Þjóðviljinn - 08.12.1987, Blaðsíða 10
SKAK
21. einvígisskákin
Frá Helga Ólafssyni,
frétt aritara Þjóðviljans
Karpov skrikaði fótur
íSevillu:
Þrátefli í skák er margir töldu Kasparov hafa getað unnið
Enn varð jafntefli í einvígi
þeirra Garrís Kasparovs
heimsmeistara og Antólís Karp-
ovs áskoranda hér í Sevillu.
Skákin í kvöld bar öll merki
þeirrar gífurlegu taugaspennu
sem ræður ríkjum í einvíginu,
keppendum urðu á ýmis glappa-
skot.
Karpov gerði sig sekan um
furðulega yfirsjón þegar í 19.
leik, fékk greinilega lakara tafl,
en „mistök“ Kasparovs lágu í því
að tefla ekki hagstæðari stöðu
áfram til vinnings. Karpov hafði
orðið að láta skiptamun af hendi
fyrir nokkrar bætur, þó tæplega
nægar. Svo einkennilega vildi þó
til að hann var síðan lengi að ák-
veða sig hvort hann ætti að taka
jafntefli með þráleik en sú var þó
niðurstaðan að lokum.
Eftir skákina fóru þeir yfir
helstu leiðir og er með því að
opnast nýr kafli í samskiptum
þeirra. Kasparov tók fyrir slíkar
rannsóknir með eftirminnilegum
hætti þegar annað einvígi þeirra
fór fram árið 1985 en hann gefur
þá skýringu núna að stundum
verði hann hreinlega að fá að vita
hvað Karpov meini með hinum
og þessum leik.
Að öðru leyti er tíðindalaust
hér í Sevillu. Þó bætist óðum við
stóran hóp áhorfenda. Maja
Chirburdanidze, heimsmeistari
kvenna síðastliðin níu ár, er kom-
in til Sevillu til að fylgjast með
einvíginu. Einnig má nefna stór-
meistarana Lubosh Kavalek frá
Bandaríkjunum og Hollending-
inn Hans Ree. Hinsvegar sakna
menn Míkhaels Tals er setti mjög
líflegan svip á blaðamannaher-
bergið. Þar hefur verið kyrrð yfir
síðustu daga og er það áreiðan-
lega fyrir tilverknað Vassilys
Smyslovs, fyrrum heimsmeist-
ara, sem hefur býsna róandi áhrif
á menn.
Nú eru aðeins þrjár skákir eftir
af einvíginu. Auðvitað færist
Kasparov nær titilvörn sinni með
hverju jafnteflinu en hann hefur
enga tryggingu fengið ennþá.
Karpov stýrir hvítu mönnunum í
23. skákinni og fær þá sitt loka-
tækifæri þó auðvitað geti sitthvað
óvænt gerst í hinum skákunum
tveimur.
Kasparov virtist dálítið tauga-
óstyrkur í dag sem vonlegt er.
Aðstaða hans er þegar allt kemur
til alls fremur óþægileg, en Karp-
ov getur hinsvegar teflt með hug-
arfari manns sem hefur allt að
vinna og engu að tapa.
Niðurstaða dagsins viðheldur
spennunni í einvíginu. Aðeins
þrjár skákir eru eftir af þessu
maraþoneinvígi Kasparovs og
Karpovs er hófst haustið 1984.
Þeir hafa teflt 121 skák síðan og
munar aðeins einum vinningi
Kasparov í hag.
22. skákin er á dagskrá á mið-
vikudag og þá hefur Kasparov
hvítt. Þó þyrfti ekki að koma á
óvart að þeirri skák yrði frestað
en þeir eiga inni einn frídag hvor.
21.einvígisskák
Anatólí Karpov-
Garrí Kasparov
Grunfeldsvörn
l.d4
(„Karpov verður að leika
kóngspeðinu fram í þeim skákum
sem eftir eru,“ sagði Míkhael Tal
við mig skömmu áður en hann
var kallaður heim til Sovétríkj-
anna að kröfu Karpovs, „en
kannski gerir hann það ekkifýrr
en í 21.skákinni,“ bætti hann við.
