Þjóðviljinn - 08.12.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.12.1987, Blaðsíða 3
Nauteyrarhreppur FBÉTTIR Skattabreytingarnar Afjórhjólum til rjúpna Ástþór Ágústsson odd- viti: Þekktir reykvískir at- hafnamenn staðnir að náttúruspjöllum. Aðal- lega í Langadal og á Þorskafjarðarheiði. Um- ferð fjórhjóla stranglega bönnuð íNauteyrar- hreppi „Það er ekki langt síðan að við stóðum þekkta reykvíska at- hafnamenn að því að fara hér um allt á fjórhjólum til rjúpnaveiða. Þeir voru aðallega í Langadal og á Þorskafjarðarheiði og spændu þar upp jarðveginn og ollu um- talsverðu tjóni,“ segir ÁstþórÁg- ústsson, oddviti og bóndi í Múla í Nauteyrarhreppi í samtali við Þjóðviljann í gær. Að sögn Astþórs hefur lítið sem ekkert borið á þessum veiði- mönnum síðan í byggð, en hann vildi ekki taka fyrir þann mögu- leika að þessi leikur væri iðkaður upp á háheiðinni þar sem bændur verða ekki varir við þá. Sagði Ástþór þessa umgengni vera fyrir neðan allar hellur og með öllu óskiljanlega. En meðferð fjór- hjóla er stranglega bönnuð í hreppnum. Þá hafa bændur einn- ig staðið rjúpnaveiðimenn að því að skjóta á allt kvikt á landar- eignum þeirra í óþökk bænda. „Það er eins og menn haldi að þeir geti komist upp með allan fjandann um leið og þeir eru komnir út fyrir borgarmörk Reykjavíkur," sagði Ástþór Ág- ústsson oddviti. Að sögn Jónasar Eyjólfssonar yfirlögregluþjóns á ísafirði hefur lögreglunni þar borist nokkrar kvartanir frá bændum úr innan- verðu ísafjarðardjúpi vegna nátt- úruskemmda af völdum fjór- hjóla. grh Kristín Halldórsdóttir Áfall fyrir heimilin „Söluskattsbreytingin kemur í sjálfu sér ekki á óvart. Það var búið að boða að söluskattsstofn- inn yrði breiðari. Kvennalistinn hefur mótmælt þessu, sérstaklega matarskattinum, og mun gera svo við afgreiðslu þessa máls á Al- þingi nú,“ sagði Kristín Halldórs- dóttir um breytingar á tekjuöflun ríkissjóðs. Kristín sagði að það blasti við að þetta yrði áfall fyrir afkomu heimilanna, þegar brýnustu nauðsynjar hækkuðu eins mikið og gert er ráð fyrir. Söluskatts- prósentan verður 25% og virðis- aukaskatturinn er boðaður árið 1989 upp á 22%. „Þessi gífurlega háa prósenta er ekki í samræmi við það sem sagt hefur verið, því það hefur verið boðað að breikkun söluskattsstofnsins myndi lækka álagningarprósent- una.“ Þá sagði Kristín augljóst á þessum tillögum hvaða þrýsti- hópar það eru sem tekið er mark á því söluskattur á þjónustu er mun lægri en á matvæli og aðrar vörur, eða 12%. „Það sýnir að lögfræðingar og verkfræðingar eru sterkari þrýstihópur en þeir sem þurfa að gjalda fyrir matar- skattinn." Kristín taldi fróðlegt að skoða lista yfir þær vörur sem eiga að hækka, einsog fisk, grænmeti og brauð og bera saman við þær vörur sem lækka. „Manni verður hugsað til manneldistefnunnar Nauðsynjavömr hækka munaður lækkar Fiskur, egg, nýttgrœnmeti og ávextir hœkka um25%. Hnífapörlækka um 50%, varalitir lœkka um 47% Viðbrögð við matarskattinum Breytingar á vöruverði vegna söluskatts-, tollalaga- og vörugjaldsbreytinga eru mjög mismunandi. T.d. munu hnífap- ör lækka um 50% og varalitir um 47% en fiskur, egg og nýtt græn- meti og ávextir mun hækka allt að 25%. Það eru matvæli og sum hei- milistæki sem hækka í verði. Hefðbundnar landbúnaðarafurð- ir eiga að standa í stað með auknum niðurgreiðslum en fisk- ur, egg um 25%, nýtt grænmeti og nýir ávextir um 15-25%. Nautakjöt hækkar um 10-15%, ostar einnig um 15-20%, brauð um 13%, alifugla- og svínakjöt um 5-10%, sykur um 13%, og kaffi 2-3%. Gosdrykkir verða á óbreyttu verði, þurrkaðir- og niðursoðnir ávextir og krydd mun lækka um 35% Fryst og niðursoðið græn- meti um 15%, haframjöl og heilhveiti um 9%. Saumavélar og kæliskápar hækka mest af heimilistækjum, eða um 16% og þvottavélar hækka um 15%. Oll önnur hei- milistæki lækka, hljómflutnings- tæki um 15%, sjónvörp og mynd- bönd um 11%, þurrkarar og frystikistur um 5%. Þá lækka hreinlætisvörur, tannburstar um 45%, tannkrem og sjampó um 25% en sápur og þvottaefni standa í stað. Snyrti- vöru lækka mjög mikið, varalitir lækka um 10-40%, bifreiðavar- ahlutir og hjólbarðar lækka um 20%. Þá lækka ýmsar bygginga- vörur, hreinlætistæki um 45%, um 47%, ilmvötn og rakspírar um 45%. Búsáhöld lækka einnig veru- lega, hnífapör um 50% og borð- búnaður um 40%, íþróttavöru blöndunartæki og raflagnavörur um 3=%, gólfteppi og dúkar um 20% og steypustyrktarjárn um 5%. -Sáf sem talað er um fjálglega á hátíð- legum stundum. Þessar breyting- ar verða varla til þess að hjálpa fólki við að stunda heilbrigt líf- erni.