Þjóðviljinn - 08.12.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.12.1987, Blaðsíða 4
LEtÐARI BYGGÐAKVÓTI Um fátt hefur meira veriö rætt aö undanförnu viö sjávarsíðuna en þaö hvort og þá hvernig ætti aö setja reglur um nýtingu fiskimiöanna. Reyndar hefur umræöan síöur en svo verið bundin við þær starfsstéttir einar er sækja hrá- efnið fyrir undirstööuatvinnugrein okkar né þá er afla síns lifibrauðs við að vinna útflutnings- vörur úr þessu hráefni. Stefnumörkun í fisk- veiðimálum hefur þokast inn í þær kaffistofuum- ræöur sem oftar en ekki eru undirlagöar af vangaveltum um málefni á borö við vídd buxna- skálma og inn á þau heimili þar sem enginn heimilismanna hefur nokkurn tíma handleikiö fisk ööru vísi en sem soðningu á matardiski. Þjóðin veit að stefnumörkun í fiskveiðum snertir alla íslendinga. Umræðan hefur mjög snúist um þaö hvort miða á veiðar við aflahámark á skip eða hvort takmarka eigi sóknardaga, þ.e.a.s. hvort nota eigi kvótakerfi eða skrapdagakerfi. Því er ekki að leyna að umræða eftir þessum línum er orðin nokkuð stöðnuð og skoðanir manna virðast frekar hafa helgast af búsetu en lífssýn eða afstöðu til grundvallarspurninga í pólitík. Einhuga Alþýðubandalag hefur nú lagt fram stefnu sína í fiskveiðimálum. Þar er sleginn sá tónn að fiskurinn í sjónum sé sameign allra landsmanna og því þurfi að nytja fiskistofna með hagsmuni heildarinnar fyrir augum. Þeirri skoðun er hafnað að hagsmunir heildarinnar séu best tryggðir með því að eigendur fiskiskipa geti upp á sitt eindæmi ráðstafað réttinum til fiskveiða. Vitað er að verð á fiskiskipum getur meira en tvöfaldast ef þeim fylgir kvóti. En við skipasölu hafa íbúar sumra byggðarlaga vakn- að upp við þann vonda draum að rétturinn til að ná í lífsbjörgina úr sjónum hefur horfið með skipunum. Hin nýja stefna Alþýðubandalagsins byggir m.a. á því að upp sé tekinn svokallaður byggða- kvóti. Þriðjungi af veiðiheimildum er úthlutað á skip og sá kvóti fylgir því ef það skiptir um eigendur og fer í annað byggðarlag. En tveir þriðjungar af veiðiheimildum eru bundnir við- komandi byggðarlagi þótt þeim sé deilt þar milli skipa. Þessi hluti kvóta verður eftir í viðkomandi byggðarlagi þótt skip sé selt burt. Með þessum hætti er komið í veg fyrir stór- kostleg slys í atvinnumálum þeirra byggðarlaga sem eru veik fyrir sveiflum í útgerðarmálum. Undirstrikað er á skýran og áhrifaríkan hátt að heimild til fiskveiða er síður en svo einkaeign útgerðarmanna. Það að útiloka íbúa í sjávar- þorpi frá að róa til fiskjar er að sjálfsögðu það viðamikið mál að ekki er unnt að láta það ráðast af því hvort einhver útgerðaraðili sér peninga- legum hagsmunum sínum best borgið með að að selja skip sitt og fá fyrir það margfalt verð af því að rétturinn til veiða fylgir skipinu. í nýrri fiskveiðistefnu Alþýðubandalagsins er lögð á það þung áhersla að komið verði í veg fyrir lokaða miðstýringu og þess er krafist að kerfið verði opið og sveigjanlegt. í núverandi kerfi er gífurlega miklum völdum hlaðið á sjávar- útvegsráðuneytið og ráðherra er gefið úrskurð- arvald í fjölmörgum málum. Slíkt fyrirkomulag er í andstöðu við stjórnmálalegar hefðir okkar og því er löngu orðið tímabært að koma þar á ann- arri skipan. í því sambandi skiptir mestu að lög séu einföld og skýr þannig að þegnarnir finni að gagnvart þeim standi allir jafnir. Alþýðubandalagsmenn hafa bent á að hin nýja stefna, sem þeir hafa markað í málefnum fiskveiða, muni eiga hljómgrunn langt út fyrir þeirra raðir. Ekki er ólíklegt að fjölmargir þing- menn, hvar í flokki sem þeir standa, telji byggðakvóta vera mál sem þarf að gaumgæfa. Sjávarútvegsráherra hefur lagt fram frumvarp ríkisstjórnarinnar um stjórnun fiskveiða. Þing- menn Alþýðubandalagsins leggja til að á því verði gerðar veigamiklar breytingar. Þar vegur þyngst tillaga um að tveir þriðjungar kvóta verði bundnir byggðarlögum. Þótt tíminn sé naumur og fólk önnum kafið mun verða fylgst með því hver er afstaða einstakara þingmanna til hug- mynda um byggðakvóta. .V.V. ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■ CI^ADin ^-^■■■■■■■■■-■-■•■■■■■■■■V- vlVvKlw •■■v .■■■■■■ I ■ ■ ■ b ■ ■ ■ ■ ■ I ■ ■ Þingeyingar og auskúD?” Hamlets ^Baldur Hermannsson:’ "irnikiö mál sem jdráttum um geyinga j og haus* Hamlet aö hafa „Þingeyingar unnu og • því verður ekki breytt” - ....-MU VllldUOt. & ■ ■ ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ V.V.V.^V.V^ViViV.1. • I m m m KUPPTOG Mistök hjá RÚV Heiðvirðasta og hlutlausasta fjölmiðlafyrirtæki þjóðarinnar, Ríkisútvarpið, verður fyrir ýms- um kárínum þessa dagana, eink- um í tengslum við fornar sögur sem starfsmenn þess hafa ekki umgengist af nægilegri virðingu, - og stundum byggt á afar vafa- sömum heimildum. Vegna þess- arar vangár í Efstaleiti og við Suðurlandsbraut þurfa virðuleg dagblöð að leggja opnu eftir opnu í leiðréttingar, bollalegg- ingar og opinbera yfirbót þeirra sem nærri hafa komið, og uppá- komur í fjölmiðlum fyrirtækisins hafa orðið til þess að við liggur borgarastyrjöld í grónum velm- ektarhéruðum. Höfuðskömm Eitt alvarlegasta tilvik af þessu tæi hjá Ríkisútvarpinu síðustu vikurnar er auðvitað hið mein- lega hauskúpumál sem upp er komið fyrir tilverknað innlendrar dagskrárgerðardeildar á Sjón- varpinu. í þætti sem gerður var til að útkljá gamalt deilumál um gáfn- afar á Norðurlandi var nefnilega spurt um það á hverju Hamlet Danaprins hafi haldið þegar hann mælti hin frægu orð um að vera eða ekki vera. Eyfirðingar sátu gneyptir og þögðu en Þingeying- ar töldu að prinsinn hefði haft höfuðkúpu í höndunum. Þetta svar var tekið gott og gilt, og þeg- ar upp var staðið kom í ljós að hér skildi kúpan milli feigs og ófeigs. Þingeyingar voru úrskurðaðir meiri gáfumenn en nágrannarnir vegna hauskúpu Hamlets. Vafasamar heimildir Síðan hefur verið vakin á því athygli að þessi mál eru blandnari en svo að við verði unað. í ljós kom að starfsmenn Ríkisútvarps- ins höfðu rangtúlkað heimildar- mann sinn um gerðir og háttalag Hamlets prins. Vilhjálmur Shak- espeare segir nefnilega í ritum sínum að Hamlet hafi haldið á hauskúpu við allt annað tækifæri, og getur þess alls ekki á hverju prinsinn hélt þegar hann var eða ekki var. Þessutan hljóta menn að setja stórt spurningarmerki við þá heimildanotkun Sjónvarpsins að treysta einhverjum Englendingi frá sextándu öld um það hvað danskt kóngafólk hefur í höndun- um þegar það talar. Fleira en eitt svar Forvígismaður Sjónvarpsins í þessu alvarlega máli hefur gefið vægast sagt loðin svör við knýj- andi spurningum um rétt skil á staðreyndum. Þegar Víkurblaðið á Húsavík leitar til Baldurs Her- mannssonar í nóvemberlok vegna þess arna segir hann „eitthvað á þá leið að við ýmsum spurningum væri hægt að gefa fleira en eitt svar og í þessu tilfelli hefði hann metið þetta fullnægjandi svar. Það væri al- gengt að einræðan væri tengd þessari hauskúpu. Hamlet birtist t.d. oft á myndum með hauskúp- una og væri þá látinn fara með „to be or not to be“ ræðuna góðu. Hann (Baldur, ekki Hamiet) sæi því ekki neina ástæðu til að gera veður út af þessu máli.