Þjóðviljinn - 08.12.1987, Blaðsíða 15
Þrlftjudagur 8. desember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19
Neskaupstaður
Stórbruni hjá Mána hf,
Kvikmyndasjóður
hefur verið skipaður eftirfarandi
til næstu þriggja ára: Knútur
Hallsson ráðuneytisstjóri, form.,
Stefán Hilmarsson bankastjóri,
Kristín Jóhannesdóttir kvikmynd-
agerðarmaður, Friðbert Pálsson
forstjóri, Hrafn Gunnlaugsson
kvikmyndagerðarmaður og Sig-
urður Sverrir Pálsson kvikmynd-
agerðarmaður. Varðandi málefni
Kvikmyndasafns fslands, starfa
að auki í stjórninni þeir Árni
Björnsson þjóðháttafræðingur
og Helgi Jónasson fræðslustjóri.
( úthlutunarnefnd sjóðsins eiga
sæti rithöfundarnir Birgir Sig-
urðsson og Þorvarður Helgason
en formaður úthlutunarnefndar
er Knútur Hallsson.
Hitaveita Suðurnesja
hefur fest kaup á hlut ríkisins í
Sjóefnavinnslunni á Reykjanesi
eða um 84% af heildarhlutafé.
Hlutafé fyrirtækisins var fært nið-
ur í 4 miljónir og jafnframt hefur
ríkissjóður létt af Sjóefnavinnsl-
unni öllum skuldum við endurlán-
areikning ríkissjóðs og ríkisá-
byrgðarsjóð og einnig skuld við
Sparisjóð Keflavíkur uppá sam-
tals 530 miljónir.
Fiskverkunarhús Mána hf. í
Neskaupstað eyðilagðist í eldi
á föstudaginn. Það var um kl.
16.30 sem eldurinn kom upp.
Starfsfólk var þá að vinna við
pökkun á saitfiski og varð í fyrstu
vart við að reyk lagði frá raf-
magnstöflu, skömmu síðar varð
sprenging í töflunni og eldur gaus
upp. Eldurinn breiddist mjög
hratt út og átti starfsfólkið fótum
fjör að launa og komst það á síð-
ustu stundu út um bakdyr húss-
ins.
Slökkvilið Neskaupstaðar réði
niðurlögum eldsins á um einni
klukkustund, en á þeim tíma má
heita að allt hafi brunnið sem
brunnið gat. Húsið er uppistand-
andi en stálgrind þess er mikið
skemmd og því ólíklegt að gert
verði við það.
Auk skemmda á húsi varð
mikið tjón að öðru leyti, þar sem
saltfiskur, freðfiskur og sfld sem
voru í og við húsið eyðilagðist.
hb.
Hús Mána hf. eru uppistandandi en líklega ónýt. Rafmagnstaflan sem eldurinn kom upp í er skammt frá stóru dyrunum.
Mynd: hb.
Ljósmyndun
Skóliá
leiðinni
Nefnd að störfum um
fyrirkomulag
- Ljósmyndun er ein þeirra
greina sem þróunin hefur breytt,
og við þurfum að laga okkur að
því, segir Stefán Ólafur Jónsson,
deildarstjóri í menntamálaráðu-
neytinu, en hann hefur verið skip-
aður formaður nefndar sem á að
gera tillögur um námsfyrirkomu-
lag í Ijósmyndun, og þá með tilliti
til réttarstöðu þeirra sem við
greinina fást.
- Við munum meðal annars
velta fyrir okkur grunnnámi fyrir
fólk sem starfar við fjölmiðla,
sagði Stefán Ólafur, og gat þess
að ýmsir úr þessum hópi hefðu
menntast erlendis, en nytu ekki
allir réttinda hér heima.
Nefndin mun taka á því hvort
raunhæft sé að opna ljósmynd-
araskóla á vegum hins opinbera.
Hugmyndir eru uppi um þriggja
ára skóla; tvö ár á skólabekk og
starfsreynsluár í lokin.
Búist er við að nefndin haldi
sinn fyrsta fund í næstu viku.
Hana skipa, auk Stefáns Ólafs,
Haraldur Sumarliðason, Lands-
sambandi iðnaðarmanna; Leifur
Porsteinsson af hálfu Ljósmynd-
arafélagsins; Óskar Guðmunds-
son, Iðnfræðsluráði og Snorri
Snorrason, fulltrúi „ófaglærðra"
sem starfa við greinina. HS
.. Stöðumœlaverðir
Ollum sagt upp
Nýttstarfslið þjálfað í
Lögregluskólanum
Um 30 stöðumælavörðum sem
starfa á vegum Reykjavíkurborg-
ar var sagt upp störfum 1. des. sl.
Þeim hefur verðið boðið að sækja
mánaðarnámskeið í Lögreglu-
skólanum óski þeir eftir endur-
ráðningu en annars önnur störf
hjá borginni.
Þetta koma fram á fundi At-
vinnumálanefndar borgarinnar
þegar Páll Valdimarsson óskaði
eftir skýringum á þessum upp-
sögnum. í svari borgaryfirvalda
kom fram að með gildistöku
nýrra umferðarlaga 1. mars n.k.
verður veruleg breyting á starfi
stöðumælavaröa og þeim m.a.
heimilað að láta fjarlægja bifreið-
ir sem er ólöglega lagt.