“ Að lokum sagðist hún hafa áhuga á að vita hvort fjölskyldu- nefnd forsætisráðherra hafi fjall- að um þessar tillögur og hvernig þær muni koma niður á fjöl- skyldum í landinu. -Sáf Kristján Thorlacíus Auknar álögur - Það er augljóst að með ákvörðunum um tollbreytingar og vöruverð, er rUdsstjórnin að þyngja verulega álögur á þá sem eru verst settir, sagði Kristján Thorlacius, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, um fyrirhugaðar verð- og tolla- breytingar, sem gildi taka i upp- hafi nýs árs og leiða til verðhækk- ana á ýmsri matvöru. Kristján sagði að svo virtist sem ríkisstjórnin hefði það að meginmarkmiði með verklagi sínu að auka álögur á láglauna- fólk, en lyfta undir þá betur settu, sem berlega sæist á því að ýmsar tegundir matvæla stórhækka. - Þrátt fyrir boðaða tolla- og verðlækkun á ýmsum vöruflokk- um, hefur launafólk enga trygg- ingu fyrir því að þess sjái stað í verðlagi verslananna. Ekki er hægt að merkja að verðlag verslana hafi lækkað, þrátt fyrir að gengi hafi verið haldið stöðugu síðustu misserin. Það er sama hversu menn lofa frjálsa samkeppni, hún kemur fram í flestu öðru en lækkuðu vöruverði. Verði samkeppnin of mikil, koma menn sér saman um verðlagið, eins og eggjaframleið- endur á dögunum, sagði Krist- ján. -rk Þröstur Ólafsson Láglaunafolk litlu bættara - Launafólki er augljóslega ætlað að neyta frekar feitmetis og skera niður neyslu á ýmsum þeim matvörutegundum, scm fólk hef- ur neytt í æ rikara mæli á undan- förnum árum, fiski, ávöxtum, grænmeti og brauði, sagði Þröstur Ólafsson framkvæmda- stjóri Dagsbrúnar, um fyrirhug- aðar breytingar á vöruverði frá og með næstu áramótum. - í sjálfu sér er jákvætt að stjórnvöld freisti þess að endur- reisa tekjuöflunarkerfi ríkis- sjóðs, sem er forsenda þess að unnt sé að standa undir sam- neyslunni. Hitt er annað mál og umdeilanlegra, hvaða leiðir eru farnar til þessa. Það er greinilegt að þær verðlagsbreytingar sem boðaðar eru, leiða til skatta- hækkunar og koma þeim tekju- lægri í koll, sagði Þröstur. - Ýmsir neysluliðir sem ekki falla undir daglegra neysiu lækka umtalsvert á meðan matvæli, að dilkakjöti og mjólkurvöru unda- nskilinni, hækka. Slíkar verðb- reytingar koma fyrst og fremst þeim tekjuhærri til góða - ekki láglaunafólki, sagði Þröstur. Sér þætti sýnt að Jón Baldvin, fjár- málaráðherra, hefði verið beygður af haghsmunagæslu- mönnum landbúnaðarins í ríkis- stjórninni. - Ég óttast að verðlækkanirnar skili sér ekki sem skyldi til neytenda. Af fenginni reynslu virðist vera mun erfiðara að lækka vöruna en hækka hana. Verðlækkanir hafa einfaldlega skilað sér mun ver til neytenda en hækkanirnar, sagði Þröstur, enda væri engin trygging fyrir því að kaupmenn ykju ekki álagningu, sem næmi verðlækkun einstakra vörutegunda. -rk Steingrímur J. Sigfússon Yfirgengileg vinnubrögð - Það sem mér finnst dæma- lausast í þessu öllu saman eru vinnubrögð stjórnvalda. Hér er um slíkar stórbreytingar að ræða á öllu tekjuöflunarkerfi ríkissjóðs að það er yfirgengilegt að ætla að keyra þetta allt í gegnum Alþingi á engum tíma, sagði Steingrímur J. Sigfússon formaður þingflokks Alþýðubandalagsins. - Þessi 25% söluskattur á allar helstu matvörur gefur ríkissjóði um 5.750 milljónir í tekjur á næsta ári en niðurgreiðslur eru einungis um 1300 miljónir þannig að eftir sitja af matarskattinum í ríkissjóði nær 4.5 miljarðar. Það er alveg ljóst að þetta mun koma illa við fólk, sérstakiega þá tekju- lægstu sem þurfa að eyða stærstum hluta tekna sinna í mat- arkaup. Það er verið að gera mat að munaðarvöru, sagði Steingrímur. Þá benti Steingrímur á, að til viðbótar þessum álögum þá mun tekjuskattsbyrgðin í nýja stað- greiðslukerfinu verða trúlega um 25% hærri en hún var á sl. ári, og skattbyrgðin aukast um 1 milj- arð. - Þessi aukna skattbyrði kem- ur harðast niður á fólki með miðl- ungstekjur, en síður á þeim lægst- launuðu og þeim hæstlaunuðu. Á sama tíma og þessum álögum er dembt yfir almenning þá sjást ekki á borði ríkisstjórnarinnar til- lögur um skatta á verslun og atvinnurekstur. -Ig. Þriðjudagur 8. desember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.