Þegar Karpov mætti til leiks í dag
eftir tveggja daga hlé lék hann
samstundis d4, greinilega stað-
ráðinn í því að glíma við Grun-
feldsvörnina enn á ný.)
I. ...Rf6
2. c4 g6
3. Rc3 d5
4. RÍ3 Bg7
5. Db3 dxc4
6. Dxc4 0-0
7. e4 Ra6
(Prins-afbrigðið sem var einnig
uppá teningnum í fimmtándu
skákinni.)
8. Be2 c5
9. d5 e6
10.0-0 exd5
II. exd5 Bf5
12. Hdl He8
13. d6 h6
14. BÍ4
(Endurbót Karpovs á
fimmtándu skákinni. I henni lék
hann 14.h3 og skákinni lyktaði
með jafntefli eftir gífurlegar
flækjur. Karpov eyddi aðeins
fimm mínútum á fyrstu fjórtán
leikina.)
Skákbækur
„Skákstnð víð Persaflóa11
Jón L. Arnason hefur skrifað bók um Ólympíuskákmótið íDubaiþar
sem íslenska karlasveitin stóð sig með afbrigðum vel
Út er kominn á vegum Skák-
sambands íslands bókin „Skák-
strið við Persaflóa“ eftir Jón L.
Árnason stórmeistara.
Það er kunnara en frá þurfi að
segja að íslenska karlasveitin
stóð sig með afbrigðum vel á Ol-
ympíumótinu í Dubai í fyrra.
Þegar upp var staðið sátu okkar
menn traustir í fimmta sæti og
höfðu meðal annars unnið það
glæsilega afrek að halda jöfnu í
viðureigninni við Sovétmenn sem
þó tefldu Sevillafjöðrunum
Karpov og Kasparov fram á
fyrsta og öðru borði.
Jón L. tefldi á þriðja borði í
íslensku sveitinni en hana
skipuðu auk hans Þjóðviljaskrí-
bentinn Helgi Ólafsson, Margeir
Pétursson, Jóhann Hjartarson,
Guðmundur Sigurjónsson og
Karl Þorsteins. Allt stórmeistar-
ar að Karli undanskildum.
Bókin skiptist í tvo hluta. í
þeim fyrri lýsir Jón „...á lifandi
og kíminn hátt aðdraganda Ól-
ympíumótsins í Dubai, undirbún-
ingi íslenska Ólympíuliðsins,
hinu langa ferðalagi til ævintýra-
landsins, framandleika þess og
lifnaðarháttum Araba eins og
þeir komu gestinum fyrir sjónir.“
En í „seinni hluta bókarinnar
er keppninni sjálfri lýst frá um-
ferð til umferðar, undirbúningi
og hernaðaráætlun hverrar viður-
eignar gerð skil og allar skákir
íslensku keppendanna birtar
ásamt völdum skákum úr öðrum
viðureignum.“ Þannig hljóðar
kynningarorð útgefenda.
-ks.
14. ...Rd7
(Kasparov byggði stöðu sína
upp með 14...Rb4, -a6 og -b5 í
áðurnefndri skák, en fjórtándi
leikur Karpovs breytir stöðunni
talsvert. Kannski hefur heims-
meistarinn viljað koma áskor-
andanum á óvart hér en hann var
þó eldfljótur að leika.)
15. Hd2 Rb4 (tími: 1,10)
16. Db3 (0,12) Be6
17. Bc4
(17.Ddl er allt of hægfara,
svartur nær þokkalegri stöðu
með 17...a6 18.a3 Rf6 ásamt
-Rd4 við tækifæri.)
17. ...Rb6 (1,30)
(Eftir nær hálftíma umhugsun.
Aðrir leikir sem komu til greina
voru 17...Db6 og 17...DÍ6.)
