Þjóðviljinn - 08.12.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.12.1987, Blaðsíða 7
Alþýðubandalagið Ný f iskveiðistefna Byggðakvóti. Opið stjórnkerfi. Útflutningsgjald á óunninnfisk. Byggðir njóti nálægðar við fiskimið Síðastliðinn sunnudag efndi Alþýðubandalagið til blaðamannafundar og var þar kynnt stefna flokksins í fiskveiðimálum. Á myndinni eru talið frá vinstri: Bjargey Einarsdóttir gjaldkeri AB, Svanfríður Jónasdóttir varaformaður AB semjafnframterformaðurmiðstjórnar, Olafur Ragnar Grímsson formaður AB, Steingrímur J. Sigfússon formaður þingflokks AB, Hjörleifur Guttormsson, sem situr í sjávarútvegsnefnd neðri deildar alþingis, og Skúli Alexandersson sem á sæti í sjávarútvegsnefnd efri deildar alþingis. Ljósm. Þjóðv. Sig. 1. Sjávarauðlindir eru sameign þjóðarinnar Fiskistofnarnir og aðrar sjávar- auðlindir eru ævarandi sameign allra íslendinga. Grundvallarat- riði fiskveiðistjórnunar verður að vera hinn sameiginlegi eignar- réttur þjóðarinnar á auðlindum hafsins. 2. Skipuleg stjórnun veiða Sótt verði í fiskstofnana á skipulegan hátt í samræmi við sérfræðilegt mat á stærð þeirra og undir eftirliti óháðrar stofnunar. Markmið veiðistjórnunar verði: a) að auka gæði afla og afurða b) að hámarksafrakstur fáist miðað við ákveðin tímabil c) að ofveiði eigi sér aldrei stað 3. Byggðakvóti í stað rígbindingar við skip Það eru öðrum fremur sjó- menn og fiskvinnslufólk sem skapa verðmæti úr fiskistofnun- um við landið. Því skulu sam- eiginlegir hagsmunir sjómanna og fiskvinnslufólks hafðir í fyrir- rúmi við stjórnun fiskveiða. Óháð reglum um hvernig heildar- aflamagn landsmanna verður ák- varðað eða hvernig heildarsókn fiskiskipa verður takmörkuð þá verði veiðiheimildum úthlutað til byggðarlaga. Við ákvörðun afla- magns sérhvers byggðarlags verði tekið mið af veiðum skipa í viðkomandi byggðarlagi. í stað þess að binda kvóta alfar- ið við skip eins og gert hefur verið á undanförnum árum verði nú tekið upp nýtt kerfi þar sem veiðiheimildum á bolfiski verði skipt í tvo flokka. I fyrsta Iagi skal % hlutum veiðiheimildanna úthlutað til byggðarlaga og skal fjórðungur þessa nýja byggðakvóta reiknað- ur út frá úthlutuðu afla- og sókn- armarki skipa í byggðarlögunum eins og sú úthlutun var að meðal- tali árin 1984-1986 og þrír fjórðu hlutar reiknaðir út frá úthlutuðu afla- og sóknarmarki skipa í byggðarlögum í árslok 1987. f öðru lagi skal Vs hluta veiði- heimilda úthlutað til útgerðar á skip og skal sá hluti reiknaður með sama hætti og ákveðið var í reglugerð fyrir árið 1987. Eftir að byggðakvóti hefur ver- ið reiknaður út skal honum deilt á milli þeirra skipa sem fá kvóta úthlutað í viðkomandi byggðar- lagi í hlutfalli við veiðiheimildir þeirra. Við sölu skipa út byggðar- laginu fylgir þeim einungis sá hluti aflakvóta sem úthlutað var til útgerðar, ekki sá hluti sem fór til byggðarlagsins. Þeim hluta afl- akvótans sem eftir verður í byggðarlaginu verði ráðstafað á nýjan leik í samræmi við ákveðn- ar reglur. Með því að binda veiðiheimild- ir að verulegu leyti við byggðar- lög er verið að tryggja hag starfs- fólks í fiskiðnaði, fiskvinnslu- stöðva og allra íbúa þeirra byggð- arlaga sem byggja afkomu sína á öruggri og skipulagðri nýtingu sjávarafla. Óeðlilegt verð á fiski- skipum og brask í tengslum við skipa- og kvótasölu ætti að mestu að hverfa úr sögunni. Einnig er leitast við með útreikningsaðferð á byggðakvótanum að koma nokkuð til móts við þau byggðar- lög sem tapað hafa mestum afla- kvóta á undanförnum árum. 4. Opið og sveigjanlegt kerf i í stað hinnar lokuðu miðstýringar Nauðsynlegt er að skipulag fiskveiðistjórnunar hafi til að bera hæfilegan sveigjanleika til að það loki ekki á nýjungar og eðlilegar breytingar í útgerð og fiskvinnslu. Nýir rekstraraðilar verða að geta haslað sér völl við útgerð og fiskvinnslu. Það er hættulegt að rígbinda kerfið við þá sem gerðu út skip fyrir hálfum áratug. Jafnframt þarf kerfið að taka mið af breyttum aðstæðum í hin- um ýmsum byggðarlögum og búa yfir getu til að leiðrétta hlut þeirra byggðarlaga sem sérstak- lega eiga undir högg að sækja í atvinnumálum. Einnig er nauðsynlegt að opna