Þjóðviljinn - 08.12.1987, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 08.12.1987, Blaðsíða 11
ERLENDAR FRETTIR Leiðtogafundur Gorbatsjov í Washington í dag rennur upp sú sögulega stund er leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, Ronald Reagan og Míkhaíl Gorbatsjov, leggjanafnsitt við samning um eyðileggingu 2,800 kjarnflauga sinna Flugvél Míkhaels Gorbatsjovs, leiðtoga Sovétríkjanna, og eiginkonu hans, Raísu, lenti heilu og höldnu á Andrews herflugvell- inum, steinsnar frá Washington, á tíunda tímanum i gær, að ís- lensku tímatali. Síðdegis í dag munu þeir Ronald Reagan Bandaríkjaforseti leggja nafn sitt við fyrsta umtalsverða kjarnaf- vopnunarsamning sögunnar og síðan munu þeir hefja viðræður um enn afdrifaríkara samkomu- lag um smækkun kjarnvopna- búra sinna. Áætlað er að leiðtogafundur- inn vari í tvo til þrjá daga. Gor- batsjov er fyrsti sovéski leiðtog- inn sem stígur fæti á bandaríska grund um fjórtán ára skeið eða frá því Leóníd Brézhnev sótti Richard Nixon heim. Gífurlegar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar í höfuðborginni einsog lög gera ráð fyrir og hefur almenn- ingur vestra sýnt þessum viðburði mikinn áhuga þótt fram hafi komið í gær í skoðanakönnun sjónvarpsstöðvarinnar ABC og stórblaðsins Washington Post að meira en helmingur Bandaríkja- manna hefur ekki hugmynd um til hvers aðalritarinn hafi tekið sér ferð á hendur vestur á bóginn! Einsog fram hefur komið í fréttum áði Gorbatsjov hjá kunn- ingjakonu sinni, Margréti Thatc- her, á Bretlandi í gær áður en hann fló alla leið til Washington. Þau ræddu saman í skamma stund og efndu síðan til blaða- mannafundar áður en aðalritar- inn sté uppí flugvél sína að nýju. Honum fórust svo orð: „Við reiknum með að ferð okkar...færi okkur fram á veg endurreisnar alþjóðasamskipta í með nánari samvinnu og gagn- kvæmu trausti." Thatcher sagði að samningur- inn um eyðileggingu allra meðal- Hjónin Raísa og Míkhael Gorbatsjov eru stödd í Bandaríkjunum um þessar mundir og hyggst bóndinn sinna afvopnun-’armálum meöan húsfreyja styttir sér stundiráýmsalundmeðfrúNancy Reagan.Helmingurbandarískuþjóðarinnarveit ekki i hvaða augnamiði þessi huggulegu hjón hafa ferðast vestur á bóg. drægra kjarnflauga risaveldanna væri sögulegur en einnig „forboði frekari framfara í afvopnunarvið- ræðum.“ Bandarískir og sovéskir ráða- menn með Reagan og Gorbat- sjov í broddi fylkingar hafa ítrek- að gert því skóna að á þessum þriðja leiðtogafundi stórveld- anna frá árinu 1985 verði lögð drög að fjórða stefnumótinu sem eigi sér stað á næsta ári í því augnamiði að ganga frá samningi um helmings fækkun langdrægra kjarnflauga. Slíkur samningur yrði enn merkara framlag til heimsfriðarins en samningurinn sem þeir undirrita í dag þar eð landrægu skeytin eru háskaleg- ustu vígtólin í vopnabúrum ríkj- anna tveggja. Blaðafulltrúar beggja leiðtog- anna svöruðu spurningum frétta- manna á sameiginlegum blaða- mannafundi í gær og fór prýði- lega á með þeim. Gennady Gerasimov sagðist gera sér vonir um að leiðtogarnir mæltu sér mót á ný að ári. „Við erum komnir á rekspöl í afvopn- unarviðræðunum og við eigum að halda áfram á sömu braut.“ Marlin Fitzwater tók í sama streng og bætti því við að leiðtogafundur í Moskvu á næsta ári yrði öllum til góðs, jafnvel þótt samningur um eyðileggingu langdrægra flauga yrði ekki tilbú- inn til undirritunar. Það verður gaman að fylgjast með þeim Gorbatsjov og Reagan undirrita samninginn um eyði- leggingu kjarnflauga sinna í dag. Sovétleiðtoginn er 56 ára gamall og yngsti og tápmesti bóndinn í Kreml frá því Jósef Stalín sölsaði undir sig þau húsakynni á þriðja áratugnum. Reagan er hinsvegar 76 ára gamall og elsti forseti í sögu Bandaríkjanna. Hann er ennfremur einhver mesti aftur- haldsseggur sem hreiðrað hefur um sig í Hvíta húsinu þótt slæm pólitísk staða hans á heímaslóð og persónulegur metnaður hafi mildað afstöðu hans til Sovétríkj- anna er hann hér áður fyrr kallaði iðulega „hið illa heimsveldi." Samkvæmt stundaskrá munu þeir Reagan og Gorbatsjov funda fimm sinnum, fyrst nú í morguns- árið að bandarískum staðartíma. Það mun vera 90 mínútna prívat- fundur að túlkum einum og skrásetjurum viðstöddum. Síðar í dag munu þeir, sem fyrr segir, taka hetturnar af pennum sínum og skrifa nafn sitt á plagg sem hefur að geyma sameiginlegt loforð beggja um að koma um 2,800 kjarnflaugum með 3,800 kjarnoddum fyrir kattarnef. -ks. Evrópubandalagið Frestur er á illu bestur Leiðtogum tólf aðildarríkja Evrópubandalagsins mistókst einu sinni enn að ná samkomulagi umfjárlagahalla áfundi sínum í Kaupmanna- höfn um helgina Leiðtogar aðildarríkja Evrópu- „Satt best að segja tókst ekki bandalagsins hafa reynt að að ganga frá greiðslu heimilis- eiðtogar aðildarríkja Evrópu- bandalagsins hafa reynt að gera lítið úr þeirri staðreynd að þeim mistókst að ná samkomulagi um ráðstafanir til að vinna bug á gífurlegum fjárhagshalla banda- lagsins á fundi sínum í Kaup- mannahöfn um helgina. Þess í stað hafa þeir farið fjálgum orð- um um það sem þeir nefna „allnokkurn“ árangur í glímunni við fjármálaóreiðuna og stað- hæfa að allt verði orðið klappað og klárt um það bil er sérstökum neyðarfundi um fjármálin lýkur en hann á að halda dagana 11.- 12.febrúar næstkomandi í Bruss- el. Opinberlega er rætt um að fundinum hafi verið frestað þótt fáum blandist hugur um að ráð- stefnan um helgina hafi farið ger- samlega út um þúfur og að febrú- arfundurinn sé síðasta björgunar- hálmstrá rikjanna 12 er mynda bandalagið. í raun var ákvörðunin um að koma saman á nýjan leik í febrú- ar eina áþreifanlega niðurstaða helgarfundarins í Kaupmanna- höfn ef frá eru taldar ályktanir um samskipti austurs og vesturs, Miðausturlönd og Afghanistan. reikninganna en okkur tókst mun betur upp þegar að því kom að segja ríkjum heims fyrir verk- um,“ sagði utanríkisráðherra Danmerkur, Uffe Ellemann- Jensen, á blaðamannafundi við ráðstefnulok. Paul Schluter, forsætisráð- herra Danmerkur og forseti fundarins, bætti við: „Þetta var ekki algert hrun en það mátti ekki miklu muna. Ef eitthvað fer úrskeiðis á fundinum í febrúar verður ástandið skelfilegt." Sýnt þykir að fjárlagahalli Evr- ópubandalagsins muni nema sex miljörðum bandaríkjadala á næsta ári. Fjárhirslan verður orð- in galtóm síðla sumars nema leið- togar ríkjanna tólf komi sér sam- an um að draga úr framlögum til landbúnaðar, auka greiðslur ríkj- anna í hinn sameiginlega sjóð og veita auknu fjármagni úr þeim sjóði til fátækari aðildarlanda. Strax að morgni síðari fundar- dagsins í Kaupmannahöfn þótti mönnum í óefni stefna er Frakkar og Vestur-Þjóðverjar höfnuðu málamiðlunartillögu Dana um samdrátt í niðurgreiðslu land- búnaðarafurða en sá útgjaldalið- ur einn gleypir um tvo þriðju hluta af öllu fjármagni EB. Bresku fulltrúarnir, undir ör- uggri handleiðslu Margrétar Thatchers forsætisráðherra, héldu fast við þá kröfu sína að verð á landbúnaðarframleiðslu yrði umsvifalaust lækkað ef bændur framleiddu meira magn en ráð er fyrir gert í áætlunum bandalagsins. En Helmut Kohl, kanslari í Bonn, er eindregið and- vígur slíku, að sögn vegna þess hve vesturþýskir búmenn eru öfl- ugur þrýstihópur, og lenti honum saman við Thatcher útaf þessu þrætuepli. Um áramót taka Vestur- Þjóðverjar við forystu í Evrópu- bandalaginu af Dönum og mun Kohl því stýra febrúarfundinum. Hann lýsti því yfir á sunnudaginn að hann hygðist notfæra sér þá stöðu sína til hins ýtrasta til að knýja fram samkomulag í Bruss- el. En hann sagði jafnframt að mikið væri óunnið áður en bandalagið kæmist á réttan kjöl og „við höfum átta vikur til að ná traustu málamiðlunarsamkomu- lagi.“ -ks. (uómnuiNN Tíminn r 68 13 33 r 68 18 66 r 68 63 00 Blaóburóur er é BESTA TRIMMIÐ i\\ og borgar sigí BLAÐBERAR ÓSKAST Vailtar blaðbera (MÓBWILIINN víðs vegar um bæinn Hafðu samband við okkur þJÓDVILIINN Síðumúla 6 0 68 13 33 Þriðjudagur 8. desember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.