18. Bxe6 (0,40)
(Það kom nokkuð á óvart hve
lengi Karpov var að taka ákvörð-
un um að leika þessum leik því
hann virðist þvingaður. Kannski
var hann að hugsa um 18.d7 en
svartur hefur frábær færi fyrir
skiptamuninn eftir 18....Rxc4
19.dxe8 (D)-f Dxe8 og svo fram-
vegis.)
19.a3??
(Það er aldrei hægt að vera viss
en þó tel ég allar líkur vera á því
að Karpov hafi sést yfir svarleik
heimsmeistarans. Þetta er hrika-
legur afleikur og furðulegur því
hann gefur svörtum mun betri
stöðu og rekur vel staðsetta menn
hvíts til baka. Smyslov mælti með
19.Rb5.)
19. ...Rd3!
(Karpov virtist ekki brugðið er
hann kom aftur að borðinu en þó
var hann ekki ýkja ánægður á
svip.)
20. Bg3 c4
21. Dc2
(Það þarf ekki frekari vitna
við, nær allir viðstaddir voru
sannfærðir um að 19.a3 væri
byggður á yfirsjón.)
21. ...Hc8
22. Hadl Dd7
(22...Rxb2 var freistandi en
gengur ekki, 23.Dxb2 Ra4
24.Rxa4 Bxb2 25.Hxb2! og hvít-
ur heldur velli. En þessi mögu-
leiki hangir samt sem áður yfir
stöðu hvíts.)
23. h4 (1,30)
(Um þetta leyti gekk ég útí sal
og hitti fyrir bandaríska stór-
meistarann Lubosh Kavalek.
Okkur kom saman um að Karpov
hefði sést yfir 19...Rd3 en engu
að síður taldi Kavalek stöðu
Karpovs teflanlega. „Þetta er
hreint taugastríð," sagði' hann.
Sovésku stórmeistararnir með
Smyslov í broddi fylkingar voru
nú farnir að athuga stöðuna nán-
ar eftir að hafa fleygt taflinu frá
sér, svo kannski var ekki öll nótt
úti fyrir Karpov. Ég er stundum
spurður að því með hverjum ég
standi í þessu einvígi. Það skiptir
engu máli hvor vinnur, ég held
nefnilega með einvíginu.)
23. ...f5 (1,45)
24. Hxd3 cxd3
25. Dxd3
(Skiptamunsfórnin er eina
undankomuleið hvíts.)
25. ...Rc4
(Kasparov velur skarpasta
leikinn í flestum stöðum. Þessi
kom því ekki á óvart.)
26. Dd5 Rb6
27. Dd3 Rc4
28. Dd5 Rb6
Jafntefli
I f „
iliifi M
i Sl«í
%\UM* £ WK
* m
• fm
M H
S ■„
E §» &&M
'M,
m mhL m
Kasparov áræðir ekki að tefla
til vinnings þó hann standi í raun
betur að vígi. 28.Kh8 kom sterk-
lega til greina og hvítur á afar
erfitt með að þróa stöðu sína.
Með tilliti til stöðunnar í einvíg-
inu er þetta kannski skynsamleg
ákvörðun en ef öðru vísi hefði
staðið á hefði heimsmeistarinn
ekki hikað við að tefla áfram.
Kannski kom hann auga á móður
sína úti í sal sem var áhyggjufyllri
en nokkru sinni fyrr.
Karpov gat leikið 29.Db3 en
hafnaði þeim leik vegna
29.. ..Df7. Annar möguleiki er
29.. .Kh7. Staðreyndin er sú að
hann getur prísað sig sælan með
jafntefli eftir afar ónákvæma
byrjunartaflmennsku.
Tími:
Hvítur: 2,17-
Svartur:2,04
Staðan:
Kasparov 10 1/2-
Karpov 10 1/2
14 SlÐA - ÞJÓÐVILJiNN Þriðjudagur 8. desember 1987