á næstu árum fyrir tilraunir með nýjar aðferðir til að ákveða veiði- heimildir og stýra sókninni í fisk- stofnana. Endurskoðunin og nýsköpunin þarf að vera byggð inn í kerfið en á undanfömum árum hefur allt verið læst í fastar og óbreytan- legar skorður Til að tryggja nauðsynlegan sveigjanleika og opnun kerfisins verði undirbúið að heimila í framtíðinni úthlutun á allt að 10% heildaraflans í því skyni: - að tryggja aðgang nýrra rekstraraðila - að leiðrétta hag einstakra byggðarlaga - að gera tilraunir með nýjar stjórnunaraðferðir 5. Veiðar smábáta Veiðiheimildir smábáta verði með svipuðu sniði og verið hefur. Jafnframt verði fjölgun smábáta stöðvuð. 6. Útflutningsgjald í þágu rannsóknastarfsemi Ákveðið verði útflutningsgjald á fisk sem fluttur er út óunninn og komi það að einhverju eða öllu leyti í stað þeirra skerðingará- kvæða sem í gildi hafa verið. Út- flutningsgjaldið verði ákvarðað með hliðsjón af tollastefnu Evr- ópubandalagsins og annarra við- skiptalanda og verði því ráðstaf- að til rannsókna og þróunarstarf- semi á vegum rannsóknastofnun- ar og fyrirtækja og samtaka innan sjávarútvegsins. 7. Veiðar á einstökum fiskistofnum Stefnt verði að því að innan fárra ára verði hægt að veiða 400- 500 þús. tonn af þorski á ári. Fiskifræðingar telja að með réttri sókn í þorskstofninn á næstu árum sé slík veiði raunhæf miðað við jafna veiði og ekki verði sótt um of í ungfisk. Veiði ýsu, karfa, ufsa og grá- iúðu verði stjórnað í tengslum við veiðistjórn á þorski. Skipulag veiða á sfld og loðnu verði áfram með svipuðu sniði og á undanförnum árum. Lögð verði áhersla á markaðsleit og stór- aukna kyningu á síldarafurðum til að tryggja að sem stærstur hluti aflans úr vaxandi sfldarstofni verði nýttur í góðar og verðmikl- ar manneldisvörur. Rækjumið og skelfiskmið innan fjarða og flóa verði nytjuð af íbúum viðkomandi strand- svæða. Aukin verði veiði á ýmsum sjáv- ardýrum og fiskum sem lítið hafa verið nýtt til þessa. 8. Kjör og starfsaðstaða fiskvinnslufólks og sjómanna Launakjör fiskvinnslufólks verði jafnan með þeim betri í þjóðfélaginu og leiðrétt verði þegar í stað það misrétti og rang- læti sem skapast hefur í launa- málum fiskvinnslufólks í saman- burði við aðrar starfsgreinar. Starfsaðstaða fiskvinnslufólks og sjómanna verði til jafns við aðrar stéttir. 9. Aukin gæði afla og afurða Til að tryggja aukin gæði sjáv- arafurða og fiskafurða verði komið á nýrri skipan sem feli í sér: - Að allur fiskur sé settur í kassa og kör urn borð í veiði- skipum — Að sem stœrstur hluti afla verði slœgður um borð í veiði- skipum - Að allur afli verði nýttur: lifur, hrogn og fleira - Að fiskmóttökur séu kœldar - Að umhverfi ogytra útlitfisk- vinnslustöðva þoli samanburð við útlit og umhverfi banka, verslana og mjólkurvinnslustöðva - Að vinnuaðstaða fiskvinnslu- fólks samrœmist matvœlafram- leiðslu í besta gœðaflokki 10. Eðlileg byggðaþróun Til að tryggja búsetu um allt land og eðlilega byggðaþróun verði þess gætt við stjórnun fisk- veiða: - Að hvert svœði njóti aðstöðu vegna nálægðar við fiskimið. - Að núverandi útgerð ogfisk- vinnslu verði tryggður réttur á heimaslóð. Á netum. Vaeru allir þorskar jafnstórir eða stærri en þessir, þegar þeir eru veiddir, þá ykjust þjóðartekjur að mun. fslendingum er nauðsyn að hafa skynsamlegar reglur um hvernig á að nytja þá miklu en takmörkuðu auðlind sem fiskimiðin eru. Miðstjórn Alþýðubandalags- ins, sem kjörin var á iandsfundi flokksins í haust, kom saman til síns fyrsta fundar 5. desember og stóð hann fram á sunnudaginn 6. desember. Ýmis mál voru til um- ræðu á fundinum en mesta at- hygli hefur vakið samþykkt um nýja fiskveiðistefnu. Þingflokkur AB og stjórn höfðu undirbúið málið og mun málatilbúnaður þingflokksins taka mið af samþykktinni en frumvarp ríkisstjórnarinnar um fyrirkomulag í kvótamálum hefur nú verið lagt fram á alþingi. Samþykkt Alþýðubandalags- ins um nýja fiskveiðistefnu, sem hér er birt, var samþykkt sam- hljóða á miðstjórnarfundinum. Fiskveiðistefna Alþýðubandalagsins Samþykkt á fundi miðstjórnar 5. desember 1987 Þriðjudagur 8. desember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.