FRETTIR
Fastgengisstefnan
Ognar rekstri vinnslunnar
Soffanías Cecilsson, formaður sambands fiskvinnslustöðva: Kostnaðarhœkkanir innanlands
um 401 áþessu ári. Á sama tíma lœkkaði dollarinn um 9%. Leiðréttingar erþörf
Það er fyrir löngu kominn tími
á ríkisstjórnina að leiðrétta
gengið. Á þessu ári hafa kostnað-
arhækkanir numið allt að 40%
hér innanlands á sama tíma og
bandaríkjadollar hefur lækkað
um 9%. Mér er sama þó að ein-
hverjir fari á hausinn við það;
þeir hinir sömu hafa verið á þeirri
leið um langan tíma og það er
bara góðverk að greiða þeim náð-
arhöggið með gengisleiðréttingu
sem er brýn um þessar mundir,
sagði Soffanías Cecilsson, tram-
kvæmdastjóri í Grundarfirði og
formaður sambands fiskvinnslu-
stöðva í samtali við Þjóðviljann í
gær.
Á aðalfundi sambands fisk-
vinnslustöðvanna sem haldinn
var í lok síðustu viku, átaldi fund-
urinn harðlega ríkisstjórnina
fyrir það að skerða rekstraraf-
komu sjávarútvegsins með því að
hætta endurgreiðslu uppsafnaðs
söluskatts og samtímis að skatt-
leggja launagreiðslur, en því var
hætt fyrir rúmu ári, svo fisk-
vinnslan fengi staðist stöðugt
gengi. í ályktun fundarins segir
að þensluástand, stórfelldar
kostnaðarhækkanir og versnandi
viðskiptakjör samfara falli
bandaríkjadollars ógni rekstri
fiskvinnslunnar. Ef það er raunu-
verulegur ásetningur stjórnvalda
að halda gengisskráningu krón-
unnar óbreyttri við núverandi að-
stæður, þá verða stjórnvöld að
grípa til róttækra aðgerða í
peninga- og efnahagsmálum
núna strax, í þeim tilgangi að
lækka verðbólgu og bæta kjör
vinnslunnar eftir öðrum leiðum.
Að sögn Soffaníasar þá er
frystingin rekin með um 9% halla
um þessar mundir. Sömuleiðis
rækju- og hörpudisksvinnsla en
saltfiskurinn er réttu megin við
núllið.
grh.
Frá stofnfundi Átaks gegn hávaða á Borginni um helgina: Áskell Másson, Flosi Ólafsson, Oddur Ólafsson, Örlygur Hálfdánarson, Atli Heimir, Lilja Margeirs-
dóttir og Sverrir Ólafsson. Mynd: Atli. HávaðamengUn
Spuming um kurteisi og tillitssemi
Atak gegn hávaða“ varð til upp
úr hópi sem hefur hist af og til
að undanförnu í framhaldi af
blaðaskrifum um hávaða í samfé-
laginu, sagði Atli Heimir Sveins-
son, einn stjórnarmanna í hinu
nýja félagi sem stofnað var um
heigina á Borginni.
- Þetta er spurning um kurteisi
og tillitssemi, sagði Atli, og vit-
undinni má breyta eins og
reykingadæmið sannar. Reyking-
ar eru ekki bannaðar, en ákveðn-
um mörkum verður fólk nú orðið
að hlíta til að valda öðrum ekki
óþægindum. Það sama á að gilda
um hávaðamengun.
Tón„listar“síbylja er ekki ein
um að skafa hlustir félagsmanna.
Undir sama flokk fellur síaukinn
umferðardynur sem og hljóð-
mengun frá Reykjavíkurflugvelli
í miðri höfuðborginni.
Að sögn Atla Heimis mun fé-
lagsskapurinn hafa hægt um sig
fram yfír hátíðar, en upp úr ára-
mótum verður tekist á við hávað-
avaldana.
Stjórn Átaks gegn hávaða
skipa, auk Atla Heimis, Svan-
hildur Halldórsdóttir, Stefán
Edeistein, Kristín Bjarnadóttir
og Steingrímur Gautur Kristjáns-
son.
HS
'ÖRFRÉTTIR'
Kirkjuráð
Þjóðkirkjunnar
hefur itrekað samþykkt Kirkju-
þings frá því í haust, þar sem
skorað er á þá sem annast inn-
flutning og sölu barnaleikfanga
að hafa ekki stríðsleikföng til sölu
í verslunum sínum.
Jafnréttisráð
hefur verið skipað til næstu
tveggja ára. f ráðinu eiga nú sæti:
Ásdís J. Rafnar hrl. formaður,
Árni Gunnarsson alþm., Þórunn
Sveinbjörnsdóttir form. Sóknar,
Sigurveig Sigurðardóttir hjúkrun-
arfræðingur, Ingibjörg Magnús-
dóttir húsmóðir, Arndís
Steinþórsdóttir og Hrafnhildur
Stefánsdóttir lögfræðingur.
Bæjarstjórn
Neskaupstaðar
hefur skorað á stjórnvöld að sjá til
þess að markaðir tekjustofnar
Ríkisútvarpsins renni óskertir í
Framkvæmdasjóð RUV, sem
ætlað er að standa undir nýfram-
kvæmdum og endurnýjun á
dreifikerfinu út um landið eins og
ráð er fyrir gert í útvarpslögum.