsanna slepptum. Þórarinn sagði að lúsin væri nokkuð dreifð núna. Til dæmis væri hún útbreidd austur á Hér- aði, og teldist það til nýlundu. Sitkalúsin getur verið nokkuð ánægð með veðurhorfurnar; alltént er búist við áframhaldandi hlýindum um land allt næstu daga. HS - Hluti skattkortanna er þegar kominn í póst, og við stefnum að því að þau verði það öll á hádegi í dag, segir Skúli Eggert Þórðar- son, forstöðumaður staðgreiðslu- deildar ríkisskattstjóra. 206,700 skattkort hafa verið gefin út vegna 184,867 einstak- linga að sögn Skúla. Aukaskatt- kortin sem elli- og örorkulífeyris- þegar fá í hendur eru ríflega 21,800 talsins. Skúli var spurður hvort emb- ættinu bærist mikið af fyrirspurn- um vegna hins nýja stað- greiðslukerfis, og sagði hann að ekki væri sérlega mikið um slíkt: „Það er okkar mat að sá áróður sem hefur verið í gangi hafi skilað sér nokkuð vel. Þeir sem hringja hingað eru flestir að spyrja um ákveðin markatilvik," sagði hann. - Við höfum staðist áætlanir hingað til, og það er ekki annað að sjá en að kynningin hafi tekist vel, bæði hvað varðar upplýsing- abæklinginn sem dreift hefur ver- ið og eins auglýsingar, sagði Skúli Eggert. HS Samræður um heimspeki Bókaforlagið Svart á hvítu hef- ur nú sent frá sér bókina Sam- rœður um heimspeki. Bókin er fyrsta sinnar tegundar sem gefin er út á íslensku. Meginefni bókarinar er heimspekihugsun Brynjólfs Bjarnasonar síðustu áratugi og er hún nokkurs konar grunnur að spjalli þeirra, en til viðbótar koma innlegg þeirra Páls Skúla- sonar og Halldórs Guðjónssonar sem á köflum eru síst efnisminni en viðfangsefnið í bakgrunnin- um. Ýmis umræðuefni ber á góma í samræðum þeirra og má þar til dæmis nefna trúarbrögð og tilvist guðs, þekkingarfræði, spurningar varðandi framhaldslíf og eilíft líf, níhilisma, spíritisma, samband vitundar og veruleika auk umræðu um heimspeki þeirra Camus, Sartre og Hegels. Eyjólfur Kjalar Emilsson skrif- ar innganga að bókinni og til við- bótar við samræðurnar þá ritar Brynjólfur Bjarnason eftirmála. Bókin er 195 blaðsíður. Brynjólfur Bjarnason Olíumengun í rannsókn Hafnarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti í gær að hafnarstjóri, óskaði eftir rannsókn lögreglu á því hver hefði hellt niður svart- olíuúrgangi á nýrri uppfyllingu í suðurhöfninni. í eftirlitsferð hafnarstjórnar- manna um hafnarsvæðið um helgina kom í ljós að stórri bifreið hafði verið ekið inn á uppfylling- una og hellt niður töluverðu magni af svartolíuúrgangi. Hefur eðjan runnið um hundrað metra eftir uppfyllingunni niður að sjó og er fet að dýpt, en ljóst er að töluvert af olíunni hefur sigið nið- ur í uppfyllinguna. -Ig. 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 8. desember 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.