“ Veður? Veit maðurinn ekki um hvað er að tefla? Þekkir mað- urinn ekkert til fyrir norðan? Er hann bara að láta þetta undir höfuð leggjast, eða er hann að reyna að stinga höfuðkúpunni í sandinn? Baldur reynir síðan að draga í land í viðtali við Víkurblaðið í síðustu viku, og lætur þar einsog í svona málum sé nóg að afsaka, harma og bera til baka. Baldur segir nú samkvæmt fréttablaði Húsvíkinga að hauskúpusvar Þingeyinga hafi verið „skásta“ svarið, „en spurningin var auðvit- að glórulaus, því í raun er hvergi vísbendingu að finna um rétt svar og koma þá mörg til greina". Sem er auðvitað hárrétt út af fyrir sig, -Thor Vilhjálmsson hefur til dæmis bent á að í pólskri upp- færslu á Hamlet hafi aðalleikar- inn verið látinn hafa annan leikara á bakinu þegar hinum fleygu orðum var fram kastað. Réttsýnir menn komast að sjálfsögðu að þeirri niðurstöðu einni að við spurningu Baldurs og Sjónvarpsins sé aðeins eitt svar rétt, það er að segja ekkert svar, og hefðu Eyfirðingar því átt að fá stigið og þarmeð sigurinn. Heiður og æra Ríkisútvarpið hefur í þessu máli vakið upp fornar væringar á Norðurlandi, frá Bandamanna- sögu til Laxárdeilu og ber fulla ábyrgð á þeim vígaferlum sem af gætu hlotist. Sýnu verra er þó að með skeytingarleysi sínu hefur Ríkis- útvarpið vegið illilega að æru ým- issa valinkunnra sæmdarmanna, sem allir eru nú komnir undir græna torfu og því ófærir um að bera hönd fyrir höfuð sér. Finnst mönnum ekkert athuga- vert við að saka látinn mann, Hamlet prins, um það að hafa verið að fikta við dauðra manna bein seint og snemma? Þykir mönnum hið framliðna enska leikskáld vaxa við að vera kallað til heimildar um meint helgispjöll Hamlets í kirkjugarð- inum? Og hvers á sá látni heiðurs- maður að gjalda sem hauskúpan var af? Rannsókn!! Ekki verður við annað unað en að æðsta yfirstjórn útvarpsins taki hér sterklega í taumana. Út- varpsstjóri og Utvarpsráð hljóta nú að harma þessi mistök opin- berlega og átelja harðlega þau vinnubrögð sem hér var beitt. Réttlætinu verður þó varla fullnægt nema rannsakað verði af hlutlausum aðilum hvernig svona nokkuð getur hent, og má þar til dæmis benda á Siðanefnd Blaða- mannafélagsins og Félagsvísind- astofnun. Bregðist stjórn RÚV ekki við hið bráðasta má þó altént treysta þingmönnum til að láta þetta hörmulega glappaskot til sín taka. Það er ánægjulegt að enn skuli vera til ábyrgðarmenn eins- og Sverrir Hermannsson, sem segir um svipaða útvarpsuppá- komu í Morgunblaðinu á sunnu- daginn að hann hafi ákveðið að fara fram á utandagskrárumræðu strax eftir helgina. „Og þar ætla ég að fara fram á skýrslu af hálfu menntamálaráðherra, æðsta yfir- manns Ríkisútvarpsins, um þetta mál; rækilega úttekt á öllu mál- inu, og svör við þeim spurningum sem vaknað hafa í þessu sam- bandi“. Og það er engin hætta á að Sverri Hermannssyni vefjist tunga um höfuðkúpu í Hamlet- málinu. -m þlÓÐVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Möröur Árnason, Óttar Proppé. Fróttastjóri: Lúövík Geirsson. Blaðamenn: Elísabet K. Jökulsdóttir, Guömundur RúnarHeiöarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, Kristín Ólafsdóttir, KristóferSvavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir). MagnúsH. Gíslason, Ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Vilborg Davíösdóttir. Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Siguröur Mar Halldórsson. Útlitatelknarar: Sævar Guöbjörnsson, Garöar Sigvaldason, Margrót Magnúsdóttir. Framkvæmda8tjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Haröarson. Skrifstofa: Guðrún Guövarðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsinga8tjóri: Siaríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Unnur Ágústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríöur Kristjánsdóttir. Bílstjór i: Jóna Sigurdórsdóttir. Utbrelðslu-og afgrelðslustjóri: HöröurOddfríöarson. Útbreiðsla: G. Margrótóskarsdóttir. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, HrefnaMagnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson Útkoyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjovík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiöja Þjóöviljans hf. Prentun: Blaöaprent hf. Verð í lausasölu: 55 kr. Helgarblöð: 65 kr. Áskriftarverð á mánuði: 600 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 8. desember 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.